Southampton 0 – Liverpool 0

Við vorum 66% með boltann – áttum 16 skot gegn 3 og 9 horn gegn 1.

Fengum 2 dauðafæri og tvö önnur góð skotfæri, miklu betri aðilinn og áttum að vinna. Fyrri hálfleikur á lægra tempói en seinni hálfleikur sá “hard-rock” fótbolti sem við þekkjum en nú vantaði að klára færin. Fyrirfram er stig í Southampton ekki vont og það er engin ástæða til að örvænta stórt jafnvel ef að Chelsea kemst framúr okkur í þessari umferð. En…ef við ætlum okkur árangur þá verðum við að klára leiki sem við stjórnum svona.

firmino

Bestu leikmenn Liverpool

Í raun flott frammistaða hjá mörgum leikmönnum, yfirvegun í varnarleiknum alger og sér í lagi seinni hálfleikur þar sem menn voru að gera eins og þeir áttu. Coutinho var ekki alveg á sömu sprengjutöflum og í undanförnum leikjum og Firmino var verulega góður þó að hann hefði vissulega átt að skora sigurmarkið. Mér fannst hins vegar fyrirliðinn okkar bestur okkar manna í dag. Hendo átti allt á miðjunni, varði svæðið framan við hafsentana vel og fleytti boltanum vel milli kanta og svæða. Hann hefur átt magnað tímabil og fær mitt atkvæði sem bestur okkar í dag.

Vondur dagur

Fyrst og fremst vondur dagur í færanotkun. Mané fékk gott skotfæri í fyrri hálfleik og Emre Can í seinni sem hefði átt að nýta betur. Firmino einn í gegn og Clyne frír skalli í markteig en hvorugur hitti markið sem hefði þýtt sigurmark. Erfitt að pikka út einhvern ákveðinn leikmann, Emre Can fór fyrstur af velli og það var sanngjörn skipting því hann átti orðið erfitt í leik sínum númer 100 fyrir félagið. Enginn undir 6 í einkunn samt hérna.

Hvað þýða úrslitin

Sennilega missum við toppsætið en það er ekki vesenið í nóvember held ég. Chelsea líklegir til að sitja efstir að umferðinni lokinni. Það hefði hins vegar verið frábært að taka 3 stig hérna og setja aðeins meira bil á Arsenal og United eftir daginn. Umræðan snýst sennilega yfir í það að rifja upp einhver “near misses” hjá félaginu og umtal um að lið sem vinnur ekki svona leiki klári ekki titla. Sú umræða er líka alveg jafn ómarktæk ennþá.

Umræðan eftir leik

Enn á ný velti ég fyrir mér hversu lítið og seint við skiptum inná. Sturridge kom mjög flottur inná og átti fyrir löngu að vera mættur. Á sama hátt átti Mané mjög erfitt og að Origi fái 4 mínútur finnst mér skrýtið. Ég hefði líka viljað sjá Grujic koma inná fyrir Wijnaldum sem var orðinn þreyttur. Klopp notar augljóslega skiptingar minna en margir aðrir toppstjórar og í leik eins og í dag finnst manni það ekki rétt.

Auðvitað er það líka merki um að engin panic sé í gangi og þessir leikmenn sem kláruðu léku vel. Á svona þungum velli og með þessa menn á bekk vill ég hins vegar sjá menn nýta breiddina.

Næsta verkefni

Það er komið að kop.is-ferð! Liverpool mætir Sunderland á laugardaginn eftir viku á Anfield. Eftir að hafa misst af 3 stigum hér í dag er það alger skyldusigur gegn lærisveinum David Moyes sem náðu öflugum sigri í dag. Við treystum á ykkur ferðalangar að öskra þrjú stig í hús þá!!!

Annars er það að frétta líka að á mánudag kemur í sölu næsta kop.is – ferð, gegn Swansea 21.janúar. Segja má að sá leikur marki ákveðin tímamót, þ.e. í verði. Miðar á leiki í febrúar og mars – hvað þá í vor eru að hækka verulega í verði og því um að gera að stökkva á þessa og sjá “hard-rock” fótbolta með hápressu á Anfield!

