Liverpool 2 Leeds 0 [skýrsla]

Komdu með Kop.is á Anfield í janúar! Gylfi mætir Liverpool! Sjá frekar hér

1-0 76. mín. Divock Origi
2-0 81. mín. Ben Woodburn

Bestu leikmenn Liverpool

Simon Mignolet varði á köflum vel og hélt Liverpool á jöfnu þegar Leedsarar gátu nokkrum sinnum tekið forystuna. Í vörninni var ég hrifinn af Lucas og Alexander-Arnold átti ágætis upphlaup með boltann en annars var vörnin frekar opin og óörugg. Það var nánast ekkert að gerast á miðjunni og fátt um fína drætti. Frammi áttu Origi og Ejaria spretti, sérstaklega í fyrri hálfleik, en hurfu svo alveg, á meðan Sadio Mané gleymir þessum leik vonandi sem fyrst.

Það var samt jákvætt að Origi skyldi skjóta upp kollinum og koma okkur aftur yfir eins og um helgina, jafnvel þótt hann væri alveg týndur í leiknum. Góðir framherjar geta skorað líka þegar þeir eru að leika illa. Origi þarf bara einn séns. Alvöru leikmaður.

Þetta kvöld tilheyrir samt fullkomlega Ben Woodburn:

Framtíðin.

Vondur dagur

Klavan og Moreno voru slappir í kvöld, sama má segja um Stewart, Can og Wijnaldum á miðjunni. Mané var slappasti maður vallarins og Ejaria og Origi hurfu alveg eftir hlé. Það eru smá þreytumerki í sóknarleik og ofsapressu liðsins þessa dagana, ekkert mark gegn Southampton og svo mjög erfitt í tveimur leikjum í röð á Anfield. Vonandi er þetta bara smá hikst. Liðið er allavega enn að vinna leiki.

Hvað þýða úrslitin?

Liverpool er komið í undanúrslit enska Deildarbikarsins. Dregið verður annað kvöld og leikið í janúar. Liðið er einni umferð frá annarri ferð á Wembley, sem er bara jákvætt.

Þar að auki er liðið nú búið að spila 17 leiki í öllum keppnum, vinna 13 af þeim, gera þrjú jafntefli og aðeins tapa þessum eina Burnley-leik um miðjan ágúst. Markatalan í þessum leikjum er 44-15, liðið hefur haldið hreinu í sex af 17 leikjum en ekki náð að skora í þremur af 17 leikjum. Liðið er í öðru sæti deildarinnar eftir erfitt prógramm í haust (og fáa heimaleiki) og komið í undanúrslit einu bikarkeppninnar sem hefur verið í boði hingað til.

Þetta er einfaldlega margfalt betri byrjun en nokkurn óraði fyrir. Þetta tímabil er alvöru.

Umræðan eftir leik

Woodburn, Ben Woodburn. Hann er nýorðinn sautján ára og var að skora fyrir framan Kop-stúkuna. Um hvað annað viljið þið ræða, stjórnarmyndunarumræður? Brexit?

Næsta verkefni

Útileikur gegn Bournemouth í 14. umferð deildarinnar á sunnudag. Up the Reds!

YNWA

23 Comments

 1. Glæsilegt var það nú ekki, enn einu sinni hefst þetta með þolinmæðinni.

  Leeds voru betri í seinni hálfleik þangað til að Liverpool skoraði.
  Okkar menn allt of mikið að klappa boltanum, sérstaklega Can.
  Woodburn og Alexander-Arnold, framtíðin er þeirra.

  Sérstakt hrós fær Klopp fyrir að hafa ofurtrú á ungu mönnunum okkar, þessi skipting á 67 mín þegar hann tók Kevin Stewart útaf fyrir Ben Woodburn var kjörkuð í ljósi þess að Leeds voru líklegri aðilinn, en boy oh boy hvað það virkaði.

  Til lukku öll, teytið heldur áfram.

 2. Virkilega gaman að sjá guttana fagna saman eftir leik ?
  Woodburn yngsti markaskorari Liverpool og Arnold með stoðsendingu of maður leiksins.

 3. Við getum ekki von á að menn sem eru ekki vanir að spila saman ná sama flæði og skipulagi og leikmenn sem spila nánast saman í hverri viku.

  Þetta snýst bara um að komast áfram og það tókst okkur. 17 ára strákur skoraði sitt fyrsta mark og er þetta því bara frábær dagur fyrir liverpool.
  Það má nánast eftir hvern einasta leik finna eitthvað sem hægt er að setja út á en ég ætla allavega að njóta þess að fylgjast með strákunum núna og taka það jákvæða úr leikjum liðsins og er af nóg að taka þessa dagana.

  YNWA
  Djöfull langar mér að fara að sjá bikar á Anfield aftur og ef það er deildarbikar þá er það bara fínasta byrjun.

 4. Jà þetta va erfitt eins og um helgina gegn Sunderland en sigur vannst og vörnin ad halda hreinu 3 leikinn i röd, getum lìtid kvartad..

