Everton – Liverpool (Leikjaþráður)

100.mín: LOKSINS! Flautað af, afar dramatískur og mikilvægur sigur!

97.mín: Oh skot Firmino er bjargað á línu!

94.mín! 0-1!!! Skot Sturridge endar í stönginni og Mane er fyrstur ap bregðast við og potar honum yfir línuna!!

81.mín: Loksins koma skiptingar. Sturridge og Can koma inn fyrir Origi og Lallana. Firmino átti mjög gott skot eftir hornspyrnu en markvörður Everton varði mjög vel.

69.mín: Barkley mjög heppinn að vera inná. Hann á mjög seina og ljóta tæklingu á Henderson og sleppur með gult spjald. Slapp við að fá spjald seint í seinni líka. Smá læti brjótast út í kjölfarið.

50.mín: Þetta lítur betur út. Liðið spilar betur og farnir að opna vörn Everton. Firmino slapp í gegn en skot hans var varið, hefði mátt gera betur þar.

Hálfleikur: Frekar leiðinlegur fyrri hálfleikur. Markalaust og hvorugt liðið að skapa sér einhver alvöru færi. Origi átt skársta færi okkar manna en hann átti slakt skot eftir fyrirgjöf frá Clyne. Menn verða að girða sig í brók í hálfleik og koma sterkari til leiks þá!

19:00: Liðið er komið, óbreytt frá því gegn Boro í miðri viku.

Mignolet

Clyne – Klavan – Lovren – Milner

Wijnaldum – Henderson – Lallana

Mané – Origi – Firmino

Bekkur: Karius, Moreno, Lucas, Can, Alexander-Arnold, Woodburn, Sturridge

Can og Sturridge koma á bekkinn og lítur hann þar af leiðandi töluvert betur út en síðast.

18:10 Þá er komið að grannaslag Everton og Liverpool á Goodison Park. Save the best for last.

Hér er ágætis pepp myndband fyrir leikinn sem hefst eftir tæpa tvo tíma.

Matip verður líklega ekki með í kvöld og orðið á götunni segir að Everton komi til með að spila 5-3-2 kerfi í kvöld. Sjáum hvað setur þegar liðin verða tilkynnt eftir tæplega klukkustund.72 Comments

 1. 1
  Ásmundur

  Óþolandi þessir pappakassar sem haldast aldrei heilir…Sturridge og Matip..2 f?abærir leikmenn sem gerir þetta ennþá meira óþolandi.

  (0)
 2. 2
  Höddi B

  Sama lið og á móti boro, sturridge og can komnir á bekkinn sem er gott.

  (1)
 3. 3
  Matti

  Daniel Sturridge supersub er mættur á bekkin (þetta er setning sem ég hélt að ég ætti aldrei eftir að segja með bros á vör) koma svo!!

  (3)
 4. 4
  Lúðvík Sverriz

  Sæl og blessuð.

  Langar sendingar á hinn vörpulega Lúkakú og við erum í skrúfstykkinu.

  I’m so scared.

  (1)
 5. 5
  LFC forever

  úfff…….nú er kallinn stressaður! Þetta verður rosalega erfiður leikur. Hef auðvitað mestar áhyggjur af því hvort vörnin muni halda og þola langar fyrirgjafir inn í teiginn. Það mun reyna rosalega á öftustu mennina og Mignolet í kvöld. Við erum samt með mikið betra lið……engin spurning. En það skiptir víst litlu máli í þessum Derby-leikjum.

  (0)
 6. 6
  hyypia

  Spurning um að fórna Lucas í það strax að sparka í Lúkakúka ;-)

  (0)
 7. 7
  Höddi B

  Liverpool undir í baráttunni, erum við ekki tilbúnir í þetta stríð ?????

  (0)
 8. 8

  Okkar menn alls ekki byrjadir ad spila þennan leik.. madur bindur vonir vid ad seinni hàlfleikurinn verdi allt annar.. hofum oft att lèlega fyrri halfleiki og komid svo miklu miklu betri ùt ì seinni, tad gerdist td i sidasta leik gegn Boro..

  (1)
 9. 9

  Jæja þarna kom flott sòkn. Nù vonandi fer þetta ad koma hja okkur

  (1)
 10. 10

  Glatað alveg glatað ekkert að gerast vantar eitthvað boozt í seinni hálfl

  (0)
 11. 11
  Matti

  er einhver sem er med gott stream?

  (0)
 12. 12
  Gunnar

  Barkley er viðbjóðslegur fótboltamaður, bara eins og naut í flagi.

