Þess vegna dáum við hann!

Þar sem ég sit í sæti 19B í flugvél Icelandair frá Manchester að lokinni magnaðri helgi í borg allra borga er ég að raula söng eins leikmanns sem tók þátt í hinum magnaða sigurleik okkar gegn Watford. Ég hef reyndar gert það u.þ.b. frá því að lokaflautið gall og leikmenn löbbuðu inn í búningsklefann undir hinni mögnuðu nýju
Main Stand stúku.

Það er þó ekki Olé-ið hans Coutinho eða chantið um Lallana eða Mané. Það er ekki búið að semja lög um Matip og Bobby Firmino almennilega…en þau eru á leiðinni, það heyrði ég á fólki og alveg pottþétt að þau verða hittarar eins og þessir mögnuðu leikmenn eru orðnir í stúkunum kringum völlinn.
Lagið sem ég er að syngja hljómar einhvern veginn svona…..

Semsagt, lagið um hann Lucas okkar Leiva. Umræðan fyrir leik var algerlega um það að fólki kom á óvart að Lucas væri í hafsentastöðunni en ekki Ragnar Klavan sem hefur byrjað ágætlega hjá klúbbnum og þótti líklegri til að díla við hálftröllin Deeney og Ighalo. „Er Lucas í alvörunni orðinn þriðji hafsentinn hjá klúbbnum“ sögðu menn og hristu hausinn.

lucasÞað er ekki í fyrsta skipti sem aðdáendur LFC hrista hausinn um leið og nafnið hans er nefnt. Ég ætla að koma strax með það hér að ég hef frá upphafi verið hrifinn af þessum strák sem kom til Liverpool sumarið 2007 sem einn efnilegasti sóknarmiðjumaður Brazza. Kannski var það af því að ég sá hann skora þrennu með varaliðinu fljótlega eftir komuna eða bara minn meðfæddi veikleiki fyrir knattspyrnumönnum þess ágæta S.Ameríkulands.

Umbreytingin hans yfir í hreinan miðjumann og svo varnarmiðjumann hefur valdið mörgum heitum umræðum um það hvort hann eigi sæti í liðinu skilið. Týndir upp alls konar veikleikar…sem vissulega voru til staðar. Hann átti til að brjóta klaufalega af sér, vissulega ekki leggétandi tæklari eins og Mascherano eða uppteiknari sóknaraðgerða eins og Xabi, en ólíkt þeim hinum hefur hann verið liðinu hollur og er í dag leikjahæstur leikmanna LFC og sá sem hefur verið lengst í aðalliðshópnum af þeim öllum. Ótal leikir sem fyrirliði í gegnum tíðina segja líka það að ólíkir stjórar hafa metið hann mikils.

Oft og mörgum sinnum hefur Lucas virst á förum frá félaginu, sérstaklega hin síðustu ár. Stjórar hafa prófað aðra leikmenn í þessa stöðu. Dalglish tók hann úr liðinu fyrir Spearing t.d. – og Rodgers keypti Nuri Sahin áður en Gerrard varð svo varnarmiðjumaðurinn. Já og svei mér þá, Hodgson keypti Poulsen…sem Steini okkar sá þó svo til að fengi fáa sénsa þegar hann skipti honum útaf á eftirminnilegan hátt í beinni.

Síðast í janúar fengum við félagar það frá góðum heimildum að Lucas hefði fengið leyfi til að ræða við kínverskt lið sem hafði boðið tugmilljónir punda í hann. Sú heimild hafði hitt Lucas á föstudegi fyrir Unitedtapið sem við þurftum að horfa á og sannaði það með því að í hópferðinni voru margir með miða merktir Lucas…svo þetta var klárlega alvöru slúður. Að leik loknum stóð Lucas lengi einn á miðjunni og veifaði upp í stúku og við vorum vissir um að hann væri farinn. Alls ekki. Sömu aðilar segja að Klopp hafi talað hinn til að bíða út tímabilið og í haust hafi liðið aftur verið búið að samþykkja sölu, nú til Inter, og síðan skipt um skoðun eftir Sakho farsann allan.

Nú er svo semsagt Lucas farinn að spila oftar og oftar sem hafsent. Miðað við frammistöðu Hendo, Can og Wijnaldum í leiknum þá er það væntanlega orðið hans hlutverk núna að leika í vörninni og það olli titringi á pöbbunum í kringum Anfield á sunnudaginn.