32 Comments

  1. Sælir félagar

    Það er ekki miklu að bæta við skýrsluna hjá Magga. Niðurstaða leiksins vonbrigði en þetta skeður alltaf hjá öllum liðum og svo sem ekkert við því að gera. Legg áherslu á að Klopp hefði að mínu mati mátt nota skiptingar miklu fyrr en Klopparinn ræður þessu auðvitað. En niðurstaðan leiðinleg hvað sem öðru líður.

    Það er nú þannig

    YNWA

  2. Það hefur verið sagt að það skipti ekki máli að halda hreinu því að sóknin er það góð að við skorum bara meira. Þessi leikur afsannaði þá kenningu hressilega. Sóknin ekki að gera sig en samt stig í hús.
    Hundfúll að vinna þennan leik ekki en feginn að fá eitthvað út úr honum.
    Það getur talið þegar upp er staðið!!!

  3. Við vinnum ekki alla leiki það er ljóst maður sér virðingu sem liverpool er búið að fá undir Klopp þegar lið pakka leik eftir leik gegn okkur en samt fáum við slatta af færum í hverjum einasta leik. Framistaðan heilt yfir var góð en stiginn hefðu mátt vera 3 .
    Í dag einfaldlega náðum við ekki að skora þrátt fyrir nokkur mjög góð tækifæri.
    Mane átti hörkuskot í fyrirhálfleik sem var vel varið.
    Mane var of lengi að skjóta í fyrri hálfleik.
    Firminho fékk lang besta færi leiksins og átti að skora.
    Clyne fékk dauðafæri en skallaði framhjá.
    Coutinho átti að gera betur þegar hann var sloppinn í gegn.
    E.Can hefði mátt hitta markið.

    En í dag fór boltinn ekki inn og því þurftu heimamenn ekki að blása til sóknar og opna sig varnarlega og því fór sem fór.
    Völlurinn var rennandi blautur og þungur. Það hafði áhrif að boltinn gekk ekki eins hratt á milli manna því oft þurfti aukasnertingu til að leggja hann fyrir sig, hann skaust hratt eða hann drapst alveg niður í bleyttuni. Þetta er ekki afsökun en þetta hafði auðvita meiri áhrif á liðið sem var að sækja mikið í þessum leik.

    Mér fannst allt í lagi að Klopp var ekki að skipta fyrr inná, Afhverju? Einfaldlega af því að hann er búinn að sanna fyrir manni að hann veit hvað hann er að gera og er búinn að öðlast það traust hjá manni að hann viti meira heldur en maðurinn á Íslandi sem öskrar á sjónvarpið 🙂

    Um framistöðu leikmanna fannst mér Matip gjörsamlega stórkostlegur í þessum leik og steig ekki feilspor allan leikinn. Lovren var líka traustur við hliðinn á honum. Miðjan okkar var fín en engin að skara framúr og finnst mér E.Can vera rosalega þungur þarna og stundum alltof lengi að láta boltan ganga.
    Firminho var ótrúlega duglegur að vanda og átti að skora en Mane náði sér ekki alveg á strik. Mér fannst Coutinho eiga solid leik, hann var mikið í boltanum og náðu stundum að búta til færi en undir lok leikins fannst mér boltinn stopa full mikið hjá honum og sýndist mér Klopp vera samála á hliðarlínuni.

    Það er langt í næsta landsleikjahlé og desember törn framundan hjá okkar mönnum og er maður mjög spenntur enda liðið okkar að standa sig eins og hetjur þessa dagana og á ég ekki von á öðru en að við séum að fá fullt af stigum á næstuni og stimpla okkur inn í toppbaráttuna.

    YNWA

  4. Menn hafa verið að kvarta yfir því að Liverpool sé ekki að halda hreinu. Vil samt benda á að liðið hefur fengið að meðaltali 1 stig í leik þegar andstæðingnum hefur ekki tekist að skora en 2,5 stig að meðaltali þegar Liverpool hefur fengið á sig að minnsta kosti eitt mark.

  5. ég væri til i að landsleikjahlé væu bönnuð, að deildirnar spiluðu svona frá ágúst til Mars apríl og maí væru fyrir landsleiki og úrslitakeppninnar i jun-jul einsog núna.

