Næsta áhlaup

Já, loksins, loksins, loksins er þetta fjárans landsleikjahlé að baki. Það fer væntanlega engin haka í gólf að það komi tveir lykilmenn vægast sagt tæpir tilbaka eftir það og í öðru tilvikinu, eftir gjörsamlega tilgangslausan æfingaleik. Já, það eru nánast engar líkur á að Adam Lallana verði klár í að fara aftur á heimaslóðir og svo var hann Coutinho okkar myndaður í dag fyrir utan sjúkrastofnun og talið er að hann hafi verið í einhverri myndatöku (og ég er ekki að meina myndatöku þar sem maður á að brosa framan í myndavél). Nú reynir á, því þetta verður erfiður leikur, það er algjörlega ljóst.

Það hlýtur að vera algjörlega ömurlegt á köflum að vera stuðningsmaður Southampton. Og í rauninni eru þeir eflaust lítt hrifnir af Liverpool Football Club. Það virðist vera nokkuð sama hvaða talent kemur þar fram, hvort þeir ala hann upp frá grunni, eða kaupa hann til sín. Þetta er allt hirt frá þeim um leið og menn geta eitthvað. Menn skyldu þetta betur þegar þeir voru að ströggla fyrir utan Úrvalsdeildina og misstu frá sér stráka eins og Gareth Bale, Theo Walcott og Oxlade Chamberlain. En svo fóru þeir upp og síðan það gerðist þá eru leikmenn þeirra keyptir alveg hægri vinstri yfir í önnur lið. Lallana, Lovren, Shaw, Chambers, Schneiderlin, Wanyama, Pellé, Clyne, Mané hafa verið seldir frá þeim fyrir stórar fjárhæðir síðustu 2-3 tímabilin. Ef maður horfir yfir þessa leikmenn, þá er það hreinlega stórfurðulegt að Southampton séu ekki í verulega vondum málum. En nei, alltaf ná þeir að fylla í skörðin og oft á tíðum stíga þeir leikmenn strax upp og þurfa litla aðlögun.

Lið Southampton situr í tíunda sætinu og hafa nælt sér í 13 stig, helmingi færri en okkar menn. Þeirra vandamál þetta tímabilið hefur legið í markaskorun, en þeir hafa aðeins skorað 12 mörk í þessum 11 leikjum sínum. Þeir hafa verið nokkuð sterkir tilbaka og aðeins fengið á sig 12 mörk, en það eru einungis 4 lið í deildinni sem hafa fengið á sig færri mörk. Þeir hafa tapað síðustu tveim leikjum sínum, vont 2-1 tap gegn slöku Hull liði, og svo 0-2 tap heima gegn mjög svo spræku Chelsea liði. Þar áður náðu þeir jafntefli gegn City úti (en hver hefur svo sem ekki gert það undanfarið).

Charlie Austin hefur verið iðinn við kolann í framlínunni og sá eini sem hefur verið að skora eitthvað reglulega. Shane Long er víst meiddur, en aðrir leikmenn sem geta verið ógn fram á við eru klárlega þeir Tadic og Redmond, þó þeir hafi ekki verið að skora mikið. Romeu hefur verið algjör lykilmaður hjá þeim og bundið þetta allt saman og er góður í að skýla vörninni. Hann hefur í rauninni stigið inn í hlutverk Wanyama. Jose Fonte og van Dijk hafa svo verið geysilega öflugir í vörninni með traustan Forster fyrir aftan sig.

Hvað okkar menn varðar, þá eru það fyrrgreindir Lallana og Coutinho sem eru stærsta áhyggjuefnið. Allavega hefur ekki heyrst neitt meira af hugsanlegum meiðslum eftir landsleikina. Mané og Firmino eru reyndar að koma úr löngum og erfiðum ferðalögum, en ég neita að trúa öðru en að þeir verði báðir á sínum stað þegar flautað verður til leiks. En ef þeir félagar tveir ná ekki að koma sér í stand í tæka tíð, þá megum við alveg eiga von á að inn komi þeir Wijnaldum og Sturridge. Já, tókuð þið eftir því, við erum komin með breidd í þetta lið. Það væri fullkomlega ferlegt að vera án þessara tveggja manna, en það er af sem áður var, við erum með alveg feykilega öfluga menn til að stíga inn í þeirra stað.

