Swansea 1-2 Liverpool (Skýrsla)

1-0 8. mín. Leroy Fer*
1-1 54. mín. Roberto Firmino
1-2 85. mín. James Milner

Bestu leikmenn Liverpool

Þetta var klárlega leikur tveggja hálfleikja og sáum við tvö afar ólík Liverpool-lið á vellinum í dag. Heilt yfir myndi ég pikka Sadio Mane út sem mann leiksins hjá okkar mönnum, fannst hann vera líklega bestur okkar manna í fyrri hálfleiknum og var mjög flottur í þeim seinni. Frábær leikmaður og mikill fengur fyrir okkur.

Annars þá voru bakverðirnir okkar líka nokkuð góðir – ekki fullkomnir og áttu sín so-so augnablik í leiknum en þeir gerðu vel og voru mjög góðir í seinni hálfleik. Vinstri bakvörðurinn okkar skoraði sigurmarkið og sitt þriðja mark í tveimur leikjum, fjögur á leiktíðinni – ekki amalegt fyrir vinstri bakvörð, er það nokkuð?

Þeir voru mjög daprir í seinni hálfleik en mér fannst Henderson, Wijnaldum, Coutinho og Firmino mjög góðir í þeim seinni. Þá fór pressan að smella hjá þeim, þeir náður að auka í hraðann í spilinu og voru flottir. Firmino fiskaði vítaspyrnuna og skoraði mark og var líklega besti leikmaður okkar í seinni hálfleiknum.

Vörnin gerði margt fínt, margt ekki eins fínt. Miðjan var frábær og glötuð. Sóknin var frábær og bitlaus. Þetta var klárlega leikur tveggja hálfleika.

Vondur dagur

Liðið byrjaði leikinn alveg skelfilega og voru bara engan veginn með til að byrja með. Swansea héldu boltanum betur, eignuðu sér miðjuna, pressuðu Liverpool í að gera vandræði og komust mjög verðskuldað yfir snemma leiks. Þeir hefðu klárlega getað bætt í forystu sína í fyrri hálfleik að mínu mati en sem betur fer gekk það ekki upp hjá þeim. Liðið í heild sinni var alveg átakanlega lélegt í fyrri hálfleik og var vonandi mikið veruleika check fyrir leikmenn. Það má ekkert gefa eftir og það þarf að vinna fyrir þessum stigum í deildinni.

Spil liðsins fyrstu 30-40 mínúturnar var ekki merkilegt og liðinu var ekki að takast að klára þessar loka sendingar, fyrirgjafir eða skotin sem vantaði upp á í leiknum. Frekar ólíkt því sem við höfum séð frá liðinu undanfarið en sem betur fer fór það að birtast okkur aftur þegar leið á leikinn.

Það er barist um markvarðarstöðuna um þessar mundir og verð ég bara því miður að segja það að hann Loris Karius er ekki að virka sérstaklega sannfærandi á mann undanfarið. Átt sín moment en er alveg rosalega villtur og ótraustur í að koma út í fyrirgjafir sem hefði getað reynst okkur dýrkeypt í dag. Vonandi bara smá hnökrar hjá honum en þetta þarf hann klárlega að laga.

Hvað þýða úrslitin
Eins og ég sagði áður í dag þá var þessi leikur mikið test fyrir liðið og gæti alveg sagt mikið um hvað liðið getur gert og mun gera í vetur. Liðið fékk skell snemma leiks og var engan veginn í takti lengi vel. Þetta minnti óneitanlega á leikinn gegn Burnley en viðbrögðin og bætingin á leik liðsins eftir leikhlé var afar jákvæð sjón.

Liðið heldur mjög flottum dampi búið að vinna þrjá deildarleiki í röð og eru sem stendur í öðru sæti með 16 stig og eru í þessum toppslag. Liðið á góðu róli og nældi sér í mjög mikilvæg þrjú stig í dag. Frábært!

Dómgæslan

Þeir áttu svo sem engar gloríur sem eyðilögðu leikinn fyrir annað hvort liðið en mér fannst þeir nú hafa getað gert betur í einhverjum tilfellum og voru ekkert sérstaklega merkilegir í dag.

Umræðupunktar eftir leikinn

 • Er Liverpool liðið alvöru contender í titilbaráttunni eftir byrjun leiktíðar?

 • Er liðið að hrista af sér “slakra” liða grýluna?

