Kop.is – ferð (UPPFÆRT m. verðum)

Sala er hafin í hópferð Kop.is og Úrval Útsýnar á leik Liverpool og Swansea helgina 19. – 23. janúar!

Þessa helgina fagna kop.is-verjar sigri á Sunderland í stórum og flottum hópi leiddum af Einar og Sigurstein í borginni við Mersey.

newstandOkkur hefur nú tekist að setja upp ferð á leik þar sem okkar menn taka á móti funheitum Gylfa Sigurðssyni og félögum hans í welska liðinu Swansea laugardaginn 21.janúar

Það verða þeir Kristján Atli og Maggi verða fararstjórar í þessari ferð og þeir eru staðráðnir í að standa sig a.m.k. jafn vel og þeir félagar sem stýrðu Sunderland-ferðinni.

gylfisigVerð ferðarinnar verður sett endanlega upp á morgun en það verður í þeim anda sem ferðirnar hafa verið í – en segja má að þessi leikur verði líklega sá síðasti sem fellur inn í þann verðhóp sem verið hefur í vetur. Frábært gengi liðsins hingað til og býsna stór nöfn sem heimsækja okkur á Anfield þýðir að leikirnir í kjölfarið munu kosta töluvert meira en umræddur leikur.

Bókanir í ferðina fara fram hjá Úrval Útsýn. Endilega skellið ykkur með og náið þeirri tvöföldu gleði að sjá okkar menn auk þess að sjá snillinginn okkar hann Gylfa með sínum völlum á nýjum og stórmögnuðum Anfield vellinum!

Verð kr. 134.900.- m.v. tvíbýli og 159.900.- m.v. einbýli

Takmarkað sætaframboð verður í ferðina

Boðið verður upp á Kop.is-dagskrá yfir helgina og í kringum leikinn en ferðalöngum verður frjálst að nýta sér það eftir eigin óskum. Fólk getur kastað mæðinni í glæsilegri miðborg Liverpool, verslað smá og farið sýningartúrinn á Anfield með Kop.is-genginu. Endilega lesið borgarvísi okkar um Liverpool-borg til að sjá hvað hægt er að gera í þessari skemmtilegu borg, annað en að sjá frábæra knattspyrnu og óstöðvandi heimalið á Anfield.

Innifalið í ferðinni er meðal annars:

 • Íslensk fararstjórn.
 • Flug til Birmingham með Icelandair fimmtudaginn 19.janúar að morgni.
 • Rúta til Liverpool (u.þ.b. 2 klst. löng) eftir hádegi á fimmtudegi. Komið verður síðdegis til Liverpool-borgar.
 • Sérstakt Kop.is Pub-quiz í rútunni þar sem veglegir vinningar verða í boði!
 • Innritun á Thistle Atlantic Tower, 4-stjörnu hótel í hjarta Liverpool við komuna á fimmtudegi
 • Kráarkvöld á enskum pöbb í hjarta borgarinnar. Bjór og veitingar í boði Úrval Útsýnar.
 • Skoðunarferð á Anfield – þessu má enginn missa af eftir breytingar á vellinum! (ekki innifalið í verði, bókað sérstaklega)
 • Aðgöngumiði á leikinn gegn Swansea á Anfield, laugardaginn 21. janúar.
 • Rúta til Birmingham og flug heim þaðan á mánudeginum. Lent heima í Keflavík síðdegis á mánudegi.

Máltíðir aðrar en þær sem eru nefndar, drykkir með kvöldmat og annað almennt sem ekki er nefnt hér að ofan er ekki innifalið.

Bókun í ferðina fer fram á bókunarvef Úrvals Útsýnar og nú er að stökkva til og tryggja sér sæti sem allra fyrst!

Ef þið óskið frekari upplýsinga hafið þið samband við Sigurð Gunnarsson hjá Úrval Útsýn í netfanginu siggigunn@uu.is.

Sjáumst í Liverpool!

18 Comments

 1. Hárrétt dunkur að sú var hugmyndin. Því miður féll það ekki endanlega saman að þessu sinni…skreppur frá Brum verður málið.

