Crystal Palace á morgun (laugardag)

Liverpool freistar þess að ná þriðja sigri sínum í röð á morgun, laugardag, þegar þeir heimsækja Crystal Palace á Selhurst Park kl. 16:30.

thumb_10404_default_news_size_5

Hvar á að byrja þegar maður fjallar um Crystal Palace? 3-3 leikinn? Pardew? Benteke? Það er af nógu að taka!

Formið

Okkar menn eru á flugi, 4 sigrar í síðustu 5 deildarleikjum sem gerir 13 stig af síðustu 15 mögulegum. Ekki nóg með það heldur er Liverpool taplaust í síðustu 10 leikjum, eða síðan við töpuðum gegn Burnley í ágúst. Liverpool er því með 20 stig í 1-3 sæti með Arsenal og Man City. Spilamennska liðsins á útivelli hefur verið frábær, hafa nú þegar spilað á erfiðum útivöllum eins og Emirates og Brúnni en eru samt með 3 sigra, 1 jafntefli og 1 tap í 5 útileikjum.

Á sama tíma hefur þetta Crystal Palace lið Pardew verið í talsverðu basli, sitja í 11 sæti deildarinnar með 11 stig. Þeir hafa tapað síðustu tveimur deildarleikjum og eru með 7 stig af síðustu 15 mögulegum. Árangur þeirra á heimavelli hefur ekki verið neitt sérstakur heldur, 1 sigur, 1 jafntefli og 2 töp í 4 leikjum.

deildin

Formið gefur okkur ekki samt ekki neitt. Mér líður alltaf frekar illa yfir þessum leikjum á Selhurst Park, kannski má tengja það við 3-3 leikinn hérna um árið, eða bara þeirrar staðreyndar að okkur hefur ekkert gengið allt of vel þarna á síðustu misserum. 1 útisigur í síðustu 4 deildarleikjum á Selhurst Park, sá sigur kom einmitt í mars á þessu ári undir stjórn Klopp eftir að hafa lent 1-0 undir þá tryggði Benteke (skemmtilegt) okkur 1-2 sigur á 90 mínútu leiksins úr vítaspyrnu!

Crystal Palace

Alan Pardew hefur vegnað nokkuð vel gegn Liverpool sem stjóra. Í deildinni höfum við mætt þeim 3 sinnum undir hans stjórn, tapað báðum heimaleikjunum en sigrað útileikinn. Hann kom með mjög svo óvænt útspil í dag þegar hann sagði að Liverpool væru klárlega lið sem muni gera atlögu að titlinum!

Annar þarna sem okkur hefur gengið illa með? Gayle er blessunarlega séð farinn, hann var eins og Ronaldo gegn okkur í hvert sinn, en það er annar framherji þarna sem okkur hefur gengið hræðilega með síðustu fimm árin eða svo, Christian nokkur Benteke. Ég held að hann sé helsta ástæðan fyrir því að Skrtel fór að spila í öðru landi, fær líklega enn martraðir frá viðureignum sínum við Belgann. Hann hefur farið ágætlega af stað síðan Palace keypti hann á ~32M punda. Átti reyndar hræðilega vítaspyrnu í þar síðustu umferð en fyrir utan það þá hefur hann skorað 3 mörk í 7 leikjum. Planið hjá okkar mönnum hlýtur að vera að fá ekki á sig horn- og/eða aukaspyrnu í þessum leik, myndi ekki veðja gegn Benteke m.v. það basl sem er á okkur í þessum föstu leikatriðum. Ekki það að Benteke hafi þurft ástæðu til þess að gíra sig upp í leiki gegn Liverpool en hann telur sig vafalaust hafa mikið að sanna í þessum leik!

Annar sóknarmaður sem við þekkjum til, Remy, mun ekki spila vegna meiðsla. Annars eru allir heilir hjá heimamönnum, helst Puncheon sem er eitthvað tæpur en hann mun líklega vera orðinn klár seinni partinn á morgun, ef ekki þá er Cabaye klár!

Persónulega finnst mér að þetta Crystal Palace lið eigi að vera hærra í töflunni en raun ber vitni. Þeir hafa eytt talsvert af peningum og fjárfest í fínum leikmönnum eins og Tomkins, Cabaye, Zaha, Townsend og Benteke á síðustu 2-3 árum. Byrjunarliðið hjá þeim er a.m.k. ekki svo slæmt. Ég ætla að skjóta á þetta lið hefji leikinn á morgun, Puncheon gæti reyndar komið inn í stað Cabaye:

Mandanda

Ward – Tomkins – Delaney – Kelly

McArthur – Cabaye – Ledley

Townsend – Benteke – Zaha

Liverpool

Hjá Liverpool er það bara Milner sem er spurningamerki. Hann er búinn að vera veikur síðustu daga en æfði víst með liðinu í gær svo að vonandi verður hann orðinn klár á morgun.

Eftir miklar róteringar síðustu misseri þá er loksins kominn smá stöðugleiki í öftustu línuna hjá okkur, jákvætt það! Maður getur eiginlega gengið að því sem vísu að okkar öftustu fimm verði þeir sömu og í síðustu leikjum nema þá að Milner verði ekki orðinn klár eða einhver detti út í lokaundirbúningnum sökum meiðsla.

