Liverpool 2 – West Ham 2 (skýrsla)

2-2 Origi á 47.mínútu
1-2 Antonio á 39.mínútu
1-1 Payet á 27.mínútu
1-0 Lallana á 5.mínútu

Bestu leikmenn Liverpool

Enn tveimur tímum seinna erfitt að gleðjast yfir einhverju. Mér fannst þó Lallana leika vel fyrir utan að gefa aukaspyrnuna sem gaf Hömrunum mark númer eitt. Milner var duglegur og Mané líflegur. Aðrir geta miklu betur en þeir sýndu í fyrri hálfleik – síðari hálfleikur var mun betri.

Vondur dagur

Varnarlega, vá varnarlega.

Þar með er ég ekki að taka varnarlínuna og markmanninn einan af lífi – varnarleikur þessa liðs byggist upp á því að hápressa lið þannig að þau nái ekki að senda boltann af yfirvegun inn á okkar varnarsvæði og í 30 mínútur í fyrri hálfleik var pressa efstu þriggja hreinlega ömurleg og orkuleysi einkenndi allan leik liðsins. West Ham héldu áfram þar sem Bournemouth kláraði, með því að flengja löngum boltum og pressa okkur ofarlega. Þar klikkaði Hendo og hans félagar á miðjunni, þegar þeir fengu boltana frá varnarmönnunum voru allar sendingar til hliðar eða aftur og við bara litum virkilega illa út.

Það verður samt auðvitað ekki litið framhjá því að við erum enn á ný í þeirri stöðu að markmaður Liverpool virkar ótraustur og bjargar engu, fyrsta markið var einfaldlega ekki gott og hann var mjög hikandi í marki tvö. Ég veit ekki hvað hann fær langan séns og hann er enn að mínu mati efnilegur en pressan á þennan strák eykst með hverjum leik og ég satt að segja er bara mjög stressaður allavega ef hann verður í búrinu gegn Everton.

Meira að segja Matip leit annars ekki vel út í dag!

Umræðan eftir leik

Skulum bara horfast í augu við spurninguna…

Er blaðran sprungin???

Strax komin í gang og umræðan um litla breidd verður ofarlega. Við notuðum einn varamann þegar Klavan kom inn í stað Lovren (skilst vegna smávægilegra meiðsla) en annars fóru menn varla að hita upp í seinni hálfleik. Á næstu 8 dögum förum við á tvo erfiða útivelli og maður satt að segja sér ekki alveg hverju er hægt að breyta. Hvaða aðra bakverði sjáum við þarna? Hver á að leysa Hendo af? Hvernig hvílum við fremstu þrjá í næsta leik.

Umræða alls konar “spekinga” í haust sem maður ergði sig á var um að við skyldum skoða stöðuna eftir desember þegar álagið á liðin verður mikið. Nú einfaldlega feykir umræðan í öll horn netsins og ef að ekki tekst að vinna á miðvikudagskvöldið, hvað þá ef við töpum þá förum við mögulega inn í Merseyside derby utan Meistaradeildarsætis, fimm umferðum eftir að hafa setið á toppi deildarinnar.

Svo verður ekki litið framhjá umræðu um markmannsstöðuna, Karius hefur klárað allan sinn þolinmæðisskammt…menn nú bara að tala um að kominn sé tími á að sækja Danny Ward til Huddersfield.

Umræðan því komin í okkar veikleika og ekki kvarta nú mótherjar okkar undan því að mæta okkur. Tímarnir breytast hratt og nú þarf að breyta þeim til baka!

Næsta verkefni

Útileikur næsta málið, nú förum við ekki suður á bóginn, heldur í norð-austurátt og förum í Middlesbrough-menn sem munu alveg þekkja leiðina til að hamra á okkur, nú er komið að því að standa upp.

Mennirnir sem Steini kallaði eftir verða nú að sjást. Við erum að hallast í músaáttina sem við þekkjum ansi vel frá liðnum árum.

En við erum ekki búnir að gefast neitt upp krakkar!!!!

30 Comments

 1. Sælir félagar

  Það sem eftir stendur eftir þennan leik finnst mér er að það verður að stækka hópinn af alvöru leikmönnum í sókn og vörn. Þá er hægt að bekkja eitthvað af þessum dúkkulísum sem voru að spila þennan leik eftir ömurlega frammistöðu um síðustu helgi. Svo er farið með þessa dekurdrengi í lystitúr til Barcelona þar sem þeir horfa á eitt besta lið Evrópu og svo koma þeir heim og sýna þessa skitu.

  Karíus á að fara á bekkin í næsta leik. Hvort hann verður einhverntíma alvöru markvörður skal ég ekkert um segja en hann er afburða slakur í dag og á fyrrra markið skuldlaust. Og hann og snillingurinn Matip lögðu saman í seinna markið. Svo er almennt um liðið að það er magnað að lið sem spilar ekki nema einn leik í viku skuli ekki geta unnið meira á vellinum en raun ber vitni um.

