Liverpool v Leeds [dagbók]

(Nýjustu uppfærslur efst)

Komdu með Kop.is á Anfield í janúar! Gylfi mætir Liverpool! Sjá frekar hér

21:39: Leik lokið! Lokatölur 2-0, Liverpool er komið í undanúrslit deildarbikarsins.

91. mín. SKIPTING Origi út og Marko Grujic inná.

84. mín. Annað dauðafæri hjá Leeds, Sakho sleppur í gegn bakvið Moreno en skýtur yfir úr opnu færi í teignum.

83. mín. SKIPTING James Milner inná fyrir Ovie Ejaria.

81. mín. MARK! Ben Woodburn skorar eftir undirbúning Origi og Wijnaldum! Nýorðinn sautján ára gamall og skorar!!! 2-0!!!

76. mín. MARK! Divock Origi kemur okkar mönnum yfir með frábæru markteigspoti eftir geggjaða sendingu Trent Alexander-Arnold utan af kanti. Boltinn fór í boga djúpt af hægri kantinum inn á markteiginn og um leið og hann lenti renndi Origi sér á hann og setti framhjá markverðinum. 1-0!

72. mín. STÖNGIN! Wijnaldum komst upp að markteig hægra megin en skaut í stöngina fjær. Þetta er betra, smá lífsmark!

67. mín. SKIPTING Ben Woodburn kemur inná fyrir Kevin Stewart sem meiddist.

65. mín. Hornspyrna hjá Leeds og Kyle Bartley fær frían skalla á vítapunktinum en skallar framhjá. Mínútu síðar sleppur Roofe í gegn en Mignolet ver skot hans. Vakna strákar!

60. mín. Enn ekkert í gangi hjá okkar mönnum. Gestirnir hafa átt tvö bestu færin, Sakho slapp í gegn í byrjun leiks og Roofe skaut í stöng í upphafi seinni hálfleiks. Þeir gætu alveg verið að vinna þennan leik. Það hlýtur að fara að líða að innáskiptingum hjá Klopp.

53. mín. Stangarskot! Leedsarar pressa okkar menn í mistök, boltinn er hirtur af Stewart sýndist mér með Mignolet utarlega í teignum og Roofe skýtur yfir Mignolet en í innanverða stöngina. Dauðafæri og okkar menn eru bara heppnir að vera ekki að tapa þessum leik.

46. mín. Seinni hálfleikur er hafinn, okkar menn gerðu engar leikmannabreytingar í hléi. Sjáum hvort Klopp náði fram hugarfarsbreytingu.

Hálfleikur – Þetta var bara slappt. Byrjaði með pressu en fjaraði fljótlega út og svo var lítið að gerast löngum stundum. Það er ekkert yfir neinum að kvarta svo sem en það vantar neistann til að skapa markið sem skiptir öllu máli. Ejaria og Origi kannski verið bjartastir á köflum en, eins og ég segi, mig grunar að Klopp reyni að tengja strákana við rafgeyma í hálfleik, starta þessu liði aðeins.

30. mín. Hálftími liðinn og það hefur hægst verulega á leiknum. Gestirnir eru skipulagðir og hættulegir úr föstum leikatriðum en það er ekkert að gerast sóknarlega hjá okkar mönnum. Það vantar smá vítamín í þetta.

15. mín. Kortér liðið og leikurinn enn markalaus. Leedsarar áttu fyrsta færið og eitt skot eftir það en annars hefur þetta verið einstefna og pressan jafnt og þétt að þyngjast. Lítið um færi, samt. Ég myndi vilja sjá menn fara upp um einn gír bráðum, skilja Leeds-liðið eftir.

11. mín. Dauðafæri hjá Liverpool! Wijnaldum með gott skot af vítapunktinum eftir flotta sendingu Ejaria inn á teiginn. Vel varið. Pressan eykst.

3. mín. Dauðafæri hjá Leeds! Sakho sleppur inn fyrir, fær boltann yfir vörnina en Mignolet lokar vel á hann og ver með fótunum. Góð byrjun hjá gestunum.

19:49: Leikurinn er hafinn!

19:45: Mínútuþögn í minningu Chapecoense-liðsins.

Uppfært (18:38): Byrjunarlið Liverpool er komið og það er svipað og búist var við:

Mignolet

Arnold – Klavan – Lucas – Moreno

Wijnaldum – Stewart – Can

Mané – Origi – Ejaria

Bekkur: Karius, Lovren, Clyne, Milner, Henderson, Grujic, Woodburn.

Þetta er kannski aðeins sterkara en menn héldu, t.a.m. eru Wijnaldum, Can og Mané inni sem fólk hélt að yrðu hvíldir. Bekkurinn er einnig sterkur.

Þetta lið á að vinna í kvöld. Koma svo!


Það er komið að deildarbikarnum, í kvöld eru það 8-liða úrslitin þar sem sofandi risinn Leeds kemur á Anfield. Við uppfærum þessa færslu með byrjunarliðinu um leið og það liggur fyrir en slúðrið segir að Jürgen Klopp muni hvíla leikmenn og nota varamennina í kvöld. Sjáum til.

En fyrst, þetta. Knattspyrnuheimurinn syrgir í dag hörmulegt flugslys vélar sem var á leið til Medellín í Kólumbíu frá Bólivíu. Í vélinni var knattspyrnulið Chapecoense frá smáborginni Chapeco nálægt Sao Paulo í Brasilíu. Þetta lið var búið að vinna sig upp um deildirnar í Brasilíu og komið í undanúrslit seinni álfukeppni S-Ameríku (þeirra Evrópudeild) þar sem þeir áttu að spila gegn Atletico Nacional í vikunni, fyrri undanúrslitaleikinn í þessari keppni.

