Stoke mætir á Anfield

Gleðileg jól og vonandi hafið þið haft það notalegt og eruð södd og sæl eftir þessa tvo ágætu daga.

Nú fer boltinn aftur að rúlla og er ég ekki frá því að maður sé bara enn vel peppaður fyrir næsta leik eftir dramatískan og seinan sigur á Everton í síðustu umferð!

Stoke mun heimsækja Anfield á “þriðja” í jólum og hefst þar með hin grimma jóla- og janúar leikjatörn liðsins. Það verður því ekki mikil bið á milli leikja á næstunni sem gæti – ef allt gengur vel – orðið alveg hreint frábært!

Stoke hefur verið á ágætu skriði í vetur en hefur átt í smá basli með stöðugleika á leiktíðinni. Þeir eru nokkurn veginn á pari við það sem þeir áttu að vera fyrir leiktíðina og eru sem stendur í 11.sæti með 21 stig en með hagstæðum úrslitum gætu þeir hoppað upp í 7.sætið svo þeir eru í fínum málum.

Joe Allen, sem ætti nú að vera stuðningsmönnum Liverpool kunnugur, hefur komið mjög sterkur inn í lið Stoke og hefur spilað mjög vel í stóru hlutverki hjá þeim og er ef ég man rétt kominn með einhver fimm mörk fyrir þá í vetur. Frábært fyrir Joe Allen sem var seldur í sumar vegna þess að Klopp gat ekki lofað honum stöðugum leikjum og mínútum og hann vildi spila meira en undanfarnar leiktíðir svo leiðir skildu. Allen ætti líklega að fá mjög góðar viðtökur á Anfield – en þrír aðrir fyrrum leikmenn Liverpool eru í liði Stoke. Ásamt Allen eru þeir Charlie Adam, Glen Johnson og Peter Crouch á mála hjá Stoke.

Af okkar mönnum er annars allt fínt að frétta. Liðið situr eitt í öðru sæti deildarinnar, sex stigum á eftir Chelsea og fjórum stigum frá 5.sætinu svo þetta er ágæt staða sem liðið er í en þetta getur að sjálfsögðu verið afar, afar, afar fljótt að breytast svo liðið má alls ekki fara að slaka á klónni.

Hádramatískur sigur á loka mínútum gegn Everton var risa stór sigur fyrir okkar menn í leik sem tók mikið á liðið og var mjög erfiður á svo margan hátt. Everton mættu í leikinn, vildu drepa hann, spiluðu mjög gróft og lögðu upp með að tapa ekki. Það var stórt að vinna þennan leik en ég held að við áttum okkur ekki alveg á hve virkilega stór þessi sigur gæti reynst þegar líður á leiktíðina. Til að núlla ekki út þennan leik þá þarf að klára Stoke.

Samkvæmt Klopp þá virðist ekkert vera eitthvað nýtt að frétta af meiddum leikmönnum liðsins. Coutinho færist nær liðinu en verður ekki klár í þennan leik og er stórt spurningarmerki fyrir leikinn gegn City og mér fannst hann hljóma þannig að Joel Matip verði líklega ekki í byrjunarliðinu gegn Stoke og hann fari líklega varlega með hann. Það er svo sem ekkert galið enda liðið búið að halda hreinu tvo leiki í röð og kannski óþarfi að hræra í því á meðan vel gengur. Frekar að fá Matip 100% inn í leikinn gegn City eða leikina í janúar.

Sturridge kom inn á gegn Everton og átti risastóran þátt í markinu og það er frábært að fá hann aftur inn í myndina. Ég veit samt ekki hvort ég reikni eitthvað endilega með því að hann byrji gegn Stoke en líklega mun hann byrja gegn City eða Sunderland. Mane mun fara eftir næstu þrjá leiki og því frábært að Coutinho og Sturridge verði mættir aftur til leiks þá.

Ég held að það verði óbreytt byrjunarlið frá því í síðasta leik og sé ég ekki alveg “þörfina” á því að breyta því en ef Matip, Can eða Sturridge myndu koma inn í liðið myndi ég nú ekki grenja það en ég hugsa að þeir verði á bekknum og líklegri til að byrja gegn City en Stoke.

Mignolet

Clyne – Klavan – Lovren – Milner

Wijnaldum – Henderson – Lallana

Mané – Origi – Firmino

Það er fínt að Stoke verði án Arnautovic sem er í banni en Affellay verður líklega í hóp hjá þeim eftir að hafa verið í meiðslum í einhvern tíma. Joe Allen verður þarna, Wilfried Bony verður þarna og það er alveg ýmislegt sem ber að varast í þessu Stoke liði.

