Kop.is Podcast #128

Hér er þáttur númer 128 af Podcasti Kop.is!

Stjórnandi: Kristján Atli.
Gestir: Einar Matthías og SSteinn.

Í þættinum var litið yfir það sem liðið er af tímabili. Hin liðin í deildinni voru rædd, taflan skoðuð og að lokum völdu strákarnir í lið mótsins hingað til.

MP3: Þáttur 128

6 Comments

  1. Þetta landsleikjahlé er alls ekki svo slæmt. Frábærar greinar hjá pistlahöfundum síðunnar og tvö stk. podcöst. Styttist í næstu upphitun og þá verður lifið aftur normal með leik og alles.
    Long may it Coutinho

  2. Varðandi meiðsli Lallana þá stendur liverpool furðulega vel hvað meiðsli varðar í samanburði við önnur lið. Ef ég man þá eru þrir sem eru á meiðslalista sem er sama og segja ekki neitt og svo getur meira en vel verið að meiðsli hans séu smávægileg.

    Vissulega er Lallana einn af bestu mönnum liðsins og því skapa meiðsli hans vissa óvissu en það á að vera hægt að leysa hana á margan hátt án þess að það komi endilega niður á gæðum liðsins. T.d með því að setja Sturridge inn á en honum hefur oft verið skipt inn á fyrir hann í leikjum í vetur. Einnig er Wijnaldum utan liðs sem stendur og einnig Origi.

    Til lengri tíma litið væri slæmt að vera án Lallana því hann er augljóslega einn af burðarásum liðsins.

  3. Nýjasta af Lallana.

    Hann missir af Southampton leiknum en ætti að vera klár í Sunderland. Það eru margar lausnir fyrir Klopp Wijnaldum eða Sturridge en ég hefði samt alltaf vilja halda Lallana inni því að dugnaðurinn og samspil hans við Coutinho, Firminho og Mane er frábært. Hann er að leggja upp mörk, skora mörk og virðist vera að toppa núna í Liverpool búningnum og þeim enska og því slæmt að missa hann.

  4. Takk fyrir mig, frábært hlaðvarp! Þessir æfingaleikir eru algjört bull og það er með ólíkindum að þjálfarar landsliðanna skuli ekki hafa notað þá fyrir ,,B-liðin” sín.
    Lallana var kominn með áverka fyrir og hefði aldrei átt að spila þennan tilgangslausa æfingarleik!

Hversu mikið spilar “byrjunarliðið”?

Prófraunir og áhersluatriði