  Ég sé ekki ástæðu til að væla yfir Coutinho og einhverjum öðrum sem eru meiddir. Ef það eru ekki menn til staðar sem geta stigið upp þegar og ef þeir fá til þess tækifæri þá þarf að kaupa þá menn. Það verður að vera hægt að bekkja menn sem standa sig eins og Firmino, Winjaldum, Origi, Karíus o. s. frv. Það er ekki hægt þegar breiddin er ekki meiri en þetta. Og af hverju var Can ekki með. Er verið að refsa honum fyrir að skora mörk? Niðurstaða þessa leiks er með þeim hætti að maður fer að efast um að þessir leikmannahópur nái 4. sæti í deildinni í vor.

  Það er greinilega ekki rétta aðferðin að gefa þeim frí í sólinni á Spáni þegar þeir gera ekki betur en þetta í næsta leik á eftir skituna um síðustu helgi. Þá verður að taka hinn pólinn í hæðina. Lemja þá áfram á æfingum þegar svona frammistaða kemur í kjölfar sólarlandaferðarinnar. Ég viðurkenni fúslega að ég er brjálaður yfir þessari frammistöðu. Og lái mér hver sem vill en ég sé ekkert jákvætt við frammistöðu liðsins í þessum tveimur leikjum. EKKERT.

  Það er nú þannig

  YNWA

 2. Ekki ætla ég að panikka yfir þessu og ég veit að Klopp gerir það ekki heldur. Hann er að byggja upp lið og það tekur tíma. Laga lekann og við verðum í 2-4 í vor. Can var meiddur.

 3. Það er skelfilegt að hafa bara einn framherja í þessu liði sem dugir að hámarki í 50-60 mín í leik. Origi er að skora (gef honum það) en hann virðist ekki geta höndlað lengri spilatíma. Sbr. á móti Bournmouth þar sem hann vann ekki skallaeinvígi allan seinni hálfleikin og svo í dag hverfur hann alveg eftir markið. Okkur vantar nauðsynlega leikmann sem getur komið inná fyrir hann…

 4. þegar Liðið tapaði fyrir Burnley sem er hin skitan í sem af er þá gerðu þeir jafnt í leiknum þar á eftir og unnu síðan 4 næstu eitt jafntefli við ManU og síðan 3 unnir í röð.
  Eigum við ekki bara enurtaka þetta svona 1 sinni enn og síðan klára þetta í vor.
  Ég minni á sem mikill Liverpool aðdáandi að Liverpool hefur alltaf spilað betur seinnihluta tímabils með hækkandi sól og hlínandi veðri og ég vona svo innilega að svo verði einnig núna
  á afmæli núna 14 .des og ég veit að Þetta lið á eftir að gefa mér stórsigur í afmælisgjöf 0-5.
  Takk fyrir mig.

 5. Nú segir KLopp: fyrra markið var aukaspyrna . . . Er það þannig að ef lið fá aukaspyrnu þá sé það sjálfkrafa mark? . . . og hitt var heppni(!?!) Hvaða bull er þetta. Var aulaskapur Matip og drumbsháttur Karisar þá óheppni eða hvað er maðurinn að tala um mér er spurn. En markið sem Origi skoraði. Hvað var það. Þetta er svo mikið bull og ég sem hélt að enginn bullaði svona nema Móri

 6. Varnarlega rosalega brothættir og ég var alltaf drulluræddur um að við fengjum á okkur mark. Þetta west ham lið var flengt af arsenal 5-1 en við erum bara í verulegum vandræðum með svona lið úr neðri helming deildarinnar sem spila öll svipað á móti okkur. Það er erfitt að vera án coutinho og svo að hafa hvorki Sturrigde né Can á bekk. Næst er það middlesboro, verðum að hysja upp um okkur og drullast til að halda hreinu. Vörnin er veikleiki, og makrvarslan, guð minn góður ! !

 7. Anda með nefinu. Erum að ganga í gegnum erfitt tímabil þessa stundina, eitthað sem flest lið ganga í gegnum alla vega einu sinni á leiktíð.
  Vissu það allir fyrir tímabilið að þetta lið væri ekkert að fara að blanda sér í einhverja titilbaráttu, annað er bara óraunhæf óskhyggja. Það vantar enn nokkur púsl í þetta lið til að það sé í alvöru hægt að ætlast til að liði verði á toppnum í vor, þám breidd sem við erum svo sannarlega að glíma við núna.
  Er staðan i raun svo skelfileg? Erum í þriðja sæti á eftir tveimur bestu liðunum, stigi á undan Man City. Getum við í raun beðið um eitthvað meira?