 2. Vonbrigði með flugið en samt góðar líkur á að maður taki slaginn. Bíð spenntur eftir verði á mogun!

 3. Átti að vera broskall en ekki spurningamerki í kommenti 1
  En allavega klár í slaginn, gaman að geta séð Gylfa í leiðinni

 4. Skoðunarferðin um Anfield, hún verður væntanlega á föstudeginum, en hvað er planið að gera á sunnudeginum ?

 5. Mikið hlakka ég til! Þetta verður svakalega góð helgi, nægur tími til að heilsa upp á borgina á fimmtudegi, allur föstudagurinn og sunnudagurinn til að njóta og laugardagurinn fer í alla þá upplifun sem fylgir að sjá skemmtilegasta lið Evrópu spila á New Anfield!

  Ég veit að það hentar ekki öllum að að taka aukadaginn frá vinnu en ég get ekk logið því að ég er sáttur við þetta. Fjórar nætur í Liverpool er einfaldlega lúxus og á því verði sem við erum að setja saman verður þetta alvöru ferð á alvöru verði.

  Þetta verður epískt. Vonandi sjáum við Maggi sem flest ykkar með, við lofum að þið verðið ekki svikin af þessari helgi með okkur!

 6. Er i liverpool nuna i 8 skipti og verd bara ad segja ad breytingarnar a vellinum eru stòrbrotnar, algjorlega geggjad… buin ad vera frabær helgi og þakka eg kop.is fyrir fràbæra ferd 🙂

 7. Skoðunarferð á Anfield hefur verið á 15 pund.

  Verð ferðarinnar miðast einvörðungu við algert lágmarksálag hjá þeim í ÚÚ. Það get ég fullyrt og vottað. Hingað til höfum við fengið afskaplega góða miða á völlinn og flotta þjónustu í alla staði…og gott hótel líka á frábærum stað.

  Að sjálfsögðu er það hvers og eins að leggja upp með sína ferð út frá forsendum…en ég hef haft ótrúlega gaman af samveru í hópunum sem eru í þessum ferðum og mæli hiklaust með því. Verður gaman að heyra af ferðalöngum þeim sem voru með núna, en hingað til held ég að við höfum náð feitum brosum á öll andlit.

  Það er eitthvað 😉

 8. Ágæti dunkur.

  Ég lofa þér að við erum í okkar eigin eigu.

  Hins vegar er það nú þannig að við ráðum því vissulega hvaða athugasemdir eru við pistlana okkar, það að vísa í aðra ferð við frétt um okkar ferð er nú kannski full langt seilst.

  Vissulega urðu breytingar á tilhögun flugsins í tengslum við ferðina, eitthvað sem við erum lítið að hugsa fyrir þar sem að sá hluti er okkur ekki tengdur. Eins og Kristján segir hefur það bæði kosti og galla (ég er sammála honum um að þessi útgáfa af ferð gefur meiri tíma til að njóta borgarinnar) og útfrá þessum forsendum ákveður fólk hvort það vill í þessa ferð.

  Aðrar ferðir hljóta að auglýsa sig á sínum stöðum.

 9. Ég er búinn að fjarlægja ummælin frá dunk úr þessum þræði. Eins og venjulega er alltaf einn nöldurseggur sem kemur hér inn og lætur eins og við séum að arðræna fólk.

  Í síðasta sinn:

  * Kop.is er ekki í eigu ÚÚ. Við semjum við ÚÚ um að auglýsa fyrir þá hópferðir þar sem við komum að sem fararstjórar. Við fáum ekki greitt fyrir ferðirnar, nema sem fararstjórar.

  * Þetta er ekki vettvangurinn til að auglýsa aðrar ferðir. Við bjóðum hér upp á góðan kost og fólk getur valið um að koma með okkur í fjögurra nátta ferð á frábæru verði eða elta ódýrari kost annars staðar.

  * Þetta er heldur ekki vettvangur fyrir 5-10 ummæli frá einum aðila sem hefur aldrei komið í ferð með okkur og skrifar annars aldrei ummæli hér inn nema til að vaða yfir okkur og saka um ýmislegt þegar við vogum okkur að bjóða upp á þjónustu eins og þessa hópferð. Þannig að vinsamlegast!

 10. Velti fyrir mér eftir þennan lestur hversu löng er 2ja klst. rúta í metrum…

  Svar (KAR): Um það bil eitt pub-quiz eða svo … 😉

 11. Ég og frændi búnir að bóka ferð með ykkur. 🙂
  Hlökkum mikið til. YNWA

  “Liverpool ws Svansea”

 12. Sælir strákar ég ætlaði að bóka fyrir 4 en það kemur bara ferðaframboð finnst ekki er uppselt?

Liverpool – Sunderland 2-0 (skýrsla)

Leeds koma í heimsókn!!!