Næsti!

Gleðilegt ár kæru Kop-arar.

Já, það er skammt stórra hluta á milli, það er komið að næsta leik. Innan við sólarhring síðan sá síðasti var flautaður af. Takk kærlega English Premier League, endilega sleppið því að hafa neitt common sense í þessum uppstillingum ykkar. Talandi um leikjaálag. Ekki það að það munar bara nokkrum klukkutímum á tímanum sem okkar menn fá í hvíld, eða flest hinna. Þó svo að hver klukkutími telji þegar svona stutt er á milli, þá er þetta bara algjört rugl. Auðvitað er þetta æðislegt fyrir okkur stuðningsmennina, en fyrir þá sem þurfa að spila þessa leiki, þá er þetta ekki alveg í lagi. En reyndar er smá undantekning á þessum stutta tíma, Chelsea fær sína hvíld, skemmtilegt það.

En hvað um það, við erum í öðru sæti núna í byrjun árs 2017, ef einhver ætlar að reyna að segja mér það að það sé ekki fram úr væntingum fyrir tímabilið, þá er hinn sami algjörlega að ljúga. Ég stórlega efast um að meira að segja Jurgen Klopp hafi ekki dreymt um þessa stöðu. Við erum að tala um það að með sigrinum í gær, þá jukum við bilið í næsta lið um heil 3 stig. Man.City eru núna fjórum stigum frá okkur og sitja í þriðja sætinu, en reyndar á Arsenal enn eftir að klúðra sínum leik, en HEY, við jukum muninn alveg sama hvernig fer hjá þeim.

Ég talaði um það í síðustu upphitun að líklegast myndi taktík fjúka út um gluggann og að dagsformið myndi skipta öllu máli á milli tveggja góðra sóknarliða. How wrong I was. Jurgen okkar spilaði út nýju spili og það var ás. Langt er síðan Liverpool var í því hlutverki að loka svæðum og verja stigin sem komin voru, en hversu vel gerðu menn það? 17 leikir í röð á Anfield án taps er frábært og ég get alveg vanist þessu áfram. Meira svona takk. Samkvæmt síðustu færslu frá Einari Matthíasi, þá hefur liðið aldrei verið með jafn mörg stig þegar tímabilið er hálfnað, þ.e.a.s. eftir að nýtt nafn var sett á þessa efstu deild á Englandi. Við jöfnuðum jafnframt félagsmetið í fjölda skoraðra marka í deild yfir almanaksár. Ætlar einhver að reyna að fá mig til að hætta að brosa? Má maður ekki bara brosa? Liverpool var æðislegt fótboltalið á árinu 2016. Liverpool er með æðislegan stjóra. Liverpool er með æðislega leikmenn. Má mér þá bara ekki líða æðislega?

En nú er komið nýtt ár, það heitir 2017. Ég væri algjörlega til í að endurtaka síðasta ár með einni undantekningu. Ég væri til í að sjá okkur taka titla og berjast um heilaga gralið. Ég veit, ég er ekki að fara fram á mikið, en þetta er óskin. Sami flotti fótboltinn (með svona grind out results frammistöðum inn á milli) en með smá meiri verðlaun ofan á spilamennskuna.

En næsta test er stórt. Ég var sjálfur á síðasta leik gegn Sunderland og við skulum hafa það alveg á tæru að þeir munu fagna líkt og þeir hafi unnið HM landsliða ef þeir halda þessu í 0-0 út leikinn. Ég hef farið vel á annað hundrað leiki á Anfield og ég hef aldrei nokkurn tíman séð annað eins upplegg og David Moyes bauð uppá í þessum leik í nóvember. Sunderland á hreinlega skilið að fara niður, svo dapurt fótboltalið er þetta. Liverpool hreinlega verður að vinna þennan leik.

Eitthvað er um meiðsli hjá Sunderland, þeirra besti maður verður ekki með á næstunni, Pickford markvörður, sem hefur verið frábær á tímabilinu. Kone er tæpur, Anichebe líka og Cattermole og Kirchhoff eru fjarri góðu gamni. Þetta Sunderland lið tapaði í gær 4-1 fyrir Burnley. Já, þið lásuð rétt, Burnley slátraði þessu liði í gær. En hversu týpískt væri það nú að vinna Man.City í gær og misstíga sig svo gegn freaking Sunderland tveim dögum síðar? Nei, það bara má ekki gerst.

