Crystal Palace 2 – Liverpool 4 (dagbók)

Leik lokið

Flottur sigur sem hefði getað orðið miklu stærri! Toppsætið með City og Arsenal.

Heavy metal fótbolti áfram. Snilldin ein!!!

2-4 71.mín Firmino. Snilldarsending Hendo í gegnum vörnina á Bobby sem vippar yfir úthlaupandi Mandanda. Áfram nú!

60 mín

Allt annar leikur hér í seinni. Palace búnir að hækka tempóið verulega, farnir að spila langt á Benteke og hápressa. Við aðeins lent í vanda þar, en fengum líka dauðafæri þegar Mané fór í gegn en Mandanda varði frá honum.

Seinni hálfleikur hafinn

Þvílíkur fótboltaleikur. Búnir að skora þrjú mörk. Tvö stangarskot, brenndum af dauðafæri og þvílík markvarsla hjá Mandanda. Sóknarleikur eins flottur og til er bara.

Lovren gaf mark upp úr engu og við náðum ekki að verjast í þremur tilraunum og höfum fengið á okkur tvö mörk. Að mínu mati ætti að standa hér 1-5…vonandi klárum við þennan leik seinni 45.

2-3 44.mín. VELKOMINN Joel Matip. Hann hefur alltaf skilað 4 – 7 mörkum úr setpiece á sínum ferli og nú byrjaði það ferli hjá okkur. Eftir horn. Þvílíkur skalli úr markteignum.

2-2 Aftur McArthur og núna á 33.mínútu. Zaha fær góðan tíma til að senda inní og beint á kollinn á McArthur. Lovren sigraður í tveim einvígjum, fyrst Benteke og svo McArthur.

1-2 LOVREN á 21.mínútu. Auðvitað! Svona á að kvitta fyrir mistök, upp úr horni og hörkuskalli sem klobbaði markmanninn.

1-1 James McArthur 18.mínúta. Fékk gefins jöfnunarmark frá Lovren sem kiksaði upp í loftið og McArthur skallaði yfir Karius sem var að sjálfsögðu framanlega. Úff!!!

0-1 Emre Can á 16.mínútu.

Fyrsta alvöru sóknin, Coutinho chippar inn fyrir vörnina á Moreno sem sendir inní og Emre Can opnar markareikning sinn í vetur!

Leikurinn varla farinn af stað ennþá. Palace verjast á 9 mönnum og liggja mjög aftarlega. Við fáum að vera með boltann en það er enn of hægt tempó í sendingunu

LEIKUR HAFINN



Upphitun í fullum gangi og Selhurst að pakkfyllast. Þar næst víst ansi mikill og merkilegur hávaði í leikjum og stemmingin mikil.

Heilmikið hype í gangi með að Benteke sé að mæta Klopp og vilji sanna sig. Það verður auðvitað einn af umræðuþráðunum í kringum þennan leik. Auk hans er í liði Palace annar fyrrum LFC maður, sá heitir Martin Kelly.

Jurgen eins og alltaf upplífgandi og kátur í viðtalinu fyrir leik. Gerði lítið mál úr því sem búið er, veit að framundan eru erfiðar 90 mínútur á móti líkamlega sterku liði. Pardew karlinn ansi brattur og ætlar sér að nýta set-piece atriðin til hins ítrasta og þá nefnir hann sérstaklega Dann og Benteke sem menn líklega til að skora.

Byrjunarliðið komið

Karius

Clyne – Matip – Lovren – Moreno

Can – Henderson – Lallana

Mané – Firmino – Coutinho

Bekkur: Mignolet, Randall, Origi, Lucas, Klavan, Sturridge, Wijnaldum.

Milner ekki metinn leikhæfur eftir veikindin að undanförnu og Moreno kemur í hans stað, Wijnaldum ekki metinn tilbúinn til að hefja leik.

Þá er komið að næsta leikdegi og nú er það Selhurst Park sem hefur oft reynst okkur erfiður…en þó ekki í fyrra þar sem við unnum 1-2 í uppbótartíma.

