Klopp 1s árs

Á laugardaginn verður liðið eitt ár síðan Jürgen Klopp skrifaði undir samning og gerðist knattspyrnustjóri Liverpool FC. Er ekki allt í lagi að minnnast þess og jafnvel skála af tilefninu?

Á þessu ári hefur hann:

  • Stýrt liðinu í 61 leik sem er leikur á sex daga fresti að meðaltali (sennilega svona 4 daga fresti ef þú tekur landsleikjahlé og sumarfrí ekki með í dagafjölda).
  • Unnið 30, gert 17 jafntefli og tapað 14.
  • Náð 49.18% sigurhlutfalli sem er það 13. hæsta í sögu félagsins.
  • Farið með liðið í úrslit Deildarbikars og Evrópudeildar.
  • Fengið liðið til að skora 113 mörk sem eru næstum tvö að meðaltali í leik.
  • Ekki enn tekist að stoppa götin í vörninni, 68 mörk sem eru rúmlega mark að meðaltali í leik.
  • Lagt það í vana sinn að stýra liðinu til sigurs á útivöllum gegn stóru liðunum.
  • Mætt bæði Dortmund og Mainz, sínum fyrrum klúbbum, með Liverpool. Á fyrsta árinu sínu.

Tölfræðin segir samt ekki nema hálfa söguna. Margt þarna er jákvætt þótt sigurhlutfallið mætti vera hærra, mörk fengin á okkur mættu vera færri og ég er enn svekktur að það hafi ekki komið dolla í hús í vor. En áhrif Klopp á félagið ná langt út fyrir tölfræði, hann hefur lyft öllum klúbbnum og smitað allt af hungri í árangur og lífsgleði sem er að skila sér á áhorfendapallana og jafnvel inn á Twitter líka, og þá er mikið sagt.

Þetta er bara fyrsta árið. Megi þau verða mörg fleiri. Til lukku Jürgen!

klopp_stamfordbridge

19 Comments

  1. Ógleymanlegt þegar Liverpool aðdáendur voru að fylgjast með flugvélinni á Flightradar24.com. Sekur! 🙂

  2. Frábært fyrsta ár. Hlakka til að sjá hvernig gengur þegar hann fær heilt leiktímabil 🙂

  3. Eftirminnileg frétt frá þessum tíma var þegar einhver hélt að hann hefði séð Klopp hjá Audi-umboðinu í Liverpool að fjárfesta í bíl. Menn ekki lengi að tengja saman Þjóðverjann við þýskt bílamerki. Kom svo í ljós að þetta var bara bróðir eins af sölumönnunum. Klopp fever 🙂

  4. “Ekki enn tekist að stoppa götin í vörninni, 68 mörk sem eru rúmlega mark að meðaltali í leik.”

    Mikið rosalega er þetta orðið þreytt fullyrðing. Er sem sagt enginn munur á liði sem vinnur leiki 4-1 eða 5-1 en t.d rétt mer 5-4 sigur gegn Norwich eins og það gerði í fyrra og tapar t.d 3-2 leik gegn Southamton í fyrra en vinnur núna 2-1 leik gegn Swansea ?

    Jú jú vörnin er ekki orðin nógu sterk en hún hefur augljóslega stórlagast og er það í raun stærsta ástæða þess að liðið er á blússandi siglingu.

  5. Sælir félagar

    Það sem gerir gæfumuninn eftir Kloppárið er að nú er aftur gaman (síðan á Suareztímanum) að vera stuðningsmaður Liverpool. Liðið hans Klopp getur unnið hvaða lið sem er og gerir það oftast og nú eru “litlu” liðin líka orðin bráð LIverpool liðsins. Gaman er lykilorðið, GAMAN.

