Liverpool – Man Utd 0-0 (Skýrsla)

Bestu leikmenn Liverpool

Rétt eins og þegar liðið er að spila vel þá var enginn að standa sérstaklega uppúr í dag. Til að velja einhverja úr þá fær miðvarðaparið heiðurinn í dag. Það var ekkert að frétta í sóknarleik United í dag og háir boltar sem óttast var fyrir leik voru ekkert til vandræða. Henderson var einnig góður á miðjunni en Coutinho og Can áttu erfiðara uppdráttar. Lallana gjörbreytti okkar liði eftir klukkutíma leik og var klárlega sárt saknað í dag.

Vondur dagur

Daniel Sturridge átti verulega erfiðan dag og það sást óþægilega vel þegar hann var tekinn af velli. Það er ekki langt í að Origi fari framfyrir hann í goggunarröðinni held ég svipað og við sáum á síðasta tímabili. Mané fannst mér ekki heldur ná neinum takti við leikinn og það gekk lítið upp hjá honum í dag. Can var lengi í gang en náði sér betur á strik þegar leið á leikinn.

Hvað þýða úrslitin

Afskaplega lítið. Mourinho fékk stigið sem hann er á höttunum eftir úr svona leikjum og þetta eru betri úrslit fyrir United heldur en Liverpool. Tímabilið var samt langt frá því að vera ráðast í dag, Liverpool hefur verið að safna stigum ágætlega undanfarið og það vinnur ekkert lið alla leiki. Liðið var engu að síður að spila ágætlega og vinnur svona leiki gegn liðum með verri markmann en United hefur.

Dómgæslan

Blessunarlega verður hann ekkert aðalatriði eftir leik, hann leyfði nokkrum United mönnum að brjóta ansi oft án þess að spjalda þá og hann lét Mourinho spila algjörlega með sig í uppbótartíma þegar hann bætti 7 sekúndum við þrátt fyrir skiptinguna á Young sem tók mínútu þar sem Young greyið skilur ekki klukku með “army time” og vissi ekki að hann ætti að fara útaf. Pirrandi en ekkert sem hafði stór áhrif á úrslit leiksins.

Umræðupunktar eftir leikinn

 • Mourinho er að spila sömu leikaðferð í svona leik eins og hann hefur alltaf gert og þetta hefur reynst honum mjög vel í gegnum tíðina. Smá spes að sjá þetta rándýra lið mæta í svona leik til að halda stiginu og nákvæmlega eins og rándýr útgáfa af Stoke undir stjórn Tony Pulis. Liverpool þarf að brjóta svona lið niður því þetta er það sem koma skal í vetur.

 • Liverpool á að vinna svona leiki, stig er ekki nóg þegar tölfræðin er svona.

 • Upplegg United í dag sýnir á móti ágætlega hvert þetta Liverpool lið er komið og United verður ekki eina stórliðið sem fer inn í leik á Anfield með óttablandna virðingu fyrir sóknarleik Liverpool.

 • Meiðsli voru okkar mönnum erfið í dag. Það var enginn frá vegna meiðsla hjá United á meðan Liverpool þurfti að gera tvær breytingar á miðjunni sem veiktu liðið. Hópurinn er mun sterkari hjá Liverpool en hann var í fyrra en svona breytingar hjálpa nákvæmlega ekkert fyrir svona leik.

Næsta verkefni

Næst er það W.B.A. heima, á eftir þessum Tony Pulis leik er bókstaflega komið að Tony Pulis næst. Hans menn náðu í gott stig gegn Tottenham í þessari umferð og því ljóst að þeir verða erfiðir. Johnny Evans verður í banni sem er gott mál. Spili Liverpool eins og þeir gerðu í dag vinna þeir W.B.A.

Eftir allt þetta build-up endum við með steindautt 0-0 jafntefli.

Eins og Klopp orðaði það í viðtali eftir leik, JIBBÝ.

40 Comments

 1. Morinjó er jafn skemmtilegur og Skúli frændi. Ömurlegur gæji.

  Liverpool mest oftast með boltan og bara Degea sem stoppaði að við vunnum.

  Vinnum bara næst er ekki það?

  Never eolk alone

 2. Jæja, þetta voru ekki skemmtilegust 90 mínútur fótbolta sögurnar. Það magnaða við þennan leik er að hann náði að svara nánast engu um bæði liðin. Og þó.

