C. Palace 2 – Liverpool 4

0-1 16.mín – Emre Can
1-1 18.mín – McArthur
1-2 21.mín – Lovren
2-2 33.mín – McArthur
2-3 44.mín – Matip
2-4 71.mín – Firmino

Bestu menn Liverpool

Rispuð plata. Litli töframaðurinn enn á ný magnaður, arkitektinn í þessum leik eins og flestum í haust. Hann hefði hæglega getað átt enn fleiri stoðsendingar en tvær og skorað mark. Magnaður…en verð líka að nefna tvo aðra. Henderson er umferðarstjórinn á miðjunni okkar og stoðsending hans í marki fjögur frábær. Svo Joel Matip. Vá hvað hann átti góðan dag. Þvílíkt mark, reif örugglega möskvana á Selhurst en þess utan náði hann að halda vel utan um Benteke í gegnum leikinn. Sendingageta hans er mögnuð. Þessir þrír snilldargóðir í dag.

Vondur dagur

Varnarlega gátum við betur í dag. Lovren gaf mark en kvittaði það svo út, Moreno átti flottan fyrri hálfleik en lenti í vanda þegar Palace fóru að pressa. Mané verður svekktur að hafa ekki skorað. Það er samt ekki hægt að tala um vondan dag eiginlega. Við erum að tala um solid 6 í einkunn fyrir alla þessa gaura!

Hvað þýða úrslitin

Toppsætið ásamt Arsenal og Man.City. Við erum með 23 stig eftir 10 leiki sem er verulega góður árangur og heldur okkur klárlega við efnið í toppbaráttunni sem við ætlum okkur greinilega að vera í þetta tímabilið. Dásemd!

Dómgæslan

Andre Marriner er ekki uppáhaldsdómarinn minn en í dag var hann mjög góður, sérstaklega að halda haus og dæma ekki víti á stöðugar dettur Palace í seinni hálfleik og mikinn hávaða heimavallaraðdáendanna. Vel flautað og Howard Webb vildi meina að þarna færi ein besta dómgæsluframmistaða vetrarins.

Umræðupunktar

Heavy metal football. Heldur betur, heldur betur. Gátum skorað 8 mörk í dag miðað við dauðafæri og Palace vissu ekki hvað hitti þá á löngum stundum. Þetta er að verða klár standard hjá drengjunum okkar og ekki nein hending bakvið það.

Varnarleikurinn er auðvitað sá sem við þurfum að skoða. Einstaklingsmistök Lovren auðvitað eitt en mark númer tvö hjá Palace var vont varnarlega í gegnum liðið. Ef við ætlum okkur að vinna titla verður að koma að því að við náum heilum leik án slíkra mistaka.

Pressan maður. Pressan. Tölum um hana bara alltaf. Þetta er UNUN að horfa á. Allir tilbúnir að pressa og vinna boltann aftur, um leið og við erum búnir að missa er liðið allt formað til að hirða hann aftur og sækja á ný. Svona á að spila fótbolta!!!

Næsta verkefni

Heimaleikur við Watford sem með sigri í dag lyfti sér í 7.sæti deildarinnar. Alvöru verkefni.

Þar verð ég í stúkunni og missi röddina. Það að segja að ég hlakki til að sjá þetta lið og þessa pressu eigin augum er eitt mesta understatement sögunnar held ég!!!

POETRY IN MOTION

58 Comments

 1. Það er ekki meira en ár síðan að nokkrir aðdáendur á þessari síðu kölluðu eftir sölu Coutinho. Ég man þetta vel þar sem þetta kom mér spánkst fyrir sjónir. Það hefur alltaf verið augljóst að hér er á ferðinni hrikalega góður leikmaður sem þurfti meiri stöðuleika í sinn leik. Hann virðist vera að ná þessum stöðugleika og komast á stall við þá allra bestu.
  Þvílíkur gimsteinn og megi þeir sem vildu selja hann éta drulluskítugan ullarsokk.

 2. Þetta er nákvæmlega það sem við þurfum að vinna svona leiki. Skítt með að halda ekki hreinu, það kemur og ég trúi allan tímann að það sé verið að vinna með vörnina alla daga og það er jákvætt. Það skiptir miklu máli að vinna leiki en hafa samtímis eitthvað sem þarf að bæta. Við megum ekki toppa of snemma!