    Það er nú þannig

    YNWA

  6. Sælir

    ég verð í heimalandi Klopparans þegar leikurinnn við United er, í Frankfurt am Main, vitiði um góðan pöbb þar til að horfa á leikinn?

    annars til hamingju með Klopparann og megi hann verða lengi enn hjá okkur 🙂

    kv Bjarni Magg

  7. Sportbarinn Schpodt er við aðaltorgið. Ætti að sýna etta beint.

  8. Þetta litur vel út vonandi förum við að sjá hann stóra er með 89-90 liðið treju send frá clen hysen með nöfnum leikmanna upp á vegg áfram liverpool

  9. Já þetta fyrsta ár hefur verid mjog spennandi, 2 úrslitaleikir í fyrra sem því midur töpuðust og nú a hans fyrsta heila tímabili er útlitid bjart eftir frábæra byrjun. Núna er landsleikja hlé og madur getur ekki bedid eftir næsta Liverpol leik. Næsti leikur er gegn Man Utd og eg verd á Tenerife á breskum pöbb og vil fá sigur í þeim leik og skilja þarmed Man Utd eftir langt á eftir okkur. Erum bunir med langerfidast leikjaprógrammid og samt ekki nema 2 stigum frá toppsætinu.

    Já þad stefnir í mjog spennandi vetur og madur hreinlega getur ekki bedid eftir næsta leik 🙂

  10. Sælir félagar

    Kem hér með smámola sem kemur þessum þræði ekkert við en er skemmtilegt samt. Í Uruguay Primer Division er Liverpool FC að spila við River Plate. Það er greinilegt að í Uruguay hefur lið verið nefnt eftir okkar ástkæra liði á Englandi.

    Þetta er skiljanlegt þar sem liðið okkar er einmitt besta lið í heimi og eru menn að sækja lukku í nafnið reikna ég með. Þó gæti verið að þetta tengdist einhverjum leikmanni. En hverjum þá?

    Það er nú þannig og afsakið þráðránið

    YNWA

  11. Er að flytja aftur út til UK eftir áramót…til að vera nær Klopp

  12. Landsleikjagúrka og síðuhaldarar komnir í bókaútgáfu….er þá ekki kominn tími á slúður

    Hvað finnst fólki um að PSG (Peningasykurgeymsla) sé að fara bjóða óútfyllta ávísun í Coutinho okkar leikmann og leikmann Liverpool?
    1. Kveikja í ávísuninni.
    2. Coutinho er stórkostlegur…nei takk
    3. Coutinho er góður en óstöðugur…hmmmm
    4. Hvað segiru, hvað er ávísunin há?
    5. Selja hann, Klopp finnur einhvern snilling í staðinn.

  13. Sælir félagar

    15# nei takk. Nú er sá tími liðinn að mínu mati að við seljum okkar byrjunarliðsmenn. Við erum stór klúbbur með vonir og væntingar stórliða og seljum ekki okkar bestu menn.

    Það er nú þannig

    YNWA

  14. Það vill enginn fara núna. Menn eru að bæta sig gríðarlega (flestir amk) undir stjórn Klopps, stemmningin er frábær hjá klúbbnum og framtíðin spennandi. Svo fá menn föðurlegt klemm í lok leikja.

  15. Ég myndi orða það þannig að Klopp er búinn að koma þessari trú aftur inn í klefann, þ.e. að ef menn spila skemmtilega, skemmta sér og gera sitt besta er alltaf möguleiki á jákvæðum úrslitum.

    Þessi tími hefur ekki bara verið hopp og í og trallalí en maður er farinn að skemmta sér yfir því að horfa á leiki. Tilhlökkunin er aftur komin í aðdáendur og það smitast alveg pottþétt til leikmanna.

    Hef einnig velt því fyrir mér hvort hann hafi, með reglum og aga, komið klefanum til bjargar. Ég er ekki að segja að einhverjir vissir leikmenn séu með móral og drepi klefann en….gæti það ekki verið?
    Hvernig hann hefur tekið á því ef leikmenn eru eitthvað fúlir eða ósáttir þá er það einfaldlega hans leið eða út.

    Þetta tímabil fer skemmtilega af stað og má búast við því að það batni með tímanum en auðvitað munum við tapa en þá verða menn samt að standa í lappirnar og taka því eins og Klopp!

    YNWA – In Klopp we trust!

Útgáfuhóf á morgun

Hópferð á Anfield!