Næsta verkefni

Nú tekur við landsleikhjahlé svo það verður hlé frá enska boltanum í tæpar tvær vikur en næsta verkefni Liverpool eftir hlé verður ekkert smá verkefni. Í fyrsta leik eftir hlé mætir Manchester United á Anfield og verður mikið test fyrir liðið að halda þessu formi sínu áfram og sýna það og sanna að liðið ætli langt í deildinni í ár. Að fara með sigur af hólmi í dag er ágætis veganesti fyrir það.

45 Comments

 1. Það eru þessir sigrar sem telja mest í lok tímabils, 3 stig í leik sem hefði allt eins getað endað með tapi vegna slakrar frammistöðu. Einn leiðinlegast fyrri hálfleikur síðan Klopp tók við, en eins og venjulega talar hann sína menn til í hálfleik og menn sína bara allt aðra frammistöðu, líkt og gegn Arsenal.

  Vorum heppnir að þeir jöfnuðu ekki í uppbótartíma, ég skik ekki hvernig þessir háu boltar geta verið jafn stórhættulegir tímabil eftir tímabil, þrátt fyrir að vera komnir með 2 stóra og stæðilega menn í hjarta varnarinna. Ekki frá því að maður saknaði Ragnars örlítið.

  En 3 stig og landsleikjahlé, United næst!

 2. Virkilega góð sigur og gaman að liðið getur náð í 3 stig án þess að vera að spila sérstaklega vel en það gera öll góð lið.

  Liðið náði sér ekki á strik en átti virkilegan góðan kafla eftir að liðið jafnaði þar sem var eins og allir leikmenn fengu aukakraft og sjálfstraust. Mér fannst á þeim tímapunkti að liðið kom sér í góðar stöður trekk í trekk til að gera eitthvað og að markið myndi koma.
  Í stöðuni 1-2 fyrir okkur þá fannst mér við samt vera miklir klaufar og eiginlega kærulausir að ná ekki að skora annað mark því að við vorum stundum að komast hratt á þá í yfirtölu.

  Það voru fáir leikmenn sem voru að bera af í þessum leik en ég ætla samt að nefna tvo en það eru Millner og Clyne sem mér fannst vera mjög flottir fram á við og sterkir varnarlega.
  Annars fannst mér Karius ekki líta nógu vel út en miða við öll tækifærin sem Mignolet hefur fengið í gegnum árinn þá fer maður ekki að afskrifa hann strax.

  Það er samt mikið áhyggju efni að Lallana fór meiddur af velli og vona ég að þetta sé ekki mjög alvarlegt og að hann verður kominn tilbaka eftir landsleikjahlé.

  Aaaa já landsleikjahlé eru hundleiðinlegt en djöfull er gott að fara með sigur í þau 🙂

  P.s Man utd heima í næsta leik það verður eitthvað

 3. Er að koma nýr inn á þessa frábæru síðu frábær 3 stig í dag til hamingju liverpool menn

 4. Get ég PLÍS PLÍS fengið að kaupa milner í bavörðinn í fantasy?

 5. Búnir að vinna 4 leiki í röð í deildinni og 5 með Derby í bikarnum. Næsti leikur kominn í kollinn strax, verður skemmtun.
  Karíus er klárlega betri sendingar maður en Mignole og það nýttist í dag til að losa pressu í nokkur skipti. Sammála með háu boltana.
  Leikurinn leiðinlega værukær af okkar hálfu en unnum samt… smá lukka er vel þegin. Munar um nokkra km í pressunni að milla Lallana út og Sturridge inn sem mér finnst satt að segja dapur í dag en flest allir gátu og hafa gert betur.
  3stig og gleði.

 6. Sæl og blessuð.

  Vekjarinn hringir svo ótt og hátt að fólkið á neðri hæðinni er farið að velta því fyrir sér hvað er í gangi, eiginlega. Halló. Geimplan gegn Liverpool? Föst leikatriði. Á ekkert að fara að taka á þessu? Annan leikinn í röð er Clyne ekki að dekka sinn mann. Þetta er ekki mjög flókið, sérstaklega með svona turna í vörninni: A. Finna andstæðing. B. Hanga í honum og ekki yfirgefa hann. C. Ekki gleyma sér eða horfa of lengi á boltann. Endurtakist eftir þörfum.

