Bournemouth – Liverpool 4-3 (Leik lokið)

Maður er nánast í sjokki, eftir fyrri hálfleik var ég svekktur að vera bara 0-2 yfir. Okkar menn héldu að þetta væri búið og mættu ekki til leiks í seinni hálfleik og mega sannarlega skammast sín eftir þetta hroðalega tap. Þetta var verra tap en gegn Burnley. Afleit stig að tapa hjá Liverpool í vetur, sérstaklega á meðan Chelsea tapar ekki stigum, ekki einu sinni á Etihad.

93.mín – 4-3 Ake. Okkar mönnum tókst að tapa fyrir Bournemouth eftir að hafa verið 1-3 yfir. Ógeðslegur seinni hálfleikur hjá okkar mönnum og allt of líkt síðasta tímabili. Hættum alveg að tala um titilbaráttu í bili. Alveg nóg að spá í næsta leik.

79.mín – 3-3 Vörn Liverpool hefur verið afleit þegar reynir á hana í seinni hálfleik. Auðvitað jafnar Bournemouth 3-3, miðvörðurinn Cook með markið. Þetta er Liverpool sem við þekkjum of vel frá því í fyrra.

76.mín – 2-3 Fraser eftir skyndiókn. Okkar menn hafa bara alls ekki verið góðir í seinni hálfleik
69.mín – Lallana er kominn inná fyrir Mane sem haltraði aðeins er hann gekk af velli. Vonandi er það ekki alvarlegt.

64.mín – Emre Can lagar þetta blessunarlega strax með hörku marki, 1-3. Mane átti stoðsendingu á Can sem hamraði boltann í netið yfir utan teig. Okkar menn komu mjög værukærir inn í seinni hálfleik. Mjög mikilvægt mark.

56.mín – Lovren og Milner í sameiningu gefa Bournemouth hreinlega víti, viðbjóðslega klaufalegur varnarleikur hjá þeim félögum. Wilson skorar af öryggi og allt í einu er Bournemouth komið í séns upp úr þurru.

Hálfleikur – Einn af þessum hálfleikjum þar sem maður er hálf svekktur yfir því að staðan er bara 0-2. Yfirburðir Liverpool algjörir í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn er sérstaklega unaðslegur hjá öllu liðinu en sóknarlega eru okkar menn aðeins búnir að vera klaufar. Tökum þessu svo sannarlega.

22.mín – Dicok Origi skorar annað markið á meðan ég er að skrifa um fyrra markið. Mane vann boltann frábærlega kom honum á Hendersons sem sendi strax á Origi. Boroc var í skógarhlaupi þannig að Origi skaut á tómt markið. Færið var hinsvegar mjög þröng og gerði Origi mjög vel að klára það. Hans þriðja mark í þremur leikjum.

20.mín – Sadio Mane skorar frábært mark eftir tuttugu mínútur. Emre Can átti frábæra sendingu innfyrir á Mane sem komst í gegn og potaði boltanum snyrtilega framhjá Boruc í markinu.

Liverpool er búið að vera miklu miklu betri fyrstu tuttugu mínúturnar og sannarlega kominn á mmmmmmmmmmmaaaarrrrk Origi


Það er allt of mikið um fjarvistir lykilmanna um þessar mundir. Núna vantar Matip ásamt Coutinho en Lallana er kominn á bekkinn. Með honum þar eru þrír efnilegir unglingar.
Byrjunarlið Liverpool er svona:

Karius

Clyne – Lucas – Lovren – Milner

Wijnaldum – Can – Henderson

Mané – Origi – Firmino

Bekkur: Mignolet, Moreno, Alexander-Arnold, Klavan, Ejaria, Lallana, Woodburn

Rosalega vont að missa Matip út en vonandi fyllir Lucas hans skrað vel. Byrjunarliðið er mjög sterkt engu að síður. Bekkurinn hefur nú verið sterkari hjá okkur á þessu tímabili.