 8. Róm var ekki byggð á hverjum degi 🙂 Ég er mjög feginn að hafa ekki getað horft á leikinn, við þurfum svo ALVÖRU markmann, ekki hvern sem er… Af hverju reyndum við ekki að fá Peter Cech þegar hann var laus ?
  En ég held að þetta muni allt koma á endanum, munum að góðir hlutir koma hægt og þetta er búið að ganga mjög hægt hjá okkur 🙂

 9. Fín skýrsla en það sem ég vil gjarnan ræða er mikilvæg Coutinho í þessu liði. Liðið hefur bara ekki leikið nógu vel eftir að hann meiddist. Sóknarleikurinn er hugmyndasnauður og bitlaus. Ofboðslega mikið af röngum ákvörðunartökum á síðasta þriðjungi vallararins. Liðið er oft ágætlega spilandi en svo gufar þetta alltof oft upp þegar við nálgumst mark anstæðinganna.

  Nýtingin á föstu leikatriðum er líka sorgleg. Við fengum c.a. 100 hornspyrnur í leiknum og það var aldrei hætta á ferðum. Er þá ekki bara betra að taka þær stutt og reyna að prjóna sig í gegnum hjartað á vörninni?

  Ógnunin af köntunum var sorglega lítil. Clyne átti mjög lélegan leik. Jú, jú, Milner var duglegur en afskaplega daprar sendingarnar hans fyrir markið. Veit ekki hvað ég öskraði oft á sjónvarpið þegar okkar menn voru að reyna að dæla háum sendingum í átt að markinu. Verðum að halda boltanum niðri og háloftabolti hentar ekki okkar liði.

  Origi og Firminio. Þetta combo er bara ekki að virka, því miður. Jú,jú, Origi skoraði mark en við getum samt aðallega þakkað markmanni Hammaranna fyrir það. Firmino er búinn að vera skelfilegur undanfarið og í raun alveg með ólíkindum að hann hafi fengið að vera inná allan leikinn. Segir kannski meira en mörg orð um bekkinn okkar.

  Ok. við erum í meðslavandræðum, en er það ekki að kalla á það að við þurfum að styrkja okkur í janúar-glugganum? Þetta var ekki merkilegur bekkur sem við höfðum í dag.

  Markmaðurinn. Eitt er víst, það má gagnrýna hann og fullt tilefni til. Menn eru að hjóla í Carragher og segja að hann sé ekki að hjálpa liðinu með gagnrýni sinni á markmanninn. Í alvöru, erum við á þeim stað að mega ekki að gagnrýna einstaka leikmenn?? Sérstaklega þegar sú gagnrýni á fyllilega rétt á sér og er málefnaleg. Jú, jú, þetta er ungur strákur og á örugglega eftir að verða góður í framtíðinni. Hann hefur hins vegar ekki verið sannfærandi á tímabilinu og hefur a.m.k. ekki enn sannfært mig um að hann sé okkar framtíðarlausn í búrinu og sé tilbúinn á þetta level. Hitt er svo annað mál að Klopp mun spila honum áfram þar sem hann er búinn að ákveða að þetta er markvörður okkar nr. 1. Við verðum bara að treysta Klopp, það er ekkert flóknara.

  Blaðran sprungin?? Vonandi ekki, en þetta lítur ekkert sérstaklega vel út í augnablikinu og tveir erfiðir útileikir framundan. Vonum samt það besta.

 10. Sæl og blessuð.

  Það er morgunljóst að hvorki City né Liverpool vinna með svona tilraunavörn og tilraunamarkvörslu. Voða fallegt og allt það, en lið vinna ekkinema að hafa fullorðins varnarleik.

  Allir annars slakir?

 11. Skulum nù alveg slaka adeins à med ad drulla yfir lidid, erum ì 3 sæti deildarinnar og bunir ad tapa 2 leikjum allt timabilid, eg hefdi tekid þetta sàttur fyrir mòt allavega. Sma lægd nùna og adeins einn sigur ì sìdustu 4 leikjum en komum sterkir til baka og vinnum Middlesborough örugglega i midri viku og klarum svo Everton lika og allir farnir ad dansa aftur.

  Vissulega hefur madur gridarlegar àhyggjur af markmannsmàlunum en ætla samt ad treysta Klopp med tetta tò eg sjàlfur myndi velja Mignole i ramman. Klopp sèr eitthvad i Karius og ætlar greinilega ad stydja hann i gegnum þennan erfida kafla sem hann er ì nuna. David De Gea var td alls ekki sannfærandi a sinu fyrsta tìmabili.