Það er ekki alveg jafn auðvelt að spá fyrir um liðið framar á vellinum. Lallana og Wijnaldum eru báðir orðnir klárir, Lallana spilaði auðvitað gegn W.B.A og Wijnaldum átti ágætis leik gegn Tottenham á þriðjudaginn. Ég er nokkuð viss með að Lallana verði í liðinu á morgun, bara spurning hvort það verði Wijnaldum eða Can sem taki sér sæti með honum og vinnuhestinum Henderson á miðjunni.

Sturridge átti frábæran leik í vikunni og telur sig eflaust eiga rétt á að byrja leikinn á morgun. Ég hallast samt að því að Klopp vilji ná upp pressunni í þessum leik og spili því með Firmino á toppnum. Mané og Coutinho ættu að vera á sínum stað, báðir verið frábærir það sem af er tímabili!

Ég ætla að skjóta á þetta lið á morgun, vörnin óbreytt, Can í liðinu á kostnað Wijnaldum og fremstu þrír verða þeir Mané, Firmino og Coutinho.

Karius

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Can – Henderson – Lallana

Mané – Firmino – Coutinho

Spá

Ég er smá stressaður fyrir þennan leik á morgun. Mér finnst alltaf erfitt þegar Liverpool er að spila á Selhurst Park og ég er alltaf skíthræddur við Benteke….. þ.e.a.s. þegar hann er í hinu liðinu. Það sem hræðir mig jafnvel enn meira er að ég ætla að spá okkar mönnum sigri á morgun, það veit nefnilega sjaldnast á gott!

Mikið væri ég til í 0-3 í hálfleik og allir léttir seinni partinn á laugardegi! Þetta verður ekki þannig leikur, sé það bara ekki gerast. Ég held að þetta verði hrikalega erfitt, þetta verður stressandi og bölvað basl. Ef liðið ætlar sér hluti þetta tímabilið þá þarf það að geta náð þessum erfiðu sigrum. Ég held því að þetta verði hrikalega öflugur móralskur sigur, segjum 2-3 sigur þar sem að við skorum sigurmarkið á síðasta korterinu eða svo.

cvemalvxeaawix5

YNWA

9 Comments

  1. Fact #1. Benteke er alltaf að fara að skora í þessu leik.
    Fact #2. Við hefðum alltaf tapað þessum leik pre Klopp.
    Fact #3. Jurgen Klopp er núna Manager hjá Liverpool FC 🙂
    Fact #4. Við erum að fara að effing vinna þennan leik !!

    Göðar stundir.

  2. Það er komin pressa á okkar menn, Alex Ferguson byrjaður að tala um að Liverpool sé contender og rúmlega það og við aðdáendur farnir að skoða prógrammið framundan og skoða stigin sem eiga að detta í hús fram að áramótum…….ég er amk sekur um það.

    Að því sögðu þá er ég bara bullandi bjartsýnn á leikinn á morgun, enda er ekki annað hægt þegar maður fær svo mikla ánægju af því að horfa á það hvernig liðið okkar spilar.

    Við vinnum þennan leik og Big Ben koksar fyrir framan markið eins og hann gerði svo oft í rauðu treyjunni.

    Gleðin heldur áfram!

  3. Þetta verður mjög snúinn leikur á morgun. Frekar ljóst að Benteke á eftir að skora gegn okkur og ég er þeirrar skoðunar að Crystal Palace liðið eigi eftir að spila mjög þéttan varnarleik gegn okkur og keyra svo grimmt á skyndisóknir með frekar góðum árangri.

    Mér finnst flæðið með Wijnaldum vera töluvert betra heldur en þegar Can er á vellinum og því myndi ég velja hann framyfir en ég veit svosem ekki hvað Klopp gerir. Það er líklega betra jafnvægi í liðinu með Can inná og líklega betri vörn í föstum leikatriðum. Sem þýðir að það er eiginlega ómögulegt fyrir Klopp að velja á milli þeirra, ætli hann hafi ekki Can inni til öryggis en horfi síðan til Wijnaldum, Sturridge og Origi ef hlutirnir þróast illa fyrir okkar menn.

    Eigum við ekki að segja 0-1 í massaerfiðum leik sem gefur okkur mjög góð fyrirheit um framhaldið, Sturridge skorar í uppbótartíma.

  4. Alan Pardew er þjálfari sem trúir á að þau lið sem sækja er þau sem skora og vinna leiki.. ég hef trú á að hann muni sækja á okkur og þess vegna ætla ég að spá 3-1 sigri fyrir okkur í LFC 😉

  5. Flott upphitun.
    Það er enginn efi í mínum huga að Wijnaldum byrjar þennan leik, á kostnað Can. Ég held að Klopp áliti Henderson, Lallana og Wijnaldum vera bestu miðjuna sína akkúrat núna.

  6. No worries, 1-4
    Coutinho 2
    Henderson 1
    Firmino smellir einu

    Benteke minnkar muninn á 75. min

  7. Nr. 7: Að öllum líkindum en þó ekki alveg, upp á síðkastið finnst mér blabseal hafa dottið svolítið út eða ekki sýnt leikinn. Hins vegar þá hefur þessi síða hérna hefur reynst mér vel ef blabseal er með stæla: https://www.reddit.com/r/soccerstreams/
    Linkur fyrir leikinn er aktívur klukkutíma fyrir leik og hægt að finna marga góða strauma en einnig mjög góða Ace strauma ef menn eru að nota það 🙂

Kop.is Podcast #126

Crystal Palace 2 – Liverpool 4 (dagbók)