Everton 0-1 Liverpool

0-1 Sadio Mane 94.mín

Bestu leikmenn Liverpool
Heilt yfir var þetta nú ekki besta frammistaða liðsins í vetur en þrátt fyrir allt – sérstaklega leikplan Everton að spila ákaflega gróft og reyna að drepa niður allan leikinn – þá var liðið mjög þétt og eftir lélegar fyrstu mínútur leiksins tók það öll völd á vellinum.

Þeir Ragnar Klavan og Dejan Lovren fannst mér vera konungar í ríki sínu í vörninni í dag. Báðir áttu mjög góðan leik og þá sérstaklega Klavan, í þau skipti sem Everton reyndi að pressa á vörn Liverpool og sækja að þá voru þeir mættir og redduðu því. Annað “clean sheet” hjá þeim í röð á tveimur frekar erfiðum útivöllum, glæsilegt það. Mignolet fær credit líka fyrir að grípa inn í þau fáu skipti sem hann þurfti.

Mér fannst Henderson mjög fínn á miðjunni og heldur áfram að skila hlutverki sínu mjög vel. Stjórnaði þessu afar vel og varðist fint til baka. Lallana komst ekki alveg nógu mikið í boltann fannst mér en Wijnaldum var nokkuð góður í að tengja þetta á milli.

Ég ætlaði mér nú ekkert að setja einhvern af þessum þremur fremstu okkar mönnum í þennan flokk en það er ekki annað hægt eftir þetta. Sadio Mane, þvílík kaup og þvílíkur leikmaður. Var fljótastur að bregðast við og að koma sér í að fylgja eftir frekar lélegu skoti Sturridge sem endaði í stönginni í uppbótartíma og skoraði sigurmarkið. Ef þú gerir það þá áttu alltaf skilið að vera í þessum flokki!

Ansvítans að hann sé á leið í Afríkukeppnina fljótlega!

Vondur dagur
Sókn Liverpool hefur oft séð betri daga. Hún var mjög góð gegn Middlesbrough en náði ekki sama flugi í kvöld. Mane var heilt yfir kannski ekki alveg nógu mikið í leiknum og var ekki alveg í takt við hina leikmenn liðsins – og vice versa. Hann átti þó klárlega sína spretti og skoraði sigur markið svo við gefum honum slaka.

Divock Origi var frekar týndur. Átti auðvitað sín moment inn á milli en heilt yfir var þetta frekar lélegur leikur hjá honum. Hann klúðraði í mjög góðu færi í fyrri hálfleik en var einhvern veginn aldrei líklegur til að skora eða ógna marki Everton í kvöld.

Roberto Firmino átti að mínu mati frekar lélegan leik en hefði samt átt að koma út með að minnsta kosti eitt eða tvö mörk í kvöld. Hann slapp einn í gegn í upphafi seinni hálfleiks en lét verja frá sér, átti frábært skot eftir hornspyrnu sem var varið og í uppbótartíma var bjargað á línu frá honum. Hann var að tengja illa, var oft frekar illa staðsettur og hefur klárlega átt betri leik en þennan. Kom sér í góð færi og ef hann gerir það í slökum leik þá erum við í nokkuð fínum málum bara held ég.

Umræðan eftir leik
Þessi mikilvægi og dramatískur sigur gefur Liverpool enn von í titilbaráttunni í vetur og sem stendur situr liðið eitt í öðru sætinu og eru sex stigum á eftir Chelsea en einu og þremur á undan City og Arsenal. Tottenham og Utd koma þar á eftir og fínt að hafa smá forskot á þau. Takist okkur ekki að vinna titilinn þá væri afar gott að ná að koma sér í þægilega stöðu í baráttunni um eitt af Meistaradeildarsætunum.

Liðið missteig sig gegn Bournemouth og West Ham og leit þetta nú ekkert alltof vel út eftir það en viðbrögðin frá liðinu í næstu tveimur leikjum eftir það með laskaðan hóp hefur verið frábært. Sigrar úti gegn Boro og Everton og við erum enn í hálsmálinu á Chelsea, þeir hljóta að fara að misstíga sig og þá verðum við að vera eins nálægt þeim og við getum.