Lið Bournemouth er svona:

Boruc

Smith – Francis – Cook – Ake

Wilshere – Gosling – Arter

Stanislas – Wilson – King

86 Comments

  1. Þetta byrjunarlið og bekkurinn sýnir svo ekki verður um villst, að breiddin hjá klúbbnum er síst of mikil. Þrír kjúklingar á bekknum, Lucas er greinilega þriðji kostur í miðvörðinn, enginn “fyrstaliðs” striker á bekknum þrátt fyrir að það séu 3-4 slíkir í hópnum, og bara einn fyrstaliðs miðjumaður á bekknum sem þar að auki er að stíga upp úr meiðslum.

    Hef aldrei skilið þegar fólk talar um það á haustin að það þurfi að selja svo og svo marga leikmenn. Eins og að liðið muni ekki lenda í neinum meiðslum. Og fjöldi leikmanna á sjúkralistanum hefur alveg verið meiri á köflum.

  2. Úff þetta verður erfitt. Var svo innilega að vona að Lallana myndi byrja. Erum samt með öflugt lið þó það vanti svo sannarlega brodd í framlínuna

  3. Bormoth eiga ekki sjéns í helvíti á móti þísku Bíttlaþungarokki. Þeir spila bara hallarislega harmonikkutónlist og markmaðurinn þeirra er vonandi blindur.

    Àðdàndamenn liverpool munu hoppa húrra eftir leik lokknum með fult af glæníjum mörkum til að spjalla um og Mancester ætlar að pissa óvart á brínguna sína og lenda í miðjunni á deildinni.

    Svoleiðis er sko þannig

    Áfram Liverpool!

    Newer walk alon

  4. Ég efast um að markvörðurinn þeirra sé blindur en annað er vonandi og líklega nokkuð rétt hjá þér Plumbus.

  5. Það er ekki svona slæmt ástandið, flott lið á vellinum og allavega Lallana á bekknum sem getur breytt leik og aðrir komið inn án þess að veikja liðið en fer þó alltaf eftir stöðum. Já það veitir ekki af mannskap í þessi verkefni enda fer nú að skilja á millli liða þegar þessi tími er kominn. Leikurinn verður væntanlega þolimæðisverk en Origi er heitur og að hafa Firmino með er ekkert smá sá það vel á vellinum um daginn en vinnusemi hans og Hendo er alveg ótrúleg. Þetta fer 1-3 fyrir okkur og breitt bros á okkur í kvöld.
    Takk fyrir allt hér á síðunni.
    Björn

  6. Staddur á indverskum stað í London að svitna yfir tilvonandi leik…hugsanlega chilli-ið í sósunni.

    Get in Origi klára þennan leik.

  7. Lucas er að stíga inn í vörn sem hefur verið mjög þétt að undanförnu. Reynslan hans gerir þetta vonandi ljúf skipti. Það eina sem maður óttast þegar Lucas er annars vegar eru óþarfa aukaspyrnur utan við teig!

    Djöfull vona ég innilega að Origi springi hressilega út í þessum leikjum sem hann er að fá núna. Held að hann eigi alveg helling inni. Var í nokkurra Liverpool vina hópi um daginn þar sem ég var sá eini sem tók upp hanskann fyrir hann… hann var stimplaður pappakassi af flestum hinum. Vona að ég geti troðið sokk uppí þá fyrir hönd Origi í dag!

  8. Hvers vegna er Klopp að nota Lucas þegar hann keypti orginal hafsent með Klavan. Óttast Lucas í þessari stöðu.

  9. Takk fyrir þessar umræður strákar. Eins og kom fram í pistlinum um Bournemouth þá er þetta eitthvert merkilegasta lið á Englandi og þó víðar væri leitað. Að berjast frá fjárhagskröggum og vonleysi í neðri deildum til baráttu í sterkustu deild í heimi er sannarlega virðingarvert. Sannir stuðningsmenn Liverpool bera alltaf virðingu fyrir mótherjanum.
    Spennandi uppstilling í dag þó hún gæti eflaust verið sóknarlegri. Ef lítið gengur framávið þá kemur Lallana sennilega inná. Þessi andstæðingur er lúmskt erfiðari en margur heldur og vona ég að okkar menn girði sig vel í brók og reimi á sig rétta skó og ekkert kæruleysi.