  Fràbært fyrir drenginn af skora og sà var lìka helsàttur, yngsti markaskorari í sögu Liverpool ekkert a? þvi.

 5. Frábært að vera komnir áfram og geggjað hjá Ben 10 🙂

  Hef samt ákveðnar áhyggjur af leik liðsins. Ofboðslega mikið af röngum ákvörðunum á síðasta þriðjungi vallarins og leikmenn eins og Mane og Cane bara lélegir. Vonandi eigum við ekki að sakna Coutinho of mikið í næstu leikjum. S

  Frábært að vera komnir í undanúrslitin en við eigum mjög erfiðan leik framundan á útvielli á móti Bournmouth um helgina. Vonandi detta menn í gírinn og við náum að keyra dáldið upp tempóið.

 6. Sæl og blessuð.

  Gleymum ekki að lídsararnir mættu spólandi kátir til leiks og gáfu sig alla í hann. Þetta er hörkulið og vissulega hefðu þeir með smá lukku getað skorað. En að mæta til leiks með þennan mannskap sem Klopparinn valdi – er auðvitað alltaf áhætta. Enginn Kútur, Lallana, Firmino, enginn Henderson, enginn Matip eða Lovren, m.ö.o. enginn þeirra sem hefur stýrt gangi leiksins á sínum hluta vallarins. Það er því hægara pælt en kýlt að láta spilið ganga upp svo fáir hnökrar verði.

  Það sýndi sig og sannaði hvílík dásemd Origi er og hvað hann er snöggur að sinna því sem af honum er ætlast. Stórbrotinn sóknarmaður sem ég von að heitt og innilega að verði sem mest á græna svæðinu í framtíðinni. Svo eru svona leikir gríðarleg bót fyrir unga fólkið sem fær þarna á nokkrum kortérum ígildi margra mánaða reitaboltaæfinga á æfingarsvæðinu.

  Jamm og svo eru það undanúrslitin. Þetta er dýrmætur lærdómur og vonin að fá smá silfur til að pússa er þá enn til staðar!

 7. Winjaldum slakur ??? Mér fannst hann eiga fínan leik, átti stangarskot og lagði upp á Woodburn og lítið út á hann að setja.

 8. Mér fannst áhugavert að Woodburn hefði með smá heppni getað verið búinn að skora eitt áður en markið kom, því þegar Winjaldum skaut í stöng var Ben kominn alveg upp að markinu og ef boltinn hefði farið millimetrunum lengra í aðra áttina þegar hann lenti á stönginni hefði hann fallið fyrir lappirnar á honum. Þetta er semsagt drengur með nef fyrir því að vera á réttum stað á réttum tíma.

  Sama gildir í markinu, kannski fannst einhverjum eins og Mane, Origi og Winjaldum hefðu unnið alla vinnuna, en Woodburn þefaði uppi réttu staðsetninguna og var þar á réttum tíma. Það eru ekkert margir sem eru góðir í þessu, og því rosalega spennandi að eiga hann inni næstu árin.

  Ég á ekkert endilega von á því að hann spili neitt svakalega mikið næstu misserin með aðalliðinu, en hver veit, það þurfa ekki margir að meiðast til að hann sé hreinlega orðinn framarlega í goggunarröðinni. Sjálfsagt vill Klopp samt passa svolítið upp á hann, þannig að honum verði ekki spilað of mikið of snemma, eins og var e.t.v. málið með Owen og Sterling.

 9. Áframhald í þessari keppni og ekki verður beðið um meira útúr þessum leik.
  Stewart, Can og Wijnaldum voru ekki á sama tempói og menn vildu sjá í þessum leik en Wijnaldum átti ágætis leik á meðan að Can hefði getað skilað meiru.

  Can var mögulega í því hlutverki sem menn taka ekki mikið eftir í dag (Joe Allen hlutverkinu) að koma boltanum áfram á næsta mann en Wijnaldum átti flottan leik. Hann var að ógna fram á við og átti “interceptions” á okkar vallarhelmingi þegar að leið á leikinn.

  Woodburn og Ejaria eru klárlega leikmenn sem maður fylgist spenntur með næstu árin…passion-ið hjá Woodburn skýn í gegn eftir að hann skorar og mikið vona ég að hann fái allavega bekkjarsetu í næstu leikjum á meðan að Studge er meiddur. Þessi strákur heillar mikið…minnir á fyrstu ár Gerrard (gredda og áræðni).

  Origi var flottur þegar að boltinn barst til hans. Hann tók annað hvort menn á eða ákvað að halda bolta og koma honum til baka og taka hlaupið. Alexander-Arnold kom svo með sendingu sem okkur hefur vantað seinustu árin! Fljótandi sending sem kemur frá bakverði eftir að boltanum er spilað til baka og sóknarmaðurinn klárar færið. Clyne, Moreno og Milner hafa ekki verið að skila þessari sendingu þetta tímabilið eða það seinasta (Clyne og Moreno). Flott framtak hjá upprennandi bakverði.