 3. Frábær sigur hjá Liverpool. Liðið var sókndjarft eins og alltaf og gáfu Palace ekkert pláss og fannst mér fyrirhálfleikurinn sóknarlega alveg frábær, þar sem hápressa og gott spil og fullt af færum voru á dagskrá.

  Bestu menn liðsins: Heilt yfir var allt liðið mjög gott. Lovren gaf auðvita mark en svaraði fyrir sig en ég held að flestir ef ekki allir séu samála um að Coutinho var maður leiksins. Þeir réðu ekkert við hann og hefur hann átt marga góða leiki á tímabilinu en fyrir mig var þessi sá besti. Einfaldlega heimsklassa leikmaður.

  Næsti leikur er Watford á heimavelli. Þar fáu lið sem er aðeins líkari Burnley sem við töpuðum fyrir. Þeir eru með 11 menn í vörn og varnarlínuna mjög aftarlega og verða ekki eins mörg færi en líklega ekki mikil ógn framávið hjá þeim heldur.

  p.s við erum 8 stigum fyrir ofan Móra og Man utd eftir 10 leiki og eftir allt Pogba og Zlatan talið fyrir tímabilið hjá nokkrum þá verð ég að segja að þessi tilfining er mjög góð 🙂

 4. Menn eru auðvitað spot on í greiningum og ekkert við að bæta nema að lýsa yfir því þakklæti sem hríslast um skrokkinn yfir því að liðið mitt er (enn einu sinni) on track.

  Næsti leikur verður erfiður og vonandi verður skrúfað upp í mækinum hans Magga svo hann geti öskrað menn yfir línuna.
  Ég þarf að fara að komast á Anfield.

  YNWA

 5. Glimrandi sóknarleikur í fyrri hálfleik og héldum svo haus í seinni hálfleik. Ég vona að við förum að geta haldið hreinu í 90 mín, en það skiptir kannski ekki máli ef við skorum alltaf fleiri mörk en andstæðingurinn 🙂

 6. Frábær sigur á mjög erfiðum og krefjandi velli. CP er með hörkulið svo það er alls ekki sjálfgefið að vinna þá. Sóknarlínan með Couthino í hitteðfyrra stuðinu í farbroddi er ekki árennileg og býst ég við að margir varnarmenn annarra liða geri næstum því í brækurnar við það eitt að hugsa um sóknarleik Liverpool. Ef hægt er að finna að einhverju eftir þennan leik þá snýr það að vörn og markvörslu en best að tala sem minnst um það og gleðjast yfir því sem gengur svo vel – að skora mörk og vinna leiki.

 7. Glæsilegt hjá okkar mönnum.
  Til lukku öll, partýið heldur áfram!

 8. Sælir félagar

  Þessi leikur var tryllingsleg skemmtun og spenna þar til 4. markið kom. Lovren gaf tvö mörk og skoraði eitt sem er 1 mark í mínus í þessum leik. En samt er ég sáttur við þennan leik en við verðum að hætta að gefa svona mörk því ef illa gengur að skora sem getur skeð þá höfum við ekki efni á svona gjöfum Þær eru í lagi meðan við skorum fleiri en samt . . .

  Það er stórkostleg skemtun að horfa á Liverpool liðið leika fótbolta enda leikur það langskemmtilegasta boltann í deildinni. Miðað við leikinn sem ég horfði á líka að miklum hluta þ. e. MU leikinn þá er það alveg svart og hvítt. Hægur og illa upp byggður leikur MU er skelfilega leiðinlegur á að horfa og ef maður væri ekki að horfa á höfuðóvininn tapa stigum (sem er gaman) þá mundi maður aldrei nenna að glápa á þessi ósköp.

  Það er nú þannig

  YNWA

 9. Flott!
  Ég hef ekki miklar áhyggjur af “hreinu blaði”. Hugmyndafræði Ajax er alltaf að “skora bara fleiri mörk en hinir”!
  Ekki flókið! 🙂

 10. Eins og menn segja við skorum bara fleiri mörk en hinir skiptir þá eitthverju máli hvort við höldum hreinu ? Nei ég held ekki þetta sókndjarfalið heldur áfram að spila besta boltann og það er það eina sem skiptir máli.