  Ég átti mig ekki alveg á ánægju United manna með þennan leik, rámar að LVG hafi verið slátrað fyrir álíka frammistöður. Þeir eru eftir þennan leik utan topp fjögur, með færri stig en á sama tíma í fyrra og náðu sex snertingum inn í teignum hjá okkar. Svíinn stóri virtist stein hissa á að það væri línu vörður, var ítrekað tekin í rangstöðu gildruna. Ég veit í alvöru ekki hvað míkrófónninn gerði í leiknum og De Gea er og verður áfram best markmaður heims. Ein spurningin um þá sem var svarað er að Móri er og verður Móri, hann hefur ekkert breyst og gerir það tæpast úr þessu, ekki vera að taka frá heimsóknir United á Anfield næstu 2-3 árin. Þær verða svona.

  Þá er það við. Held að Daníel okkar Sturridge muni sinn fífil fegri. Þetta eiga að vera leikirnir hans, þar sem hann töfrar fram eitthvað undur. Það gerði hann ekki og virkaði bara ekki í takt við sóknina okkar, en held samt að fæstir hefðu lookað vel þarna inná. Enga síður áhyggju efni hversu mikið við bötnuðum þegar hann fór útaf.

  Vörnin var fín, miðjan var eins og miðja sem hefur ekki spilað saman áður, Hendo átti fínan leik gegn 90 milljón punda manninum og Moreno kom inn, sem gladdi mig pínu. Held ennþá með kauða.

  Hins vegar var eitt sem ég tók eftir. Þegar leið á leikinn virtist ekkert panik koma á menn. Oftar en ekki gegn liðum með meirapróf hafa okkar menn misst haus þegar á líður, gert feil og fengið mark framan í sig. Þetta lið hélt aga, hélt áfram að prufa sig áfram og hefði með smá heppni getað lumað einum inn. Flest lið sem koma á Anfield verða ekki svona góð í rútu akstri.

  Eins og stendur erum við tveim stigum frá toppi deildarinnar, í topp fjórum. Sigurvegarar kvöldsins voru Spurs, Arsenal og City. Það er það sem við hefðum beðið um í bjartsýni fyrir tímabil. Nú kemur ágætis sprettur af minni liðum sem sker endalega úr hvorum megin í topp fjórum við berjumst þennan vetur.

 3. Er svo pirraður yfir 0-0 í þessum leik sem Liverpool átti einfaldlega að vinna

 4. mikið rosalega er eg sáttur við að móri varð aldrei stjóri hja okkar ástkæra liði. hjukkit!

 5. Nú vil ég að Danny Ings fái að koma inn í hópinn og Sturridge…. má bara fara í U-23 liðið.

 6. Bæði lið voru varnfærnisleg í þessum leik. Man utd spiluðu bara eins og við áttum von á vörðust með 11 leikmönum og voru mjög þéttir tilbaka.
  Okkar menn komust ekki alveg í gang en það var ekki fyrr en Lallana kom inná að Klopp setti hápresuna í gang og þá fórum við að stjórna leiknum betur.
  Það má ekki gleyma því að við héldum hreinu sem er mjög gott hjá okkur, það má ekki gleyma því að DeGea varði tvisvar sinnum virkilega vel og á móti öðrum markmönum hefðu þessi skot líklega legið inni.

  8 leikir búnir og við búnir með rosaleg prógram Arsenal úti, Chelsea úti, Tottenham úti, Leicester heima og Man utd heima – þarna eru 5 gríðarlega erfiðir leikir búnir.

  Bestu leikmenn liðsins í dag : Lovren/Matip voru mjög solid. Henderson skilaði sínu, Coutinho var ógnandi í síðarihálfleik en þótt að maðurinn spilaði aðeins 30 mín þá fannst mér Lallana kom með ákveðin kraft í þetta hjá okkur og sýndi einfaldlega að hann er orðinn lykilmaður hjá okkur.

  Sturridge náði sér ekki á strik, Karius var einu sinni heppinn og E.Can virkar einfaldlega ekki alveg tilbúinn.

  0-0 staðreynd en nóg eftir að mótinu og við enþá í baráttuni nálagt toppnum. Lallana og Winjaldum vonandi báðir tilbúnir í næsta leik gegn WBA og hjálpi okkur að ná 3 stigum.