  Eg vil virkilega fara ad sjà Sturridge aftur. Hef annars engar àhyggjur af Matip þo hann hafi gert ein mistok i dag sem reyndar voru hans einu alvoru mistök sem hann hefur gert sidan hann kom til lidsins. Nuna þurfa menn bara ad rìfa sig aftur ì gang og fara spila fòtboltann aftur sem lidid er buid ad spila ì nànast allan vetur. Menn virka hàlf þreyttir þessa dagana og pressan ekki jafn àköf og hùn var og þad er eitthvad sem þarf ad lagast strax. Menn eru ad spila einn leik a viku og varla ordnir bensinlausir um midjan desember. Vissulega vantar okkar besta mann i Coutinho en þannig er stadan nuna og verdur næsta mànudinn og lidid verdur ad komast betur i gegnum tad en þad er ad gera nùna.

  Fannst Lallana og Mane flottir soknarlega i dag en auglysi eftir Firmino, hann þarf ad mæta aftur til leiks a midvikudag og i næstu leikjum. Origi er ad skora i hverjum leik en samt alls ekki nògu öflugur finnst mèr og i minum draumaheimi væri Sturridge ad spila tessa leiki og hann ad koma inna sem varamadur.

  Klopp hlýtur ad hrista menn saman og koma trùnni ì þà aftur, eigum Middlesborough næst og ì minningunni finnst mèr eins og okkar menn hafi oft verid i veseni med þà à Riverside hèr a àrum adur en tad mà alls ekki gerast a midvikudag, þurfum 3 stig tar og ekkert annad.

  En algjor oþarfi af panikka eitthvad nùna, èg er allavega ennþa alveg rolegur to eg se ekkert sàttur med ùrslit sidustu leikja. Eigum ennþa Jurgen Klopp i stjorastolnum og hann mun laga þessi vandamàl.

  Verdur svo gaman ad sja hvad gerist i januar, ad minu mati vantar okkur 2 öfluga leikmenn, okkur vantar mjog vel heppnadan januar glugga þo tad se allltaf erfitt. Okkur vantar eitt stikki alvöru markaskorara sem skorar 20 eda 25 mörk i deild a timabili og jafnvel einn heimsklassa skapandi midjumann àsamt topp klassa hafsent fyrst Sakho er a förum. Verdur erfitt ad finna tetta i januar en vonandi kemur eitthvad gagnlegt. Manni fannst fyrir timabilid ad breiddin væri ordin mjog god en tad er svo sannarlega ad koma a daginn nuna ad þad er alls ekki tannig. Ættum ad byrja a ad kaupa Wan Dijk fra Southampton serstaklega ef hann er med 25 milljon punda klasùlu og svo vantar þennan markaskorara sem skilar eins og èg segi 20 – 25 morkum i deild à hverju tìmabili, ekki nog ad vera med nokkra 10 marka menn.

 12. Ömurlegur leikur í alla staði… En yfir í annað ? ég er að fara út á everton vs liverpool… verð úti í 5 daga þannig að hvað er algjört much að gera?

 13. Ég ætla að koma Klopp aðeins til varnar hér. Vissulega er þetta einn af þeim leikjum sem við þurfum að vinna og það skrifast allt á stjórann og hann tekur það á sig frekar en að benda á hið augljósa, Karius átti að verja þetta og Matip skeit punktur. En hann er alvöru þjálfari, hann hrósar sínum mönnum fyrir framan myndavélarnar og blaðamenn en skammar í einrúmi eða klefanum. Hvað annað á maðurinn að gera ? Ég spái því að hann setji Mignolet í markið í næsta leik. En ég er drullupirraður eins og allir yfir þessum úrslitum.
  Nú er bara að hlaða í alvöru jóla og áramótabombur! 3 stig í öllum leikjum takk.

 14. Matip sem er hr. áreiðanlegur í 99% leikja, kostaði okkur sigur því um leið og þú lendir undir gegn West Ham er múrinn illklífanlegur Að öðru leiti voru menn ekkert að skíta á sig.
  Ef planið var að lenda í Meistaradeild á næsta ári er óþarfi að detta í einhverja móðursýki.

 15. Okkar menn voru frábærir í þessum og leik og þeir sem misstu af honum og eru fegnir ættu í alvöruni að horfa á hann þrátt fyrir leiðinleg úrslit.

  Karius er ekki á góðum stað þegar westham taka aukaspyrnuna og wouldacouldashoulda tekið þennan bolta en það er líka auðvelt að vera vitur eftir á þó að ég sé fjandi ósáttur þá hefur maður nú séð fleiri svona aukaspyrnur og boltan fara inn.

  Seinna markið voru mistök hjá Matip og Karius hefði mögulega átt að gera talsvert betur en annars voru okkar menn allt í öllu og frábærir á köflum og ef menn eru með eitthverjar dómsdagsspár yfir þessu þá bara það en okkar menn voru EKKI að spila illa.

 16. Eg held að blaðran sé sprungin í bili, en ef við komumst í Meistaradeildina aftur kemur betri tíð með blóm í haga. Áfram Liverpool.