Matip, Coutinho, Grujic og Ings munu ekki taka þátt í þessum leik, og það sem verra er, Jordan Henderson er mjög ólíklegur í þessum leik gegn uppeldisfélagi sínu. Stóra spurningin hlýtur svo að vera hvernig Klopp ætlar að nýta hópinn svona stutt eftir erfiðan leik gegn City. Simon mun halda áfram í rammanum og ég á hreinlega ekki von á breytingum í vörninni. Ég á hreinlega ekki von á miklum breytingum, ef ég á að segja alveg eins og er. Wijnaldum og Can fá það hlutverk að halda miðjunni, Lallana dettur svo niður til þeirra og annað hvort Sturridge eða Origi koma inn í sóknina. Efast um að þeir geri það báðir, en ég væri samt alveg til í það. Ég ætla að spá þessu svona:

Mignolet

Clyne – Klavan – Lovren – Milner

Lallana – Can – Wijnaldum

Mané – Origi – Firmino

Fulla ferð og allt í botn. Ég væri alveg til í að sjá eitt stykki slátrun á þessu vonlausa Sunderland liði. Ég er samt skíthræddur um að það verði ekki og þeir nái að pakka 11 mönnum fyrir aftan boltann og dúndra honum svo fram við hvert tækifæri. Þessi leikur verður svo týpískt svona “efviðskorumsnemmaþáslátrumviðþeim”. Ég kallaði eftir því í síðustu upphitun að byrja leikinn strax, ekki að gefa liði eins og City séns á að kom sér yfir í leiknum. Ég kalla eftir því sama núna, því þá munum við klára þetta örugglega. Ég ætla að vera bara bjartsýnn. 0-4 og málið er látið. Origi, Sturridge, Mané og Lallana setja mörkin. Er til einhver betri vegur en að hefja nýtt ár með góðum útisigri? Hélt ekki.

19 Comments

  1. Þeir eru mennskir þessir kallar og það er 46 tímar á milli leikja og þarf ferska fætur inn. Origi, Sturridge og jafnvel Moreno spái ég að byrja þennan leik.

    Mane er að fara í Afríku keppnina og mun byrja þennan leik. Ég hef trú á því að hann leyfi kannski Firminho aðeins að anda og láti Lallana niður á miðsvæðið.
    Vörn= Clyne, Lovren, Raggi og Moreno.
    Miðja = Can, Winjaldum og Lallana
    Sókn= Mane, Origi og Sturridge

    Þetta kallast kannski ekki mikil rótering en gæti verið mikilvægt í að halda leikmönum ferskum.

    Við erum að fara að spila við lið sem er að pakka með 11 leikmenn og verður þetta erfit verkefni og allt öðruví en gegn Man City.

    p.s Klavan er búinn að vera frábær síðan að hann kom inn í liðið.

  2. Verðum að taka Sunderland.
    Tottenham eru að fara að taka Chelsea svo munurinn fer í 3 stig í næstu umferð
    Stutt á topp og ekki langt niður í sæti 5-6

    Chelsea – Liverpool-Arsenal -Tottenham-City og United eru öll í góðum gír, ótrúlegt að tvö af þessum verði ekki í CL á næsta ári. Liverpool og Chelsea græða á þessu núna en eru líkleg að enda í topp 4 (Chelsea sem meistarar) en það er líka stutt í sæti 5-6

  3. Gleðilegt ár kæru Poolarar!

    Algerlega geggjað að vera í titilbaráttu og sigurinn á City var fullkominn endir á árinu.

    Gríðarlega erfitt verkefni á morgun. Tæpir tveir sólarhringar á milli leikja, algert rugl, en ekki gleyma að Sunderland eru líka þreyttir á líkama og sál. Var að kíkja á meiðslalistann hjá þeim og þeir eru með 9 meidda úr hópnum!

    Sammála hér fyrir ofan að Sturrideg, Origi, Can, Lukas og Moreno verði í byrjunarliðinu. Henderson er meiddur og verður ekki með á morgun. Alveg 100% öruggt að Mane mun spila, enda síðasti leikurinn hans áður en hann fer i þessa helv….. Afríkukeppni. Erfitt að átta sig á því hvaða leikmenn fái hvíldina, sennilega Winjaldum, Lallana og Firminio. Aumingja Clyne fær ekki hvíld frekar en fyrri daginn, veit ekki með Milner, þ.e. hvort Klopp treysti Moreno fyrir vinstri bakvarðarstöðinn.