    þetta þýddi betra rensli á bæði landsleikjum og deildunum sem myndi þýða betri fótbolta.

    til vara myndi ég vilja að allir leikmenn Liverpoolklúbburinn væru með smávægileg meiðsli þegar landsleikir sem skipta litlu eða engu mali eru spilaðir.

    þetta var nákvæmlega leikur sem Lalana myndi nýtast sem best, setja hraða á miðjuna og við söknuðum Hanns mikið.

  6. Jákvætt að halda hreinu, neikvætt að skora ekki. Þvílík færi sem við fengum. Vonandi bætum við upp fyrir þetta í næsta leik. Alltof fáar og seinar skiptingar.

  7. Ja òheppnir ì dag ad drullast ekki til ad nýta eitthvad af þessum færum og koma 3 stigum ì hùs en svona er þetta bara stundum og ì raun engin heimsendir ad na bara jafntefli a eins erfidum utivelli og St’marys er.

    En hvernig er þad er eg einn ad fara i þessa kop.is ferd eda ? Èg a heima a völlunum ì Hafnarfirdi og vantar far med einhverjum snillingum uppa Keflavik a fostudagsmorguninn næsta, er engin sem getur kippt mer med i leidinni ? Eg myndi ad sjalfsogdu borga vidkomandi 5 þus kall fyrir farid. Er alveg i leidinni fyrir einhvern sem er ad fara a bil þvi eg a heima a vollunum i Hafnarfirdi og þvi allir sem eru ad fara ad fara keyra framhja hverfinu minu. Eg er bara einn og vantar virkilega far tennan morgun. Sìmi hja mèr er 775 4475 ef einhver getur reddad mer ?

  8. Er sammála því öllu sem hér hefur verið skrifað og vildi sjá Sturridge inn á 60 mín og Origi á 75 mín síðan hefði þriðja skiptingin komið um 90 mím. Liverpool spilaði ágætlega í dag og kanski vel miðað við rigningu enn það vantaði eitthvað smá upp á samspil í leiknum menn viltir í sendingum og svolítið að hnoðast eitthvað úti á köntum, Enn nóg um það þetta verður veisla þegar við mætum Sunderland þeir að reyndar að komast í smá gír enn verða jarðir á okkar ástkæra heimavelli Anfield

  9. Held ekki vatni yfir Matip. Gerir aðra í kringum sig betri og vá hvað hann er mikil ógn frammi. Kaup ársins. Gott stig í dag.

  10. úff mér fannst liðið ekki koma alveg jafn brjálað til leiks og oftast áður á þessu tímabili en það kom þó þegar líða fór á leikinn.

    Meina stig á útivelli er svosem ekki dauði og ætla ég að skrifa þetta á þennan helvítis vináttuleik sem var þarna á undan algjör tímasóun og rugl.
    auðvitað eiga öll lið landsliðsmenn svosem… En mér fannst eins og menn hafi aðeins misst takt við þetta helvíti…

    En Liverpool er ení baráttu um titilin og maður er að hugsa um að það sé möguleiki að enda í 1 sæti og verður væntanlega sár ef það gerist ekki.
    sem er þá breyting frá því að vera pirra sig á að ná ekki topp 4 sætunum.
    Svo þetta er allt bara mjög ljúft þessa leiktíðina….

  11. Eina liðið sem hefur sótt þrjú stig á St. Mary’s á árinu 2016 er Chelsea – tvisvar raunar. Mjög erfiðir heim að sækja.

    Liverpool átti samt að vinna í dag, á “normal” degi hefðu 1 eða 2 af þessum dauðafærum endað með marki.

    Matip er rosalegur, í svo til hvert einasta skipti sem Southampton komust yfir miðju afgreiddi hann hættuna snyrtilega. Ótrúlegt signing á free transfer.

  12. Sammàla med Matip, fràbær leikmadur og kannski besti hafsent sem vid höfum att à þessari öld, hann er klarlega jafn gòdur og Hyypia var og kannski betri.