  Þetta er næstum fyndið að mörkin skuli koma eftir þessum leiðum. Þá er það rannsóknarefni af hverju nýi markvörðurinn skuli sýna sömu hegðun og sá ,,gamli”. Er þetta þjálfunin eða einhver bölvun? Fáránlegt þetta, ,,hár bolti inn í teig – syndróm”. Mjög pirrandi og það er bara feigðarlið eins og Swansea sem klikkar á svona ögurstundum eins og á 90+3 mínútunni í dag.

  Jæja, þetta var sumsé vekjarahringing. Góðar fréttir að augljóst er hvað amar að. Vondar fréttir eru að þetta hefur blasað við í alltof langan tíma.

 7. Vá þetta var nú meir Dr. Jeykil & Mr. Hyde leikurinn. Fyrri hálfleikurinn alveg ömurlegur en seinni mjög góður. Horfði á viðtalið við Klopp eftir leik og hann var víst mjög reiður í hálfleik.

  Gríðarlega mikilvægt að vinna stundum ugly, höfum ekki gert mikið af því í gegnum tíðina. Vondar meiðslafréttir af liðinu, en bæði Lovren og Lallana eru meiddir og verða ekki með landsliðum sínum í næstu viku.

  Coutinho, Firmino, Milner og Clyne bestu menn Liverpool í dag. Firmino fær viðurkenninguna maður leiksins fyrir að skora eitt og fiska síðan vítaspyrnu. Karius átti ekki góðan leik og ég er ekki enn alveg sannfærður um hann.

  Við erum komnir með 16 stig eftir 7 leiki. Algerlega frábær byrjun á mótinu og ekki gleyma því að við erum búnir að spila 5 útileiki! Ég fullyrði það að enginn hafði gert sér vonir um svona mörg stig úr fyrstu 7 leikjunum. Þetta er rétt að byrja, en lofar aldeildis góðu! Bring on United á Anfield!

 8. Ég horfi nú ekki á alla leiki með L-pool en fylgist með. Þessi leikur hefði verið kandidat í 1-1 eða 1-0 tap þe ef við horfum á fyrri ár. Að vinna smærri lið á útivelli er framför.

 9. Umræðupunktar:

  1) Ótímabær spurning!

  2) Ótímabær spurning!

  🙂
  Ynwa

 10. Góður sigur.
  James Milner er kominn fremstur af jafningjum sem sá sem fer á næstu treyju, og leikurinn í dag gerði lítið annað en að styrkja hann í forystunni.
  Kosturinn við liðið þessa dagana er að liðsheildin er góð. Í dag var allt liðið lélegt í fyrri hálfleik, en svo allt liðið gott í þeim seinni. Það var einna helst Karius sem ég hafði áhyggjur af í seinni, en ég hef fulla trú á því að hann eigi eftir að koma til.

 11. Það má ekki gleyma þó að swansea hafi byrjað þetta tímabil illa þá eru þeir langt frá því að vera eitthvað lélegt lið eða lið sem er skyldusigur fyrir alla.

  Þeir sýndu það í fyrrihálfleik hversu hættulegir þeir geta verið og létu LFC líta illa út en til allrar hamingju þá kom þetta frábæra LFC lið í seinni og fór að spila sinn bolta..hápressu heavy metal shittið sem við erum búin að vera horfa á udanfarið.

  Þetta þarf að halda áfram svona en þurfum líka spark í rass öðru hvoru til að sýna við getum ekki bara keyrt áfram á bleikuskýi við þurfum líka að halda dampi á móti svo kölluðum minni liðum.
  Og án þess að hafa meira um það þá var þetta frábært en ætla nefna Firmino mann leiks hann var allt í öllu skoraði mark og fiskaði vítið það verður ekki mikið mikilvægara en það.
  Góðar stundir félagar.

 12. Sammála, það er ekki hægt annað en að segja að Firmino sé maður leiksins að mínu mati eins fannst mér Henderson magnaður. En annars frábært að koma svona til baka.

 13. Magnaður karakter í liðinu að koma svona vel tilbaka , það eru og verða svona leikir í vetur en það sem hefur skilgreint meistara í lok tímabils er sú staðreynd að meistarar klára svona leiki.

  Get ekki verið annað en bjartsýnn å framhaldið.

 14. Spurt er: er Liverpool alvöru………. ég segi það kemur í ljós í næsta deildarleik. Ég er bjartsýnn.

 15. Frábær 3 stig.

  Það er einkenni góðra liða að geta sótt 3 stig án þess að spila heilt yfir vel. Við sáum þetta hjá United hjá Ferguson ótt og títt, þessi stig telja. Síðustu heimaleikir hafa unnist sannfærandi og á meðan við höldum Anfield sem vígi og náum í góða sigra á útivöllum þá getur allt gerst.