Þegar öllu er á botnin hvolft þá get ég ekki komist hjá því að finnast okkar menn eiga að hafa nóg til að vinna þennan leik. Byrjunarlið okkar mun vera öflugt sama hvernig það verður og bekkurinn mun verða öflugur. Mæti okkar menn til leiks þá ættum við að klára þetta – ef við ætlum okkur að ná árangri í deildinni þá eigum við að klára þetta, sama hvort það verði stórt, tæpt eða ljótt – við verðum að klára þetta.

Við fórum brosandi inn í jólin og vonandi verðum við brosandi eftir jól. Áfram Liverpool, höldum þessu gangandi!

Gleðileg jól!

30 Comments

  1. Sælir félagar

    það er svo sem ekki miklu við að bæta ágæta upphitun Ólafs Hauks. Það sem er í reynd fróðlegt við þennan leik er tvennt. Í fyrsta lagi; mun Klopp breyta byrjunarliðinu frá Everton leiknum og í öðru lagi hvernig koma fyrrum Liverpool leikmenn inn á leikinn á móti sínum gömlu félögum.

    Í fyrra tilvikinu gæti ég vel ímyndað mér að Klopp mundi breyta einhverju því byrjunin á síðasta leik hjá okkar mönnumvar heldur dauf en vörnin og varnarleikurinn var nokkuð öruggur þrátt fyrir það.

    Hvað seinna atriðið varðar þá held ég að menn eins og Allen vilji sýna Klopp að það hafi verið mistök að láta hann fara og mun spila úr sér lungun í baráttunni. Adam mun verða grófur og skeinuhættur þess vegna en Glen Johnson mun vera í sínum venjulega joggingtakti og Peter Crouch kemur inná í seinni en fær úr litlu að moða.

    Miðað við þetta mun Allen skora eina mark Stoke, Adam fer útaf með rautt og hinir skipta litlu máli í þessum leik. Það er því spurningin hvernig okkar menn koma inn í leikinn og svo hverjir byrja. Tippa á 4 – 1 og Mane, Lallana með sitt hvor og Firmino með tvö. Ef Struridge fær heilan hálfleik skorar hann tvö en Firmino ekkert. Hvort vilja menn frekar. Ég veit það ekki en er alveg sama hvor þeirra skorar þriðja og fjórða markið.

    Það er nú þannig

    YNWA

  2. Ég hlakka til leiksins á þriðjudagskvöld og hef það sterklega á tilfinningunni að okkar menn muni vinna leikinn. Vonir mínar og takmark um að komast í meistaradeildina hefur ekkert breyst. Meiri kröfur setti ég ekki á liðið í byrjun tímabils og það hefur ekkert breyst.
    Hvernig borðar maður Fíl? Jú, einn bita í einu.

    “Það er ekki auðvelt að reita þig til reiði. Ég er búinn að kalla þig óþokka, hálfvita, dóna, fáráðling og hlandhaus- og þú brosir bara.”
    “Já, sjáðu til, ég var einu sinni knattspyrnudómari.”

  3. Virkilega spennandi leikur og ekkert smá mikilvægur. Núna er það spurningin hvort liðið ætlar að blanda sér að alvöru í toppbaráttuna eða láta sér nægja að vera í baráttu um Meistaradeildarsæti. Fullmörg stig eru búin að fara í súginn í vetur á heimavelli þar sem krafan er alltaf fullt hús. Trúi ekki öðru en Klopp sé að læra á minni liðin enda nánast heimssögulegt hve Liverpool hefur gengið illa að höndla þau á síðustu árum. Stoke er lið sem berst til síðasta blóðdropa og þrá fyrrum leikmenn ekkert annað meira en að sýna Kop stúkunni hve góðir þeir eru. Trúlega munu þeir spila á yfirgetu ef hún er til. Allen er búinn að vera frábær í vetur enda fékk hann bókstaflega nýtt líf í Evrópukeppninnni í sumar. Kveikti aftur á ferlinum sem virtist vera á leiðinni niður. Vona svo sannarlega að Sturridge fái gott tækifæri í leiknum og þá eitthvað aðeins meira en 5 mín. Finnst eins og þrjú mörk liggi í loftinu.

  4. Hvernig dettur þessum mönnum þetta í hug, það er ekki eins og þeir eigi ekki fyrir fjandans leigubíl ..já eða kaupa limo og driver og láta hann vera á standby þeir hafa efni á því !

  5. Við erum að fara að spila á móti Stoke liði sem er ekki bara komið til að verjast með 11 leikmönum þeir eru með hættulega stráka og Joe Allen á eftir að láta vita af sér á miðsvæðinu.

    Menn eiga ekki að hvíla neinn í þessum leik. Það fást 3 stig fyrir sigur í þessum leik eins og öðrum og byrjum bara að klára þetta verkefni áðum en við förum að berjast við Man City.