Arsenal vann í morgun í Sunderland og lyfti sér þarmeð í toppsætið og því verður erfitt að ná þar sem markamunur er þeim töluvert í hag. Með sigri náum við þeim að stigum, sem er auðvitað stefnan.

Ég minni alla tístara á að setja myllumerkið #kopis við færslur sínar þar í dag á meðan á leik stendur þannig að tístflæðið okkar hér á þessum hlekk verði líflegt. Twitter er til að öskra upphrópanir í gleði eða reiði svona áður en við skrifum gáfulega athugasemd að leik loknum!

KOMA SVOOOOOOOOOOOO!!!!!!!!!!!!!!!

79 Comments

  1. HAHAHAHAHA 🙂 .

    Sundarland skilja ekkert í því hvað Klopp er að kvarta fyrir að mæta í liði á 48 tíma fresti á milli jóla og nýárs. Þeir þurfa að mæta tveimur stórliðum í úrvalsdeildinni sama dag með um tveggja tíma millibili.

  2. #kopis

    Morhino rekinn upp í stúku fyrir almenn leiðindi og Leicester að jafna á móti Tottenham.

    Allt í rétt átt! 🙂

  3. Finnst flæðið svo miklu betra með Wijnaldum í liðinu heldur en Can en skiljanlegt þar sem Wijnaldum spilaði í vikuni á móti Tottenham.

  4. Spurninh hvort maður hefði ekki bara viljað sjá Coutinho færa sig niður á miðjuna í staðinn fyrir Can og henda Studge í byrjunarliðið eftir flotta frammistöðu í vikunni. En, Klopp virðist vita nákvæmlega hvað hann er að gera þessa dagana.

    Nú er tækifæri fyrir efstu 3 að búa sér til örlítið forskot á hin liðin, skulum vona að Liverpool haldi í við markatölu Arsenal og City.

  5. Já heyrðu. Ég var að sjá Man Und Burnley. Man Und var með 37 skot og 72 % með boltann. Mætti þá ekki segja að Burnley hafi stjórnað leiknum ? Mourinho vildi meina að Man und hafi stjórnað leiknum gegn Liverpool þegar þeir náðu jafntefli gegn okkur og voru bara 35% með boltann. Mér fannst þetta svipað þarna nema að Burnley hlítur að hafa stjórnað leiknum í þetta skiptið, samkvæmt kenningum Mourinho 🙂

  6. fín úrslit hjá Spurs og United. Ekki jafn gott hjá Gunners og City. Heat is on og við verðum að taka þennan leik til að halda 3. sætinu.

    Sáttur við byrjunarliðið en hefði kannski frekar viljað hafa Wyjnaldum frekar en Can, en hvað veit ég sófakartaflan?!

    Spái 2-1 í mjög erfiðum leik. Coutinho og Firmino klára þetta fyrir okkur.

  7. Væri vera frábært að ná sigri og þannig halda í við toppliðin ásamt því að auka forskotið á scum í 8 stig. Koma svoooooooo!

  8. Hvað var Lovren að reyna gera þarna og set einnig spurningamerki við þetta úthlaup hjá Karius. Veður út með hendurnar niðri og lokuð augun.

  9. Yeeessss…..nkl. svona á að bæta upp mistökin. Í hvað er þessi leikur að stefna?

  10. Verð að segja að ég vorkenni ManU(re) pínu.

    Við Liverpool-menn könnumst alveg við þegar lakari lið koma á heimavöllinn okkar og hanga á jafntefli, mestmegnis vegna stórleiks markvarðarins.

    Gott ef það gerðist ekki bara síðast þegar ManU(re) kom á Anfield…

  11. Í úthlaupinu er Karius örugglega með hendurnar niðri vegna ótta við að verja fyrir utan teig. Samt ótrúlega skrýtið að sjá. Lovren fljótur að kvitta fyrir sín mistök. Líflegur og flottur leikur.
    YNWA

  12. Þetta er nátturulega fáranlegt. Palace er búið að fá tvö skot á markið og skora úr báðum. Ég er farinn að setja spurningarmerki við Karius. er hann virkilega eitthvað betri en MIgnolet ?