 17. 1 stig gegn West Ham á heimavelli er ekki alveg nógu gott en við höldum áfram.
  Liðið var á sækja mikið og skoraði tvö mörk en varnarleikurinn er einfaldlega ekki nógu góður og markvarslan lítil sem engin að það dugði ekki til í dag.

  Liðið þarf einfaldlega að gera miklu betur en það gerði í dag. Þetta var ekki lélegur leikur heilt yfir en það voru ekki heldur fyrstu 75 mín í leiknum þar á undan.

  Menn þurfa einfaldlega að stíga aðeins upp en klárum næsta leik gegn Boro og komum okkur aftur í gang fyrst að við náðum því ekki í dag.

 18. Eg myndi vilja sjà Klopp taka bara þà àkvordun ad henda Mignolet aftur i lidid en held hann muni ekki gera þad. Mignole var buin ad vera spila sinn besta bolta fyrir okkur fra þvi hann kom til okkar i upphafi þessa timabils en Klopp var bara buin ad akveda tad ad Karius yrdi nr eitt og madur vissi ad Karius kæmi beint i markid tegar hann yrdi heill eftir handarbrotid en tetta hefur bara tvi midur alls ekki verid ad ganga hja honun og hann hefur i raun bara ekki àtt neinn godan leik sidan hann kom i markid. Èg myndi vilja sjà Klopp syna bara pung og vidurkenna mistok sin og henda bara Mignolet aftur i rammann. Mignolet hefur einnig att mjog flotta leiki i deildarbikarnum à þessu timabili td i leikjum gegn Tottenham og Leeds sem dæmi…

  Mignole er samt alls ekki nògu gòdur heldur til ad vera adalmarkvordur Liverpool þo hann se ad minu mati miklu betri kostur en Karius i dag. Spurnig hvada markmann okkar menn gætu keypt svo til framtidar, Joe Hart er betri en bædi Mignolet og Karius en ekki neinn heimsklassa markvordur samt, eg er hrifin af markverdi Southampton og einnig af Butland hjà Stoke sem reyndar kemst ekki ì tad lid nuna eftir meidsli sin. En hafa menn uppàstungur um alvöru markmann sem okkar menn gætu fengid sem framtidar markvord ef Klopp missir trùnna à Karius ?

 19. Nú ætla ég að vera neikvæði leiðinlegi gæjinn. Þið afsakið það bara fyrirfram. (Mér þykir alveg jafn vænt um mitt ástkæra LFC og ykkur)

  Þessi byrjun á tímabilinu hefur verið framar vonum, það hefur verið gaman að horfa á liðið og spilamennskan hefur kveikt upp jafnvel „óraunhæfar“ væntingar hjá mörgum LFC stuðningsmanninum.

  Vissulega er margt mjög jákvætt í gangi hjá LFC, stækkun Anfield og sú staðreynd að liðið er jú bara nokkuð gott. Við höfum leikmenn sem hafa verið að spila glimrandi vel, meira að segja komnir með einn í flokk þeirra leikmanna sem má skilgreina sem „world class“ en hér á ég auðvitað við Coutinho. Hryggjarsúla liðsins leikmenn eins og Clyne, Mané, Lallana, Matip, Lovren, Henderson, Firminho og Milner spilað heilt yfir alveg glimrandi. En…… og ég ítreka En…

  Menn eins og ég sem höfum fylgst náið með liðinu/félaginu síðustu 30 árin eða svo höfum haldið okkur til hlés undanfarnar vikur (trúið mér ég svoleiðis vonaðist innilega til þess að okkar góða gengi myndi aldrei enda) með þann grun að þessi spilamennska væri tímabundin og gæti illilega sprungið í andlitið á mönnum. Væntingarnar hafa verið keyrðar upp úr öllu valdi og það hefur sést t.d á umræðum hérna inni að ansi margir hafa nú haldið, já þetta verður árið okkar (sem við verðum meistarar). Hinsvegar var alveg ljóst að liðið okkar mátti ekki við neinum skakkaföllum, eins og hefur sést alveg greinilega. Breidd hópsins er lítil (þrátt fyrir að menn haldi öðru fram) og það kristallast núna t.d þegar Coutinho og Matip hafa misst úr leiki. Þeir leikmenn sem hafa leyst Matip af eru Lucas og Ragnar Klavan! (Klavan fengi ekki vinnu í minjagripaverslunum hinna stórliðanna –Lucas er ekki miðvörður) Með fullri virðingu fyrir Klavan, hann er ágætur en var sjálfur hissa þegar Liverpool hafði samband (hann ss vissi það sjálfur að hann var ekki LFC material)

