Hópferð í janúar: Uppselt!

Ja hérna. Sala hófst í hópferðina okkar á leik Liverpool og Swansea þann 19.-23. janúar næstkomandi á mánudaginn var og við erum búnir að fylla ferðina! Þrír dagar og búmm. Þetta hefur aldrei gengið svona vel áður og þökkum við frábærar móttökur, og hlökkum til að sjá ykkur sem flest í janúar.

Úrval Útsýn vinnur nú að því að geta bætt við sætum og við getum vonandi tilkynnt slíkt á næstu dögum, þannig að ef einhver misstu af þá er ekki öll nótt úti enn. Gefið þessu nokkra daga.

YNWA

4 Comments

  1. Jahá – tekinn við að dunda við hlutina!

    Hvenær kemur í ljós hvort það verði fleiri miðar í boði? Er kannski fullur biðlisti líka?

  2. Sælir strákar vitið þið eitthvað fram í tímann hvaða leiki verður farið á ég er að velta þessu fyrir mér af því að ég er sjómaður og gæti þá miðað við þessi föstu róðrafrí sem ég hef kveðja Siggi

Ferðasaga: Hópferð Kop.is á Liverpool – Sunderland

Kop.is Podcast #129