Hversu óþarfur var sá titringur eiginlega! Lucas og Matip voru algerlega magnaðir allan leikinn. Þó Watford hafi fengið á sig sex mörk þá náðu þeir alveg reglulega í leiknum að koma boltanum yfir miðjuna og á þessa risa sína en yfirvegun hafsentaparsins og ótrúlegur leikskilningur yfirvann allan líkamlegan mun. Auk þess fullyrði ég að það hefur ekki verið eins vel spilandi hafsentapar í sögu félagsins síðan að þeir félagar Lawraenson og Hansen svifu um grasið græna. Langar sendingar og stuttar, háar og lágar. Allt þetta lék í fótum þeirra þrátt fyrir tilraunir gestanna að pressa hátt.

Ég hef séð nokkra leikina með Lucas í eigin persónu og hann er einn þeirra manna sem er betri þegar maður sér hann live en í sjónvarpinu. Um helgina sá ég nýja hlið á honum sem maður verður ekki var við nema að vera á vellinum.

lucas-2Þvílíkur stjórnandi og leiðtogi sem maðurinn er orðinn…eða kannski var hann það bara alltaf. Ég sat á afskaplega góðum stað rétt við vítateigslínuna á langhlið, lengra frá Kop stúkunni svo ég gat séð varnarleikinn þegar við áttum erfiðast í leiknum. Það var Lucas sem var að gelta skipanirnar, ekki með eins miklum látum og Carra vissulega (Hendo er svolítið þar) en eftir hverja sókn og í hverju andartaki þar sem pressunni var aflétt var Lucas að kalla, benda og segja mönnum til. Milner var á svipaðri nótu á meðan að Clyne og Matip virka rólegu týpurnar. Kannski grípa þeir til þessara ráða þegar annar bragur er á hafsentunum, hver veit.
Ég hef mjög gaman af því að fylgjast með varnarleik og því gladdi mig mjög að sjá hversu vel honum var stýrt, það var auðvitað sérstaklega áberandi í hornunum og í kringum föst leikatriði en ekkert síður þegar sóknir voru brotnar. Svona varnarmenn vill ég sjá takk!

Til að fullkomna aðdáun mína á honum endanlega þá fór ekki á milli mála að hann hafði það hlutverk að vinna með Karius karlinum. Þar er ungur markmaður sem er augljóslega ekki kominn með fullt sjálfstraust ennþá en virkilega efnilegur og frábær á línunni. Fyrir slíkan mann er það algert gull að hafa menn eins og Lucas.
Tvö áberandi mistök lenti Karius í, fyrst þegar hann ákvað að slá svífandi fyrirgjöf út fyrir teig á Watfordmann í stað þess að grípa og slæsaði hann svakalega á útsparki. Í báðum tilvikum komu vandlætisörg og stunur úr stúkunni en það sem sennilega sást ekki í mynd var að Lucas sneri sér strax að sínum markmanni, klappaði fyrir honum og var sýnilega að peppa hann upp. Þegar Karius varði svo sínar flottu vörslur var Lucas fyrstur til að þakka honum verkin og eftir leik fór hann beint til Kariusar og fagnaði.

Svo sást vel hversu miklir keppnismenn þeir eru félagarnir Lucas og Milner. Á meðan að aðrir leikmenn fóru að taka í hendur mótherja og veifa stúkunni eftir leik stóðu þeir drykklanga stund við hliðarlínuna okkar megin og voru klárlega að fara í gegnum markið sem þeir fengu á sig og hristu hausinn og grettu sig. Þaðan sem ég sá (og hef ekki séð endursýningar) þá sýndist mér Hendo klikka í markinu og það var einstaklega gaman að sjá hann svo labba til þeirra félaga og fara yfir málin.

Þeir tóku sér svo að sjálfsögðu góðan tíma til að þakka stúkunni stuðninginn áður en að Hendo fór víst í viðtal og ergði sig á því að hafa fengið á sig mark.
Þeir ætla sér hlutina…og við getum leyft okkur að dreyma með þessa menn svona þenkjandi þó við séum að sjálfsögðu öll á þeim stað að vera ekkert að velta fyrir okkur neinu öðru en því að njóta þess sem nú er í gangi.

Eftir helgina er ég alveg sannfærður um það að á þessu leiktímabili er alveg klárt mál að við munum kalla eftir kröftum Lucasar Leiva – manns sem er að verða „living legend“ í félaginu, nokkuð sem ég held að meira að segja við sem alltaf höfum bakkað hann upp reiknuðum ekki með.

