Soton 0 – Liverpool 0 (Leik lokið)

Leik lokið

Ömurlegt að vinna ekki leik þegar frammistaðan er svona góð. Fengum öll færin og tvö alger dauðafæri sem áttu að skila marki. Tvö töpuð stig hér í dag.

75 mín

Við erum að sækja stöðugt í leiknum en ennþá ekkert mark komið. Firmino fékk dauðafæri en klikkaði, skaut framhjá.

60 mín

Miklu betra hér fyrsta kortéið. Áttum líklega að fá víti eftir brot á Firmino, miklu hærra tempó á liðinu og pressan á allt öðrum stað. Soton búnir að fá eina hættulega skyndisókn.

Hálfleikur

Mjög lágt tempó eftir því sem á leikinn leið. Heimamenn liggja aftarlega með 9 í vörn og þungur völlurinn að hjálpa þeim. Við erum líklegri en í raun bara eitt færi búið að vera í leiknum.

30 mín

Áfram það sama, fyrsta færið í leiknum leit dagsins ljós á 28.mínútu þar sem Wijnaldum lagði á Mané í teignum en Forster varði skot hans mjög vel.

15 mín.

Leikurinn byrjar eins og skák eiginlega. Southampton hafa lagst mjög aftarlega með liðið sitt, við fáum að vera með boltann og Southampton reyna að sækja hratt. Engin færi komin ennþá.

Leikur hafinn

KOMA SVOOOOOOOOO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Byrjunarliðið komið

Karius

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Wijnaldum – Henderson – Can

Mané – Firmino – Coutinho

Bekkur: Mignolet, Klavan, Moreno, Lucas, Grujic, Origi, Sturridge.


Coutinho leikfær, djöfulsins snilld!

Þá er komið að næsta verkefni sem er að fara alla leið á suðurströndina og leika við þrælgott Southampton-lið.

Við verðum með þennan leikþráð í gangi fram yfir leik og nýjasta fréttin alltaf efst.

Adam Lallana ferðaðist ekki með liðinu og Coutinho er tæpur, talið líklegt að hann verði á bekk. Helst er spáð að Wijnaldum taki stöðu Lallana og Origi fyrir Coutinho. Sjáum til.

Jólagjöf Kop.is-fólks

Nú þarf ekki að leita lengur að jólagjöfinni fyrir dygga LFC-aðdáendur. Við ætlum í næstu Kop.is-ferð til að horfa á okkar menn spila við Gylfa Sigurðsson og félaga í Swansea laugardaginn 21.janúar.

Ferðin er í samvinnu okkar og Úrval-Útsýn og stefnt er að því að fylla leiguvél frá Primera Air sem flygi beint á John Lennon airport í Liverpool og þaðan aftur heim, nokkuð sem við teljum heilmikil þægindi! Hefðbundin dagskrá verður á okkar vegum í borginni og miðaframboð á ólíka staði vallarins í boði.

Við munum setja upp sérstakan þráð fyrir ferðina strax eftir helgi og skorum á fólk að verða fljótt í sambandi við Úrval Útsýn upp úr því!

54 Comments

 1. Ef að Origi kemur inni liðið fyrir Coutinho en ekki Sturridge þà eru dagar Sturridge hjá félaginu taldir að mínu mati og ég um leið verulega pirradur

 2. Liverpool team: Karius, Clyne, Lovren, Matip, Milner, Henderson, Can, Wijnaldum, Coutinho, Mane, Firmino.

  Substitutes: Mignolet, Klavan, Moreno, Lucas, Grujic, Origi, Sturridge.

 3. Kærustu, Clyne, mætir, Lovren,miller
  Henderson, Can, Wijnaldum
  Mane, Coutinho, Firming

  Þetta er staðfest lið.. snilld að Coutinho byrji 🙂

 4. Gòdur sindri..

  En ja snilld ad sja Arsenal jafna, drauma ùrslit fyrir okkur ad fa jafntefli i þeim leik og nù er bara ad vinna Southampton og nà 10 stiga forskoti à Man Utd

 5. Nú er að duga eða drepast. Þetta verður erfitt. Áfram Liverpool!!!!!!!!

 6. Langar að sjá Sturridge koma inn í þennan leik þegar á líður…. Og vera frábær

 7. #17 Ég hef alla vega notað þetta pls en ég þurfti ekki að nota það núna

 8. Okkar menn hafa verid svona ì hægari kantinum en samt med alla stjòrn a leiknum. Mane buin ad fà eitt daudafæri sem Forster vardi mjog vel. Finnst okkar menn svona vera ad færast nær þessu en þurfum ad vera öflugri ì seinni hàlfleiknum til þess ad taka öll stigin.