 11. Þvílík spilamennska og og skemmtun þessi leikur. Yndisleg tilhugsun að vera á leiðinni á Anfield með Kop.is á Sunderland leik í lok nóvember. Jííha fyrirfram. Ég trúi á Klopp. YNWA

 12. Góður leikur og Liverpool á rosa siglingu, það er nú frábært.

 13. Að halda hreinu má vera vandamál klopp. en ég kýs eiginlega svona leiki áhorfs frekar en 1 eða 2-0.
  Eftirtektarvert síðan að athugasemdum virðist fækka verulega þegar vel gengur

 14. Sælir félagar

  Ég vil taka undir með de Stefano #14 hér fyrir ofan. Ég man athugasemdir fara vel yfir 100 þegar liðinu gekk illa og allt var ómögulegt. Nú á þessum velmektartímum þá má þakka fyrir ef þær ná 30. Mér finnst það vanþakklæti gagnvart liðinu og Klopp. Auðvitað á fólk að koma hér inn og dást að liðinu sínu þó bara væri með einu “TAKK”.

  Það er nú þannig

  YNWA

 15. Ég horfi a fyrstu 15 mín à símanum og hugsadi anskotinn thetta endar 0-0, hoppadi ut i bil og byrjadi ad keyra afstad… Liverpool á greinilega skilid meiri àst og trù frá mér.

 16. “We have to change from doubters to beliewers!” Þvílík skemmtun að fylgjast með Liverpool þessa dagana.

 17. Takk, þegar fólk er satt og ánægt eftir leik þá bíður það í rólegheitum eftir leikgreinendum sem koma hér inn á síðuna sem btw er miklu meira en frábær takk takk.

 18. ég er sannfærður að við erum að fara upplifa 7-0 eða 8-0 leik innan tíðar þar sem menn nýta færin sín bara aðeins betur, þetta liggur í loftinu . Hugsið ykkur hvernig andstæðingum okkar í næstu leikjum líður núna þegar þeir fara að greina Lfc. leikina sem eru búnir ! þeir hljóta að fá kvíða og vera hræddir við það sem koma skal allavega geta gamlar manu ekki falið ótta sinn í fjölmiðlum.

  Rock on

 19. Getur einhver hringt í Karíus og sagt honum að hann megi nota hendurnar til að verja?

 20. Mikið er ljúft að halda með Liverpool þessa dagana.
  Takk takk takk…

 21. Maður er búinn að horfa á byrjunina á tímabilinu undanfarin 20 ár með stigatsöfnunina….
  Liverpool 4-3-3
  Man United 7-2-1

  Verð að segja það að horfa á þetta núna færir manni bros…
  Liverpool 7-2-1
  Man United 4-3-3

  Unitedfélagarnir eru hættir að hlæja, Mourinho er farinn í fýlu, Rooney er í fýlu, Ferguson er hræddur, Giggs er hræddur.

  Þetta er bara of gott…

 22. Mourinho var sendur upp í stúku um helgina, og myndir naðust af greinilegum samskiptum hanns við bekkinn, er það leyft? má framkvæmdastjóri sem hefir verið rekinn upp í stuku senda skipanir á bekkinn einsog hann greinilega gerði???

 23. Algerlega frábært að horfa á liðið spila. Þessi sóknarleikur er gersamlega geðveikur!

  Vá hvað ég öfunda ykkur sem eru að fara á stórglæsilegan endurbættan Anfield um næstu helgi! Að sjálfsögðu er krafan 3 stig úr þeim leik á móti Watford. Verður samt erfitt en þessir strákar eru einbeittir og ég hef fulla trú á að þeir munu klára verkefnið.

  Það er líka alvega kristaltært að skilaboð Klopp til leikmanna, sem hefur greinilega komið fram í viðtölum við leikmenn eftir leiki, eru skýr. Hafið hausinn rétt skrúfaðan á ykkur og takið bara einn leik fyrir í einu! Amen!!

