Liverpool – Sunderland 2-0 (skýrsla)

Erfiður leikur í gær gegn virkilega varnarsinnuðu Sunderland liði David Moyes þar sem Liverpool þurfti að hafa mikið fyrir stigunum þremur. Eigum við ekki að segja að ferðalangar kop.is hafi komið liðinu í gegnum þetta með geggjaðri stemmningu síðustu 20 mínúturnar eða svo og 11 leikir án taps í deildinni því staðreynd!

Bestu leikmenn Liverpool

Heilt yfir var leikur liðsins ágætur. Liverpool var 78% (!!!) með boltann og áttu 27 skot í leiknum. Það er kannski auðveldara að segja (skrifa) það en lengst af fannst mér við of staðir og sóknarleikurinn ekki nægilega hugmyndaríkur. Auðvitað spilar inní að gestirnir spiluðu 10-0-0 og við án Coutinho lengst af.

Annars fannst mér Henderson virkilega góður í dag, hann vann vel til baka í þau fáu skipti sem Sunderland reyndi að sækja og hann er liðinu hrikalega mikilvægur í pressunni. Líklega var hann okkar besti leikmaður í dag en með honum sem mann leiksins ætla ég að velja Klopp sem breytti stemmningunni á vellinum á einu augabragði, það átti stórann þátt í sigrinum!

Sérstakt hrós fær svo Karius, sem ég hef gagnrýnt nokkuð síðustu vikur. Hann sýndi mikið hugrekki í tvígang í úthlaupum sínum og var vel vakandi allann leikinn. Fær einnig sérstök verðlaun fyrir skrítnasta útspark sem ég hef séð þegar hann gaf horn.

Vondur dagur

Allt liðið fannst mér nokkuð svipað, spiluðu allir ágætilega. Mané fannst mér slakur í gær en vann á þegar leið á leikinn og átti að lokum algjörlega frábæran sprett sem endaði auðvitað með broti og vítaspyrnu. Erfitt að segja vondur dagur en líklega var hann slakastur af leikmönnum Liverpool í gær.

Hvað þýða úrslitin

Við tókum toppsætið í s.a. tvo tíma eða svo. Sigurinn var mikilvægur því bæði City og Chelsea unnu sína leiki og Arsenal spilar svo síðar í dag (sunnudag), en eftir sigur Chelsea á Tottenham í gær þá sitjum við í öðru sæti stigi á eftir toppliði Chelsea og sex stigum á undan Tottenham í fimmta sæti.

Umræðan eftir leik

Coutinho. Þrátt fyrir góðan baráttusigur þá líður manni örlítið eins og eftir tapleik. Fyrstu fregnir herma reyndar að meiðslin séu ekki jafn alvarleg og fyrst var talið, vonandi er það rétt. Við erum örfáum vikum frá því að detta í jólavertíðina þar sem liðið spilar þrjá leiki á sex dögum og eftir það missum við Mané í Afríkukeppnina. Það væri því hrikalegt að missa Coutinho í meiðsli á þessum timapunkti (já eða bara yfir höfuð ef út í það er farið), má færa rök fyrir því að hann sé búinn að vera einn allra besti leikmaður deildarinnar fyrsta þriðjunginn.

Annað, miðað við umræður og skrif síðustu daga/vikna, hve týpískt er það að Sturridge hafi sjálfur verið frá vegna meiðsla þegar Coutinho varð fyrir meiðslum og glugginn fyrir hungraðann sóknarmann galopnaðist óvænt? Origi greip tækifærið heldur betur, það er því miður erfitt að treyst á eða byggja eitthvað í kringum Sturridge.

Næsta verkefni

Leeds í deildarbikarnum a þriðjudag áður en við heimsækjum Bournemouth eftir viku.