  10. Lucas hefur verið að koma sterkur inn í nýju hlutverki og ein breytingin er s´´u að hann hefur ekki verið að gefa þessar aukaspyrnur sýnar sem að voru okkur stundum dýrkeyptar og juku líka á stressið í föstum atriðum
    Björn

  11. Erfiður leikur. Bournemouth hættulegt sóknarlið. Lucas í miðverði er algjört rugl. Ef hann vill ekki Ragnar hinn finnska hefði hann getað verið með Ragnar hinn alíslenska. Lucas gæti hæglega kostað okkur leikinn. Veikleiki í föstum og hörmulegur einn á einn.

    Þessi Lucas er góður blinda hefur kostað okkur of mikið í gegnum tíðina og var hann þó skömminni skárri á miðjunni. Værum ekki með alla þessa punkta með hann á miðjunni.

  12. Nr 14
    Það er búið að breyta því en ef þú byrjar á síðunni áður en leikurinn byrjar þarf ekki lykilorð

  13. Djöfull ég hefði átt að setja nokkur pund á Origi….strákurinn er funheitur ( fyrir utan færið áðan)

  14. þessi er að virka fínt: acestream://12468c656ad56f33fc39500af9f9295cc4699446

  15. Hélt að þetta yrði erfiðara miðað við þá leikmenn sem eru meiddir, En þetta lið er frábært í dag, Eitt mark enn og þessu er lokið. Áfram Liverpool,

  16. Byrjunarliðið hjá Bournemouth kostar minna en 4 milljónir punda en svo kom 15 milljón punda varamaðurinn Ibe inn á í hálfleik. Dat is whack!

  17. Þetta er svakalega barnaleg frammistaða vinstra megin í vörninni milner og Lovren alveg skelfilegir

  18. Origi með einhverja verstu frammistöðu sem maður hefur séð hjá Liverpool leikmanni!

  19. Jæja þetta var dapurt minnir bar á Brendan Rodgers lið varnarlega algert niðurbrot.

  20. Hvaða hörmung er þetta algerlega hörmuleg frammistaða hjá öllu liðinu

  21. Fyllilega verðskuldaður sigur hjá Bournmouth. Heldur betur búið að skjóta okkur niður á jörðina.

  22. Ef Mignolet fær ekki sénsinn í næsta leik þá er eitthvað mikið að.

  23. Djöfull var Lallana öflugur. Allt annað að sjá til liðsins eftir að Mane fór út af………NOT.

  24. Þvílík hörmung að horfa uppá þessar síðustu 20mínútur. Karíus má fara til Síberíu fyrir mér og Origi með honum. Frammistaða þessara tveggja manna síðustu mínútur er með þeim hætti að neðar verður varla komist. Liðinu, Klopp og stuðningsmönnumtil skammar. Ég skammast mín fyrir að þurfa að horfa upp á þessa hörmung. Fari það bara í Helv . . .

    Það er nú þannig, óafsakanlegt

  25. Er búin að vera reyna styðja klarius en sæll hann gat ekkert í þessum leik með allt niðrum sig

  26. Ef lfc þurfti á reality tékki að halda þá var fínt að fá það núna en ekki seinna. Kveðja, Pollíanna.

  27. Frábær skemmtun fyrir hlutlausa , lélegt af einum í podcastinu ykkar að tala niður Bournmouth þetta er frábært lítið lið sem er að reyna að spila góðan fótbolta

  28. Nú má Karius setjast á tréverkið aftur. Ver ekki skot nema að það sé beint á hann og jafnvel þá gefur það samt mark. Mignolet inn aftur strax í næsta leik.

  29. Ekki skemmtilegt að segja það en ég sagði það samt. Lucas og Lovren saman í vörn er hryllingur. Þessu debati um Lucas ætti að vera endanlega lokið núna. Þvílíkur fávitaháttur að vera með þennan mann á samningi, hvað þá í hafsent. Gæti kostað hroðalega í lok leiktíðar.