  Milner að að troða feitum sokk uppí marga (þar á meðal mig) og spila frábærlega nú í upphafi mótsins. Ætli enska landsliðið gæti ekki notað kauða í LB?? Virkilega gaman að sjá.

  Karius er ekki alveg að heilla en vonandi er þetta hrollur sem hann hristir af sér. Það er það eina sem er ferlega pirrandi að við höldum aldrei hreinu í deildinni. Spurning um að hækka clean sheet bónusinn.

  Næsti leikur verður alveg rosalegur, líklega verða United þá 1 stigi á eftir okkur – Það yrði ekki amalegt að sigra þá heima – sennilega einn stæðsti slagur þessara erkifjenda lengi. Mourinho gefur þessu auka krydd, tvöföld hamingja að vinna hann og United en á hinn veginn óbærilegt að tapa.

  Nú er það bara áfram Ísland.

 16. Ótímabærar spurning að mínu mati og mörkin sem Milner hefur skorað hafa öll komið úr vítaspyrnum og skiptir engu máli hvar hann spilar á vellinum og gerir þetta ekkert að meira afreki þó hann sé að spila vinstri bak.

  En annars var ég mjög sáttur með liðið sem kom inná í seinni hálfleik, greinilegt að Klopp getur mótiverað menn. Ég ætla ekki að fara fram úr mér með pælingum um hvað mun gerast í lok leiktíðar, það eru of margir leikir og 8 mánuðir þangað til að tímabilinu líkur, allt getur gerst, gott sem og slæmt. Aftur á móti er bjartsýni meir en oft áður og býst ég við að liðið muni skemma færri helgar fyrir manni heldur en undanfarin ár (að undanskildu 2013/14 tímabilinu).

 17. Ég sá ekki þennan leik, en langar að skila til ritstjórnanda að markmenn þurfa tíma alveg eins og útileikmenn. Jafnvel meiri ef eitthvað er. Þeir þurfa þekkja í bak og fyrir liðsfélaga sína og læra á hvernig þeir hegða sér í leik, og í leiðinni hafa stjórn á vörninni upp að vissu marki. Menn þurfa meira en 2-3 leiki til að komast alveg í takt, miklu meira.

 18. Góð þrjú stig og vonandi bara ávísun á eitthvað gott. Skil hinsvegar ekki alveg markmanns umræðuna……….halló hann Karius ykkar fer ekki út í einn einasta bolta og er bara mjög ósanfærandi. Mætti ég bara biðja um Mignolet
  YNWA

 19. Sæl öll

  Geggjaður sigur í gær í leik sem hefði örugglega tapast hér áður fyrr. Karius, 22ára, getur ekki komið fullskapaður inn í þetta lið og fyllt strax í box sem Mignolet tikkar ekki í, ekki frekar en aðrir nýjir leikmenn. Þar er reyndar hann Matip undanskilinn, mikið rosalega virkar hann á mann sem solid leikmaður svona í byrjun móts. Karius hefur á hinn bóginn meiri útgeislun af sjálfstrausti en Mignolet. Það er þó alveg greinilegt að aukin samkeppni var það sem Mignolet þurfti. Mér finnst ólíklegt að hann hefði spilað jafn vel og hann gerði gegn Leicester og í raun ósanngjart að taka hann út úr liðinu eftir þann leik. Mér finnst stundum vera of mikið gert úr þeim þætti markmanna að fara langt út í fyrirgjafir. Mín skoðun er sû að það er ekki sá hlutut sem Karius á að bæta. Karius spilar framar en Mignolet og virðist í fyrstu vera með betri grunntækni í fótunum. Það held ég að sé sá þáttur sem Karius á að bæta í þessari stöðu. Útlitið er bjart um þessar mundir og megi þetta góða gengi vara um ókomna tíð.

 20. Frábær ljótur sigur, ekki hægt að segja annað.

  Verð að viðurkenna að ég var að fara á límingunum yfir spilamennskunnni í fyrri hálfleik og eins yfir lélegri nýtingu í þeim seinni. En djöfull var þetta sætt og mikilvægt að vinna þennan leik. Hefði klikkast í þunglyndishléinu sem er að fara í gang.

  Sammála mönnum hér um að umræðupunktar Ólafs Hauks í skýrslunni eru ótímabærir. Tímabilið er nýbyrjað og of snemmt að segja eitthvað um framhaldið.

