Kop.is Podcast #124

Hér er þáttur númer 124 af Podcasti Kop.is!

Stjórnandi: Kristján Atli.
Gestir: Maggi, SSteinn og Einar Matthías.

Í þættinum ræddu strákarnir frábæran septembermánuð, titilmöguleika og baráttuna um markvarðastöðuna.

MP3: Þáttur 124

13 Comments

  1. Mættur í vinnuna, legg frá mér bollann og opna tölvuna. Byrja á netinu sem opnast að sjálfsögðu á kop.is og þá mætir manni bara nýtt podcast.
    Þetta verður góður dagur. Hlakka til að hlusta.

  2. Sæl og blessuð.

    Þið, kommentakempur. Hvaða síða er öruggust til að kaupa miða á PL?

    kvLS

  3. Ég ætla að koma út úr skápnum. Ég er Mignolet maður. Hann er miklu betri en Karius er í dag. Kannski verður Karius betri einn daginn, en í dag er hinn 28 ára Mignolet betri en hinn 22 ára Karius.

    http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/liverpool-goalkeeper-simon-mignolet-best-11750399

    Þetta er maður sem hefur t.d. varið 5 af 11 vítum sem hann hefur fengið á sig í deildarleikjum fyrir Liverpool… Hann er sturlað góður shot-stopper, og jú hann gerir stundum mistök, en það gleymist að það gera það allir.

    Mignolet has a Squawka rating of 3 stars out of 5 with a Performance Score of 115
    Read more at http://www.squawka.com/players/simon-mignolet/stats

    Karius has a Squawka rating of 2.5 stars out of 5 with a Performance Score of -15.
    Read more at http://www.squawka.com/players/loris-karius/stats

    http://www.squawka.com/players/simon-mignolet/stats#performance-score#liverpool-(current)#english-barclays-premier-league#8#season-2016/2017#641#all-matches#1-7#by-match

  4. Skemmtilegt pod kappar.

    Mig langar að velta aðeins upp “ormagryfjunni” sem heitir markmannsumræða.

    Það er margt sem mælir með því að Karius haldi sæti sínu áfram næstu vikurnar. Hann er nýstiginn upp úr meiðslum og hefur bara spilað þrjá leiki í nýrri deild og það að setja hann á bekkinn fyrir markmann sem hefur spilað í fjögur ár hjá félaginu og öll tímabil gert fleiri slæm mistök en hægt er þola hjá svona stóru liði væri glapræði. Það að Mignolet hafi spilað sæmilega undanfarið er bara undanfari mistaka miðað við söguna hans hjá félaginu.

    Bruce vinur okkar Grobbelaar spilaði illa í nokkra mánuði áður en hann varð legend hjá félaginu og spilaði fjölmörg tímabil frábærlega. Ég er ekki að segja að Karius verði legend, fleira þarf að gerast til þess og ég er þess fullviss að Klopp sjái til þess að það verði amk. reynt, þannig að Karius verði markvörður Liverpool næstu 10-12 árin.

    Að því sögðu – þá eru hlutirnir langt frá því að vera svarthvítir. Í þessu tilfelli eru þeir eiginlega bara algjörlega gráir því þessir tveir markmenn eru mjög svipaðir að getu í dag sýnist mér. Ég ber því fulla virðingu fyrir þeim sem vilja taka sem minnsta áhættu í þessu máli og tefla Mignolet fram. Til lengri tíma er það samt glapræði því að Karius þarf svona leiki til að bæta sig og ná betri skilningi á því sem markmaður þarf að geta til að spila í ensku úrvalsdeildinni.

    Stóra málið – það sem ég hef oft sagt hérna – og Maggi og Grobbelaar vinur okkar var sammála mér um á árshátíðinni í vor (ef ég man það rétt) er markmannsþjálfun hjá félaginu. Hún er bara ekki á réttum standard og hefur ekki verið mjög lengi með þeirri undantekningu þegar Xavi Valero var markmannsþjálfari í eitt ár undir Rafa Benítez. Á undan honum var Joe Corrigan sem taldi óþarfi að æfa markmann í fyrirgjöfum því það voru jú bara 5-7 fyrirgjafir í leik. Með sömu rökum ætti ekki að þjálfa markmann í skotum á mark því það koma jú bara 3-4 í leik. Algjör della og ástæðan fyrir því að David James, Sander Westervel, Brad Friedel og Jerzy Dudek náðu ekki að standa sig nógu vel fyrir félagið.

