Kop.is Podcast #127 – Long may it Coutinho

Hér er þáttur númer 127 af Podcasti Kop.is!

Stjórnandi:. Einar Matthías
Gestir: Kristján Atli, Maggi og SSteinn.

Á dagskrá voru sigurleikir gegn Crystal Palace og Watford, Lucas Leiva og staða hans í Liverpool í dag. Ráðning Michael Edwards sem Sporting director o.m.fl.

MP3: Þáttur 127

Töflur sem ræddar voru í þættinum
dortmund-fyrir-eftir-aramot-undir-stjorn-klopp

stigasofnun-liverpool-11-leikir-vs-38-leikir

17 Comments

 1. Frábær afsökun til að lækka í kosningaþvarginu! Öðlingar 🙂

 2. Er ekki búinn að hlusta á ‘castið’ og er því hugsanlega að koma með punkt sem kom fram í tali ykkar félaga en varðandi stigasöfnun eftir áramót er rétt að hafa í huga að liðin í Þýskalandi fá heilan mánuð í jólafrí, 21. des til 20. jan, sem hefur væntanlega komið sér vel fyrir Dortmundar lið Klopp sem spilaði svona agressívan leikstíl, og gert þeim kleift að halda sama dampi eftir jól og jafnvel bæta í. Þessa hvíld fá okkar menn ekki um jólin og reyndar gæti Liverpool liðið leikið allt að 9 leiki frá 19. des til 21. jan. ef FA Cup er talið með og gert ráð fyrir að liðið fari í undanúrslit í League Cup. Þarna reynir fyrst verulega á þrek liðsins og verður mjög fróðlegt að sjá hvort þeir geta haldið út að spila með þessum hætti.

 3. Nr. 3

  Já tókum snúning á þessu í þættinum, hefði annars farið betur yfir þessar tölur í færslunni.

  En hvíld eða ekki hvíld þá gildir það sama yfir öll lið í Englandi rétt eins og Þýskalandi og lið Klopp hafa oftast ekkert verið að hrapa í formi undir lok tímabilsins þrátt fyrir orkufrekan leikstíl. Dortmund var í flestum tilvikum að spila mun fleiri leiki eftir áramót en önnur lið í deildinni enda fóru þeir jafnan langt í bikarkeppnum og Evrópu.

 4. Fróðlegt. Það hefur fylgt Liverpool árum saman að byrja ekki almennilega á fullu fyrr en langt er liðið á tímabilið. Veit ekki hvað veldur. Vonum núna að sama sé upp á teningnum og Liverpool sé ekki komið á fullt heldur eigi það eftir seinna í vetur. Þá eru dásamlegir tímar framundan og ekkert nema Skotagrýlan sem gæti stoppað liðið frá því vinna deildina. Vonum sam heitt og innilega að hún verði kveðin niður í vetur.

 5. Skemmtilegt podcast eins og vanalega.

  En það er svo einkennilegt að þegar þið ræðið um BR þá langar mig bara að slökkva. Fæ hroll við að hugsa um viðtölin hans, þetta glott, nýju hvítu tennurnar og tanið. Og hvað hann var alltaf ánægður með liðið, þrátt fyrir töp. ( gubb )

  Hann stóð sig mjög vel á köflum, en þvílíkur og annar eins munur á honum og Hr Klopp. Annar hefur karakter og sjarma, hinn…..

 6. frabaert podkast eins og alltaf.

  Nu er talad um ad Gabigol se mogulega a ledinni fra Inter Milan. Spurning um ad naela ser i annan Coutinho fra theim?

 7. Sælir félagar

  Takk fyrir frábæran þátt og mikil skemmtilegheit

  Það er nú þannig

  YNWA

 8. Takk fyrir podcastið drengir. Hérna fer ég huldu höfði í Ameríkunni enda Trump og hans fylgjendur líklegir að rugla saman Íslendingi við ISIS-lending.

  Varðandi stórstjörnupælinguna ykkar, þá er ég sammála að Klopp er okkar skærasta stjarna. Helsti munurinn á okkur núna og síðast þegar við vorum að rústa liðum er ekki bara Suarez (guð blessi hann) heldur líka að Klopp er ekki Brendan Rodgers. Það er smávægilegur munur að sjá mennina höndla pressuna.