  13. Menn hafa verið að kvarta yfir því að Liverpool sé ekki að halda hreinu. Vil samt benda á að liðið hefur fengið að meðaltali 1 stig í leik þegar andstæðingnum hefur ekki tekist að skora en 2,5 stig að meðaltali þegar Liverpool hefur fengið á sig að minnsta kosti eitt mark.
    Er ekkert að kvarta en þegar liðinu tekst ekki að skora að þá er betra að ná stiginu en að tapa leiknum. Einnig má líka halda hreinu þó að við skorum 6 mörk. það ætti að gefa vörninni meira sjálfstraust að geta rústað leikjum en að fara inn í búningsklefann eftir leik og hugsa „við hefðum átt að koma í veg fyrir þetta aulamark.“ Þegar allt er talið saman í maí að þá getur þetta skipt miklu máli og það fengum við hressilega að kynnast 2013/2014 tímabilið þar sem þessir leikir þar sem ekki tókst að landa stigi kostuðu okkur titilinn.
    Það var ekki Chelsea leikurinn sem kostaði okkur titilinn það tímabilið þó að hann hafi ekki hjálpað til.
    Ég vil að við lyftum dollunni í maí og þá skiptir hvert einasta hreint lak máli.

  14. Það átti að vera qoute tilvitnun í #4 hjá mér en það virðist ekki hafa skilað sér. Biðst velvirðingar á því.

  15. Sá lítið af leiknum, en það sem ég sá var úr seinni hálfleik og við áttum þessar 25 mínútur sem ég sá. Can missti aðeins fókus í 2 sekúndur og gaf Soton tækifæri á skyndisókn en Matip auðvitað át þá, djöfull lýst mér vel á þann strák.

    Ekki hægt að svekkja sig á þessu, erum orðnir góðu vanir en stig og hreint lak á erfiðum útivelli er frábært.

  16. Við neyðumst til að kaupa einn Southampton mann í viðbót!

    Virgil van Dijk

  17. Styrmir. Að benda á að liðið fái færri stig ef það heldur hreinu er svona og svona. Eins það sé betra að fá á sig mark því þá vinni liðið frekar. Að sjálfsögðu er það tilviljun, óheppni eða sterkir andstæðingar sem hefur ráðið því að liðið hefur ekki unnið þessa markalausu leiki en ekki vegna þess að liðið fékk ekki á sig mark. Að fá ekki á sig mark hefur einn ótvíræðan kost, það gefur að lágmarki 1 stig.

  18. Ágætur leikur. Góð stjórn á miðsvæði, Hendo frábær. Vörnin stóð vaktina með miklum sóma og er það vel. 1 stig á heimavelli soto eru ágætis úrslit, ekki hafa mörg lið riðið feitum hesti (né öðru af mér vitandi..) þarna og ásættanlegt þó mjög svo svekkjandi. Tökum næstu leiki með stæl! En samt, ef ég væri með 8 tennisbolta í höndunum og myndi reyna að hitta ofan í ruslafötuna (nokkuð stór) sem er í lítilli fjarlægð frá mér, þá þyrfti ég að eiga slakan dag ef ég gæti ekki hitt ofan í bölvaða ruslafötuna. Þannig leið mér eftir þennann leik.
    Minn grunur liggur í, að hafa ekki studge í byrjunarliðinu, hafi verið mistök. En, in klopp we trust, right??? Come on liverpool!!!!! YNWA

  19. Sæl og blessuð.

    Ástæðan held ég að sé einföld fyrir því að hreinu laki fylgi jafntefli. Soton var í dauðavörn allan tímann og Osturinn, eins og sonur minn kallaði hann, var einn og yfirgefinn í framlínunni. Þetta angistarplan virkar svo fremi að okkar menn skori ekki. Þá dugir ekki lengur að hanga í vörn og andstæðingurinn þarf að sækja. Ef við hefðum sett’ann þá hefðu Soton þurft að fækka í öftustu línu hefði mögulega leitt af sér fleiri mörk af okkar hálfu en þá hefðu þeir líka fengið fleiri færi sem hefðu getað endað með merki.

    (dæs)

    En ég er pissfúll yfir þessum úrslitum. Gef Klopp ekki háa einkunn fyrir uppstillinguna. Dauðadæmt að hafa Kútinn og Mané inn á, á kolröngu tímabelti. Er með marbletti á síðunni eftir að hafa horft á Böggana í vörn Soton pönkast í töframanninum okkar litla. Blásið hefur verið til Olweusaráætlunar af minna tilefni.