 24. Hélt að það væru mörg ár aftur í almennilegan sóknarleik og topp spilamennsku þegar Suarez kvaddi okkur. Sem betur fer hafði ég rangt fyrir mér! Þetta lið er bara enn betra en liðið sem náði öðru sæti tímabilið 2013/2014. Þetta eru stór orð en einfaldlega sönn, hversu dásamlegt er það 🙂 Get ekki beðið eftir næstu helgi…

 25. Þetta er eitt besta Liverpoollið í langan tíma en ég held að vinnu ekki neitt með þennan Karius í markinu

 26. klopp og karius hljóta vera skyldmenni.Mignolet mistækur. Held að hver einasti bolti sem hefur komið i attina að markinu hafi endað inni síðan hann kom i liðið. Ekki séð hann verja eitt einasta skot eða fara út í fyrirgöf.

 27. Horfði á leikinn í gær, þvílík veisla. Það geta allir skorað í þessu liði! Can, Lovren og Matip allir með mark, Moreno með skot í samúel og guð má vita hvað.

  Það eru ekki mörg lið í heiminum sem spila eins flottan bolta og Liverpool gerir þessa stundina, það er ótrúlegt hvað Klopp hefur náð að breyta kjúklingaskít í ljúffengt kjúklingasalat á stuttum tíma. Liðið skoraði 4 mörk, náði í 3 stig á Selhurst Park en samt er hægt að setja út á sumt og svona eiginlega verið pínulítið fúll yfir því að sigurinn hafi ekki verið stærri, það segir okkur svolítið mikið.

  Að klessa einhverri skömm á Karius í fyrra markinu sem við fengum á okkur finnst mér mjög ósanngjarnt, Lovren á þetta mark alveg sjálfur en hann var fljótur að svara og koma okkur aftur yfir svo það núllast.

  Ég ætla að viðurkenna það að ég var þess þenkjandi í sumar að mér yrði nokkuð sama ef Coutinho færi fyrir ásættanlegt verð, nú spyr ég mig hvað í andskotanum ég var að pæla, þvílíkur leikmaður sem við eigum! Loksins virðist hann vera búinn að finna stöðugleika og hann er leikmaður sem getur unni uppá sitt einsdæmi í því formi sem hann var í gær.

  Hlakka til næstu leikja!

 28. Einar Örn sem stofnaði þessa síðu talaði um um “the curse” á Anfield í samanburði við Chicago Cubs og vitnaði í “catching hell” á youtube.
  Góð pæling á sínum tíma.
  Nú eru Cubs í vandræðum í World Series..

  Ef þeir vinna titilinn þarf ekki að spyrja að leikslokum hjá okkur..

  Ef þeir tapa….
  …. reddar Klopp þessu.

 29. Maður er alveg i skýjunum með spilamennskuna og allt annað hja okkar liði. Loka aðeins fyrir markið okkar betur og þá verðum við ósigrandi! BR vann 14 leiki i röð, ef eg man rett. Klopp gæti toppað þann ágæta stjóra á þessu rönni sínu. Einn leik i einu samt! Pressan á Klopp stigmagnast og á liðið okkar lika enda er pressan buin að fatta það að við getum unnið deildina með þessari geggjuðu spilamennsku. Ekki skemmir fyrir þessu frábæra tímabili að fylgjast með súru froðunni a old trafford. Þeim var nær að ráða þennan jólasvein ?

 30. Það er plagsiður að geta ekki glaðst yfir velgengni en þurfa þess í stað að kvarta yfir einhverju sem menn ímynda sér að gæti verið betra án þess að færa merkileg rök fyrir máli sínu í flestum tilfellum. Lucas var lengi vel skotspónn þeirra sem þurfa að veita ógleði sinni farveg, Mignolet, Moreno, Lovren og nú síðast er það Karius sem ekki er á vetur setjandi.

  Höfum í huga að Karius er 23 ára gamall. Hann er talinn einn efnilegasti markmaður í heimi og í fyrra var hann kjörinn 3 besti markmaður Bundes. Sló þar við mönnum eins og Bernd Leno og Roman Burki. Hann nýtur gífurlegrar virðingar í Þýskalandi og mun örugglega verja mark þýska landsliðsins í framtíðinni ásamt Bernd Leno.