Þess í stað hrapaði vélin áður en hún náði til Medellín. Að minnsta kosti 75 af 81 um borð hafa látist og þar af nánast allt knattspyrnulið Chapecoense. Við hjá Kop.is vottum öllum sem tengjast málinu okkar samúð. Í dag hafa knattspyrnufréttir um allan heim markast af þessum harmleik og hafa verið haldnar mínútuþagnir um æfingasvæði víða um Evrópu og búast má við að það verði önnur slík á Anfield í kvöld.

Smáliðið sem lét sig dreyma en endaði í martröð. Heimurinn er ósanngjarn.

YNWA

32 Comments

 1. 1

  Megi sálir þeirra hvíla í friði ????????

  Y N W A

  #chapecoense

  (7)
 2. 2
  Gustith

  Ekki sannfærður um að þessi vörn haldi,undarlegt liðsval miðað við hvað þessi keppni er langt komin.

  (0)
 3. 3
  Ásmundur

  Ekkert að þessari vörn, Lucas er í henni.

  (11)
 4. 4
 5. 5
  di Stefano

  fæ ekkert hljóð á þennan link !

  (0)
 6. 6
  Davíð

  Skrítið… hér svínvirkar allt…

  (0)
 7. 7
  islogi

  Ég næ bara spænskum link… :( ….fín gæði þó
  http://www.livefootballol.me/channel/arenavision-26-acestream.html

  (0)
 8. 8
  Aron

  Jæja, tók Moreno innan við þrjár mínútur að gefa dauðafæri. Er ekki löngu kominn tími á að færa hann á vinstri kantinn?

  (2)
 9. 9
 10. 10
  gettra

  Seinni linkurinn átti að vera þessi:
  acestream://12468c656ad56f33fc39500af9f9295cc4699446

  (0)
 11. 11
 12. 12
  Di Stefano

  Ok refresh og Spánverjinn datt inn en þá hökti allt. 2-3 refresh og þá er enskur þulur og allt smooth !!

  (0)
 13. 13
  Di Stefano

  Vantar meira púður á bekkinn til að geta brotið þetta upp.
  Full hugmyndarsnautt eins og er

  (0)
 14. 14
  oddur

  þett’er nú meira snúsfestið só far.
  vonandi verður einhver taktík rifjuð upp í hléi. :) :) :)

  (0)
 15. 15
  Zuri

  Kevin Stewart er ekki nogu godur. Sorry.

  (1)
 16. 16
  Sölvi

  Það er nákvæmlega ekkert í gangi þarna og miðjan í molum og allt hægt og fyrirsjáanlegt.

  Við erum hreinlega stálheppnir að vera ekki undir,jafnvel 0-2.

  (0)
 17. 17
  Kristinnej

  Miki? er Mane eitthva? týndur þessa dagana ?

  (0)
 18. 18
  f

  Stewart fekk nu mikid hros eftir spurs leikinn rettilega. En leeds aetla sannarlega ad gefa allt i tetta medan mer finnst okkar menn vera i eitthverjum lagum gir nuna vil eg sja eina af stjornunum sem eru inna stiga upp og koma lidinu i gang

  (0)
 19. 19
  Eyjólfur

  Vá, geggjað hjá Origi að ná þessum bolta!

  (0)
 20. 20
  Deus

  Origiiiiiiii

  (0)
 21. 21
  RH

  Flott hjá Origi

  (0)
 22. 22
  Kristján Aðal

  Divock Origi!!

  (0)
 23. 23
  RH

  Virkilega vel gert !

  (0)
 24. 24
  Eyjólfur

  Woodburn ekkert að leiðast þetta :)

  (1)
 25. 25
  Svavar Station

  Woody!!!

  (2)
 26. 26
  Kristján Aðal

  Strákurinn sem er ekki deginum eldri en 10 ára skorar fyrir framan kop stúkuna
  Ben Woodburn!!

  (1)
 27. 27
  Kristján Aðal

  Woodburn er yngsti markaskorari fyrir Liverpool hann er þremur mánuðum yngri en Owen var á sínum tíma.

  (3)
 28. 28
  Viktor B. Pálsson

  Flottur sigur, markinu haldið hreinu (kvenar hélt Mingole siðast hreinu?) Annars var hann nokkuð flottur í kvöld eins og megnið af liðinu. Bara gleði að sjá ungu strákana fá að spreita sig og stóðu þeir bara vel fyrir sínu. Langar að taka ofan fyrir Lucas að spila og gera það mjög vel miðað við hversu erfitt það hefur verið í þessum kringumstæðum.

  You never walk alone

  (2)
 29. 29
  Deus

  Ætli Móri spili með Utd. kjúkklingana á morgun?

  (2)
 30. 30
  Daníel

  Nú ætla ég alls ekki að halda því fram að Woodburn sé betri en t.d. Pogba, en jesús minn hvað Woodburn er mikið betri en Pogba.

  (8)
 31. 31
  Styrmir

  Frábær leikur. Vona að Leeds fari að hundskast upp á nýjan leik. Verður gaman að fá fleiri svona leiki í framtíðinni.

  (1)
 32. 32
  Kristinnej

  Fáum West Ham í semi ?

  (1)