Útgáfuhóf á morgun

Ég þakka þolinmæðina á síðustu vikum á meðan ég hef kynnt bókina mína, skáldsöguna Nýja Breiðholt, hér og víðar. Ég hef reynt að halda þessu í lágmarki til að ónáða ykkur ekki of mikið.

Hvað um það, bókin er komin í allar bókabúðir núna og salan er í fullum gangi. Á morgun ætla ég að fagna útgáfu bókarinnar og verður stór hluti Kop.is-gengisins viðstatt auk fleiri góðra persóna.

Hófið fer fram í Eymundsson í Mjódd milli kl. 17-19 á morgun, fimmtudag. Léttar veitingar verða í boði, bókin sjálf er á tilboðsverði og ég árita allt sem að mér verður rétt.

Þið getið séð nánar um viðburðinn hér. Endilega kíkið, öll velkomin og það er kjörið að kíkja við áður en haldið er á landsleikinn eða heim að horfa í sjónvarpinu!

YNWA

2 Comments

  1. hvað þarf að selja mörg eintök til að svona nokkuð standi undir sér? SS. break even ?

  2. Þrjú þúsund níu hundruð áttatíu og tvö eintök.

    Nei ég hef reyndar ekki hugmynd. Ekki minn hausverkur, það er gott að vera með bókaforlag í þessu.

    Þakka þeim Kop.is-lesendum sem komu við í kvöld, það voru nokkrir.

Kop.is Podcast #124

Klopp 1s árs