  Pressan sem nú hefur komið á leikmenn liðsins eftir gott gengi á haustmánuðum (já það var meira að segja titlatal í Englandi) er byrjuð að segja til sín. Þrátt fyrir að vera yfir 1-3 gegn Bournemouth á útivelli með 20 mínútur eftir þá kikna okkar menn undan pressu og hreinlega hrynja niður og enda á að tapa 4-3!! (Á þetta að vera hægt) Svo kemur að leiknum í gær, það mátti skynja pínu stress fyrir leik á Anfield – bæði hjá leikmönnum og á vellinum sjálfum. Talað var um að við verðum að vinna leik eins og þennan eftir slæmt tap – eðlilega á heimavelli. Komumst yfir og fáum svo á okkur tvö klaufamörk (þekkjum það allt of vel) og pirringurinn allsráðandi á Anfield. Jöfnum og reynum að pressa til sigurs
  en ekkert gekk, enginn fyllir í fótspor brasilíska töframannsins. Costa töfrar sigurmark fyrir Chelsea, Arsenal lenda undir á heimavelli 0-1 en vinna 3-1, á meðan koðna Liverpool niður og gera jafntefli við West Ham á heimavelli. Leikir gegn liðum í 15 og 18 sæti
  samtals 1 stig af 6 mögulegum og markatalan 5-6. Það dugar okkur sem sagt ekki til tveggja sigra gegn slökum liðum að skora 2,5 mörk að meðaltali. Meistarataktar? Nei. Veikleikamerki? Já.

  Hver er ástæðan? Getur það verið að þreyta sé komin í hluta leikmanna okkar? Þrátt fyrir að vera ekki í Evrópu? Hápressan er amk ekki að virka eins og í haust hjá liðinu – spurning hvort Klopp vanmeti enska boltann? Menn halda þetta ekki út heilt tímabil.
  Höfum við þá eitthvað plan B? 30 marka striker sem getur búið til eitthvað úr engu? Eða það sem mikilvægara er, heimsklassa markmann sem sópar upp eftir vörnina með heimsklassa vörslum þegar þess þarf? Breidd í hópnum, svo að þegar t.d Matip eða Lovren
  eru frá að þá séu til taks sterkir miðverðir? Coutinho meiðist, eru gargandi gæði á bekknum?

  Staðreyndin er einfaldega sú að okkar ástæra lið hefur ekki breiddina né gæðin til þess að vinna deildina. Einfalt. Það sáum við í sumar, í glugganum erum við í + 11m punda. Gerum góð kaup og hreinsum vel til en hefðum þurft fleiri leikmenn og t.d 2-3 reynda og
  prooven leikmenn. Menn sem fara kannski fram á 200-250 þúsund pund á viku en eru þau púsl sem þarf til þess að vinna deildina. T.d skil ég það ekki að Liverpool hafi ekki nýtt færið og gert atlögu að Joe Hart. Maður sem hefur spilað á hæsta leveli, unnið PL og þekkir
  PL út og inn. Í staðinn er veðjað á Karius, efnilegan markmann sem því miður hefur ekki reynsluna af PL.

  Liverpool liðið er einhvern vegin alltaf í „þróun“ við erum alltaf að móta og þróa leikmenn og ALDREI eru keyptir fullmótaðir sterkir leikmenn á besta aldri (27-30 ára) frá liðum sem hafa unnið eða afrekað eitthvað. Sagt er oft að Liverpool trekki ekki að og með hverju árinu sem líður verður það
  skiljanlegra en City trekktu að með $$$ og þar liggur hundurinn grafinn –FSG taka ekki þátt í þeim leik, og á meðan erum við ekki raunhæfir PL contenders. Það er í raun ótrúlegt að við séum 7 stigum yfir United, 1 á undan City miðað við eyðsluna og gæðamennina sem þessi félög kaupa. Nú benda menn á United og það hefur jú allt gengið á afturfótunum hjá þeim (vonandi sem lengst) EN þeir eru að koma til – plús það verður bara bætt í, United orðaðir við Cavani t.d í glugganum núna. Hvort veðja menn á að United með Mourinho eða Liverpool með Klopp/FSG vinni deildina á undan?? Ekki spurning í mínum huga, United.

  Höggið á marga LFC stuðningsmenn er mikið núna því margir hugsuðu með sér…loksins…loksins… en þær vonir voru og eru falsvonir. Því miður. Vantar okkur mikið uppá? Já & nei. Klopp og FSG verða að ná inn 2-3 leikmönnum í janúar, annars náum við ekki í topp 4. Það verður
  Erfitt að halda Coutinho frá Barcelona í vor ef liðið okkar kemst ekki í CL. Þá byrjar þetta allt uppá nýtt. 12 desember og við í 3.sæti, maður ætti að vera hoppandi kátur. Er einhvert okkar það? Vona svo innilega að í maí geti ég flett þessum pistli upp, hlegið af sjálfum mér baðaður í kampavíni eftir trylltan
  7 daga fyllerís-fögnuð (Liverpool PL meistarar 2017) og sagt við sjálfan mig – djöfull varst þú way off bjáninn þinn.