 7. Þetta var ömurlega leiðinlegur leikur.
  Mér fannst Mane vera vonbrigðin. Taktleysi hans og Can gerði ógnina sem hefur verið okkur svo raunagóð að engu. Þetta datt því niður í það að eina vonin var að brassarnir eða Sturridge myndu ná að töfra eitthvað upp úr engu. Líkurnar á því jukust þegar Lallana kom inná, en utd. mega eiga það að þeir voru þéttir og alltaf mættir í bakið á þeim.

  Að því sögðu var Utd. ekki að gera neitt og hefðu lent í vandræðum ef við hefðum náð að leka einu inn.

 8. Var að horfa á tímabilið í fyrra eftir 8 leiki þá var Liverpool með 12 stig og markatöluna 8 -11.
  Í dag er þetta svona 17 stig markatalan 18 -10 og Liverpool fékk 5 mörk á sig í tveimur fyrstu leikjum vetrarins ! þetta er bara upp!! Liverpool á þessum tíma í fyrra búið að tapa fyrir Man og West Ham 3-1 og 0-3 jafntefli við NORWICH 1-1 !! ( þetta er ekki djók) og rétt mörðum Aston Villa hm og einhverjir 1-0 á móti Stoke og Arsenal 0-0 …. Djöfull er gaman að vera LFC fan í dag.

 9. Sælir félagar

  Við vorum undirmannaðir á miðjunni í fyrri hálfleik og áttum lítil svör við massivri vörn Móra. Ég heyrði haft eftir Herrera að uppleggið var að tapa ekki leiknum hvað sem það kostaði og gangurinn var eftir því. Dómarinn leyfði MU mönnum of mikið en svo sem ekkrt hægt annað að finna að dómgæslunni. De Gea bjargað stiginu fyrir Móra og er einn besti markvörðu í heimi án vafa og á eftir að redda nokkrum stigum fyrir sitt lið í vetur.

  Strurridge og Mane hafa átt betri dag en Sturridge ekki öfundverður af hlutverki sínu í fyrri hálfleik. Hinsvegar var sama sagan hjá honum í seinni og hefði mátt vera utan vallar allan leikinn. Ég held að Origi hefði allan daginn gert MU vörninni erfiðara fyrir með hraða og líkamsburðum sem DS vantar sárlega nú um stundir. Aðrir á pari svo semþ

  Það er nú þannig

  YNWA

 10. Ekkert nýtt í kvöld. Móri fer í stórleikina til að drepa þá og hefur alltaf gert. Yfirleitt fær hann stig, og í besta falli grísar hann á sigur.

  Ég svíf sæll inn í draumalandið í kvöld, vitandi það að á komandi leiktíðum fáum við að njóta þess að horfa á handbragð Klopp móta liðið og gleðina sem hann færir okkur, á meðan stuðningsmenn manutd verða fastir í ömurlegustu rútuferð ævinnar með Móra undir stýri. Og í þeirri rútuferð eru engin pissustopp.

 11. Sæl öll.

  Þá er þessi leikur frá og ég er bara sátt og hrikalega stolt af mínum strákum þeir spiluðu bara sinn bolta og létu andstæðingana ekki hafa sig út í neina vitleysu.
  De Gea var það sem bjargaði Man.Utd og einn vinur minn sem er svo óheppin að halda með þeim sagði við mig á facebook” ef við hefðum haft ykkar markmann þá hefðum við tapað leiknum” Ég las þetta aftur og aftur og fór svo að hlæja og sendi honum skilaboð tilbaka” við vorum með hann og töpuðum ekki …kannski hefðum bara getað sleppt því að hafa markmann.” Hann fattaði greinilega ekki að grínið hans gerði lítið úr hans eigin liði…dæmigert fyrir svona fólk.
  En ég lifði þetta af og nú er smá spennufall fram að helgi þá byrjar geðveikin aftur, en mikið er nú gaman að styðja þetta lið okkar sem lét bara eins og það sæi ekki rútuna og hljóp í kring um hana og undir hana…

  Þangað til næst
  YNWA

 12. spilaðist svona nokkurnveginn eins og maður átti von á.. halda hreinu plús.

  stærra stig fyrir united en liverpool. nei held ekki.. þeir eru ennþá 3 stigum á eftir okkur, við erum hinsvegar aðeins 2 stigum frá toppnum með mjög gott leikaprógramm framm að áramótum.