Það er gífurlega þétt prógram framundan og við erum að fara að missa Mane fljótlega en það var flott að sjá þá Can og Sturridge koma inn á í dag ásamt því að það ætti að styttast í þá Grujic, Coutinho og Matip. Þetta er allt af skríða í rétta átt og vonandi verðum við í hátíðarskapi langt fram á næsta ár, þessi jól byrja allavega ágætlega!

Næsta verkefni
Næsta verkefni er auðvitað bara að njóta jólana og þess háttar – tja, að minnsta kosti hjá okkur en hvað leikmennina varðar þá eru þeir að fara inn í afar þétt og erfitt leikjaprógram sem hefst á “þriðja í jólum” þegar Stoke kemur í heimsókn á Anfield. Þar strax á eftir kemur City á gamlársdag og Sunderland 2.janúar. Það er því nóg um að vera framundan hjá okkar mönnum!

22 Comments

  1. Klopp fyrstur framskvæmdastjóra Liverpool til að vinna tvo fyrstu darby leikina!!!

  2. Rosalega var þetta sætt og á agmælisdaginn minn, Jess jess bless.

  3. Sæl öll.

    Frábær sigur. Origi er allt of lengi í einu ekki með í leikjum. Wjinaldum er hrikalega duglegur leikmaður. Mané mikilvægasti leikmaður Liverpool um þessar mundir og gæti orðið sárt saknað í janúar. Klavan……….þessi Klavan, mikið rosalega er ég að verða hrifinn af þessum leikmanni! Frábær 0-1 sigur og geggjuð 3 stig.

  4. Frábær sigur, ég hélt eftir 90 mín. að þetta yrði hundleiðinlegt jafntefli en Sturridge og Mané kláruðu þetta fyrir okkur. Um jól og áramót spilum við þrjá leiki á sjö dögum, við eigum heimaleiki á móti Stoke og Man. city og útileik á móti Sunderland og við þurfum einfaldlega 9 stig úr þessum leikjum til að minnka forskot Chelsea sem vonandi eiga eftir að tapa einhverjum stigum.

  5. Mignolet 7 – mjög solid leikur hjá kappanum og er eins og varnarlínuni líður betur með hann fyrir aftan sig.
    Clyne 7 – var sókndjarfur og solid í vörn
    Millner 7 – byrjaði illa og átti ekki góðar fyrstu 45 en átti mjög góðar síðari.
    Raggi 9 – steig ekki feilspor. Maður hafði áhyggjur að okkar besti miðvörður Matip var ekki með en Klavan var frábær í kvöld.
    Lovren 8 – virkilega góður leikur.
    Henderson 7 – vinnsla og dugnaður eins og alltaf.
    Lallana 7 – hefur átt betri leiki en vinnslan var góð á miðsvæðinu og maður hafði það alltaf á tilfinguni að eitthvað var að gerast þegar hann fékk boltan.
    Winjaldum 7 – Fannst hann ekki alveg í takt við leikinn í fyrrihálfleik en mjög góður í þeim síðari.
    Mane 8 – sigurmark gegn Everton, það gerist varla betra. Hann var samt lélegur í fyrihálfleik en var ógnandi í þeim síðari.
    Firminho 6 – átti ekki merkilegan dag en vill maður sjá meira frá honum.
    Origi 6 – var týndur á köflum í leiknum.

    Can 6 – gerði lítið
    Sturridge 7 – spilaði lítið en hvað er hægt að ætlast til meira af varamanni en að koma og hafa svona áhrif á leikinn.

    3 stig og menn fara brosandi inn í Jólahátíðina.

    YNWA

  6. Þetta var bara massífur sigur. Loksins sjáum við flottan karakter í liðinu, sérstaklega eftir mjög erfiðan fyrri hálfleik. Everton voru einfaldlega betri megnið af fyrri hálfleik, hrikalega grimmir og Liverpool átti erfitt með að ná upp spili.

    Seinni hálfleikurinn var allur annar, annan leikinn í röð. Mér sýndist þeir gera sömu breytingu og gegn Middlesboro, skipta á Firmino og Origi, gott ef það gerðist ekki eitthvað í kringum 30. mínútu. Augljóst að það er mun öflugri uppstilling. Þetta mark var auðvitað hálfgerður grís en það er flott að eitt af fjórum eða fimm marktækifærum hafi skilað sigri. Suma dagana gerist það einfaldlega ekki.

    Nú mega jólin koma mín vegna, hlakka til að sjá liðið spila þar.