    Verð samt að segja að mér finnst Firmnho ótrúlega heimskur og finnst mér að hann ætti að fara í bann hjá liverpool fyrir svona heimskupör og er ekki hægt að afsaka svona gjörðir. Fótbolti er mikilvægur en ekki mikilvægari en líf fólks og hafa drukknir bílstjórar verið duglegir að fækka börnum, konum og körlum í gegnum árin og er þetta því ekkert grín.

    En aftur af fótbolta ég á von á því að Mane vilji enda árið með stæl áður en hann fer til Afríku og munu skora á morgun og spái ég 2-1 sigri Liverpool þar sem Mane/Lallana skora fyrir okkur en Allen(hver annar) skorar fyrir Stoke.

  6. Hjartanlega sammála Nr 8. Ekki hægt að vera að hugsa um CIty og hvíla menn, 3 stig eru 3 stig og það eina sem skiptir máli á morgun.

  7. Varðandi Firmino þá gerðist hann sekur um að aka undir áhrifum áfengis. Ef það var áfengisbann hjá LFC þá er ég sammála um að hann eigi að taka út refsingu (leikbann) en annars á hann klárlega að spila.

    Vonandi var þetta í fyrsta skipti sem hann gerir þetta og lærir af því án þess að slasa nokkurn. Refsingin er væntanlega bæði sekt og tímabundin ökuleyfissvipting en vonandi ekki leikbann.

    Áfram Liverpool ?

  8. Mané er að fara að spila gegn City líka ekki satt?

    Annars skyldusigur á morgun. Hin topp liðin vinna og við verðum að gera það líka.

    United að nálgast sitt besta form, Pogba, Zlatan og Mithitarian (sem okkar félag náði ekki á sínum tima) að brillera. Vil halda United fyrir aftan okkur…. held að ekkert lið nái Chelsea

  9. Höldum hreinu 3 leikinn í röð og löndum 4-0 sigri.
    Sturridge og Can koma inn og Firmino í skammkrókinn og Origi hvílir ?

  10. #10 af hverju er spurningarmerki þarna síðast hjá þér. ætti frekar að vera upphrópunarmerki!!!

  11. #14 þetta var broskall sem vefsíðan breytti í spurningarmerki og það fór framhjá mér sem er miður. Það er hins vegar engin spurning í mínum huga – ÁFRAM LIVERPOOL 🙂

    Takk fyrir ábendinguna joispoi

  12. Gunnar, fotbolti.net er ekki mikið skárri. Ef fotbolti.net og 433.is væru ekki á íslensku efast ég um að nokkur maður mundi lesa þær.

  13. Ruslsíður sem eg fer aldrei inná, hvet alla poolara til að gera hið sama.

    Hef trú á goðum sigri i kvöld en hann verður torsóttur. Tökum chelskí á þetta og vinnum hann 1-0 með marki frá Origi.

  14. http://www.visir.is/psg-vill-coutinho-i-januar/article/2016161229254

    FSG láta ekki undan í jan en hann fer í sumar. Þannig er það bara nú. Liverpool halda ekki leikmönnum í þessum klassa. Borga ekki þau laun sem þarf. En þá förum við bara aftur í uppbyggingu. … þartil Firmino verður world class 🙂 vonandi fáum við 60-70m fyrir Coutinho og eyðum því í álíka snillinga eins og Lazar Markovich.

  15. Klopp hefur sagt að enginn í aðal-hópi- Liverpool verði seldur í Janúar. Firmino hefur sjálfur sagt að hann að gæti hugsað sér að vera hjá Liverpool í mörg ár til viðbótar og Klopp fussaði yfir því að Sterling var seldur bara á 50 milljónir punda og því þarf ekki neinn mikinn snilling til að gera sér grein fyrir því að þessi frétt er að öllum líkindum uppspuni.

    Það fór enginn af lykilmönnum annað síðasta sumar og sem stendur er Liverpool í öðru sæti deildarinnar og ef liðið nær Meistaradeildarsæti þýðir það mjög líklega að það er hægt að kaupa góð gæði á sanngjörnu verði og frekar líklegt að lykilmenn gætu hugsað sér að vera ár til viðbótar. Ef ekki þá myndu þeir fara á það háu verði að það ætti þessvegna að vera hægt að kaupa tvo gæða leikmenn í staðinn fyrir þann eina sem er seldur.

    Klopp hefur hlegið af svona fréttum sem blaðamenn koma með og sagt það merkilegt að blaðamenn bera alltaf undir hann frétt sem þeir bjuggu til sjálfir, sem oftast nær er enginn fótur fyrir. T.d bendir allt til þess að Liverpool myndi ekki selja Coutinho á 40 miljónir punda og það er ekkert sem bendir til þess að Coutinho sé óánægður hjá Liverpool. Hann hefur ítrekað sagt að hann sé mjög þakklátur að spila fyrir þennan klúbb.

