Liverpool – Watford (dagbók)

Leik lokið! Slátrun á Watford og Liverpool fer á toppinn með stæl!

90.mín: 6-1! Sjötta markið legið í loftinu lengi og það er Wijnaldum sem skorar sitt fyrsta mark fyrir Liverpool þegar hann fylgir eftir skoti sem var varið frá Sturridge.

75.mín: 5-1. Liverpool heldur ekki hreinu frekar en fyrri daginn. Janmaat skorar fyrir Watford.

60.mín: 5-0! Firmino á frábæra rispu og rennir boltanum á Mane sem skorar annað mark sitt í dag. Fuck við erum góðir!

57.mín: 4-0! Önnur fyrirgjöf frá Lallana og nú stýrði Firmino boltanum yfir línuna.

Hálfleikur: 3-0, Liverpool að slátra Watford og eru að vaða í færum. Eins og er þá er Liverpool eina liðið á toppnum, vonandi heldur þetta áfram svona!

43.mín: 3-0! Frábær fyrirgjöf Lallana á kollinn á Emre Can sem stangar hann í netið og skorar í öðrum leiknum í röð. Er sá þýski orðinn markamaskína?!

30.mín: 2-0! Coutinho skorar með góðu skoti efyrir utan teig. Það þarf að fá flýtitakka á lyklaborðið fyrir þessa setningu!

27.mín: 1-0! Mane skorar úr skalla eftir hornspyrnu!

20.mín: Liverpool sterkari aðilinn. Lucas átt tvö góð færi eftir föst leikatriði, Firmino átti laust skot eftir fyrirgjöf beint á markvörðinn og Coutinho rangstæður með skot í slá og í hliðarnetið eftir skyndisókn. Þetta fer að detta vonandi!

Leikurinn er þá hafinn og minni ég á að fylgjast einnig með kassamerkinu #kopis á Twitter.


13:15: Þá er byrjunarlið fyrir daginn í dag komið og er með heldur óvænt breyting á byrjunarliðinu í dag.

Karius

Clyne – Lucas – Matip – Milner

Lallana – Henderson – Can

Mane – Firmino – Coutinho

Bekkur: Mignolet, Klavan, Moreno, Ejaria, Origi, Sturridge

Athyglisverðast í þessu er að það er enginn Lovren hjá okkar mönnum í dag en hann er veikur – líkt og Milner, Wijnaldum og einhverjir voru í vikunni samkvæmt Klopp. Athyglisverðast þykir þó að Lucas kemur í hans stað en ekki Ragnar Klavan.

Þetta er þriðji heimaleikurinn sem Lovren missir af hingað til á leiktíðinni. Hann var ekki með gegn Leicester né Hull og hvað gerðist í þeim leikjum? ;)

Eins og staðan er í leik Arsenal og Tottenham þessa stundina fær Liverpool tækifæri til að hoppa eitt upp í toppsætið nái liðið að sigra í dag. Tveggja vikna pása og Liverpool á toppnum? Já takk!

68 Comments

 1. 1
  Kobbi

  Manni hlakkar ekkert mikið til að fylgjast með Lucas kljást við Deeney

  (1)
 2. 2
  Styrmir

  Treysti Lucas fullkomlega til að leysa þetta hlutverk í leiknum.
  Verst að missa af leiknum en hef fulla trú á að við við verðum á toppnum að honum loknum.

  (11)
 3. 3
  Jónas H

  Hér verður hægt að fylgjst með leiknum http://mamahd.com/ mjög gott stream í góðum gæðum :)

  (8)
 4. 4
  hyypia

  Jæja, Arsenal að tapa stigum svo nú er að standa sig…

  (0)
 5. 5
  Lúðvík Sverriz

  Sæl og blessuð.

  Hef enga góða tilfinningu fyrir þessum leik. Skrýmslin í sókn Watford eiga eftir að pönkast í Karíusi og Lúkas á eftir að brjóta ítrekað af sér fyrir utan teig svo föstu leikatriðin koma á færibandi. Það er eins gott að sóknin og miðjan standi sig.

  Alveg dæmigert að glutra niður tækifæri til að komast á toppinn, í fyrsta skiptið síðan 2014!

  (0)
 6. 6
  Andri Már Ástvaldsson

  Er hægt að sjá streymi einhversstaðar í Android? :)

  (0)
 7. 7
  Davíð Guðjóns

  hvað er að frétta með http://blabseal.com/frodo/ ?

  (0)
 8. 8
  hyypia

  #5 er leikurinn byrjaður?

  (1)
 9. 9
 10. 10
  islogi

  fullkominn sky sports Acestream linkur: acestream://33921ea4cfe42f8addcb435d26aada14abc98661

  (2)
 11. 11
  Bjössi

  Lucas vedur í færum !