    Núna hefur John Achterberg, þótt hann sé öskuduglegur, haft 4 ár með Mignolet og að ég held 2 með Pepe Reina og hvorugur þeirra hefur staðið undir væntingum. Það er einfaldlega ekki nógu gott og ég hef mestar áhyggjur af því að Karius fari sömu leið nema skipt verði um markmannsþjálfara. Einhvers staðar eru áherslurnar rangar þótt ég viti auðvitað ekkert um hvernig æfingaáætlunin hans er.

    Markmenn í Bundesligunni eru með þeim allra bestu í heimi og Klopp þarf að ná sér í öflugan markmannsþjálfara þaðan. Með því gæti Karius orðið toppmarkmaður og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af hans stöðu næstu árin. En Mignolet er búinn með sinn séns í bili – janvel hjá félaginu því mín skoðun er sú að Karius eigi að fá þetta tímabil meðan hann er sæmilega heill – og meðan hann klúðrar ekki 2-3 leikjum í röð.

  5. Leikmaður sem hefur ekki batnað undir stjórn Klopp:

    Mignolet

    Sagt án ábyrgðar eða tilvitnunar í tölfræði 🙂

  6. Sæl öll. Aðeins um markmannsstöðuna. Góðir markmenn verja fleiri skot en hinir. Tölfræði um varin per skot á sig segir margt um gæði markmanns þótt annað geti spilað inní. Migno núna er ekkert betri milli stangaña en Migno með Sunderland. Segir margt um gæði þjálfunar og gæði markmannsins er það ekki?
    Liverpool átti að skipta um markmann strax þegar þeir fengu á sig 50 mörkin. Klopp er að gera hárrétt. Eftir eitt til tvö ár þegar liðið hans verður tilbúið að keppa um ALVÖRU titla verður hann ekki með markmann sem lekur 40-50 á tímabili. Þetta hefur ekkert með spyrnutækni að gera. Karius virðist með betri fótboltaheila og meiri getu í að verja skot.

  7. Ég fæ á tilfinninguna að Mignolet hafi fengið skipanir að spila út úr vörninni og í stað þess að meta hvaða kostir eru bestir í stöðunni þá sendir hann ítrekað út á bakvörð sem er kominn í hápressu með tvo menn í sig í stað þess að dúndra út. Ákvörðunartakan hjá manninum er ekki frábær. Fínn shotstopper engu að síður og aldrei neitt vesen á honum en það þarf betri leikmann finnst mér.

  8. Ég hef ekki séð miklar framfarir hjá Moreno síðan Klopp kom. Útiloka samt ekki að muni gerast í framtíðinni. Henderson er mun betri en í fyrra, en lítið að marka það enda meiddur.

  9. talið um að lið sem skorar mest vinni deildina held reyndar að lið sem fær fæst mörk á sig vinni deildir

  10. Það lið sem hefur skorað mest hefur oftast unnið undanfarin 10 tímabil, neðst var markahæsta liðið í 4. sæti og það var á síðasta tímabili (Man City). Þar fyrir utan hefur það lið sem skorar mest verið í 1. eða 2. sæti undanfarin ár.

  11. Frá því Úrvalsdeildin var stofnuð hefur það lið sem hefur skorað mest unnið 15 sinnum, það lið sem hefur fengið á sig fæst mörk 10 sinnum og 4 sinnum hefur lið unnið án hvorugs. Í 8 skipti hefur liðið sem vann bæði skorað mest og fengið á sig fæst mörk. Þannig ef þú ætlar ekki að gera bæði skora mest og fá á þig fæst þá segir sagan að það hafi oftar gerst að liðið sem skorar mest vinnur 7 sinnum heldur en það sem fær á sig fæst 2 sinnum.

Góð byrjun, mikið svigrúm fyrir bætingu

Útgáfuhóf á morgun