  13. Albert litli er bara að gefa jólagjafir i hverjum leik sem hann tekur þátt i. hann verður að fara.

  14. Hann hefur ekki varið eitt skot… í hvað mörgum leikjum? Hann er ekki aðal sökudólgurinn í þessum mörkum í dag, en ég man ekki eftir neinu meiriháttar jákvæðu framlagi (vörslu eða virkilega góðu inngripi) frá honum alveg síðan hann kom.

  15. Ætli við fáum einhvern tíman markmann sem ver skot sem kemur á markið?

  16. Regla nr. 1 Karius – ekki horfa á eftir boltanum fara í markið!

  17. Hvernig er með þennan markvörð…. ætlar hann ekki að verja neinn bolta á þessu tímabili?

  18. Persónulega myndi ég velja Mignolet en mörkin tvö skrifast nú frekar á Lovren en Karius. En við vöðum í færum og eitthvað hlítur að láta undan.
    YNWA

  19. Fyrir utan að Karíus hefur ekkert varið hefur hann oft gert shaky hluti og búið til færa fyrir anstæðingana úr engu etc.

  20. Hvernig væri að hætta þessu endalausa væli??
    Hvorugt markið er hægt að skrifa á Karius. Hann er ekki búinn að fá önnur skot á sig og þess vegna hefur hann ekki varið skot í þessum leik.
    Hvernig væri að lifa í núinu, njóta þessa æðislega hraða og skemmtilega leiks? Liverpool veður í færum og flottum bolta.

  21. Nálgast handboltaleik, sem er bara skemmtilegt.
    Algerir yfirburðir þó nokkur mörk leki inn c”,)
    YNWA

  22. Gummi.

    Þetta var ekkert karius að kenna. Það er rétt. En það var ekkert Mignolet heldur að kenna. Hann var samt tekinn úr byrjunarliðinu. Svo er þetta ekki væl. Heldur spurning.

  23. Okkar menn gersamlega frábærir fram á við í dag. Það er geggjað að horfa a þetta

  24. Brynjar #44

    Ástæðan fyrir því að Karius er í liðinu á kostnað Mingolet er held ég sú fyrst og fremst að Karius getur spilað framar á vellinum þegar Liverpool hápressar. Hann er betri sweeper en Mignolet.
    Hver sem ástæðan samt er þá getum við öll verið alveg viss um að Klopp veit nákvæmlega hvað hann er að gera þegar hann velur markvörð í liðið 🙂

  25. Karíus má eiga það að hann hefur gripið boltann vel amk tvisvar í dag. Finnst hann líta betur út í dag en í hinum leikjunum, og ekki gert neitt crazy. Þetta er kannski að koma.

  26. Já ég veit það Gummi. Þeir eru ólíkir en Mignolet er betri á milli stangana. Svo set ég spurningu við fyrsta markið. Ef hann hefði verið á línunni hefði hann varið það og mér finnst því Karius eiga hlut í því marki.

    Mignolet var t.d mjög fínn í siðasta leik og varði þónokkuð af skotum sem var ekkert sjálfsagt að markvörðurinn tæki. Þannig að þessi spurning á alveg rétt á sér er það ekki ?

  27. Annars er varnarleikurinn búinn að vera hörmulegur í dag í samanburð við hann hefur verið. Þessi leikur minnir á gamla Liverpool. Það er augljóst að Milner hefur einhvern veginn betri áhrif á vörnina en Moreno – þó svo að Moreno hafi nú átt frábæranleik að mörgu leiti.

    Það sem ég er hvað fúlastur yfir er að við eigu að vera búinn að jarða þennan leik. Við erum miklu betri. Jafnvel þó vörnin hefur verið afleidd.

    Vörnin hefur verið góð undanfarið en í dag er hún ekki mætt til leiks. Jafnvel þó Matip og lovren hafi skorað tvö mörk.