  (2)
 12. 12
  Jol

  Ætlar þetta að vera svona. Vaða í færum og nýta þau ekki.

  (0)
 13. 13
  Gisli HH

  Hvernig er staðan ekki 3-0…

  (1)
 14. 14
  Bjarni Hjartarson

  What a goal!!!!!!!!!!!!!!!! Mane.

  (0)
 15. 15
  RH

  MÁNÉÉÉÉÉÉÉÉÉ

  (0)
 16. 16
  Sölvi

  Við erum hætt að bara trúa. Við erum byrjuð að skilja. Ótrúlegt að fylgjast með liðinu núna.

  (3)
 17. 17
  Kiddi

  Flott útfærsla á horni. Vel gert

  (0)
 18. 18
  RH

  LITTLE MAGICIAN!!!

  (0)
 19. 19
  Björn H. Sveinsson

  It’s a Coutinho kind of a day!

  (1)
 20. 20
  Bjössi

  Yndi !

  (0)
 21. 21
  Kristján Aðal

  Kúturinn!!!#10

  (0)
 22. 22
  Sindri G

  Meðal aldurinn í þessu Watford liði er 30 ár… elsta liðið í deildini. Geta þessir gömlu karlar þolað svona mikinn þungarokksbolta í 90 mín?

  (1)
 23. 23
  RH

  og hann drap goalkeeperin hjá watford í leiðini

  (2)
 24. 24
  ingó

  blabseal.com er komið inn.

  (0)
 25. 25
  Yngvi

  Can á ekki að vera á miðjunni ef Wijnaldum er klár.

  (2)
 26. 26
  RH

  EMRE CAN!!!!!!

  (2)
 27. 27
  vidar skjóldal

  Erum auðvitað með sýningu sóknarlega í dag bara eins og í hverri viku..

  Og já 3-0 geggjað ..

  Koma svo og bæta meira við. Eg spáði 5-1 og þetta er á réttri leið

  (3)
 28. 28
  RH

  #24 LOLOLOL

  (27)
 29. 29
  Eyjólfur

  Vá hvað þetta er geggjað lið! Unun að horfa á þetta.

  (1)
 30. 30
  Bjössi

  snilld .. er þetta ekki bara komið, maður getur dottið í kaffi og moggann og verið glaður út daginn, sett jafnvel á ÍNN og hlegið að Hrafninum og Heimastjórninni.

  (7)
 31. 31
  dunkur

  það má hætta að horfa i hálfleik. líkið frá london er löngu dautt.

  (0)
 32. 32
  Kristján Aðal

  Top of the league!

  (4)
 33. 33
  RH

  Algjörlega SOLID og geggjaður fyrri hálfleikur frá okkar mönnum meira segja Karíus lítur vel út.

  (1)
 34. 34
  Kristján

  Þetta er yndislegt lið …þvílík baràtta og leikgleði hjà okkar mönnum. Klopp búinn að búa til gott lið og koma gleði í stuðningsmenn sem er okkar 12 maður à vellinum ?

  (1)
 35. 35
  birdarinn

  Hrein unun að horfa á okkar menn, Watford var búið að halda hreinu í 3 síðustu leikjum !

  (3)
 36. 36
  Gráni

  Það er eins og stjórinn hjá Watford hafi verið á þorrablóti í nótt

  (6)
 37. 37
  ÞHS

  Sæl öll.

  Hvernig sem þessi leikur fer að þá hlakka ég mikið til, og rukka hér með um, að hlusta á eða lesa greiningu Magga (þar sem hann er á leiknum) á leik Liverpool og þá smá innsýn inn í það sem gerist inni á vellinum en sést ekki í sjónvarpi.

  Mikið svakalega er Matip góður leikmaður!

  (6)
 38. 38
  Geiri

  Mega stórt like á þetta allt saman.

  (3)
 39. 39
  Ásmundur

  Það er svo sannarlega gaman að vera Liverpool maður núna, þvílik unun að horfa á þetta lið.

  Top og the league.

  (4)
 40. 40
  Jón H. Eiríksson

  „30.mín: 2-0! Coutinho skorar með góðu skoti efyrir utan teig. Það þarf að fá flýtitakka á lyklaborðið fyrir þessa setningu!“

  Setning dagsins….. :)

  Heavy Metal in Motion… full throttle.

  (10)
 41. 41
  RH

  FIRMINO !

  (1)
 42. 42
  hyypia

  „Lallana can make things happen“

  (0)
 43. 43
  birdarinn

  Toppsætið tekið með stæl?

  (3)
 44. 44
  RH

  þetta er slátrun!!!!