  30. Því miður þá erum við ennþá á þeim stað að það eru veikir hlekkir í okkar hóp.

    Karius er ekki tilbúinn að vera í titilliði…þurfum sterkari framherja og Lucas minn er greinilega ekki hafsentefni.

    Lið sem ætlar sér titil fær ekki á sig 3 mörk á 15 mínútum. Verulega ömurlegur dagur og allir gömlu draugarnir upprisnir.

  31. Ótrúlega lélegt… 3 meiðsli og enginn á bekknum til að hrista uppí þessu.

    Bournmouth er grútlélegir, eftir að mané fer útaf er enginn pungur í liðinu, Firmino ótrúlega lélegur í dag

  32. Þetta var rosalegt markamanns tap. Að vera komnir yfir tvö mörk og tapa. minnir óneitanlega á gamla daga. En svona er boltinn. Áfram Liverpool.

  33. sumir halda að leikir vinnist í halfleik,gott dæmi í innstanbul 2005

  34. Audvitad hlaut ad koma ad þvi ad okkar menn töpudu leik en þad var svo sem alger óþarfi ad tapa þessum leik. Ég hef ekki verid ánægdur med Karius í neinum leik sem hann hefur spilad og nú mæli eg med því ad Klopp vidurkenni mistök sín, hendi Mignole aftur í markid og kaupi svo alvöru markmann strax i januar ef þad er hægt eda i sidasta lagi næsta sumar. Þetta lid okkar þarfnast alvöru markmanns og alveg spurning hvort vid sækjum ekki bara Joe Hart þo eg vilji helst markmann sem er ennþa betri en hann.

    Þetta er þo engin heimsendir okkar menn eru enn í topp 4 og ennþa í bullandi baráttu a toppi deildarinnar.

  35. Vandræðalegt. Menn mættu ekki í seinni hálfleik. Maður hefur alveg séð svona slys áður. Enginn heimsendir.
    Klopp messar yfir þeim inní klefa.

    Þyskur hárblásari

    Allt liðið brást í seinni hálfleik f.utan James Milner að mínu mati.

  36. Ég var að velta fyrir mér hvenær margir af ykkur myndu mæta á svæðið.
    Það er nefnilega oft rólegt í sigurleikjum eða eftir þá hérna á kop.is en um leið og eitthvað bjátar á og liðið tekur eina svona drullu þá eru menn mætir til að tjá sig, dálítið athyglisverð þróun og velti ég fyrir mér hvort að þetta sér Liverpool fyrirbæri eða er svona hjá öllum öðrum liðum.

  37. Af hverju í andskotanum er ekki Sakho gefin séns í svona leik, þó það væri ekki nema til að hækka hann í verði. Hann getur ekki verið verri en Lucas .

  38. Það versta við þetta tap er ekki stigatapið heldur áhrifin á framhaldið, sjálfstraustið í liðinu og svo skilaboðin sem þetta sendir liðum í deildinni. Þessi virðing og “fear-factor” sem við vorum komnir með, og hefur hjálpað okkur mikið á tímabilinu, hverfur algerlega og nú vita liðin að ef þau bara gefast ekki upp og halda áfram að djöflast eru líkur á að Liverpool hrynji eins og spilaborg. Auðvitað nóg eftir af tímabilinu og í sjálfu sér ekki ástæða til að örvænta en svona frammistaða og karakterleysi er gríðarlegt áhyggjuefni. Nú reynir virkilega á Klopp.