  Nú er ég ekki að segja að Karius sé hafinn yfir gagnrýni en fullyrðingar um að Liverpool vinni aldrei neitt með Karius milli stanganna standast enga skoðun. Það er ekki skortur á hæfileikum sem er vandamál kappans. Hann handarbrotnaði hins vegar í byrjun undirbúningstímabilsins og missti þar með af því. Þá er hann líka að aðlagast nýrri deild og nýrri vörn eins og allir hljóta að sjá. Engin annar kostur er í boði fyrir Klopp en að spila Karius til að draga fram það besta í honum. Það hljóta líka allir að sjá.

  Karius á eftir að verða stórt nafn í markmannsheiminum og innan skamms hætta þessar beisku pillur í hans garð á þessari síðu. En þá mun einhver annar fá á sig beiskar pillur um aumingjaskap og vangetu. Alveg sama hvað liðinu gengur vel og er mikil skemmtun aðdáendunum.

 31. Það segir sig sjálft að þegar liðið er komið með 11 leiki án taps, og flestir þeirra unnist, þá er erfitt að vera neitt annað en hoppandi glaður með liðið.

  Ég hef alltaf stutt Mignolet, nú er hann kominn á bekkinn og Karius í markið. Ég segi eins og fleiri að hann er ekkert að fylla mann af öryggi í þessum fyrstu leikjum, en alveg eins og ég stóð við bakið á Mignolet þá mun ég styðja við bakið á Karius. Mér sýnist það líka vera það sem Klopp ætlar að gera, og það er bara besta mál. Að Karius fái eldskírnina á meðan liðið er að spila svona er bara frábært. Hann mun alveg klárlega ná upp dampi með meiri reynslu í deildinni.

 32. ATH:
  Við erum aðeins að lenda í því að random ummæli fara í síu hjá og birtast ekki á síðunni. Ekki taka þetta persónulega því að í nánast öllum tilvikum er þetta eitthvað sem við erum ekki að gera handvirkt.

 33. Sæl og blessuð.

  Snilldarlið sem við höldum með. Þetta var magnaður leikur og CP hefur mokað úr sjóðum sínum á leikmannamarkaið. Zaha og hann Benedikt okkar eru engir láglaunamenn. Allir glaðir og ég þar með. En, maður minn, er þetta úthlaup Karíusar í fyrra markinu það álkulegasta á þessu ári? Hvað er hann að gera? Með hendur meðfram hliðum, augun lokuð, hoppandi utan í leikmanninn í staðinn fyrir að grípa þennan laflausa bolta. Þetta var vissulega ekki faglegt hjá Lovren, en átti aldrei nokkurn tímann að verða mark.

  Hvaða rugl er það að lið eins og Burnley og WBA erum með súpermarkmenn og við erum með einhverja dauðans amatöra sem geta ekki gert svona beisik hlutverk?

  Verðum ekki meistarar nema að þessum málum verði komið i lag.

 34. Eru menn bara í alvöru að beina sjónum sínum að Karius eftir þennan leik og hvað þá í fyrra marki Palace? Lovren átti það mark alveg skuldlaust og tók ábyrgð á því sjálfur. Karius er ekkert fullmótaður en hentar mun betur leik liðsins en Mignolet og er alls ekki að gera fleiri mistök en hann í leik (enn sem komið er). Held annars að sóknarleikur eins og Liverpool spilar komi því miður alltaf til með að kosta eitthvað af mörkum á okkur og einmitt nokkur varnarmistök eins og við sáum hjá Lovren. Tek því með bros á vör meðan Liverpool skorar þá bara fjögur mörk hinumegin.

  Tek annars bara undir allt sem nr.37 Guderian segir.

 35. Held að það sem menn eru aðallega að setja út á (þar á meðal ég) er að við getum ekki haldið hreinu. Karius virðist ekki vera nein bæting á Mignolet (enn sem komið er) og ver ekki skot sem ekki kemur beint á hann. það fóru þó nokkrir boltar hjá honum beint útaf eftir að hafa tekið hann í fyrsta frá varnarmanni.