Liðið er orðið þannig að maður reiknar bara með mörkum, þetta er farið að snúast meira um hversu mörg þau verða og svo hversu mörgum við lekum inn. Mikið væri ég til í að fara að sjá okkur hætta að fá á okkur klaufamörk, fara kannski að halda hreinu endrum og eins. Værið þið til í það? Þetta er reyndar óskaplega skemmtilegt áhorfs, sérstaklega fyrir knattspyrnuunnendur sem eru ekki granítharðir stuðningsmenn Liverpool. En þetta er samt það sem vantar uppá í augnablikinu til að hægt sé að fara að tala um þetta lið af fullri og fúlustu alvöru í sambandi við titilbaráttu.

En hvernig kemur Klopp til með að stilla þessu upp? Ég held að það þurfi enga prófessorgráðu í fótboltafræðum til að giska á markmann og vörnina hjá honum. Þeir Karius, Clyne, Matip, Lovren og Milner verða allir á sínum stað og það sem meira er, allir nema Clyne alveg úthvíldir. Væri til í að fleiri myndu setja sig í sjálfskipaða útlegð frá landsliðum sínum eins og Matip og Lovren, eða hætta bara alveg eins og Milner. Ég ætla að reikna með því að Lallana nái ekki þessum leik og því komi Wijnaldum inn á miðjuna í hans stað. Henderson verður sem sagt aftastur með þá Can og Wijnaldum fyrir framan sig. Ég ætla líka að reikna með að Coutinho nái ekki leiknum og því verði þeir Firmino og Mané á vængjunum með Sturridge uppi á topp. Hörkulið alveg hreint.

Karius

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Wijnaldum – Henderson – Can

Mané – Sturridge – Firmino

Ég þori varla að segja það, en ég held að þetta Southampton lið henti okkur alveg ágætlega. Þeir eru með stóra miðverði og Romeu er sterkur, en kannski ekki sá fljótasti. Charlie Austin er einnig stór og sterkur og eitthvað sem Matip og Lovren ættu að geta haldið niðri, því hann er ekki að fara að sprengja þá með hraða sínum. Ég held nefninlega heilt yfir að þá henti þetta lið okkur bara nokkuð vel. Það er ekki þar með sagt að þetta sé einhver göngutúr í garðinum, langt því frá, þetta lið er bara of sterkt til að það sé raunin. Ég er þó fullur bjartsýni fyrir leikinn og vona ég svo sannarlega að þessir 6 Íslendingar sem verða Liverpool megin á St. Mary’s fái flottan og góðan Liverpool sigur í alveg hörkustemmningu.

Maður vonast til að menn taki upp þráðinn þar sem frá var horfið og haldi þessari hápressu sem Klopp er frægur fyrir að láta liðin sín nota. Það er svo erfitt að spila gegn henni að lið bara gefast upp ef henni er haldið svona stöðugt áfram. Hún skilar líka oft mörkum snemma og við vitum öll hvað gerist ef þetta Liverpool lið skorar mark snemma. Ég ætla að spá því engu að síður að það verði svolítil landsliðs þynnka í gangi. Ég ætla að spá því að við vinnum erfiðan 1-2 útisigur, sem heldur okkur í toppsætinu aðeins lengur. Firmino setur eitt kvikindi og það verður Mané sem setur hitt.

19 Comments

 1. Er sammála maður er með smá ahyggjur núna eru 2 lykilmenn líklega ekki með og það gæti reynst okkur dýrkeypt en það þýðir ekki að mála neinn skratta á vegg strax við erum með frábært lið.
  Er viss um að Sturridge og Winjaldum nýti sér þetta og komi inn af krafti ég neita að trúa öðru
  þetta verður samt erfiður leikur en ég trúi því að við tökum þetta.

 2. Sæl og blessuð.

  Held nú að starfsmannastjórinn fari að setja pressu á að Origi karlinn fái að spreyta sig ef ekki á að vaxa á honum mosi. Maður er svo sem ekki að kalla eftir einhverjum breytingum, óvíst hvort Belginn knái heldur í allegróið, en eitthvað segir manni samt að hann sé farinn að knýja dyra.

  Ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn. Sé fyrir mér lúmskan sigur á lokaörvæntingarandartökunum: 0-1 og hvort það verður ekki bara Sturridge sem sendir boltann, að þessu sinni, réttu megin slárinnar.

  Karíus á leik lífs síns og bjargar þessum stigum sem ella hefðu kostað toppsætið.

 3. Spái því að ef Sturrige verður í byrjunarliðinu muni hann skora amk tvö mörk.
  Teytið heldur áfram!

 4. Bjútíið við þetta lið okkar í dag, að það á að getað dekkað það að Lallana og Coutinho missi af leiknum. Allavega eru okkar menn rosalega sterkir á blaðinu þó það vanti þá tvo.

 5. Sælir félagar

  Það er sem betur fer mikil breidd í framlínu liðsins svo það ætti ekki að koma að sök þó Lallana og Coutinho hvíli sig eins og einn leik. Sturridge ætti að nota tækifærið og sýna að hann á fullt erindi í byrjunarlið Liverpool og setja eins og 2 til 3 í mark Southampton. Það er lið sem þó er full ástæða til að bera virðingu fyrir og menn verða því fara af fullum krafti inn í leikinn til að vinna hann. Spái 1 – 3 eftir dálítið bras fyrsta hálftímann en svo setur Sturridge 2 og Firmino 1.

  Það er nú þannig

  YNWA

 6. Ég hlakka mikið til helgarinnar því þetta er hörku helgi í þeim Enska og þetta fock landsleikjahlé er á enda. Breiddin í liði Liverpool er mikil og hver hefði trúað því að hörku menn væru á bekknum það sem af er þessu tímabili og koma út í plús í sumarglugganum.

  Móri segir örugglega við leikmenn sína:
  “Og munið að knattspyrna er leikur sem eflir frumkvæði, einstaklingsframtak og leiðtogahæfileika. Jæj, farið nú inn á völlinn og gerið nákvæmlega eins og ég er búinn að segja ykkur að gera.

  Eigið gleðilega helgi.

 7. Ég er mjög hræddur við þennan leik.
  Þetta er leikur eftir landsleikjahlé og því undirbúiningurinn ekki eins góður.
  Coutinho og Lallana líklega ekki með og þótt að við séum vel mannaðir þá verður ekki ekki betri án þeira á vellinum. Þeir eru stór partur af okkar flæði inn á vellinum því að þeir ógna bæði með sendingum, skotum og að geta tekið menn á og báður mjög duglegir(þá sértsaklega Lallana).
  Southampton er lið sem elskar að stríða stóruliðunum og við teljum okkur vera eitt slíkt. Þeir eru oft mjög þéttir en leggjast ekki alveg í skotgrafinar eins og sum lið og mun reyna á okkar varnamenn og markvörð í þessum leik( það gerist ekki í hverjum leik).

  Ég hef samt trú á þessu verkefni en þetta verður virkilega erfiður leikur það er nokkuð ljóst.

 8. Ég man þá tíðina að enginn “byrjunarliðsmaður” mætti meiðast og þá var allt i fokki, því styrkleiki liverpool var einungis fólgin 7-11 leikmönnum. Núna erum við komnir með ansi góða breidd af leikmönnum sem væru byrjunarliðsmenn i topp klúbbum. Þetta lýsir þvílikum gæða hóp af leikmönnum sem klúbburinn hefur úr að velja. Þannið að ég hef engar ahyggjur þó svo að einhverjir leikmenn eru ekki leikfærir á laugardaginn.

 9. Ætla spá því að Sturridge og Origi byrji saman inn á. Þeir hafa farið illa með Southampton áður og um að gera að “nýta” meiðslinn til að koma þeim af stað saman.