  39. Tapa bara fyrir B liðum. Feginn að Blackburn- Blackpool og Birmingham séu ekki í deildinni!

  40. Þetta er svo lélegt að hálfa væri nóg hef séð þetta svo oft gerast sem poolari síðustu 20árin.Minnir mig smá á 3-3 við palace fyrir nokkrum árum:-(

  41. Ef að Klopp gerir ekki breitingar á markverði í næsta leik þá kostar hann okkur titilbaráttuna.
    Það er nú bara þannig.
    Karius færir vörninni ekkert sjálfstraust og hefur ekki átt að ég held eina alvöru vörslu síðan hann kom í liðið. Úthlaupin hafa nú reindar lagast en eru samt sem áður engan vegin nógu góð.
    Þetta er okkar aðal vandamál sem og miðvarðastaðan.
    Við getum gleymt því að verða meistarar með þennan markvörð og Lukas sem þriðja miðvörð.
    Svo þar fyrir utan af hverju er Klavan eða ( Mamadou Sakho ?) ekki í liðinu frekar en Lukas?
    Að vera í deilum við sennilega okkar sterkasta miðvörð og tefla fram lukas sem miðverði er ekki í lagi.
    Ekki sáttur við Klopparann í dag.

  42. Þetta var hrikalegt að horfa uppá svona spilamennsku. Þarna fengum við tuskuna í andlitið.

    Það er eftir svona leiki þar sem alvöru lið stíga upp og sýna úr hverju þau eru gerð. Ef það gengur illa þá förum við bara enn neðar í töflunni.

  43. Að lesa það sem menn skrifa hérna og það fullorðnir menn. Flestir að benda á menn eins og Origi sem á bara að henda í ruslið. Samt hefur hann skorað í 3 leikjum í röð . Mikið væruð þið flottir stjórar.

    Liðið skorar alltaf fullt af mörkum. Ástæða þess að andstæðingurinn komst inn í leikinn er Lovren að mestu að kenna. Glataður skalli sem átti að fara á Milner og hann lenti í veseni.
    Þetta er td munurinn á Lovren og Matip. Matip er sultuslakur í svona aðstöðu. Nú á að kalla á meistara Mignolet sem hefur gert fullt af verri mistökum. Sem dæmi fékk Degea nkl eins mark á sig um daginn en auðvitað voru þetta mistök og Karius ekki verið heillandi. Lovren í 2 markinu. Hvað er hann að brasa þar? Lætur senda boltann í það svæði sem hann á að loka. Sennilega einn lélegasti leikur Lovren fyrir Liverpool. Svo sem ég spurningamerki við dómarann. Hann var hræðilegur. Afhverju fékk ekki winjaldum aukaspyrnur þegar hann var kominn einn í gegn?

    Fyrsta tap síðan í 2 umferð!!! Liðið hræðilegt og allt að fara til andskotans. ..

    Verum rólegir drengir
    YNWA

  44. hvað er það við lið sem byrja á stafnum B sem veikir hné okkar manna???

  45. Eru menn í alvörunni að reyna að kenna Lucas um lélega vörn í dag?
    Er Lovren í alvörunni með einhverskonar frípassa þegar kemur að því gagnrýna varnarmistökin?
    Einu mistökin sem Lucas gerði í dag var að ná ekki að skeina Lovren í hvert skifti sem hann skeit á sig í leiknum.
    Lucas -Matip búnir að spila 4 eða 5 leiki saman og fá á sig mark á meðaltali í leik.
    Lucas-Lovren 1 leikur 4 mörk. En auðvitað allt Lucas að kenna!
    Ég bara trúi ekki öðru en að sakho og Lovren verði báðir farnir fyrir upphaf næsta tímabils og 2 nýir miðverðir fengnir í staðinn.

  46. við erum í 3 sæti 4 stigum frá toppnum og það er kominn desember.