  Það tala allir um að þetta sé í lagi meðan við skorum bara meira en við erum búnir að sjá það á þessu tímabili að það er alltaf hægt að skora bara meira og það er einmitt það sem kostaði okkur titilinn 13/14 tímabilið. þá töpuðust 16 stig á móti minni liðunum og þeir leikir eiga eftir að koma á þessu tímabili líka þar sem okkur gengur illa að skora. Þá þarf vörn og markmaður að geta haldið hreinu og vinna stig fyrir okkur.

  Karius á vonandi eftir að hrista þetta slen af sér og troða heilu sokkaskúffunum upp í okkur gagnrýnispésana og verða besti markmaður deildarinnar.

  Og ef það var hægt að kenna Mignolet um markið sem Lucas gaf að þá má færa rök fyrir því að Karius hefði getað haft hendur á boltanum sem Lovren gaf á CP manninn.

 36. Sæl og blessuð.

  Já, glaður skal ég snæða nokkra karíusarsokka ef hann rekur af sér slyðruorðið. Það sem pirrar er f.o.f. að í litlu liðunum eru markverðir sem bera af okkar tveimur eins og gull af eyri. Berum t.a.m. saman seinna skallamarkið sem Karíusinn okkar fékk á sig við þau sem markvörður CP varði, t.d. frá Coutinho sem skallaði frítt á hann og vinurinn henti sér í hornið og kýldi í stöng. Títtnefndur Karíus stóð eins og saltstólpi meðan boltinn fór í hornið, óáreittur og spakur.

  Ég hugga mig við það að Klopp hefur líklega meira vit á þessu en ég en samt, er þetta mjög súrt, þ.e. hversu daprir okkar markmenn eru í samanburðinum við þá sem rekið hafa á fjörur litlu liðanna (nú eða varamarkmenn stærri liða). Af hverju eigum við engan Vorm, Foster, Mandanda osfrv??? Ekki einu sinni á varamannabekknum!

 37. Hva, má ekki gagnrýna þessa menn? Ég meina, Coutinho missti nokkrum sinnum boltann og þrátt fyrir margar tilraunir tókst honum ekki að koma tuðrunni í netið. Mane var alls ekki að nýta sín tækifæri vel og ég hef áhyggjur af honum og reyndar Firmino líka. Þeir virðast þurfa að fá mörg færi til að skora. Ég veit ekki hvort við getum orðið meistarar með þessa þrjá sem lykilmenn frammi. Ennfremru, mjög margar sendingar fara forgörðum hjá okkur í hverjum leik og mörg skot fara framhjá eða eru varin. Ég hef miklar áhyggjur af þessu, ég held við eigum ekki séns í dolluna.

 38. Ég hef verið með Karíus á heilanum aðallega vegna þess að hann hafði nánast ekki gert neitt vel, hefur ekki virkað sem markmaður sem á heima í EPL, og mér hefur þótt umfjöllun um Mignolet of hörð, og mér þótti ósanngjarnt að Mignolet færi á bekkinn. Að því sögðu þá fannst mér Karíus góður (loksins) í senni hálleik á móti CP. Virkaði öruggari en áður og var að gera eitthvað af viti (átti nokkur góð inngrip, virkaði vel staðsettur, átti ágætar sendingar og varði skot sem að vísu fór beint á hann). Ég er því búinn Karius í betri sátt. Ég er viss um að góðar vörslur fari að detta inn hjá honum í næstu leikjum. Hann er örugglega fínn þegar hann finnur sig, sbr. hvernig hann var í Þýskalandi. Áfram Karíus.

 39. Held að Maggi þurfi bara að setja saman góðan pistil um samanburðinn á markmönnunum okkar. 🙂
  Þá er kominn heill þráður til að rífast yfir þessu! 🙂

 40. ég var farinn að fagna því þegar palace komust í færi því ég vildi sjá hvort hann karíus blessaður g?ti varið einhver skot.