15 Comments

 1. Takk fyrir þetta. Sammála því að flestir voru að spila vel. Nánast eina áhyggjuefni þetta augnablikið er meiðsli lykilmanna og kannski hitt að nýta ekki enn betur mikla yfirburði sem eru í flestum leikjum.
  Staðan í deildinni er nokkuð snúin. Efstu liðin búin að fá ótrúlega mikið af stigum og 4 lið komin með yfir 2 stig að jafnaði í leik. Efsta lið með 2,38 stig, næstu með 2,30 stig að jafnaði í leik. Sl 10 ár hefur efsta lið endað að jafnaði með 2,27 stig, lið nr 2 með 2,13 stig og lið nr 3 með 1,97 stig. Stigasöfnun nú er því mikil miðað við undangengin ár. Vissulega fer þetta eftir því hvaða lið hafa leikið saman og nú eiga toppliðin eftir marga innbyrðisleiki.

 2. Sælir félagar

  Takk fyrir skýrsluna Eyþór og ég er henni algerlega sammála. Okkar menn voru staðir og hugmyndasnauðir fyrstu 30 mín og lítið að gerast. Það þarf mikla hreifingu og sköpun þegar lið pakka í 11 manna vörn og það vantaði alveg framan af leiknum.

  Mér fannst liðið svo vera miklu hreifanlegra síðasta korterið og ógna vel. Það hélt svo áfram því sem það endaði á í seinasta korterið í fyrri hálfleik en gekk illa að skapa afgerandi færi. Þegar Coutinho meiðist kom Origi og var smá stund að komast inn í leikinn. Markið hjá honum opnaði svo leikinn og það sýndi hvað hefði getað gerst ef okkar menn hefðu skorað snemma. Þá er líklegt að Sunderland hefði komið framar á völlinn og við raðað inn 3 til 4 í viðbót.

  En heilt yfir er ég sáttur við stigið og sammála umsögnum Eyþórs um leikmenn. Útspark Karíusar og sending Matip til baka, sem gáfu horn í bæði skiptin, held ég að hafi verið gert til að reyna að draga andstæðingana framar á völlinn – eða þannig. Niðurstaðan ásættanleg og stigin 3 nauðsynleg. Vonandi eru svo meiðsli Coutinho ekki alvarleg en hann virtist sárkvalinn þarna á vellinum.

  Það er nú þannig

  YNWA

 3. Erum við ekki með 12 leiki án taps í deildinni. 13 umferðir búnar. 9 sigrar 3 jafntefli og eitt tap.
  Það er 12 leikir án taps.

  Annars gríðarlega mikilvægur sigur og frábært að fá mann inn af bekknum sem getur breytt leikjum til hins betra.

  Nú er bara að vona Coutinho verði ekki eins lengi frá og óttast var í fyrstu.

 4. Það þurfti mikla þolinmæði hjá leikmönnum til að landa þessu í gær.
  Sem betur fer dugar ekki alltaf hjá þessum leiðinlegu liðum að pakka öllum hópnum í vörn.

  Frábært að fá Origi svona sterkan inn, hann á eftir að reynast okkur drjúgur í markaskoruninni…..vonandi.

  Svekkelsi helgarinnar eru Tottenham fyrir að standa ekki í lappirnar gegn Chelsea.

  Hetja helgarinnar er Klopp, þetta kast sem hann tók á aðdáendur Liverpool þegar óánæjustunurnar ómuðu eftir misheppnað skot frá Henderson gerbreyttu stemmningunni á Anfield til hins betra, enda kom fyrsta markið okkar nokkrum mínútum síðar.

  Þvílíkur meistari sem Klopp er 🙂
  Til lukku öll.

 5. Skil ekki alveg talið með að menn hafi verið hugmyndasnauðir, Við vorum 78% með boltan og 27 skot, tókum 3 stig og héldum hreinu það gerist varla betra.

  Við vorum að spila á móti 11 manna vörn eins og Klopp sagðist aldrei hafa mætt eins varnarsinnuðu liði áður og það að brjóta þessa skel var nákvæmlega sem þeir gerðu en auðvitað þurfti þolinmæði.
  Góðar stundir félagar.