Svo við notum línuna hans Klopp þá er alveg ljóst að með frammistöðunni gegn Watford þá tókst drengnum enn á ný að snúa efasemdarmönnum í þá sem trúa (turning doubters into believers)

Eins og segir svo frábærlega í laginu hans…þess vegna dýrkum við hann…í vissulega mildara formi “í rauninni þá blótsyrði dýrkum við hann”!

Lucas Leiva factfile:

Fæddur: 9.janúar 1987
Fyrri lið: Gremio
Keyptur til Liverpool: Í maí 2007 á 5 milljónir punda.
Leikir / mörk fyrir Liverpool: 321 / 6
Fyrsti leikur fyrir Liverpool: Gegn Toulouse í CL 28.ágúst 2007 (unnum 4-0)
Landsleikir / mörk fyrir Brasilíu: 23 / 0
Fyrsti landsleikur: 22.ágúst 2007 gegn Alsír

Staðreyndir að sjálfsögðu teknar af www.lfchistory.net !

lucas-3

33 Comments

  1. Tetta er virkilega gott innlegg, Lucas hefur aldrei verid tessi leikmadur sem tarf ad Vera aberandi og kannski er tad astaedan hann hefur verid rakkadur nidur. En hann hefur stadid sig vel og haldid tru vid felagid og tannig leikmenn turfum vid meira af.

    Hann er med stòrt LFC hjarta og tess vegna eigum vid ad hrosa honum og flykkjast a bakvid hann og syna honum takkir fyrir tad sem hann hefur gert fyrir LFC frekar en ad pirrast yfir honum.

    Let’s do this finally

  2. Önnur ástæða fyrir því að Lucas er enn hjá Liverpool, er sú að hann er frábær liðsmaður og hefur hjálpað mörgum spænsku og portúgölsku mælandi leikmönnum að aðlaðast hópnum og borginni.

    Ég verð þó að segja að James Milner er uppáhalds leikmaðurinn minn í dag. Gríðarlegur karakter sem gefur allt sitt í alla leiki.

  3. Frábær pistill, Lucas hefur alltaf verið í miklum metum hjá mér, fannst hann vera að stimpla sig rækilega inn í liðið og vera sérstaklega góður árið 2011 þangað til að hann stútaði á sér hnénu í tæklingu við Ryan Bertrand í bikarleik við chelsea, hann var rosalegur í þeim leik og einnig í leiknum þar á undan í 1-1 jafntefli við city þar sem hann átti miðjuna í þeim leik og var valinn man of the match eftir leikinn. Eftir þessu slæmu hnémeiðsl fannst mér hann aldrei ná sama hraða og krafti á miðjunni. En ef að einhver getur fengið hann til að skína aftur þá er það Klopp hvort sem að það er á miðju eða í vörn.

  4. Èg hef alltaf verid hrifin af honum. Hefur stadid sig ótrulega vel fyrir klùbbinn og auk tess fràbær atvinnumadur, aldrei neitt vesen a honum, ekki vælir hann yfir neinu og greinilega leggur sig 110% fram fyrir felagid okkar.

    Eg held ad rad hafi verid haustid 2011 sem hann meiddist illa i leik gegn Chelsea og var mjog lengi frà en akkurat tegar tad gerdist var madurinn buin ad spila stórkostlega um to nokkurn tima og akkurat à þeim tìmapunkti einn af bestu varnarsinnudu midjumönnum Evrópu, hann var buin ad pakka nokkrum af bestu midjumönnum Englands saman leik eftir leik en þvì midur meiddist hann illa tarna og kannski aldrei nàd ser 100% eftir þessi meidsli þo hann hafi vissulega alltaf skilad sinu. Megid leidretta mig ef eg er ad fara med rangt màl en mig minnir þetta endilega.

    Maggi hvernig var stemmningin i borginni og a vellinum svona þegar Liverpool er a toppnum svona i samanburdi vis td tegar þu forst sidast a laugardagsleik kl 15 og lidid mun nedar i toflunni ?