  7. Þvílíkur dramasigur í tæplega 100 mínútna leik, maður fann hitann í stuðningsmönnum í sjónvarpið ?

    Frábært að fara frá þessum leik með 3 stig, því Everton voru ekki komnir til að spila fótbolta heldur gekk allt útá hjá þeim að hlaupa úr sér lungun, pressa af hörku og brjóta af sér.
    Þótt sóknin hjá okkur væri að strögla með Firmino, Origi og ManU frammi þá áttum við skilið að fá 3 stig enda vorum við betra liðið í leiknum og sköpuðum meira.
    Þótt Mane hafi skorað markið þá fannst mér Ragnar bestur í kvöld, steig ekki feilspor með Lovren sér við hlið og mér finnst miðverðirnir öruggari með Mignolet í markinu.

    Sturridge sýndi gæði sín rólegur og yfirvegaður á boltanum í leik þar sem spennustigið var hátt og hann mun reynast okkur mikilvægur í vetur enda allt annað að geta skipt honum inná heldur en einhverjum kjúkling.

    Maður sér samt hvað við söknum snilli og stjörnutakta Coutinho enda getur hann auðveldlega sprengt upp leiki uppúr engu.

    Hvernig Barkley fékk að hanga inná eftir ð hafa straujað Henderson er magnað og ég var alltaf að bíða eftir hefni brotinu en Henderson hélt haus og átti gott tiltal við Barkley í leiknum.

    Get ekki beðið til jólanna enda fullt af fótbolta
    framundan.

    YNWA

  8. Algjorlega frábært og fullkomlega sanngjarnt. Okkar menn byrjudu leikinn illa og vorú lélégir í fyrri hálfleik en lið Everton var bara ahorfendur í seinni hálfleik. Þad er líka bara fáránlega sætt ad vinna Everton í uppbótartíma í sídasta leik fyrir jól. Klavan var frábær og Lovren steig ekki feilspor vid hliðina á honum, Wijnaldum frábær á miðjunni, Mane med sigurmarkið og Sturridge med flotta innkomu og býr markið til. Maður sofnar alsæll í kvold og mun líka vakna alsæll á morgunn

    Addið mér endileg a snappið 🙂
    Snapchat : enskiboltinn

  9. Well kids tonight i am gonna tell you a story about footballer named Mane the Grinch that stole Everton’s christmas.

  10. Frábær skemmtun, “heavy metal” fótbolti á báða bóga frá upphafi. Everton náði að pressa hátt í fyrri hálfleik en í þeim seinni valtaði Liverpool yfir heimamenn. Vörnin var nokkuð örugg og spilið flott á köflum. Hins vegar er það mér áfram áhyggjuefni hvað það vantar að skjóta á markið. Aðeins 2 marktilraunir á rammann í venjulegum leiktíma (Firmino á 55. og 82. mín) áður en markið kom á þeirri 96.

  11. HO HO HO *<;c)

    Já nú geta jólin komið með allri sinni dýrð!

    Þvílík og önnur eins VEISLA 🙂 Woooohooooo 🙂

    Sigur og gleði og bara aaaaallllllurpakkinnnnnnn 🙂

    Tvær jólagjafir komnar í hús… jú því segi ég það?!

    Derby SIGUR og góður vinur er laus við krabbamein sem hann hefur barist við í rúmt ár 😉

    Hafið góð og gleðileg LIVERPOOL JÓL öll sömul og hjartans þakkir fyrir að stytta mér stundir milli stríða 😉

    Ykkar einlægur Don Roberto Fragapne

    HO HO HO
    Y N W A

  12. Frábær sigur! Nú er liðið búið að leika 2 leiki í röð þar sem andstæðingurinn fær varla færi og okkar besti varnarmaður Matip ekki með.

    Þessi leikur var eins og við var að búast framan af, Everton menn alveg dýrvitlausir, það var hinsvegar alveg ljóst að þeir gætu ekki haldið þessu tempói allan leikinn Ég er alltaf skíthræddu við að missa leikmenn í langtímameiðsli eftir leiki við Everton, heppni að Henderson er uppistandandi í dag! Við vorum ekki svona heppin síðast.

    Varnarvinnan hefur verið fín sl 2 leiki og meðan andstæðingar Liverpool fá varla færi erum við alltaf líkleg til að vinna! það var komin tími á “ljótan sigur”, ég þigg gjarnan fleiri slíka.