  (3)
 13. 13
  RH

  lélegur fyrri hálfleikur , lélegar sendingar og menn virka þreyttir og þungir. Dómarinn heldur hann sé að dæma í rugby leik.

  (0)
 14. 14
  Sigkarl

  Sælir félagar

  Origi hefur ekki gert annað allan leikinn en að sanna hið fornkveðna. „Hann er bara ekki nógu góður í fótbolta“. Annar virðist mér allt liðið vera að malla í fyrsta og öðrum gír. Vonandi gíra menn sig upp og ef til vill kemur Sturridge inn á í stað Origi. Hvað sem um Sturridge má segja þá eitt víst. Hann kann fótbolta og er ansi góður í honum.

  Það er nú þannig.

  YNWA

  (1)
 15. 15
  LFC forever

  vá hvað þetta er dapurt so far. Leikmenn eins og Origi, Lallana, Mane og Milner mjög slakir. Veit eiginlega ekki hvað hefur komið fyrir Mane, sem er búinn að vera frekar slakur undanfarið.

  Treysti því að menn fái hárblásarann frá Klopp í hálfleik. Þetta er bara ekki boðlegt.

  (1)
 16. 16
  RH

  #14 sorry en það hafa allir verið með skituna uppá bak nema kanski migno , ekkert origi meira en hinir.

  (1)
 17. 17
  Höddi B

  #11, prófaðu blabseal.com/frodo

  (1)
 18. 18
  RH

  er samt alveg til í að sjá Sturridge fá sénsin og rífa þetta upp þetta er ekki boðlegt.

  (0)
 19. 19
  Sigurður Einar

  Hörkubarátta á vellinum það vantar ekki.
  Everton menn mættu dýrvitlausir til leiks og unnu okkur í baráttuni til að byrja með en um leið og leikurinn róaðist aðeins og þetta fór að snúast meira um fótbolta þá fórum við að komast aðeins meira inn í leikinn.
  Raggi er búinn að vera frábær í þessum fyrirhálfleik. Bjargaði líklega marki og er búinn að vera að vinna boltan og skila honum vel frá sér.
  Mane virkar eins og að hann sé farinn á Afríku mótið og er alveg týndur inná vellinum og Origi virkar eins og hræddur við miðverði Everton sem hafa hann í vasanum en sem komið er.
  Þessi leikur er alveg lokaður og á maður ekki von á markaveislu í þeim síðari en ég er á því að það verður mark skorað og vona ég að það verða okkar menn. það er eitthvað sem segjir mér að Sturridge eigi eftir að minna vel á sig í þessum leik ;)

  (1)
 20. 20
 21. 21
  Ásmundur

  Origi verður búinn setja setjan á 55 mín.
  Efast um að Sturridge þoli meira en 10-15 mín í dag.

  (0)
 22. 22
  oddi

  Horbjóður

  (0)
 23. 23
  Deus

  Ég hef nú alveg sé skemmtilegi fótboltaleiki.

  (0)
 24. 24
  Aron

  Hvað er Origi að gera inni á vellinum haha?

  (2)
 25. 25
  Kristján Kristinsson

  Allan daginn rautt

  (3)
 26. 26

  Hvernig i fjandanum var þetta ekki rautt à Barkley.. eins mikid rautt og hægt er.. heppinn ad fòtbrjòta ekki Henderson

  (3)
 27. 27
  Aron

  Afhverju er þetta ekki rautt spjald? Viðbjóðslegur aumingi Ross Barkley og ógeðslega lélegur í soccee

  (2)
 28. 28
  Jón H. Eiríksson

  WTF….. Hvenær er þetta ekki rautttttt?!!! Djöfull hata ég … fxxxxxxx heexxxxvitis Everton! Maðurinn hefði getað endað ferilinn hjá Henderson…

  (3)
 29. 29
  RH

  hvernig fekk gaurinn ekki rautt spjald fyrir brotið á henderson hvað er málið ?

  (0)
 30. 30
  oddi

  Við höfum ekki world class leikmenn til að gera gæfumuninn í svona slag – staðreynd..
  Svo kemur gamla tuggan í janúar að það sé svo erfiður mánuður og bla bla bla
  Á meðan kaupa liðin í kring um okkur alvöru menn.

  (2)
 31. 31

  Hæ klopp nenniru að gera skiptingu takk

  (0)
 32. 32
  Jol

  Origi er ekki í gæðum fyrir okkur. Inná með Storra litla.

  (2)
 33. 33
  Arnar

  Origi setur sigurmarkið á 86 mín…. Ragnar Sig(klavan) búinn að vera mjög góður í þessum leik.