    Þetta var gullið tækifæri fyrir Origi og Sturridge að sýna snilli sína. Hvenær skyldu þeir fá næsta tækifæri til þess arna?

  20. Þetta var erfitt að horfa á! Maður var organdi á Sturridge frá 60. mínútu og Lallana hefði verið kærkomin viðbót við þetta lið – hann á það til að taka einn snúning og landslagið gjörbreytist fyrir alla sóknina. Landsleikjahlé – uugh!

    Bíð annars spenntur eftir frekari upplýsingar um þessa Janúar-ferð. Hún hljómar afar vel.

  21. Með jafnteflið. Ég er hálffeginn að leikurinn endaði með jjafntefli. Fann á sjálfum mér að ég var að verða fullmontinn yfir gengi minna manna. Gott því að fá leik sem skellir manni aftur niður á jörðina. Held líka að þetta hjálpi liðinu í framhaldinu.

  22. Það er ekki að ástæðulausu afhverju stuðningsmenn Liverpool hata landsleikjahlé. Liverpool gengur illa eftir landsleiki, mun verra en hinum stóru liðinunum og þetta er ekki að lagast í vetur.

    Það er því varla furða að við hötum þessi helvítis landsleikjahlé. Hvað er það svo að hafa 11 af síðustu 15 leikjum eftir landsleikjahlé á útivelli?

    Landsleikir koma auðvitað niður á andstæðingum Liverpool líka en í flestum tilvikum ekki jafn illa. Liverpool á auðvitað sökina þar enda bestu menn liðsins bæði landsliðsmenn og ekkert endilega frá Evrópulöndum. Liverpool hefur engu að síður verið aðeins óheppið með andstæðinga í kjölfar landsleikja á þessu tímabili (sem oftar).

    Ef ég man rétt var sepember pásan óvenju góð fyrir Liverpool þar sem nánast allt liðið var á Anfield og gat undirbúið Leicester leikinn af fullum krafti. Sá leikur var líka á heimavelli og liðið var ferskara en Subway í þeim leik og vann örugglega.

    Október pásan var töluvert verri því það er alls ekki gott að mæta United þegar menn eins og Coutinho og Firmino eru ekki í 100% standi, þeir voru búnir að ferðast hálfan hnöttinn fyrir leikinn. Winjaldum og Lallana voru meiddir. Lallana kom inná eftir klukkutíma leik og gjörbreytti leiknum. Það er ROSALEGA vont að vera ekki með bestu sóknarmenn liðsins í toppstandi gegn liðum sem pakka svona í vörn, liðum sem koma til að sækja stigið fyrst og fremst. Þessi leikur hefði sannarlega mátt koma frekar í kjölfar Evrópudeildarleiks hjá United.

    Nóvember pásan hefur verið nánast copy/paste. Það er mjög vont að mæta Southamton úti án Lallana sem meiddist aftur og eins er agalegt að hafa ekki Coutinho og Firmino ferska gegn liði sem verst á svona mörgum mönnum. Hefðum sannarlega mátt fá Southamton eftir Evrópudeildarleik hjá þeim frekar.

    Það er líklega ekki tilviljun að þetta eru tveir af mjög fáum leikjum Liverpool undanfarið sem liðið skorar ekki mark. Lallana er sérstaklega sárt saknað í báðum leikjum enda bestur miðjumanna Liverpool á litlu svæði.

    Landsleikjapásur er ekki góður undirbúningur fyrir deildarleiki og í þessum tilvikum tóku þessar tvær vikur töluvert úr liði Liverpool. Stundum tekur það meira úr liði andstæðingana.

    Hinsvegar var Liverpool að spila vel í báðum leikjum og mjög óheppið að vinna þá ekki. Færin í leiknum gegn Southamton ættu að duga til að vinna 2-3 leiki og sama má segja um United leikinn upp að vissu marki.

    Það er samt frekar öfungssnúið að tala um mikla breidd í vetur og gæði leikmanna sem ekki komast í byrjunarliðið þegar Klopp treystir þeim ekki og spilar frekar “byrjunarliðinu” þar til þeir geta varla hlaupið.