  Fanns þessi leikur spilast vel og framhaldið er gott hjá okkar mönnum. Hefði hinsvegar viljað sjá meira af Grjuic í þessum leik en fannst samt Wijnaldum og Can þurfa að spila sig saman og var sáttur við uppstillingunna.

  YNWA – In Klopp we trust!

 10. Sælir félagar

  Sá bara seinni hálfleik og var nokkuð sáttur með hann. Voru ekki gerðar 8 eða 9 breytingar á byrjunarliði? Ef það er rétt hjá mér geta menn ekki ætlast til að það spilist eins og deildarleikur með alla bestu menn liðsins inná.

  Kjúklingarnir eru að verða að hönum langt fyrir aldur fram. Það er frábært og mál til komið að einhver tæki metið af sendiherranum sem við erum ekki öll sátt við. Afar skemmtilegt að þeir skuli eiga stoðsendingu og mark í þessum leik, bara frábært.

  Ég held að við séum að verða of góðu vön. Ég kvartaði undan því eftir síðasta leik á móti Sunderland að menn hefðu ekki verið nógu hreifanlegir í fyrri hálfleik. Þetta er auðvitað bara frekja. Við ætlumst til að liðið spili alla leiki, allan leikinn, eins og enginn sé morgundagurinn.

  Það er ekki sanngjörn krafa. Dagsform og annað spilar inní og þó menn séu gegnumsneitt tilbúnir að leggja sig alla fram og rúmlega það er það einfaldlega ekki hægt alltaf. Við sjáum lið eins og Baca vera að ströggla og spila ansi langt undir getu í vetur. Það sýnir að það er ekki hægt að gera þá kröfu til liðsins að það spili undantekningarlaust eins og meistara ogí kvöld að það lið spili eins og byrjunarliðið.

  En auðvitað gerum við ekki kröfu til þess. Amk. ekki að athuguðu máli. Þannig verður það með aðalliðið. Það mun eiga dánleiki annað er bara óhjákvæmilegt. Hinsvegar verða þeir leikir helst að vinnast líka þó það sé miklu erfiðara en þegar liðið er í stuði. Ég ætla að reyna að vera jákvæður og treysta KLopparanum hvað sem á gengur.

  Það er nú þannig

  YNWA

 11. Spilamenska liðsins í gær var í raun óþekkjanleg frá því sem við höfum séð á þessu tímabili. Liðið var út um allt einhvernvegin og vantaði sárlega leiðtoga. Mér fannst Can ekki beint slakur en ég hefði viljað sjá hann stíga upp sem leiðtoga á miðjunni. Hann var að gera of mikið á eigin spýtur. Sama með Origi, ekki beint slakur en líkt og liðið allt þá var oft verið að gera of flókna hluti og of margar snertingar. Skoraði samt gott mark og átti líka seinna markið.

  Mane hefur verið ólíkur því sem við sáum í byrjun tímabils og maður skilur ekki alveg hvað er í gangi með þann dreng þessa dagana. Raggi kallinn virkar enn númeri of lítill fyrir þetta verkefni og Moreno sýndi okkur að hans tími er vonandi að renna sitt skeið sem leikmaður LFC.
  Jákvæða var að Alexander Arnold var magnaður og þvílík innkoma hjá Woodburn. Mér fannst Wijnaldum líka eiga ágætis leik og óheppin að ná ekki að skora.

  Jákvæðast er samt að leikurinn vannst og liðið hélt hreinu. Fáum svo West Ham í semi 😉

 12. Virkilega flott úrslit hjá okkar B-liði og að Woodburn hafi skorað er bara stórkostlegt!

  Pant fá West Ham í undanúrslitum á Anfield!

 13. #13 þú meinar anfield-south 😉 sami-final er spilaður á Wembley en gaman ef Arsenal og United myndu falla úr keppni í kvöld… ólíklegt en gaman 😉

 14. Eru ekki undanùrslitin spilud ì tvemur leikjum, heima og ad heiman ? Þad er i FA cup sem undanurslitin eru leikin à Wembley nema hreinlega ad þessu hafi verid ad breyta.

 15. Það eru spilaðir tveir leikir í undanúrslitum deildarbikarsins, heima og að heiman og samanlögð úrslit úr báðum leikjum ákvarðar hvort liðið fer áfram í úrslit á Wembley.
  Það er í FA cup sem að undanúrslit eru leikin á Wembley.

 16. Fagna framgöngu Liverpool í þessari keppni. En get ómögulega skilið þörfina á því að búa til meira leikjaálag og spila tvo undanúrslitaleiki.

 17. Góður sigur en strembinn eins og við mátti búast. Moreno jafnlélegur og vanalega og bara spurning hvenær einhver unglingur tekur hans stöðu í liðinu.

Liverpool v Leeds [dagbók]

Ferðasaga: Hópferð Kop.is á Liverpool – Sunderland