 10. Veit einhver hér sem er staddur í Köpen, hvar er hægt að horfa á leikinn á morgun?

 11. Það má ekki gleyma því að margir leikmenn Southampton fóru í landsleikjahléið, svo það er ekki bara Liverpool leikmenn sem voru að þeytingi um víðan völl að spila landsleiki, og undirbúningur Shouthampton var því truflaður eins og undirbúningur okkar manna. Virgil van Dijk og Jordy Clasie voru með Hollandi, James Ward-Prowse og Nathan Redmond með enska u-21 árs liðinu, Maya Yoshida spilaði fyrir Japan, Steven Davis með norður-Írlandi, Pierre-Emile Højbjerg með Dönum, Ryan Bertrand var í hópi amk hjá Englandi (nenni ekki að tékka hvort hann hafi spilað eitthvað), Dušan Tadi? með Serbíu, Sofiane Boufal með Marokkó og José Fonte með Portúgal. Kannski fleiri sem ég veit ekki um.

 12. Þetta eru akkúrat leikirnir sem eru svo hættulegir, leikir eftir langt landsleikjahlé. Margir leikmenn Liverpool bundnir sínum landsliðum og þá oft á tíðum sem lykilmenn og spila því mikið. Meiðslahætta virðist vera extra mikil í landsleikjum enda anvanalegt að menn komi meiddir eða hálfmeiddir til baka úr þeim. Teldi það svona fyrirfram gott að vinna þennan leik þó það væri bara 1-0 í drullulélegum leik. Það þarf einnig að vinna lélegu leikina ekki bara þegar liðið leikur eins og besta lið í heimi. Vona þó að ég þurfi að éta það ofan í mig að leikurinn verði lélegur. Nú reynir á Klopp og hef ég fulla trú á honum og liðinu.

 13. Nei sko … leikdagur 🙂

  Vonandi er vöðvaminnið gott hjá okkar mönnum og þeir haldi áfram þar sem frá var horfið.
  Þetta gæti orðið snúinn leikur en ég hef trú á því að menn hlakki til hvers leiks sem þeir spila fyrir herr Klopp og fái fljúgandi start.

  Ef einn eða tveir eru frá þá ætti backupið að vera það gott að það dugi til.

  Það yrði “big statement” að taka þrjú stig svo út með kassann mínir menn.

  YNWA

 14. Þetta Southampton lið er töfralið. Ná alltaf að lenda á fótunum, þeir væru einfaldlega frábærir ef þeir hefðu þessa leikmenn í dag en að hafa misst allt þetta talent og samt vera svona góðir er alveg magnað.

  The key departures since 2014
  2014: Players: Calum Chambers (Arsenal) £16m, Adam Lallana (Liverpool) £25m, Rickie Lambert (Liverpool) £4m, Dejan Lovren (Liverpool) £20m, Luke Shaw (Manchester United) £27m Manager: Mauricio Pochettino (Tottenham)
  2015: Players: Nathaniel Clyne (Liverpool), £12.5m, Morgan Schneiderlin (Manchester United) £25m.
  2016: Players: Sadio Mane (Liverpool) £34m, Graziano Pelle (Shandong Luneng) £12m, Victor Wanyama (Tottenham) £11m. Manager: Ronald Koeman (Everton

 15. Mér lýst alls ekki vel á það ef bæði vantar Lallana og Coutinho, sáum það nu bara gegn Man Utd að sóknarleikurinn var allt annar bara við það að vanta Lallana. Hefur eitthvað heyrst um meiðsli Coutinho ? Fæ eg ekki að sja hann live á Anfield eftir viku ?

  En ljósi punkturinn við meiðsli er auðvitað það að aðrir fá tækifæri og ekki veitir af að koma Sturridge í gang, hann hefur verið að skora i deildar bikarnum og fyrir landsliðið og eg hef fulla trú a því að hann skori ef hann byrjar.

  Leikurinn i dag gæti orðið gríðarlega erfiður en okkar menn mega bara alls ekki tapa, helst að taka öll stigin vegna þess a? mèr langar svo að vera í Liverpool borg næstu helgi með okkar menn á toppnum 🙂

 16. Af þessum “key departures” sem nefnd eru í athugasemd 16, stendur ein svolítið út úr: “Rickie Lambert (Liverpool) £4m” 😀

Prófraunir og áhersluatriði

Soton 0 – Liverpool 0 (Leik lokið)