 13. Spurning hvort Karius hefði ekki átt að fá að vera með í kaflanum vondur dagur? Var ansi nálægt að færa united mark á silfurfati og var óöruggur í 90 mín. ? Hlakka til að sjá hans sterku hliðar einn daginn.

 14. Fannst jafntefli sanngjörn úrslit í frekar leiðinlegum leik. Mikill munur á markvörðum þessa liða í dag og hefði getað ráðið úrslitum. En mikið var vont að hlusta á Gary Neville lýsa þessum leik. Aldrei verið sérstaklega ósáttur við hann í sjónvarpinu en að setja hann á þennan leik var vont. Lít annars á þetta sem gott stig frekar en töpuð stig. Og gaman hvað Man u er leiðinlegt undir Móra.

 15. Allir leikmennirnir lögðu sig fram gegn hrikalega vel skipulögðu rándýru Móra liði. Það er ekkert grín fyrir okkar menn að berjast gegn þessum kjötflykkjum hjá Man u, ég meina Pogba, Zlatan, Fellaini…og allir í Man u börðust eins og ljón. Langar að minnast á Rashford, átti frábæran leik, hann getur orðið stjarna.

  Mér finnst svona leikir ekkert minni skemmtun, að sjá menn berjast allann tímann, frábær skemmtun.

  Í lok kvölds áttum við meira skilið að vinna og finnst mér það mjög flott. Eftir svona leik þarf engninn að örvænta, halda þessu áfram og þá verðum við í topp 4…hvar nákvæmlega verður svo bara að koma í ljós.

 16. Það sem mér fannst einmitt vanta í þennan leik vara alvöru barátta frá upphafi leiks. Það var sama og engin pressa í fyrri hálfleik. Liðið sem hleypur minnst allra í deildinni kemur á Anfield og þeir fá nægan tíma á boltann í fyrri hálfleik á móti liðinu sem hleypur mest allra.

  Ég er hundfúll yfir að hafa tapað stigum í þessum leik því þetta voru alltaf tvö töpuð stig á móti lélegra liði. Lallana sýndi enn og aftur að hann er orðin lykilmaður í þessu liði og við megum ekki við því að hann sé mikið frá í vetur. Sturridge mun svo líklega ekki vera mikið í byrjunarliðinu í vetur og komin tími á að Origi og Ings fari að fá almennilega sénsa.

  Karius er svo enn stórt spurningamerki í mínum huga og var mjög shaky í þessum leik.
  Er samt alveg til í gott sokkaát hvað hann varðar.

  Nú er bara að anda djúpt og vona að 3 stig detti í hús eftir leikinn á móti WBA.

 17. “Það var enginn frá vegna meiðsla hjá United á meðan Liverpool þurfti að gera tvær breytingar á miðjunni”.

  Þetta er ekki sanngjörn framsetning. Hjá ManU var t.d. Anthony Martial meiddur, hann hefði alveg getað verið í starting 11 hjá þeim. Svo eru bæði Luke Shaw og Mhkitaryan að stíga upp úr meiðslum. Það eru leikmenn sem gera klárlega tilkall til byrjunarliðssætis þegar þeir eru heilir.

  Annars slappur leikur hjá báðum liðum.

 18. Maður leiksins: Lovren.

  Það var kannski ekki áberandi en hann gjörsamlega pakkaði Zlatan saman eins og ódýru IKEA-húsgagni sem er nú ekki lítið afrek.

 19. Sæl og blessuð.

  Þetta er allt að skýrast. Liðið þarf að eiga svar við hápressu í fyrri hálfleik – en eins og var um Svanvetninga í síðasta leik, var allur vindur úr Sambandinu núna í gær. Það tekur á að æða svona út um allan völl, fóstbræðurnir Pogba og Zlatan voru komnir upp að vítateignum okkar um leið og átti að spila út boltanum og smá dró af þeim. Zlatan var svo oft rangstæður að maður var farinn að velta því fyrir sér hvort dómarinn gæfi honum ekki bara gult spjald.

  Hvað um það, það er ekkert grín að eiga við þessa Golíata á miðjunni hjá þeim. Hefði dómarinn (sem var nú bara samt ágætur…) byrjað fyrr á áminna þá, hefði losnað um miðjuna og eitthvað getað gerst.