 41. Sammála Styrmi #48!

  Annars geggjaður leikur, frábær skemmtun og líklega erfiðustu andstæðingarnir síðan við spiluðum við Chelsea. Í þeim skilningi að þeir sóttu meira en allir síðustu andstæðingar okkar, líklega til samans. Þeir herjuðu rækilega á okkar mark, sérstaklega í seinni hálfleik (þótt þeir hafi skorað bæði mörkin sín í fyrri hálfleik).

  Karius kom vel út úr leiknum í seinni hálfleik amk., hann hefði kannski getað gert betur í fyrra markinu en sökin liggur samt fyrst og fremst hjá Lovren.

  Það er of snemmt enn sem komið er að dæma hann. Við munum hvað De Gea var mjór og aumur, var slakur í teignum á sínu fyrsta tímabili. Síðan þá er hann orðinn líklega besti markvörður deildarinnar. Það breytir ekki því að mögulega mun markvarslan og aulalegur varnarleikur á köflum verða helsta ástæða þess að það verður erfiðara að vinna titilinn.

  Alveg án þess að ætla að jinxa neitt – sem ég geri þó alveg pottþétt og liðið tapar næsta leik – þá eru þessir tveir síðustu sigrar, á WBA og Crystal Palace, mjög stór vísbending þess að liðið muni berjast um titilinn í vetur. Það er fátt sem bendir til annars. Auðvitað geta hlutirnir skroppið í baklás, einhvern tímann var talað um black november og black february en við vonum auðvitað að það verði ekki á þessu tímabili. Allavega virðast andstæðingarnir ráða mjög illa við sóknarleik Liverpool og þjálfararnir standa ráðalausir gagnvart geggjuðu flæði og hraða í sókninni hjá Liverpool. Takk í bili, við skrifumst um næstu helgi.

 42. Það verður bara að segja tað alveg eins og er Að Mignole hefur virkað mun öruggari í markinu í síðustu leikjum sem hann hefur spilað heldur en Karius í sínum fyrstu leikjum hjá okkur. Ég sagði það hins vegar hérna strax í sumar að eg væri handviss um að Klopp væri að kaupa Karius sem nr eitt sem reyndist svo hárrétt. Karius hlýtur að fara að fá meira sjalfstraust en það sem hefur pirrað mig mest við hann er að hann er trekk i trekk að senda boltann beint útaf vellinum og i nokkur skipti ætla að senda einfaldar sendingar með jörðinni út a bakvörð en ekki hitt á hann og sent beint utaf, greinilega stress i kallinum en tetta er eitthvað sem mun lagast og það mjog fljótlega. Hann er einnig stressaður í fyrirgjofum en sem betur fer er liðið okkar að skora fullt af morkum tessa dagana og tvi svigrúm fyrir Karius að komast betur og betur inní þetta. Einnig má benda á tað að markmenn i þessari deild hafa margir hverjir þurft smá tíma til að venjast deildinni og má þar meðal annars nefna David De Gea. Ég allavega treysti Klopp bara fyrir þessu og held að Karius verði bara betri og betri með hverjum leiknum og eftir jól verðum við komnir með miklu betri markmannn i Kariusi..

 43. Mér finnst bara ótrúlegt að….

  Maðurinn sem færði Milner í bakvörðinn þvert á kröfur okkar, setti Henderson óvænt á djúpan, keypti ekki miðverði heldur losaði sig við 2 og annar þeirra fór í agabann (fékk einn gefins í staðinn sem er að heilla alla evrópu nuna), keypti ekki framherja þrátt fyrir að losa sig við einn á 30 m. og við allir á því að framherjastaðan hafi verið aðal vandamálið á síðasta tímabili, hefur gert Couthinho að stöðugum og einum flottasta leimanni evrópu þurfi hreinlega að verja það eða réttlæta að Karius sé í markinu. Ef það er einhverntímann hægt að gefa stjóra smá slaka og traust með einhverja ákvörðun og láta þetta koma aðeins í ljós þá er það núna 🙂

 44. Vill einhver ykkar Kop penna gera mer þann greiða að skrifa pistil um okkar àstkæra lið STRAX, alveg sama um vinkil eða efni. Er að verða òður af spenningi og engum fréttum?

Crystal Palace 2 – Liverpool 4 (dagbók)

Tímabilið búið hjá Danny Ings – aftur!