GLEÐILEG RAUÐ JÓL

Það eru rauð jól hjá okkur Liverpool mönnum eftir sigurinn á Everton í síðasta leik fyrir jól. Flautumark gegn Everton er eitt besta veganesti sem við höfum fengið inn í jólin í langan tíma. Raunar hefur Liverpool ekki oft verið í betri stöðu yfir jólin undanfarin ár en einmitt núna. Svona hefur staðan verið um jólin undanfarin ár.

stadan-um-jol

Njótum því jólanna vel í ár, Liverpool er á góðri siglingu.

Jólakveðja
Einar Matthías
SSteinn
Maggi
Kristján Atli
Einar Örn
Eyþór
Óli Haukur

9 Comments

 1. Innilegar þakkir fyrir skrifin á árinu og óska ykkur öllum gleðilegra jóla. Vonandi hugsar Jóli til okkar í maí! YNWA

 2. Gleðileg jól til allra sem líta hér inn og með þakklæti til síðuhaldara og annara sem skrifa hér inn með von um góðs uppskeru á árinu sem er í vændum.
  Takk fyrir.
  Björn I

 3. Óska öllum Liverpool stuðningsmönnum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Megi næsta ár gefa okkur enn fleiri frábæra pistla á kop.is og enn betri árangur innan vallar sem utan.

  YNWA

 4. Gleðileg jól og takk kærlega fyrir bestu LFC síðu norðan Alpafjalla!

 5. Gleðilega hátíð og þúsund þakkir fyrir árið sem er að líða.
  Þessi síða er á heimsmælikvarða og fyrir það ber að þakka.

 6. Gleðilega hátíð félagar, ég kem inná þessa síðu oft á dag og hún er sú besta. Takk fyrir mig.

 7. Sömuleiðis kæru félagar, gleðilega hátíð. Kærar þakkir fyrir síðuna og ekki síður fyrir stórkostlega ferð í janúar síðastliðinn.

 8. Gleðilega hátíð púlarar nær og fjær.
  Síðuhaldarar hafi þökk fyrir einstakt framlag til útópíu samfélagsins okkar.

  Skil ekkert í því hvað við höfum sjaldan verið í topp tveimur á jólum á þessari öld.
  Mér finnst í minningunni við alltaf vera í topp tveimur.
  Kannski síðasta öld sé orðin ferskari í minningunni en sú sem nú líður þegar aldurinn færist yfir 🙂

  Hvað um það, við erum alltaf bestir og stundum bestari en áður og stefnum í að verða bestastir.

  YNWA

Blaðamannafundur Klopp fyrir Stoke leikinn

Stoke mætir á Anfield