  Þá er það ljóst að hinn frómi Sturridge er ekki að glansa. Öll biðin eftir þessum dreng þegar hann hefur verið haltur… en svo þegar allt virðist ok með kauða, þá sýnir hann lítið sem ekkert. Vissulega blómstra ekki framherjar þegar miðjan er í lamasessi eins og var lengst af í gær. Mane var líka ekki að heilla mig – m.v. þær væntingar sem ég bar til hans. Fékk svo keytu fyrir hjartað þegar hárprúður Moreno birtist þarna eins og ljóshærður skratti úr sauðalegg og byrjaði að dæla sendingum úr teignum á miðjumenn Sambandsins. Þeir voru sem betur fer búnir á því, eftir öll hlaupin og nýttu ekki þau færi sem buðust.

  Það er morgunljóst að enginn annar en De Gea hefði varið þennan þrumufleyg Coutinho og hefði galdrakarlinn okkar, verið kominn skrefinu nær hefði líklega enginn að De Gea meðtöldum, átt sjans í þann bolta. Þá hefði nú verið kátt í höllinni. En svona fór þetta og ég er viss um að nú bera þeir saman stílabækur sínar, Klopp og samstarfsmenn og finna leið til þess að smyrja gangverkið að nýju.

  Ok. Fyrsta hvíta lakið í vetur sem er jákvætt, því sannarlega hefði, með smá mourinhískri glópaheppni eitthvað getað farið úrskeiðis í fyrri hálfleik og þá hefði maður grátið söltum tárum í koddann. Það gerðist ekki og nú er bara að mæta til leiks á móti WBA og sækja þangað sigur. Það er stutt í toppinn og alltaf stutt í næsta leik (miðað við þessa órabið síðast a.m.k.)

 20. Shit ég trúi ekki að aðdáendur utd sætti sig við þessa spilamennsku að það sé búið að breyta utd í eitthverskonar stoke 2.0

  Held þrátt fyrir að maður hafi séð mjög mikið af þessum 1-0 sigrum hjá utd undir fergie þá voru þeir samt yfirleitt að dominata leikina lengi vel.
  í gær slógu þeir met að vera hvað lélegir semsagt minnst með boltan í 24 ár já ég er nokkuð viss um að það sé skref uppávið ? samkvæmt móra allavega.

  En að okkar mönnum tja þetta er engin heimsendir ekki einu sinni nálægt því . Það sást langar leiðir að liðið og Klopp voru hundfúlir með þetta semsagt eins og tap í þeirra augum og okkar líka.

  Það sýnir einfaldlega hvert við stefnum og hvar metnaðurinn er hjá LFC þessa stundina ekkert nema að vinna kemst að við erum ekki ánægð með 1 stig ekki einu sinni á móti utd sem ég tel mjög gott.

  Vonandi munum við geta spila okkar leik allar 90 mínutur næst og þá tökum við 3 stig
  Góðar stundir bræður og systur.

 21. Liðið var svo afleitt hjá okkur í fyrri hálfleik, engaaaar sendingar rötuðu á rétta menn, eða jafnvel á samherja. Firminhio var áberandi hræðilegur fannst mér í fyrri.

  Sturridge var eins og draugur lengi vel og það sást alveg fáránlega vel á liðinu hvað coutinho/lallana/firminio combóið er í dag okkar sterkasta framlína, var allt annað að sjá sóknarleikinn eftir að Lallana kom inná.

  Karius held ég sé að fara fá De Gea tímabilið sitt, sama og Ferguson gerði með De Gea á sínum tíma þrátt fyrir gríðarlega háværar raddir frá stuðningsmönnum United um að henda honum á bekkinn. Hann á eftir að gera mistök en ég held að hann verði á endanum töluvert meira solid markmaður en Migno.

 22. Flesta leiki tekst Mourinho að gera leiðinlega. Vorkenni Utd aðdáendum að sitja uppi með þennan skarf.

 23. “Það var enginn frá vegna meiðsla hjá United á meðan Liverpool þurfti að gera tvær breytingar á miðjunni”.

  Þetta er ekki sanngjörn framsetning. Hjá ManU var t.d. Anthony Martial meiddur, hann hefði alveg getað verið í starting 11 hjá þeim. Svo eru bæði Luke Shaw og Mhkitaryan að stíga upp úr meiðslum. Það eru leikmenn sem gera klárlega tilkall til byrjunarliðssætis þegar þeir eru heilir.

  Annars slappur leikur hjá báðum liðum.