  Hef trú á Klopp. Hann er samt ekki fullkominn og desember mánuður verður mikil prófraun á hann, hvað þá janúar. Tímabilið getur endað vel, unnið jafnvel einn bikar og haldið okkur í topp4. Eg er einn þeirra (fúlu) sem bíð þess tíma þegar Liverpool FC stefnir á sæti eitt og ekkert
  annað og sanna þau markmið með aðgerðum. Að græða 11m punda í leikmennaglugganum eru ekki þau skilaboð. Klopp fær áfram að halda vegferð sinni nái liðið topp4 markmiðum sínum í vor. Ef það tekst ekki mun pirringurinn verða mikill, Klopp jafnvel hoppa á Bayern jobbið, hver veit.
  Þolinmæðin er bara ekki mikil í Liverpool, eðlilega við höfum beðið frá 1990 – tími uppbygingar er löngu liðinn. Við viljum vinna PL NÚNA. Ekki á „næsta tímabili“.

 20. Èg allavega persònulega hef ekki i eina minutu i vetur haldid ad okkar menn endi a toppnum i vor, ad taka 1 eitt af 4 efstu sætunum yrdi hreint ut sagt frabært og okkar menn eiga ennþa virkilega godan moguleika à ad nà þvi. Taka eitt af þeim sætum og vinna annan bikarinn væri drauma timabil hjà mèr

 21. Ég er á sömu línu og Oddi í nr. 22 – maður hefur haldið sig frekar mikið til hlés undanfarið einfaldlega vegna þess að maður hefur séð þetta allt saman áður. Gott gengi um stundarsakir og hysterian og hjarðhegðunin verður þannig að allir eru farnir að láta sig dreyma um titil í vor. En það er bara alveg jafn öruggt og að sólin kemur upp á morgun að öll lið lenda í einhverju veseni. Nú eru okkar menn búnir að fá smá skammt af óheppni og nú keppast sömu aðilar og létu sig dreyma um titil við að bölva öllu og öllum.

  Staðreyndin er hins vegar sú að LFC hefur skorað flest mörk í deildinni. LFC er í þriðja sæti og hefur sennilega spilað, heilt yfir, skemmtilegasta boltann í vetur.

  Auðvitað er liðið ekki fullmótað. Við höfum nýjan markmann, spilum miðjumanni í vinstri bakk og það er enginn harðjaxl á miðjunni til að sópa upp sóknir andstæðinganna. Og, eins og bersýnilega hefur komið í ljós núna, þá er liðið of viðkvæmt fyrir meiðslum. Coutinho er bara allt of mikilvægur fyrir þetta lið.

  Ég minnist þess að fyrir og í upphafi þessa tímabils töluðu menn – t.d. hér – um mikilvægi þess að skera niður í leikmannahópnum því það er engin Evrópukeppni og minna álag á hópnum. Ég hef aldrei skilið slíkt. Liðið er samt að fara að spila 40-45 leiki á þessu tímabili. Fyrir 20-30 árum hefði verið nóg að hafa 11-15 leikmenn því þá voru menn ekki mýs. Það þekkist ekkert í dag.

  Og svo er auðvitað hin hliðin á peningnum. Á næstu leiktíð þegar (vonandi) LFC er komið í meistaradeildina, þá þarf væntanlega að bæta við mönnum. Þá verða afsakanirnar allar á þessa leið: Það þurfi að gefa þeim tækifæri á að venjast liðinu, venjast nýju landi, nýrri deild, nýrri taktík o.s.frv.

  Þetta eru bara afsakanir sem taparar koma með.

  Ég sé margt gott í leik liðsins, meira að segja í gær, með mínum amatör-augum. Auðvitað eru veikleikar í liðinu. Markmaðurinn, vinstri bakvarðarstaðan, Sakho. Firmino er frábær leikmaður en hann hefur bara spilað vel þegar hann er með Coutinho með sér. Hann þarf að bæta það. Umfram allt þá er liðið bara of háð nokkrum leikmönnum, einkum Coutinho og Lallana (hver hefði trúað því fyrir tveimur árum?). Það þarf að bæta.

  Viðar – þú ert að spyrja um Sturridge. Hann er alltaf smávægilega meiddur. Síðustu fregnir herma að hann sé meiddur og hafi ekkert æft í viku eða svo. Spilar þá sennilega ekki gegn Middlesboro. Sá einhvers staðar að Klopp “hefði ekki hugmynd um hvenær hann kemur til baka”. Bara same old, same old með hann.

  Homer

 22. Ömurlegur leikur í alla staði… En yfir í annað ? ég er að fara út á everton vs liverpool… verð úti í 5 daga þannig að hvað er algjört much að gera?