    Ef að Daniel Sturridge kemst ekki í byrjunarliðið þegar enginn af Coutinho, Firmino eða Lallana eru í 100% standi veit ég ekki hvenær hann á að komast í liðið. Hann bankar mjög líklega uppá hjá Klopp í þessari viku og er eflaust nú þegar farinn að hugsa sinn gang.

    Sama á við um Origi, hann skoraði þrennu gegn Southamton á síðasta tímabili en fær ekki meira en uppbótartíma núna í leik sem Liverpool vantar mark og ferska fætur.

    Ég skil vel að Klopp treysti á þá leikmenn sem hafa verið að spila vel undanfarið og róti ekki of mikið í liðinu milli leikja. Ég skil hinsvegar ekki þessar gríðarlegu varfærni þegar kemur að skiptingum. Coutinho spilaði tvo leiki með Braselíu og var rúmlega sólarhring í flugvél, hann var enganvegin klár í 90 mínútur á blautum velli gegn Southamton enda sást það eftir klukkutíma að verulega fór að draga af honum. Botna ekkert í því afhverju ekki var betra að setja óþreyttan Sturridge eða Origi inná þá. Það er nákvæmlega í þessari stöðu þar sem gott er að eiga alvöru breidd á bekknum sem getur unnið leiki.

    Emre Can sem var búinn að vera á Melwood allt landsleikjahléið var fyrsta skipting Liverpool og sú eina í venjulegum leiktíma. Skil það ekki alveg.

    Seinni hálfleikur var frábær hjá Liverpool og líklega ástæða þess að Klopp vildi ekki breyta en undir lokin sáu flestir að liðinu vantaði smá neista til að klára þetta og gegn þreyttum varnarmönnnum Southamton áttum við nóg af þessum neista á bekknum.

    Sturridge kom allt of seint inná. Origi hefði klárlega mátta koma inná líka til að leysa Mané eða Firmino af. Eins fannst mér alveg skoðandi að setja Moreno með hans hraða inná í restina fyrir Milner sem var búinn að hlaupa gríðarlega mikið upp kantinn á blautum vellinum.

    Annars eru þessu úrslit hvorki óvænt eða slæm. Þetta Southamton lið er gríðarlega þétt og erfitt að brjóta niður, aðeins tveir af síðustu sex meisturum hafa unnið úti gegn Southamton. Miðverðirnir eru gríðarlega góðir og taldir með þeim betri í deildinni, þeir njóta góðs af því að Southamton spilar með þrjá djúpa miðjumenn til að verja þá. Liverpool náði að opna þetta lið nógu oft til að vinna þá og eins og Klopp sagði, þetta er pirrandi jafntefli en spilamennskan var góð.

    Þetta er enn einn erfiði útivöllurinn sem Liverpool klárar í vetur og liðið er að stefna á 86 stig m.v. stigasöfnun það sem af er móti.

    We go again, Sunderland næst.

    p.s. Viðar.
    Ég fer sannarlega í ferðina góðu en ekki í gegnum Reykjavík, er ekki Flybus einfaldur og góður kostur? https://www.re.is/flybus/

  23. Sæl og blessuð.

    ,,Spurning að reka Klopp og ráða Lúðvík Sverriz?”

    Dæmigerð viðbrögð þegar fundið er að ákvarðanatöku í aðdranganda leiks! 🙂 Stend við gagnrýni mína og tek undir spurningu Einars Matthíasar: Ef þessar aðstæður duga ekki til að leyfa Stur. og Origi að byrja – hvenær þá?

    Held þetta hafi verið mikil mistök enda var Coutinho í engu ástandi til að spila.