    Þetta verður rosalegt en gæðin í okkar liði eru of mikil fyrir Sunderland. Vinnum 3-1

  4. Þetta var Risa Risa mark hjá Wijnaldum í gær, næsti leikur takk!

    Koma Svoooo

  5. Gleðilegt ár félagar, takk fyrir það gamla. Sem var ansi rautt og gott.

    Held það sé alveg ljóst fyrst Henderson meiddist (veit einhver hvað það var?) að Can og Wijaldum munu spila, allavega annar þeirra. Mögulega kemur Stewart inn en mér finnst það ólíklegt, mögulega kemur hann á bekkinn.

    Held að Moreno hljóti að fá sénsinn, það er auðvitað líka möguleiki að Milner fari þá inn á miðjuna eða á bekkinn. Mané spilar, spurning hverjir verða með honum frammi. Ég myndi setja Sturridge og Origi báða inn ferska. Síðan verða Clyne, Lovren, Ragnar og Mignolet á sínum stað.

    Áhugavert og jákvætt með Sunderland, þeir steinlágu fyrir Burnley og vilja auðvitað starta nýju ári öflugt fyrir sína stuðningsmenn. Hópurinn þeirra býður hins vegar ekki upp á neinar breytingar að ráði og því gætu breytingarnar hjá okkur gert gæfumuninn, ferskar lappir sem klára leikinn örugglega. Sturridge mun halda áfram að skora, held við tökum þetta 4-1.

  6. Nú hefst tímabilið þar sem menn þurfa að setja undir sig hausinn og vinna vinnuna sína í akkorði og líta ekki upp fyrr en í apríl.
    Þetta er erfiðasti tíminn. Svipað og menn standi fyrir framan stóru verkefni og sjái ekki fyrir endann á því. Aðeins að þreytast og fjallið hátt.
    Þeir sem fara fyrstir á skóflurnar og grafa helvítis skurðinn munu vera í bestri stöðu þegar næsti sprettur hefst. Endaspretturinn þegar menn fara að sjá glitta í markið.
    Við verðum að vera liðið sem leggst á skóflurnar.
    Hin liðin í kringum okkur eru á flottum takti en einhver af þessum liðum munu hiksta á þessum akkorðsmánuðum.
    Afríkukeppnin, Meistaradeildin, innbyrðis viðureignirnar. Allt tekur sinn toll.
    Við þurfum að hafa úthaldið, þolinmæðina og trúna. Klopp er með það á hreinu.

    Byrjum á skurðinum á morgun, það verður enginn bévítans sundbolti.

    Gleðilegt ár. 2017 verður letrað á einhvern plattann.

    YNWA

  7. Gleðilegt árið!

    Mig dreymir og ég trúi á góðan 1-3 sigur þar sem Origi, Bobby og Mané munu skora. Sá síðastnefndi mun svo lenda í smávægilegum meiðslum og verður að sleppa þessari Afríkukeppni.

    Hver leikur er úrslitaleikur og já, chelskí mun byrja að tapa stigum í næstu umferðum.

  8. Ívar #6 Klopp talaði um að Hendo hafi kvartað yfir verk í hælnum, vona að það sé ekki af sama tagi og það sem hann barðist við í fyrra, þ.e. hælspori eða hvað það heitir.

  9. Það er eitt og sér að hafa svona stutt á milli leikja en að flauta leikinn á klst. áður en maður er búin að vinna er algjörlega út í hött. Það er ljóst að það þarf láta niðurröðunardeildina hjá FA fjúka fyrir þessa yfirsjón.

    Annars spái ég þessum leik 0-3 þegar ég sé hann í endursýningu.

  10. Langar að vita rökin fyrir þessari niðurröðun. Ekki er EufaL eða CL að þjappa okkar deildarleikjum saman!

  11. Já, mér sýnist ég þurfa að fara fyrr heim í dag sökum anna…

    #YNWA

  12. Ótengt leiknum.. Depay vill fara frá United, afhverju reynum við ekki við hann í janúarglugganum?

  13. Góður leikmaður sem að Klopp gæti klárlega bætt mikið en united og Liverpool eru ekki vanir að selja sín á milli.

  14. 22 Mignolet
    2 Clyne
    17 Klavan
    6 Lovren
    7 Milner
    23 Emre Can
    5 Wijnaldum
    20 Lallana
    19 Mané
    11 Firmino
    15 Sturridge

Liverpool – Man City 1-0 (Leik lokið)

Sunderland v Liverpool [dagbók]