 23. Það sem þarf að gera strax í næsta leik er að setja Karius á tréverkið. Ef það brýtur hann niður að þá segir það allt sem segja þarf um þann ágæta dreng. Ef það er eitthvað í hann spunnið hinsvegar að þá gerir hann allt sem hann getur til að vinna sitt sæti á ný með því að leggja harðar að sér á æfningasvæðinu og með auka æfingum.
  Held að það geri mönnum heldur ekkert gott að geta klúðrað leik eftir leik en vera svo ósnertanlegir á móti.

  #25 hér geturðu séð hvað er hægt að gera í Liverpool.
  http://www.kop.is/liverpoolborg/

 24. Sælir félagar

  Ég er algerlega sammála Oddi og Hómer í þeirra athugasemdum. Einnig vil ég benda á að það er engin móðursýki í gangi eða örvænting. Hitt er ljóst að ef liðið tapar leikjum eins og þeim tveimur síðustu á það ekki heima í efri hluta deildarinnar. Það er einfaldlega staðreynd. Ef Liverpool-liðið á að gera atlögu að meistaradeildarsæti (ath. ég spáði því 3, sæti fyrir leiktíðina en ekki toppsæti) verður það einfaldlega að vinna svona leiki. Það er ekki flókið.

  Eins og búið er að benda á af mörgum er hópurinn of lítill og menn eins og Ragnar Klavan stækka hann ekki. Lucas Leiva er fínn liðsmaður en hann er ekki í byrjunarliðsklassa liðs sem vill vera í toppbaráttu. Eins og alltaf er Sturridge meiddur þegar mest á ríður og ég er viss um að meiðsli hans eru fyrst og fremst tognun á heila. Þannig að hann stækkar ekki hópinn. Ings er svo magnaðaur að hann nær þeim magnaða árangri að leika EKKI tvö heil tímabil í röð. Gomes töltir um í varaliðinu og þá er ekkert eftir nema kjúklingar.

  Það er því morgunljóst að það verður að kaupa eftirfarandi ef árangur á að nást:
  -alvöru miðvörð
  -alvöru bakverði sem geta bæði sótt og varist báðu megin
  -alvöru sóknarmann eða playmaker af dýrustu sort.
  Ef þetta er gert þá höfum við breidd til að vera í baráttu um efstu fjögur sætin – já og efsta sætið með talið. Eins og staðan er núna verðum við í besta falli að berjast við Arsenal, Tottenham og MU um 4 sætið. Ég tel Arsenal með í þessum pakka því þeir hafa átt þetta sæti einir undanfarin 1000 ár og munu gera tilkall til þess áfram meðan Venger stjórnar þar.

  Það er nú þannig

  YNWA

 25. Það er augljós lægð í þessu öllu saman og engin efi á því að Karius hinn ungi hefur verið lélegur á köflum og kostað okkur stig. Fjölmiðlar þurfa click bates og þá er ekkert betra en að fara í manninn.

  Ég held raunar að Karius sé gerður úr það góðu efni að hann hristi þetta af sér og komi margefldur til baka en tíminn mun skera úr um það. En þetta er samt ekki auðvelt fyrir 23 ára strák.

  Ég er stórhrifinn af því hvernig Klopp ver sína menn með kjafti og klóm. Honum er m.a.s. að takast að draga Neville systurnar inn í slaginn og það sem hann sagði um Gary Neville er ósvífið en brilljant move til að beina athyglinni annað. “He showed he struggled with the job to judge players so why do we let him talk about players on TV?”

  Ég er ekki að halda því fram að þetta sé endilega málefnalegt og hef oft gaman af Gary Neville en tilgangur Klopp´s er að verja sína menn. Allt í einu virkar Gary karlinn pínulítið hlægilegur. Getur talað og talað en missir það síðan í brókina í leigubílnum.

 26. Það væri gaman að bera saman þríeykið og svo fimm manna varnarlínu hjá Liverpool og hjá öðrum liðum. Þegar ég segi þríeykið þá meina ég GK CB CB og fimm manna varnarlínu þá meina ég GK, CB, CB, RB og LB.

  Milner er ekki bakvörður þannig þar strax er bölvað vesen. Svo er það hitt vesenið og það er róteringin á vörninni fyrir framan Karíus. Lovren, Matip, Klavan og Lucas. Lucas er ekki miðvörður og kannski sama vesenið á honum og Milner. En þurfa ekki lið stöðuleika í miðvarðastöðunni? Mér finnst mörkin um helgina vera klassík vöntun á samhæfingu í vörninni.

  Matip missir af langri sendingu, Karíus er óöruggur og hefði átt að éta boltann en gerið það ekki vegna skorts á samhæfingu.
  Með aukaspyrnuna sem varð að marki á móti West ham þá er það 100% reynsluleysi Karíusar. Staðsetningin var röng, hann á að treysta vegnum og hugsa um sitt horn en vera alltaf tilbúin að veggurinn taki ekki skotið.

Liverpool – West Ham 2-2

Middlesbrough á Riverside Stadium