    Ég er ekki að fullyrða að Coutinho verði ekki seldur í sumar en ef það gerist þá verður það líklega á miklu hærra verði en 40 milljónir punda og ekki ólíklegt að leikmaður verður keyptur miklu ódýrara til að fylla skarð hans. Ef horftt er til þess að Mane kom í ár á 32 milljónir punda.

  16. Þetta er ekki flókið!
    Það verður að vera agi í liðinu. Menn geta ekki komist upp með óafsakanlega, hættulega hegðun. Að vera góður í fótbolta er þá aukaatriði. Þessir piltar eiga að vera gott fordæmi.
    Því miður, Firminio verður að taka út refsingu hjá klúbbnum.

  17. Hvaða sportbarir á Höfuðborgarsvæðinu eru bestir til að sjá leikinn?

  18. afhverju í fjandanum ætti Couthinho að vilja hætta spila besta boltan sem völ er á til að fara til PSG ? skref niður á við eins og staðan er í dag, Barca ? já mögulega en verður hann 100% byrjunarliðsmaður er ekki svo viss um það.
    Þetta eru bara bullshit fréttir og sé ekki að neinn klúbbur gæti heillað hann nema mögulega Barca og Liverpool eru aldrei að fara leyfa honum að fara á eitthverja smáaura eins og 40 mil sem var talað um PSG getur troðið þeirri upphæð uppírassgatið á sér.

  19. Hef pínu áhyggjur af þessu með Firmino.

    Áfengismörk eru hærri í Englandi en víða annarsstaðar og menn þurfa einungis að mæta til dómara ef sýni er yfir leyfðu marki.

    Leikjaálagið í desember er þekkt og leikmenn eru að færa allskonar fórnir til að vera í topp-formi. Menn gá að sér í mat, sleppa jólasteikinni, gæta að svefni og fylgja prógrammi, enda sennilega erfitt að hlaupa 10 km par-dögum eftir stóra máltíð eða fyllerí.

    Það að Firmino skuli vera nappaðir „in the early hours“ (sem er að jafnaði eftir miðnætti til dögunar) undir áhrifum… Það er bara ekki nógu gott. Það sýnir ekki rétt hugarfar manns sem er í klúbbi sem á sjens á titlinum.

  20. 4 hlutir í stöðunni.
    1) vinna Stoke, takk.
    2) Láta Klopp um æfingar, uppstillingar og REFSINGAR.
    3) Tala vel um Liverpool leikmenn meða þeir eru í LFC

    YNWA

  21. Áfengisbann eða ekki. Að vera tekinn eftir að vera búinn að fá sér sýnir bara vítavert gáleysi sem ekki er hægt að líta framhjá. Mikilvægur leikmaður eða ekki þá þarf hann að vera öðrum fyrirmynd og hafa vit fyrir því að sleppa því að drekka eða allavegana panta leigubíl.

    Svo er náttúrulega spurning um hvort að hann hafi verið að drekka það sama og Yaya.

  22. Er það ekki rétt munað að coutinho sé ný búinn að framlengja samningum sínum???
    Get ekki séð að hann sé svo vitlaus að fara til frakklands af öllum stöðum…

    En barca er allt annað og erfiðara mál… þessi taktík sem þeir beita er vel þekkt…. fyrst er talað um aðdáun þeirra á leikmönnum, svo tala fyrrverandi leikmenn um hvað þeir passa leikstílnum, svo tala forráðamenn um hvað þeim vanta svona leikmann og síðast en ekki síst er reynt að notfæra sér vinskap leikmanna liðsins…. þetta gerist hvað eftir annað…..

    En af hverju ekki bara senda þeim tóninn fá bara suarez til baka 🙂

  23. Couthinho á ekkert eftir að fara menn geta verið alveg rólegir, hann skilur að hann hefur ekkert að gera í Barcelona með Messi og Neymar að spila sömu stöðu og hann. Hann er kóngur í ríki sinu hja okkur og við þurfum ekki að selja, hann er okkar maður ég trúi því alveg innilega, framtíðar fyriliði og maðurinn sem skilar englandsmeistaratitlinum loksins aftur heim(heyrðuð það fyrst hér)

  24. Er ekki aðal málið að leikmenn liverpool vilji spila fyrir félagið? Mér finnst ótrúlega spennandi hlutir vera að gerast núna og ef einhver leikmaður vill elta aðra drauma eða peninga hvort sem það er Couthinho eða annar þá go! Ég efast um að menn vilji fara núna. Þú ert í liverpool og klopp er að þjálfa og liðið samkeppnishæft.. BARA hverjir vilja koma !

GLEÐILEG RAUÐ JÓL

Liverpool – Stoke 4-1 (leik lokið)