  13. algjörlega óskiljanlegt hvernig Hendo náði að hrista þessa tæklingu af sér eftir að hafa séð endursýningu virkilega ógeðsleg tækling.

  14. hló upphátt af liði vikunar hja goal.com , þeir settu coleman hja everton í liðið í stað td eitthvern úr vörn LFC sem voru með Lukaku og félaga í vasanum þannig að everton naði ekki skot á markið í 98 mínutur.

  15. Stórkostlegur sigur. Eftir á líður manni eins og þetta hafi verið planað, þeas að þreyta andstæðinginn og láta hann sprikla í 30-40 mín því þeir sköpuðu sér engin hættuleg færi. Svo var keyrt á þá örþreytta og sigrinum landað inn með rothöggi alveg í blálokin. Þvílík sæla! Það er erfitt að öskra ekki þegar svona mark er skorað og barnahópurinn kominn upp í rúm og konan að hafa það kósý í sófanum.

    Það að þessi villimaður skyldi ekki hafa fengið rautt fyrir fótbrotstilraunina á Hendo er mér óskiljanlegt, algjörlega fyrirmunað að skilja það!

    Við áttum þetta svo sannarlega skilið enda þó svo að þeir hafi verið í overdrive í 30-40 mín þá er það einfaldlega ekki nóg ef boltinn fer ekki réttu leiðina. Tek samt ofan fyrir þessu baráttuliði og stjóra þess. Skil vel að þeir séu svekktir enda lögðu þeir mikið á sig og þetta er því miður taktíkin þegar miðlungsliðin mæta flínku toppliðunum. Það á helst að brjóta lappir og hlaupa úr sér lungun. Knattspyrnulega séð gekk það ekki eftir í gærkvöldi og nú er bara að láta hné fylgja olnboga og rota Stoke eftir jólasteikina!

    Er hryllilega ánægður með Klavan og Mignolet, þeir hafa stigið heldur betur upp og það er einmitt sem þessi hópur okkar þarf að gera þegar meiðsli herja á okkur. Það er ekki alltaf lausnin að kaupa ofurborgaðar stjörnur sem spila án tilfinninga og eru bara á snappinu.

    Chelskí mun hiksta, þeir geta ekki unnið alla leiki eitt núll og það styttist í þeirra downsveiflu. Segjum að hún hefjist á næstu dögum. Vil nefnilega helst hafa þetta tiltölulega öruggt í vor því taugarnar mínar þola ekki allt of mikið.

    YNWA!

  16. Frábært. Klöpp er þungarokkari og greinilega fylgja leikmennirnir planinu út í ystu æsar. Nú er komið 41 mark í 17 leikjum og stefnir í 92 mörk á tímabilinu með sama áframhaldi, 2,17 stig að jafnaði í leik eða 83 stig í vor ef þetta heldur svona áfram. Ef þetta skilar ekki neinu þá er einhver andskotinn að.

  17. Sælir félagar,
    Ég horfði á leikinn á Carragher’s pub í New York. Þvílík stemning og gleði þar, fullt af traveling scouserum. Svo er goðsögnin búin að útbúa andskoti fínan pöbb með góðum mat og bjór. Mæli eindregið með!

  18. Kvöldið drengir. Ég velti aðeins fyrir mer hvernig menn hugsa hlutina þegar þeir tala eða skrifa um hvernig leikmenn voru að standa sig í leik sem var að klárast.

    Það sem mig langar að benda mönnum á er að þið þurfið líka að skoða hvað mótherjinn er að gera í leiknum og hvað þeir leggja upp með. Það getur td valdið því að ákveðinn leikmaður td hjá Liverpool átti ekki eins góðan leik og td leikinn á undan.

    Ég sagði það við SStein þegar leikurinn hafði silast í ca 10 mín að leikurinn myndi breytast þegar hálftími væri búinn og hann var sammála því. Svo lengi sem staðan væri enn 0-0 þá myndi slokkna á pressu Everton eftir þennan ákveðna tíma. Það gerðist nánast upp á mínútu.