  Hann er búinn að setja saman lið af frábærum leikmönnum…
  Coutinho – Barcelona, Real Madrid slúðrið er byrjað.
  Mane – þvílík kaup og ég fullyrði að öll liðin á Englandi væru til í að kaupa hann.
  Lallana – flestir spekingarnir segja hann besta leikmann Englands í augnablikinu
  Firmino – frekar erfitt að komast í brasilíska landsliðið án þess að vera þokkalegur

  og síðan af leikmönnum sem eru þindarlausir og gætu þess vegna spilað daglega og tvisvar á sunnudögum
  Clyne, Milner, Henderson, Lallana, Can svo einhverjir séu nefndir.

  Einfaldlega frábært lið í augnablikinu. Góð kaup í sumar, gott skipulag (liðið í besta forminu í deildinni?) og góður fótbolti.

  Það eina sem ég er smeykur við er ef Mane hverfur í mánuð til Afríku og Coutinho eða Lallana meiðast þá eru við þunnir á vængjunum af skapandi leikmönnum. Held að Klopp hafi talað um að jafnvel kaupa einhvern kantmann í janúar.

  1.sæti í nóvember…Næs

 9. Sælir félagar

  Vegna ábendingar frá Bjössa#10. Þessi Írani virkar nú ekkert sérstakur samkvæmt þessari frátt. Þar að auki er reynsla okkar af samskiptum við þá þarna austur frá ekkert sérstök heldur. Niðurstaðan er því sú að þetta sé ekkert sérstakt. En ef Klopp kaupir hann þá er það vegna þess að hann telur sig geta gert hann sérstakan og þá er ég með á köttinn.

  Það er nú þannig

  YNWA

 10. Við skulum nú ekki byrja að reikna okkur í titilinn strax. Ég held að flest toppliðin standi sig betur á seinni hluta tímabilsins. Mótið er ekki búið fyrr en 21. maí.

 11. Sæl og blessuð.

  Ég er í engum vafa um að þetta lið er mun sterkara en silfuraldarliðið 2013-14. Hugsið ykkur vörnina á þeim tíma: Sakho, Skrtel, Agger (sílasinn), Jónsson, Flanagan og líttreyndur Mignolet í markinu, sem gerði nú ærin mistök. Vörnin er hátíð miðað við það sem var þá og svei mér, ef miðjan og sóknin er ekki bara á pari, í það minnsta, sem var með nafna og Sturridge upp á sitt besta. Rogers er svo bara eins og skólastrákur miðað við Klopparann. Veikleikar hans áttu líka eftir að koma í ljós á endasprettinum. Hálfleiksræða dauðans hefði átt að snúa við leikjum á móti Chelsea í hrasleiknum og réttar innáskiptingar hefðu átt að halda forystunni á móti CP.

  Miklu máli skiptir hvernig keppinautar munu standa sig í vetur. Þar er ég smeykastur við Chelsea og auðvitað City sem koma til með að afla vel. Þeir fyrrnefndu hafa ekki fengið á sig mark í fjölda leikja en hafa skorað út í eitt. Enginn ætti svo að vanmeta breimandi gæðin í Citymönnum sem gætu vegið þungt þegar mest á reynir. Ef bláliðar halda dampi er ég ekki bjartsýnn. Enn eru veikleikar í vörninni okkar og sóknin getur misst bitið, eins og gerðist á móti MU hér fyrir fáeinum vikum. Ætla að vera svartsýnn í vetur, enginn sannur Púlari leyfir sér annað.

  Morgundagurinn kemur aldrei.

 12. Nr. 14

  Þessi samanburður á Dortmund fyrir og eftir áramót var ekkert sett fram til að sanna það að Liverpool tæki titilinn. Þetta hinsvegar sýnir að Liverpool mun ekkert endilega springa á lokasprettinum. Dortmund gerði það sjaldnast, þveröfugt reyndar.

Þess vegna dáum við hann!

Hópur Liverpool er vel samkeppnishæfur