 24. Verðum að fara taka 3.stig gegn liðum sem enda í 10-20 sæti í deildinni, þetta verður að komast í lag 0-0 gegn liði sem mun ekki enda ofar en 10.sæti er ekki ásættanlegt. Lærum af þessu.

 25. Joe Allen væri lykilmaður Manutd ef hann væri þar
  sturluð staðreynd

 26. Það verður að viðurkennast að ætlunarverk Móra tókst nær fullkomlega. Hann steindrap leikinn og hafði engan áhuga á að vinna hann. Það verður reyndar líka að viðurkennast að við áttum enga heimsklassaframmistöðu og mikið vorkenndi ég aumingja Sturrigde í gær, hann átti ekki merkilegan leik. Mikil breyting um leið og Lallana kom inn.
  Ég myndi ekki vera kátur eftir leikinn sem stuðningsmaður Manutd. Það var meira púður í þeim undir stjórn VANGAL ….

 27. Sælir félagar

  Það er magnað að leikmenn MU eru að fá hærri einkunnir svo miklu munar en Liverpool leikmenn sem þó voru 75% með boltann og áttu einu raunverulegu tilraunirnar til að vinna leikinn. Athyglivert að varnarmaður MU er í liði vikunnar en enginn Liverpoolmaður þó hlýtur vörn MU sem fær mann í lið vikunnar að þurfa að verjast erfiðum sóknarmönnum til að fá þessa tilnefningu.

  Það er nú þannig

  YNWA

 28. #24 Móri verður örugglega i mesta lagi 2-3 ár 🙂

  Annars er frábært að sjá hvert við erum að stefna undir Herr Klopp, beint upp á topp… Hey! Þetta rímaði.
  Erum með ungt og hungrað lið, stjóra sem elskar klúbbinn og fansinn og það er gagnkvæmt. Meira að segja mótherjar okkar fýla stjórann okkar. Á meðan er móri með móral út i allt og alla. Það er gríðarlegur meðbyr og mikill metnaður i gangi hja okkur. Megi það vara sem lengst!

 29. #27 Sigkarl. Ef við metum leikin í gær miðað við hvor stjórinn og lið hans náði eða var nær því að ná markmiðum sínum, þá var Jose sigurvegari þessa leiks. Mutd virtist leggja upp með að verjast og alls ekki tapa leiknum. Í fyrri hálfleik gekk þessi taktík fullkomnlega upp og okkar menn voru í tómum vandræðum með að koma boltanum upp völlinn.

  Í seinni hálfleik vorum við jú meira með boltann og áttum 2 færi sem hefðu endað í netinu hjá flestum öðrum markmönnum , en það var samt frekar lítið í gangi hjá okkur. Mutd skiluðu einfaldlega betur þeirri leikáætlun sem lögð hafði verið upp.

  Mér finnst því eðlilegt að þeirra menn séu að fá hærri einkunir. Þó svo að sú leikáætlun hafi ekki verið mikið fyrir augað , þá var henni fylgt ágætlega eftir af leikmönnum liðsins.

  Er það ekki bara þannig 🙂

 30. Mér skilst að enn sé verið að fagna stiginu í Manchester. Liðið mun víst aka á opinni rútu um miðborgina um kvöldmatarleytið.

 31. Eina það sem ég vill segja er það að mér líður mun betur með Simon Mignolet í markinu okkar.

 32. Einn stolinn…..

  Ef Mourinho hefði verið að leikstýra Die Hard í gærkvöldi…..

  hefði hann látið Bruce Willis fela sig inni í skáp í 90 mínútur og hrósað honum eftir á…..

  fyrir að verða ekki fyrir byssukúlu. …….

  fliss fliss… múhahahahahaha

 33. Èg var að horfa á leik undir 23 hjá þessum sömu liðum nú í kvöld og það voru algjörir yfirburðir hjá Liverpool sem voru á útivelli, markvörður utd átti stórleik og varði oft meistaralega frá Ings og fleirum. Ég held að Liverpool hafi verið allavega 80% með boltann 🙂

 34. Mikið rosalega fannst mér Can vera hægur og luralegur, gerði vel í mörgum aðgerðum en heilt yfir var hann áberandi hægastur í öllu hlaupi og spili. Hreint lak er plús. Getiði ýmindað ykkur hvað hefði verið sárt að tapa þessum leik.

Liverpool – Man Utd 0-0 (Leik lokið)

Vangaveltur í kjölfar United leiksins