  5. Sælir félagar

    Ég ætla ekkert að fara leynt með það að ég hefi átt mínar efasemdarstundir vegna Lucas Leiva. En hinar eru miklu fleiri sem ég hefi dáðst að honum og borið af honum blak. Ég er líka eins og Maggi dálítið “svag” fyrir leikmönnum frá því ágæta landi Brasilíu enda hefi ég fylgt þeim að málum í heisfótboltanum í ansi marga áratugi. En hvað um það, takk Maggi fyrir þennan pistil og svo máttu ef tími vinnst til (eins og Viðar minnist á) fara yfir stemminguna í Liverpool borg og segja frá henni og umtali manna þar um liðið og allt.

    Það er nú þannig

    YNWA

  6. Já hversu oft hefur Klopp komið með eitthvað sem hefur virkað út úr kú sem hefur síðan reynst fullkomlega úthugsað ? Sturridge settur á bekkinn, Milner í bakvörðinn og síðan Lukas í miðvörðinn.

    Ég er mest ánægður vegna þess að þetta króníska þunglindisraus var orðið ótrúlega þreytandi. Sérstaklega mantran um að klopp hafi ekki bætt vörnina, en það ættu nú allir að vita að vörnin er miklu sterkari en hún var undir stjórn Rodgers.

  7. Ég byrjaði að lesa þennan pistil kl 03:20 og ýtti svo á linkinn með Lucas laginu. Ætlaði að skoða eitt eða tvö lög í viðbót og klára svo að lesa pistilinn….

    klukkan er núna 04:03

    Það er gaman að vera Poolari í dag og ég hef það á tilfinningunni að næstu vikur, mánuður og ár verða það líka !

  8. Virkilega góður pistill og ég er stuðningsmaður Lucasar, hef alltaf verið og mun alltaf vera áfram. Magnaður leikmaður sem hefur oftast unnið þetta jobb inni á vellinum sem sést alls ekkert alltaf á skjánum, amk ekki í hita leiksins.

  9. Það að leikmaður klæðist stoltur treyjunni hefur dugað mér.
    Þannig er Lucas.
    Hann, eins og aðrir leikmenn sem koma inn á völlinn staðráðnir í að berjast fyrir klúbbinn, er minn maður.
    Að styðja Liverpool er eitthvað miklu meira en að bölsótast út í einstakar frammistöður leikmanna sem margir týna sér í.
    Stundum fara menn í krummafót en leikmenn eins og Lucas dæma sjálfa sig harðast og eru staðráðnir í að gera betur næst, innan sem utan vallar fyrir klúbbinn.
    Það eru mínir menn.
    YNWA

  10. Takk fyrir að skrifa mér þetta, first hélt ég að Lúkas væri ekki mjög frábær aþþí allir voru altaf að seigja að hann væri rosa glataður og voru oft fúlir við hann hérna á kop.
    En núna finnst mér hann soldið uppàlds eins og Firmíno.

    Hann er samt ekki mjög mikill skoraramaður. Kannski ef Klopp mundi láta hann skora meir þá mundi ég hafa hann í aðal uppàlds.

    Það er svo gaman að vera Liverpool aðdàndamaður þessa daganna að ég skoða kop.is alltaf á hverjum klukkutíma og meira seija sá að mitt skrif var orðið bleykt og allir rosa jákveðnir að segja bjartsíni um liðið okkar og þá líður mér vel og fer í Gérard bolinn minn.

    Áfram Liverpool!!

    Newer walk alone

  11. Frábær greining í þessum pistli hjá þér Maggi. Lucas vinnur oft skítverkin á vellinum og það er sjaldnast sem fólk nennir að spá í þann hluta leiksins. Mér fannst aðdáunarvert að sjá hann eigast við stærri og sverari menn á vellinum í leiknum en þeir áttu ekkert í hann. Hann er enn með smá miðjumann í sér í miðverðinum sem hann þarf að laga 🙂 en hann getur það klárlega kallinn (yngri en ég).

    Annars til lukku við öll með að vera á toppnum um sinn. Auðveldara heldur en að þurfa endalaust að sækja á.

  12. Lucas er og hefur verið einn mikilvægasti leikmaður liðssins í langan tíma. Hann er að upplagi miðjumaður en hefur getað brugðið sér í allra kvikinda líki. Það er kannski það sem koma skal í nútíma fótbolta því í síðasta leik þá voru 2 varnarmenn og 8 miðjumenn í liði Liverpool. Vörnin fín og sóknin frábær. Skoruðum 6 mörk og níurnar okkar báðar á bekknum.
    Yrði ekkert hissa þótt að Lucas yrði settur í markið næst.