  24. Einar takk fyrir þetta, flybusinn er einn kostur jù en eg held eg se buin ad nà ad mùta màgi minum ì þetta verkefni. Þetta er alltaf ad fara ad reddast en èg er svo sannarlega ennþà til i far med einhverjum ef einhver nennir ad taka mig med, er adallega ad pæla med tad ad geta þa tèkkad mig inni flugid med einhverjum pùllurum uppà ad fà skemmtilegra flug tar sem eg get setid vid hlid hressra pùllara og spjallad um fòtbolta alla leidina i stad þess ad sitja vid hlidina a einhverju folki sem er ekkert ad fara med okkur til Liverpool. Annars hlakka eg bara til ad sjà þig loksins Einar og lofa þer þvì ad þu ert allavega pottþètt med einn snar rugladan partý pinna med þer i ferdinni þegar eg er innanbords hahahah 🙂

  25. #19. Þetta er akkurat það sem ég var að benda á. Hreint lak er alltaf trygging fyrir stigi. Værum enn á toppnum ef við hefðum haldið hreinu á móti Burnley td.

  26. Sælir félagar

    Ég þakka Einari M. og Lúlla Sverriz í athugasemdum hér. Ég er þeim í flestu sammála og mér þykir fyrir að ef menn mega ekki gera einhverjar athugasemdum um Klopp og liðið án þess að þurfa að þola köpuryrði fyrir.

    Þó ég treysti Klopp betur en bæði sjálfum mér og Lúlla Sverriz þá vil ég fá að segja það sem mér finnst án þess að verða fyrir því að að mér sé gert grín fyrir vikið. Þarna er ég að vísa til athugasemdar Núllsins undir Tvente merkinu sem er ekki einu sinni svo merkilegur að skrifa undir nafni.

    Það er nú þannig

    YNWA

  27. Auðvitað er allt í lagi að gagnrýna og gera kröfur. Ég er samt langt frá því að vera eitthvað súr eftir þennan leik þó svo að úrslit hafi ekki verið í samræmi við frammistöðu.

    Liðið spilaði glimrandi fínan bolta sem sýnir sig ágætlega í tölfræðinni úr leiknum:
    65% með boltann.
    15 marktilraunir gegn 3
    2 skot á ramman gegn 0
    8 hornspyrnur gegn 1

    Ég geri ekki þá kröfu að liðið vinni alla leiki.

    Eitt stig er alltaf ásættanlegt á útivelli.

    Mikið hlakka ég til næsta leiks 🙂

  28. Sammála um að sjálfsagt er að gagnrýna Klopp þegar að svo ber undir. Hitt er annað mál að auðvelt er að vera vitur eftir á og meiriháttar pirringur vegna leiksins í gær er óþarfi að mínum dómi. Mér fannst t.d. Couthino bæta í eftir því sem leið á leikinn og er ekki sammála því að sést hafi á leik Firmino að hann væri þreyttur. Báðir áttu fínan leik að mínum dómi sérstaklega Firmino.

    Í sannleika sagt fannst mér Liverpool spila þennan leik frábærlega gegn mjög vel skipulögðu liði Southampton. Southampton er gott lið varnarlega og erfitt heim að sækja. Þessar tæklingar hjá Virgil van Dijk voru í heimsklassa til dæmis og Forster er virkilega góður í markinu.

    En ég er samt sammála mörgum hér að Klopp mætti alveg rótera meira með þennan fína bekk uppi í erminni. Það er eitthvað í efnafræðinni milli Sturridge og Klopp sem er ekki að ganga upp. Sturridge verður örugglega seldur fljótlega; ef ekki í janúar þá í sumar. Ekki að ég sé endilega sammála því en þetta blasir einhvern veginn við . Sturridge er ekki Klopp týpan af leikmanni held ég að sjáist langar leiðir.

    Klopp er ekki fullkominn frekar en nokkur annar. Hann gerir mistök og þarf að svara fyrir þau á sama hátt og hann getur baðað sig í velgenginni ef svo ber undir. Þessi bransi snýst ekki um að gera aldrei mistök heldur að gera hlutfallslega færri mistök en andstæðingurinn yfir langt tímabil. Klopp hefur sýnt aftur og aftur að hann veit hvað hann er að gera og mér finnst enginn skömm að tapa stigi til Southampton eins og þeir spiluðu.

  29. Mínir menn voru að spila um helgina. Liverpool, Inter, Bayer og Valencia. Öll liði 65-66% með boltann. Og árangurinn? 3 jafntefli og eitt tap.
    Helgin var eitt stórt Stöngin-út.

Soton 0 – Liverpool 0 (Leik lokið)

Upplestur / Hópferð