    Við tökum öll völd á vellinum en ástæða þess að sumir leikmenn voru ekki að spila sinn besta leik er mótherjunum meira að kenna en þeim sjálfum. Í svona leikjum færðu ekki mikinn tíma og sendingar þurfa að vera 100% ef þu ætlar að opna varnarleik sem er þrongur og ákveðinn og um tíma nokkuð grófur.

    Svæðið sem er verið að vinna með verður minna en oft áður og lítið hægt að gera til þess að opna varnir. Hlaupin frá Lallana. Origi. Mane og Firminó voru ekkert verri en áður. Staðsetningar voru ekki lélegar og í þau fáu skipti sem við opnuðum vörn Everton þá voru menn á réttum stað.

    Mignolet hafði ekkert að gera en hann var öruggur í því litla sem hann gerði. Klavan var okkar besti maður í fyrri hálfleik og mikið honum að þakka að Everton náði ekki að opna okkur. Plan Everton frá byrjun var að hengja Lukaku á Klavan . Hann vann það einvígi og eftir ca 20 mín var Lukaku farinn meira á Lovren og hann spilaði líka vel.

    Milner eins og oft áður. Gerði fá mistök og lokaði vel varnarlega. Hann spilar oftast nokkuð vel en vandamálið hans sóknarlega kemur í ljós í svona hröðum leikjum og þá sérstaklega þegar hann þarf að nota verri fótinn í uppspili.

    Clyne var góður varnarlega en átti nokkrar misheppnaðar sendingar í sóknarleiknum.

    Henderson var duglegur eins og vanalega en hann átti líka nokkrar vondar sendingar en vann sig inn í leikinn og fær hrós fyrir það. Varnarleikur Hendo er til fyrirmyndar. Hann er að verða betri og betri varnarlega og það er jákvætt.

    Lallana fær mikið hrós. Hann var búinn á því þegar hann var tekinn útaf. Hann skapar svo mikið með fotavinnu sinni og opnar pláss fyrir aðra. Svo er þessi maður ódrepandi. Hann gefur allt sitt og í svona leikjum verður að meta það meira en áður.

    Það er ástæða fyrir því að Firmino fær þessi færi. Hann er alltaf að leita eftir svæði. Í þessum leik var ekki mikið um opin svæði til að fara inn í en hann hljóp og bauð sig allan leikinn auk þess að berjast eins og ljón og þarna sýnir hann líka þá hlið að deyja nánast fyrir sigur á þessum velli.

    Vandamál Origi er með bakið í mark andstæðingana þegar hann fær boltann. Hann er bara krakki ennþá og hefur skilað fyrir þennan leik 5 morkum í 5 leikjum og það mikilvæg mörk.

    Mane er svo bara svo geggjaður. Í þessum leik gerði hann það sama og aðrir . Hélt áfram í erfiðum leik að berjast og hamast og uppskar mark afþví að hann vildi skora. Snerpan sem hann sýndi og hugarfarið þegar hann skoraði er olysandi. Geggjaður leikmaður. .

    Hollendingurinn okkar á miðjunni fær ósanngjarna gagnrýni . Hann er stór hluti þess að liðið er að vinna leiki. Hraður. Sterkur og vinnur svakalega fyrir liðið. Góður á boltanum og vinnur ótrúlega mikið af second ball eins og menn segja. Hann er frábær.

    Loksins vorum við líka með bekk. Can gerði vel.
    Sturridge hefur svo það sem fáir hafa og ég hvet menn sem segja að skotið sé lélegt að skoða sjónarhornið og pælingarnar hans í skotinu. Það er ástæða fyrir því að markið kom. Hann hefur þetta sem fáir hafa. Vann sig inn í svæði sem opnaðist og skotið átti að vera fastara en það er nákvæmnin sem skiptir oftast mestu máli.
    Enginn annar á vellinum hefði náð svona Skoti og þetta var Eini sensinn til að skora því þegar maður skoðar sjónarhornið þá er allt annað lokað. Magnaður leikmaður sem við eigum eftir að sjá vonandi meira af.

    Pínu langloka og ekkert diss á neinn. Bara að hugsa um mikilvægi leiksins og hvernig svona leikur vinnst. Ekki alltaf fegurðin og það er svo hollt að vinna akkúrat svona leiki.

    Ef ég man rétt þá er þetta fyrsta tap Everton á heimavelli síðan í mars.

    YNWA

Everton – Liverpool (Leikjaþráður)

Podcast: Rauð jól á Merseyside!