 9. Southamton er að leika nákvæmlega eins og við getum búist við að lið muni spila á móti okkur í allan vetur. Þéttan og sterkan varnarleik og beita síðan skyndisóknum. Þetta verður erfiður leikur og fjarri því gefið að fá sigur úr honum, hvað þá jafntefli.

  En við fengum okkar færi, en ekki eins mörg og venjulega.

 10. Klop gargar menn í gang í leikhléinu og menn mæta dýrvitlausir í seinni. 0-2

 11. Djöfulsins skita hjá Clattenburg að dæma ekki á peysutogið á Firmino.

  Einnig agalegt að sjá Coutinho í ruglinu. Hann kemur vonandi með bombu bráðum.

 12. Illa farið með góð færi. Varnarmenn í S’ton líta á þennan leik sem casting fyrir næsta síson. Einhver þeirra verður í rauðri treyju innan tíðar.

 13. Sóknarmenn okkar hafa ekki verið svona lélegir á tímabilinu. Þvílík ömurð. Það er ekki svona erfitt að nýta færi.

  Inn með bæði Sturridge og Origi strax! Koma svo ekki vera þrjóskur Klopp!

 14. southhampton er og verður drasl. eða hvað eiga þeir mikið dót i bikaraskapnum?

 15. Út með Can og Coutinho og Inn með Sturridge og Origi NÚNA!!! Koma svo Klopp, maður verður að þora til að skora!!!

 16. Fýlupokarnir sem eru búnir að kvarta yfir því að við getum ekki haldið hreinu hljóta að fagna þessum úrslitum ógurlega.

 17. Hvaða andskotans væll er þetta.
  Við vinnum ekki alla leiki.

 18. Þetta gerist þegar Lallana er ekki inn á. Þvílíkur munur á spilamennskunni. Annars áttu þeir að skora 1-3 mörk m.v. dauðafærin.

 19. Það hefur ekkert lið unnið titilinn án þess að tapa einhversstaðar stigum

 20. Svona leikir fara mest í taugarnar á manni. Þar sem boltinn virðist ekki ætla inn.
  Verðum að klára svona leiki. Þetta ætlaði ekki að takast hjá City í dag en þeim tókst að klára.

 21. Sturridge á að byrja svona leiki á kostnað couthinho enda var sparkað duglega í strákinn í perú vs brazil.Fucking pirrandi kjaftæði!

 22. Héldum hreinu i dag… Enginn verður meistari nema halda hreinu stundum!

  Sárt að skora ekki í dag en það var ekki fyrir það að menn væru ekki að reyna!

  YNWA

 23. Leikurinn var ekki vel spilaður hjá Liverpool sé litið á hann í heild. Seinni hálfleikurinn samt mun betri. Held að hefði þurft að gefa Sturridge og Origi 30 mínútur. Allt annað yfirbragð á sóknarleiknum eftir að Sturridge kom inn á.

 24. LFC miklu betri og smá klaufar að skora ekki. Höfum það á hreinu að Soton lokuðu ekki á okkur heldur náðum við ekki að klára.
  Stundum er þetta bara svona, við héldum hreinu og engin klaufamörk.
  Er ekki sáttur en svo langt frá því að vera fúll!

 25. Í öllum pirringnum gleymist að nefna að Liverpool hélt hreinu í dag og vörnin var virkilega góð. Jafn pirrandi og það er að fá bara stig úr þessum leik má leiða líkur af því að frammistaða liðsins gaf til kynna að það er að fara að vinna marga leiki á þessum erfiðu útivöllum. Ég er einnig sannfærður um að Liðið mæti dýrótt í næsta leik og fullt af ákefð til að sanna sig að það er komið til að berjast um Englandsmeistaratitilinn.

Næsta áhlaup

Southampton 0 – Liverpool 0