 6. Mesta gæfa Liverpool síðustu árin er koma Jürgen Klopp. Punktur.

 7. Þetta eru skelfilegar fréttir með Coutinho. Maðurinn er búinn að vera einn allra besti maðurinn í deildinni það sem af er, og núna gætum við misst hann gott sem restina af tímabilinu. VIð vinnum ekki nokkuð án hans, það er ljóst.

 8. Mikið var sætt að sjá united tapa enn fleiri stigum á heimavelli.
  Er það þá ekki 4 jafntefli í röð á old trafford ?
  10 stiga forskot á united eftir 13 umferðir, það er betra en ég þorði nokkurn tímann að vona.

 9. Klopp er nýbúinn að gera nýjan 6 ára samning, er ekki örugglega 150 milljón punda klásúla ? Ef ekki, FSG redda þessu strax !!

 10. Þetta er líklega skemmtilegast Liverpoollið sem ég hef séð í ein 40 ár, yfirburðir í öllum leikjum en það er einn veikleiki, það er markvörðurinn. Allir leikir liðsins eru skemmtilegir og þetta er án efa skemmtilegasta liðið í deildinni og það er bara einum manni að þakka, hann heitir J Klopp.

 11. 100% sammála kommenti númer 6 – mesta gæfa Liverpool undanfarin ár er koma Klopp til liðsins. Stemningin innan liðsins og í kringum klúbbinn hefur gerbreyst í kjölfarið. Það er nefninlega þannig (þrátt fyrir kenningu Paul Tomkins og fleiri um lögmálið varðandi fylgni launagreiðslna til leikmann og góðs gengis í deildinni) að mismundandi þjálfarar eru að ná gerólíkum árangri með mjög svipaða hópa. Þar spilar auðvitað margt inn í en einn af stærstu þáttunum að mínu mati hlýtur að vera stemningin og sjálfstraustið sem þjálfarinn er að ná að pumpa mönnum í bróst. Þvílur andi sem Klop hefur náð að skapa innan hópsins.

  Svo er ég sammála mörgum hér að það er ekki leiðinlegt að fylgjast með geldu gengi United undir stjórn Mourinho. Bragurinn á Manu liðinu eftir brotthvarf Fergusons er farið að minna þægilega mikið á Liverpool eftir 1990….

 12. Styrmir #3

  Liverpool er með 11 leiki án taps í deildini í röð (Burnley leikurinn var nr2), vil ég meina að Eyþór skýrsluhöfundur sé að tala um. Ég allavega set þann skilning í málið að menn eru ekki endilega að tiltaka hvað menn eru með marga sigurleiki í helidina heldur hvað marga sigra/jafntefli frá síðasta tapi.

  Annars fannst mér þetta sýna karakterinn í liðinu, að vinna þennann leik, eitthvað sem hefur ekki sést lengi því miður. Allt svo karakter í að vinna svona leiki því þessi leikur hefði pottþétt tapast fyrir 2 árum. Þá var nefnilega karakterinn að missa móðinn við mótlæti. Það var sko enginn sem missti móðinn í þessum leik.

  Og þvílíkur sjóri sem við eigum, maður minn! Ég get ekki með nokkru móti séð Rogers (eða fleiri) púlla það sem Klopp gerði á leiknum, þegar hann reif stemninguna í gang. No way Jose!

 13. Þegar talað er um 11 leiki í deildinni án þess að tiltaka neinar afmarkanir að þá gerði ég nú bara ráð fyrir að um alla leiki deildarinnar væri að ræða.
  En hvað veit ég!

 14. #13.
  Sammála með stjórann okkar. Það er enginn annar sem nær þessum áhrifum á stuðningsmenn liðanna. Ekki einu sinni þunglyndi jólasveinninn hann Mórinhjó hjá manhjú þrátt fyrir að bókstaflega sé hann alltaf í stúkunni með stuðningsmönnunum sínum að þá nær hann þessu ekki.

Liverpool – Sunderland 2-0 (leik lokið)

Kop.is – ferð (UPPFÆRT m. verðum)