  28. Hálfleikur. 2-3 fyrir okkar mönnum!

    Hvað er hægt að segja? Sóknarleikurinn hjá okkur er stórkostlegur og varnarleikur Palace er hlægilegur. Vondu fréttirnar eru hins vegar þær að okkar vörn er ömurleg líka!

    OK. Lovren skeit upp á bak í 1. markinu, en getur einhver markmaður hér frætt mig um hvað Karius var að hugsa með þessu úthlaupi sínu? Lovren var líka sökudólgur í 2. markinu með því að ráðast ekki á boltann. Hins vegar var Karius eins og fuglahræða í markinu. Ég veit ekki með ykkur en Karius er ekkert að heilla mig neitt rosalega so far.

    Hvað um það, verðum að klára þennan fjandans leik. 3 stig er algerlega aðalatriðið úr því sem komið er.

  29. Mín samantekt

    1. Lovren með svaka mistök í fyrsta markinu. Skil ekki af hverju Karius þurfti að æða út.
    2. Moreno er “accident waiting to happen”
    3. Í seinna er það léleg hreinsun frá CAN (ekki í fyrsta skipti)
    4. Heppnir að Saha dettur eftir lélega sendingu tilbaka frá CAN.
    5. Þurfum fleiri mörk ef við ætlum að vinna þennann.

  30. Þetta er nákvæmnlega eins sóknargæði og við vorum með 2013/14 þegar besti striker í heimi var hjá okkur,Luiz Suarez en miklu verri varnarleikur hjá okkur núna á meðað við 13/14 tímabilið. Vörnin var ömurleg hjá okkur þá og kostaði okkur titilinn, ekki þegar Gerrard rann heldur vörnin. Vonandi kostar vörnin okkur ekki aftur titilinn eins og gerðist þetta rússíbana tímabil.

  31. Ég var að horfa á endursýningu af marki nr. 1 hjá CP. Ég get með engu móti séð hvað Karius átti annað að gera en að koma út á móti. Maðurinn er kominn í gegn.

  32. @Yngvi #52

    Skemmtileg þessi neikvæða samantekt (NOT).

    Mín samantekt:
    1. Coutinho er geðveikur leikmaður!!!
    2. Þetta er æðislega skemmtilegur leikur!!
    3. Það er unun að horfa á hápressuna hjá Liverpool!

  33. #30#32 Mér sýndist Moreno eiga stoðsendingu í fyrsta markinu, þá skot á markið í stöng (eða hvað?), einnig að margar stórgóðar sóknir hafi hafist upp kantinn hans megin. Síðan voru tveir menn kringum CP manninn þegar hann skoraði seinna markið, Henderson og ?, varla á alltaf að treysta á fyrsta mann, Moreno í þetta skiptið, þegar líkur eru á sendingu inn á teig, eða hvað? Hvernig gat svo Mané brennt af þessu færi sem hann fékk – rekum hann 😉

  34. Erum við að bíða eftir að þeir jafni ? Þurfum að vera til í baráttu

  35. Það má alveg fara setja eitt mark á þá og loka leiknum…..óþreyttur Sturridge ætti að nýtast núna þegar CP eru farnir að sækja meira.

  36. Ég ætlaði að fara að skrifa að okkur gengi illa að loka leikjum, þegar Firmino skorar.

  37. Karius farin að sýna smá tilþrif og við vonandi að loka þessum leik. Nú væri ég alveg til í skiptingar
    YNWA

  38. 1. Af hverju er gult spjald fyrir að fara úr treyjunni?
    2. Fyrst svo er, til hvers eru þá fótboltamenn að fá gult spjald vísvitandi með því að fara úr treyjunni? Eitthvað sem ég hef aldrei skilið…

  39. Þvílíkar framfarir undir Klopp. Sagan segir okkur samt að vörnin þarf að vera í lagi til að vinna deildina. En frábær leikur í dag.

Crystal Palace á morgun (laugardag)

C. Palace 2 – Liverpool 4