  (1)
 34. 34
  Ingi sig

  Skiptu inna maður djöfullinn er þetta. Vantar klárlega striker i þetta liverpool lið

  (0)
 35. 35
  Deus

  Jæja þetta stefnir í steindautt jafntefli bara.

  (0)
 36. 36

  Sturridge ad koma innà.. èg bid hann bara um sigurmark ì jòlagjof takk

  (3)
 37. 37
  Ingi sig

  Everton er ekkert að reyna að spila fótbolta, ótrúlegt að engin se með rautt hjá þeim. Liverpool vantar klárlega meiri gæði til að eiga tilkall i 1 sæti.

  (2)
 38. 38
  bb

  Sturrigde komdu nú með einn skrímer ?

  (2)
 39. 39
  Óskar J

  Pirrar mig að þeir þurfa alltaf að senda boltann frá sér strax í staðinn fyrir að hlaupa með hann þegar það er nóg pláss

  (0)
 40. 40
  Kristján Aðal

  MANÉÉÉÉÉÉÉÉÉÉÉÉÉ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  (2)
 41. 41
  Jol

  Ég sagði það inná Sturridge, já já…

  (1)
 42. 42
  Óskar J

  Flott skot hjá Sturridge og afgreiðsla hjá Mane :D

  (1)
 43. 43
  Aron

  Sturridge búinn að búa til mark á nokkrum mínútum, nokkrum klössum fyrir ofan flesta í liðinu okkar

  (6)
 44. 44
  Kristján Aðal

  Næstum því 0-2 þarna Bobby þarf á marki að halda til að koma sér aftur í gang

  (1)
 45. 45
  Jol

  Klavan maður leiksins. Var með Lukaku í vasanum.

  (11)
 46. 46
  Svavar Station

  Hyyyyyyyeeeeeeerssssssssssssss!!!!!!

  (0)
 47. 47
  Guðjón Halldór Óskarsson

  Hvað eru menn að skammast ut i Origi.
  Hvað er hann buinn að skora mörg mörk undanfarið?

  (9)
 48. 48
  Lúðvík Sverriz

  mein herz was mehr willst du haben

  (3)
 49. 49

  Sturridge. þarf ekki nema að sjá markið, þá er kominn hætta í kringum hann. Heimsklassa leikmaður.

  Annars var þetta verðskuldað. Þessi leikur var jafn en Liverpool fékk hættulegri færi.

  (6)
 50. 50
  joispoi

  Aldrei stressaður, öruggt allann tíman!!!

  (5)
 51. 51
  RH

  frábært og enn og aftur cleansheet sem er frábært.

  (1)
 52. 52
  Elmar

  Vá þetta var rosalegt, liðið fær hrós að klára þetta.

  (0)
 53. 53
  LFC forever

  Algerlega geðveikt að vinna þennan leik. Flestir leikmenn okkar áttu slæman dag en við kláruðum þetta samt. Lovren og Klavan laaaaaaaangbestu menn liðsins!

  Þetta eru sætustu sigrarnir :)

  (2)
 54. 54
  Óskar Ingi

  Glæsilegur sigur! :) Ætla að fá mér treyju með 17 Klavan á bakinu :)

  (4)
 55. 55
  Sigkarl

  Sælir félagar

  Til hamingju með þennan sigur hann var erfiður en verðskuldaður. Studds sýndi meira á korteri en Origi allan leikinn. Því miður er hann ekki nógu góður ennþá. Verður það ef til vill einhverntíma en vantar mikið uppá ennþá. Mané í sníkjunni hirti frákastiðaf frábæru skoti Sturridge og kláraði þennan leik í uppbótartíma. Takk fyrir mig :)

  Það er nú þannig

  YNWA

  (2)
 56. 56
  björninn

  Sanngjarnt! Rauð jól!

  (6)
 57. 57
  helginn

  Brjáluð fagnaðarlæti og high fives hérna megin…gríðarleg 3 stig!!

  (0)
 58. 58
  Jón H. Eiríksson

  Jólagjöfin í ár… Sigur á Everton…. :D

  (1)
 59. 59

  Heilt yfir fannst mér Ragnar Klavan og Lovren vera bestu lekmennirnir hjá Liverpool. Þeir pökkuðu Lukaku saman.

  (6)
 60. 60
  Kaldi

  Og einginn meiddur ?
  Til hamingju félagar og gleðileg Jól.

  (5)
 61. 61
  Deus

  Sweeet

  (0)
 62. 62
  Banjó

  Koeman að kvarta yfir því að Lovren fékk ekki annað gult fyrir að reiðast við Barkley vegna tilraunar hans til að fótbrjóta Henderson. Sem slapp með gult.