    ég er bara nokkuð ánægður með það

  47. Veit einhver um góðan sálfræðing og skilnaðarprest held að konan ætli að henda mér út !!.

  48. Biðst afsökunar á þessum pistli fyrirfram. bsrs buið að sjáða vel og lengi á mér með þetta.Það er nú allavega einn ljos punktur i myrkrinu strákar mínir. Það er Karius. Ég tréð upp í mig sokk fyrir að halda því framm að Simon væri nú mun betri keeper en þýska stálið. Þó ég ætti svo sem ekki von áð hann fengi að gera mörg mistök áður en Karius yrði settur í rammann. Enda mönnum tæiðrætt um hin og þessi mistök frá í fyrra. Þrátt fyrir að jafna það nú yfirleitt út með því að verja bolta sem fáir aðrir hefðu tekið e’a jafnvel átt það til að vinna jafnvel leikifyrir okkur. En mistök áttu bara ekki að geta gert með rock solid dream team king kolo og Sakhu fyrir framan þig Ég þori ekki að fullyrða það en minnir að 2-0 sigurinn á chelsea hafi verið hans síðasti leikur í starting þap var allavega eftir einhvern sigurleikinn. Man nú ekki til þess að hann hafi stigið feilspor í þeim leik og mikill munur að sjá hann i fyrstu leikjunum núna en i fyrra og ágætis framfarir í hans helsta veikleika þá fyrirgjöfunum allavega fór allavega að láta sig vaða út í teig. Svo tímasetninginn fanst mér furðuleg þar sem Klopparinn talaði alltaf um samkeppni og belginn þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af málum. En aftur að MANNI LEIKSINS el Cactus. Hann nefnilega varði nú bara allavega 3 heil skot í dag. Held það sé bara fyrsta met hans i okkar röðum. Ég hafði nefnilega ekki séð hann verja skot fram af þessu án þess að það hafi verið skotið í hann. Jú strax annað met hugsanlega hmm ætli það se ekki yfir 95 skotana sem hann hefur fengið á sig endað með marki. Nei þessi 3 skot voru víst óll þannig að það var skotið í hann í dag líka.En markvaslan var á heimsmælikvarða þar sem hann krafsaði boltanum á glæsilega hátt rétt yfir slánna rétt eins og hann væri að eiga við sápustykki í baði.Ahhh þriðja skotið ég er i vafa færðu skráð varið skot ef þú ert notaður sem batti. En að 0llu gríni slepptu HVAÐA RUGL ER ÞETTA. Hann fer ekki í gegnum einn einasta leik án þess að gera mistök trekk i trekk eða allavega gera sitt besta til að færa liðunum á móti okkur gefins mörk. Ver ekkert,Fer ekki í út í neinar fyrirgjafir hann er búin að skjóta rótum á marklinunni heldur engum boltum, alls ekki samstiga vörninni og bara hrikalega óöruggur. Fæ altaf hnut i magann ef anstæðingurinn kemur ser i skotfæri eða fær horn.ætli hann sæe ekki bara í nokkrum leikjum farinn að slaga i sama fjölda mistaka og Simon gerði á síðasta tímabili vorum þó líka í evropukeppni og munn fleiri skot sem við fengum á okkur þá en í dag. En virðist ekki skipta neinu Simon tekur bara þess bikarleiki. en án þess að fá á sig mark og virka með fínt sjálfstraust. þá er það bara ekki til í dæminu að þjóðverjinn verði tekin úr liðinu. Ég get ekki verið sá eini sem er að hugsa hvern fjandann hann hafi á klopp sem veldur þessu. Þetta kalla ég ekki samkeppni eða ræettlætanlegt. En það voru nu margir sem heldu ekki vatni yfir honum i byrjun undir hverju leita eg til að finna þetta stórbrotna youtube myndband sem þið og Klopp hafið horft á sem ég finn ekki. Fæ enga niðurstöðu þegar ég slæ in Kaktus best saves fæ bara enga niðurstöðu hahahahaha það hefur einhver njosnarinn farið a barinn i staðinn fyrir leikinn sem átti að fylgjast með honum og bullað einhverja skýrslu. Sorry nöldrið ég get bara ekki skilið hvaða ákvörðun það er að hann haldi stöðunni leik eftir leik og hann deili ut ut snembúnum jólagjöfum hvern einasta leik í einhverri mynd. og ég sem ætlaði að hrósa honum fyrir að ná prosentu skota á markið sem enda með marki. en 3 varinn hækka hana víst ekki ef þú færð á þig 4 mörk. Basic

  49. Fallaini bjargaði andlegu hliðinni smá . Hann hefur alltaf spilað vel fyrir þessa bláu

Upphitun: Bournemouth úti

Bournemouth – Liverpool 4-3 [skýrsla]