  (1)
 45. 45
  RH

  what a MÁNÉÉÉÉÉ

  (2)
 46. 46
  Jói

  Ég vil fá styttu af Klopp við hliðina á Shankly.

  (1)
 47. 47
  Kristján Aðal

  What a Mané!! And beautyful Bobby Firm!!

  (2)
 48. 48
  Sindri G

  Kariús með flotta vörslu :)

  (4)
 49. 49
  vidar skjóldal

  Frábær spilamennska í dag og gaman að sha Karius verja nokkur skot og það eykur sjalfstraustið hja honum.

  Annars spáði eg 5-1 í þræðinum hérna a undan..

  (6)
 50. 50
  Bjarni Hjartarson

  47 kannski fá smá hjálp frá þér með lottómiðana og spilakassana! Frábær leikur hjá okkar mönnum.

  (1)
 51. 51
  Sindri G

  Ánægður með að spá Viðars sé nær minni :) Við sættum okkur við 6-1

  (2)
 52. 52
  Bjarni Hjartarson

  Gæsahúð fyrir allan pakkann. Hvílíkt lið. Fyrsta markið hjá Willa .

  (1)
 53. 53
  einare

  #47 Ekki þykir mér þú hafa mikla trú á þínum mönnum ;)

  (4)
 54. 54
  birdarinn

  VEISLA HAHAHA YNDISLEGT!?

  (2)
 55. 55
  Kristján Aðal

  Unaður að horfa á þetta lið okkar spila fótbolta og top of the fucking league!

  YNWA

  (1)
 56. 56
 57. 57
  Addinn

  Hvar sér maður stats yfir markaskorara í deildinni? Flest mörk semsagt

  (1)
 58. 58
  Sölvi

  Eigum við að vinna? Klopp segir já. Notið alla ykkar orku í þessar 90 mínútur. Svo tökum við púlsinn, slökum aðeins á, höldum þessu geggjaða ferðalagi áfram. Besti fótbolti sem maður hefur séð. Okkar menn skora að vild. Sálarlagið mun raða okkur á toppinn í vor ef þetta helst. Frábært og gaman.

  (1)
 59. 59
  Daníel

  #55: http://www.bbc.com/sport/football/premier-league/top-scorers

  Við eigum núna 3 á topp 10.

  Ekki það, að ég gæti best trúað að það verði enginn leikmaður Liverpool á topp 5 á þessum lista í lok leiktíðar. Markaskorunin er bara það jöfn og dreifð. Mér finnst það ágætt.

  (6)
 60. 60
  Jol

  Algjör óþarfi að fá þetta mark á sig. Lucas fór úr sinni stöðu.

  (1)
 61. 61
  Elmar

  Frábær sigur hjá Liverpool. Það var stemmari í Kríunni á Eskifirði í dag og öllum mörkum vel fagnað.

  (2)
 62. 62
  Magnús Ólafsson leikari

  Við Púllarar erum ekkert vanir að vera í þessari stöðu síðan á gullárunum á síðustu öld. En það hefur mikið breyst síðan Klopp kom og að vinna 6-1 á heimavelli er stórkostlegt. Ég væri sáttur að komast í Meistaradeildina. Áfram Liverpool.

  (1)
 63. 63
  Spáll

  Frábært.

  (1)
 64. 64
  Eyjólfur

  Sama markatíðni út tímabilið reiknast upp í 103.6 mörk (30/11*38). Kreisí!

  (2)
 65. 65

  Húrra !, þetta er einfalt endurtekið ca fjórum sinnum rösklega og oftar ef þörf á því nú er gaman

  (2)
 66. 66
  Hjalti

  Frábær sigur og miklir yfirburðir. Njótum þess en öndum samt með nefinu. Á þessari öld hefur það ekki dugað að hafa besta liðið amk tvö tímabil til að vinna deildina. Nú í vetur breytist það. Áfram svo Liverpool.

  (5)
 67. 67
  Sveinninn

  Frábær leikur og góð dreifing á markaskorun sem gerir andstæðingum okkar enn þá erfiðar fyrir að verjast. Sturridge óheppinn að skora ekki en átti stóran þátt í 6 markinu þannig að við eigum þann snilling inni.

  Fylgdist með leik Leicester og WBA þar sem þeir röndóttu unnu 1-2 sem gerir það að Leicester eru 2 stigum frá fallsæti. Spurningin er: Hafa ríkjandi meistarar fallið um deild á Englandi svo vitað sé?

  (1)
 68. 68
  Svavar Station

  Stórkostlegur sigur á góðu liði. Erum að springa út og leikgleðin er mikil. Getum unnið alla!

  (1)