  Stundum hafa menn engan klassa þegar þeir tapa

  (6)
 63. 63
  Ingi Torfi

  Vildu menn bara að Sturridge hefði byrjað?? hvaða bull er þetta?

  Hvernig væri bara að hrósa Klopp fyrir að sigra þennan leik með hárréttri skiptingu á hárréttum tíma á drullu erfiðum útivelli! Það er bara tuðað yfir öllu! Origi skorað 5 mörk í 5 leikjum og allt í einu er hann ekki nógu góður? Vil meina að hann hafi einmitt komið inn af bekknum eins og algjör meistari núna í vetur.

  Djöfull er erfitt að gerar sumum til hæfis.

  (42)
 64. 64
  Hallur

  Ef bara Origi myndi hætta að reyna þessi trix endalaust með boltann og vera beinskeyttari þá væri hann í topp málum. Hann er farinn að líkjast Ibe óþægilega mikið og þá meina ég misheppnuð trix.

  (1)
 65. 65
  Siggi Scheving

  Svarið er KLOPP

  (0)
 66. 66
  Vilhjálmur

  Ég tek undir með Inga Torfa hér að ofan. Það er ótrúlegt hvað menn geta verið skammsýnir. Sturridge gerði vissulega vel með sínu framlagi, en að gera lítið úr Origi til að mikla Sturridge er algjör óþarfi.

  (9)
 67. 67
  Gunnar

  Firmino er buinnn að pirra mig alltof of mikið i seinustu 3 leikjunum. kominn tími til að bekkja hann og starta Sturridge sem er mun betri leikmaður. Firmino kemur svo aftur inn ef Sturridge meiðist aftur

  (4)
 68. 68
  Sigkarl

  Sælir félagar

  Mér finnst Origi bara ekki sérlegagóður leikmaður. Ég hefi rætt það annarstaðar á Koppinu og nenni ekki að tala meira eum það. Hitt er algerlega ljóst að ég hefi rétt á þessari skoðun minni og geri ekki athugsemd við það þó einhverjir séu mér ósammála. Ég hefði samt líka gaman af því að heyra hvort það er einhver í öllu universinu sem álítur Origi betri fótboltamann en Sturridge. Bara svona upp á gamanið. Annars bara sáttur með „rauð jól í Liverpool borg“.

  Það er nú þannig

  YNWA

  (2)
 69. 69
  Alli

  Frábær sigur og hverjum er ekki drullusama hvernig við spiluðum. Sigur er eina sem skiptir máli, ekki eru önnur lið í deildinni að spila einhvern sambabolta og vil ég því biðja alla sem geta ekki glaðst yfir liðinu okkar þessa dagana og einstökum leikmönnum að líta á töfluna, hún lýgur aldrei. Þetta er hópurinn sem við höfum og það kæmi mér á óvart ef við keyptum stórt í janúar. Sjaldan hafa janúarkaup gert eitthvað fyrir okkur, menn þurfa oft 6-18 mánuði til að aðlagast.

  (0)
 70. 70
  Gunnar

  Origi er að standa sig betur en Neymar fyrir barca á þessi tímabili. Þetta er í fyrsta skipti á ævi minni sem ég sé einhvern vera að gagngrýna mann með 5 mörk í seinustu 6 leikjum. Ég hló upphátt þegar ég las þetta. Origi er með svokallaða Messi tölfræði á þessu tímabili, en nei nei það er ekki nógu gott fyrir suma.Við erum stálheppnir að vera með Origi hann er hreint magnaður.

  (5)
 71. 71
  Ásmundur

  Sigkarl.
  Er ekki frekar ósanngjarnt af þér að vera að bera 21 árs gamlan Origi við Sturridge og spyrja hvort að það sé einhver hérna á því að hann sé betri fótboltamaður en Sturridge. Það eru flestir á því að það er ekki svo enda er heill Sturridge með þeim skæðari í boltanum.

  En 21 árs Origi er samt búinn að skora 5 mörk í seinustu 6 leikjum og hefur svo sannarlega staðið sig vel þó svo að þú nýtir hvert tækifæri að drulla yfir hann.

  (5)
 72. 72
  Sigkarl

  Sælir aftur félagar

  Ég þakka hlý orð í minn garð og því miður reiknaði ég með að fá eitthvað í líkingu við það sem Ásmundur endar á. En hvað um það ef honum finnst ég sífellt vera að „drulla“ yfir Origi þá er það sjálfsagt eitthvað sem honum er eðlislægt að orða svona

  Það er nú þannig.

  YNWA

  (1)