    YNWA

  13. Lucas Leiva fæddist með þann eiginleika að geta bara ýtt á þríhyrning x og kassa þegar hann fékk Liverpool fjarsteringuna. Hann fékk ekki hringinn eða skot takkann, því honum var fólgið sópa upp götur liverpool og grasið á Anfield Road.

  14. Glæsilegur pistill.

    Ég vil sjá hann á undan Lovren í byrjunarliðinu þó Lovren sé ekki alls varnað.

    Áfram Liverpool!

  15. Takk fyrir Maggi.
    Ég hef alltaf verið á Lucas bátnum, ég held að hann hafi tekið við af honum Igor hver mann ekki eftir þeim Króatíska snillingi.

  16. Takk fyrir góðan pistil Maggi.Èg held að þetta sé annað eða kanski þriðja skipti sem ég kommenta hérna á síðunni en hef verið diggur lesandi allveg frá byrjun.
    Frábær síða í alla staði og podcastið ekki síðra.
    Lucas Leiva er og hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Frábær liðsmaður sem oft á tíðum hefur verið stórlega vanmetin hann er svona no-nonsense leikmaður gerir alltaf sitt besta bæði innan vallar sem utan kvartar aldrei og lætur verkin tala.
    Ég vona að hann verði hjá okkar ástkæra klúbbi sem lengst. YNWA

  17. rólegir i hólinu. hann mun etv. gera i buxurnar i næsta leik ef hann fréttir þetta. einhver ét ástæðan fyrir því að hann er enn hjá lfc.

  18. Fyrirgefið mér er kannski komin örlítið fram úr mér,en er leikur liverpool-man cyti á gamlársdag kl 17:30? Þá er ég nú vanur að gera mig kláran til að brúna kartöflur.

  19. Verða menn ekki að hlaða í podcast fyrst að ekki verður spilað næstu 12 dagana eða svo?

  20. þeir sem halda að sturridge sé krónískur fýlupúki og sé haldinn vanlíðann í liverpool ættu að gefa sér 5 min í þetta video , maðurinn er eins og uppistandari !

  21. Ja hérna nú held ég að menn sé að missa sig í gleðinni þegar menn eru farnir að tala um Lucas sem mikilvægan leikmann fyrir okkur. Hann er hægur, klaufskur í fótavinnunni, tapar öllum skallaeinvígjum. Hve oft hefur hann kostað okkur mörk með klaufalegum brotum. Fleira gæti ég nefnt. Mætti ég biðja um eitthvað annað.

  22. Takk fyrir þessa fínu grein. Lúkas er hörkuleikmaður og hefur alltaf verið þó vissulega hafi meiðslin farið illa með ferilinn hjá honum. Hann er auk þess klassa liðsmaður og alvöru Liverpool gaur. En hve skondin er staðan að verða ef Lúkas er næstum því byrjunarliðsmaður og það sem miðvörður. Eins er Milner byrjunarliðsmaður sem bakvörður. Hvorugur þessarra leikmanna varnarmenn að upplagi og svona hálfundirstrikar nánast eina sjáanlega vandann hjá liðinu, þe verjast eins og bestu varnarliðinu gera. Þrátt fyrir framfarir varnarlega þá fær liðið ennþá á sig alltof mikið af mörkum. Enginn efast um að liðið er frábært fram á við og skilar okkur helling af mörkum og mörgum sigrum en dugar það þegar upp er staðið?

  23. Erum í upptöku, kemur inn eftir smá 🙂

    Takk fyrir frábæran pistil Maggi minn.

  24. frábær pistill enda lucas einn af mínum uppáhalds í mörg ár, hefur átt erfitt eftir meiðslin en samt frábær leikmaður en alltaf hægt að treysta á að hann gefi allt sitt fyrir klúbbinn okkar.

  25. hlutirnir breytast fljótt. ég man þegar félagi minn fór til liverpool á leik árið 2009 þá fór hann að kaupa treyjur og gæjinn í búðinni neitaði að merkja treyjur Lucas

  26. Það hefur verið eitthvað verulega sérstakt tilvik (eða lygi). Hvaða búð btw?
    Trúi ekki að þetta hafi átt að hafa verið í Liverpool búðinni. Lucas var aldrei það rosalega óvinsæll.

    Hann var svo að stíga gríðarlega vel upp 2010 og 2011 áður en hann meiddist.

Liverpool 6 Watford 1

Kop.is Podcast #127 – Long may it Coutinho