  Nú er bara að láta kné fylgja kviði í næsta leik á móti erkifjendunum. Þar hafa leikmenn og þjálfarar alvöru tækifæri á að sýna úr hverju þeir eru gerðir.

  Áfram Liverpool!

 21. flott umferð.. 2 stigum frá toppnum.

  city droppaði stigum, united gerði það líka ekki það að það ætti að koma neinum á óvart.

  ég efa það ekki að liverpool verður í top4 á þessari leiktíð, það virðist lítið fá því breitt enda skiljanlega með bestu sóknina í deildinni.. sturridge og origi hafa ekki skorað mark samt höfum við skorað 18 mörk í 7 leikjum, eigum meira að segja ings inni.. þannig að það má segja að enginn af okkar strikerum hafi skorað.

  heilsteypt lið sem spilar flottann bolta, skapa endalaus færi og það skiptir ekki máli þó einn maður fari út þá kemur bara annar inn á sem er jafn góður,, svona á þetta að vera.

  já og ef maður spáir svo í því þá eigum við líka risann grunjic inni, einn sem trúlega myndi eiga alla háa bolta á miðjunni.. gott að vera búnir að vinna 5 leiki í röð.. vissulega peppar mannskapinn upp og gefur þeim fullt sjálfstraust í næsta leik.

  vinna ruslið frá old trafford og þá erum við á góðri siglingu 🙂

 22. Nokkrir punktar

  1. – Ég þoli ekki þegar menn setja stjörnur í texta án þess að setja aðra útskýringastjörnu neðar, ég eyddi örugglega korteri í að leita að seinni stjörnunni.

  2. – Fyrri hálfleikur var staðfesting á því að liðið er ekki farið að spila eins og við sáum í síðasta leik að jafnaði. Það dettur ennþá niður í lognmollu og ekkineittaðfrétta spilamennsku en það veit á gott að við höfum núna mann í brúnni sem einfaldlega sættir sig ekki við svoleiðis!

  3. – Hvernig í ósköpunum geta Bertrand, Johnson, Rose og Walker allir verið á undan Milner í landsliðið miðað við spilamennsku tímabilsins? Southgate að Hodgesona yfir sig!

 23. Elska þessi 3 stig sem við fengum.
  Pæling fyrir landsleikina.
  Það hlýtur að vera erfitt að taka við af manni sem bara kann ekki að tapa landsleik og hvað þá þegar vantar manninn sem skoraði öll mörk stjórans.

  Team storisamsopi

 24. Haha Bjöddn

  Leitaði lika lengi að útskýringastjörnuni, hélt að ég væri blindur 🙂

  Læt samt vera að það hafi pirrað mig yfir meðallag.

  Annars virkilega gott at vinna þennan leik þrátt fyrir að vera engan vegin í takti við góðar frammistöður undanfarið. Eins og einhver sagði, svona sigrar þrátt fyrir ósannfærandi spilamennsku getur skipt sköpum í enda á tímabilinu.

  góðar stundir félagar YNWA

 25. Frábær þrjú stig í húsi, sá ekki leikinn en fylgdist með stöðunni.

  @31 Persónulega er ég glaður með að dómarinn hafi ekki dæmt á þetta, það þýðir að hann gæti lent í banni ef aganefndin tekur þetta fyrir.

 26. Danny Ings með þrennu fyrir u-23, Origi út Ings inn á bekkinn takk fyrir.

 27. Guidolin stjóri Swansea sagði að hann hefði grætt á því að sjá Klopp fjalla um taktík liðsins í Monday Night Football, og einhverjir stuðningsmenn Liverpool hafa lýst yfir áhyggjum af því að of mikið hafi verið opinberað um hvernig liðið spilar. Getur það verið? Var þetta ekki það elementary að það ætti að blasa við öllum stjórum og starfsmönnum þeirra sem greina leik Liverpool áður en þeir mæta þeim? Ég er viss um að hvert einasta lið í EPL er með fólk í fullri vinnu til að fara vel ofan í saumana á leik allra andstæðinga fyrir leik, og þetta ætti allt að vera sirka upp á borðum. Menn sjá og greina hlaupin og pressuna hvort sem er, enda er þetta allt gert fyrir opnum tjöldum. Hvað segja menn? En ef þetta er svona gott system, af hverju eru ekki fleiri lið að pressa eins?

 28. @35 Það er engin hætta á því að FA taki þetta fyrir. Gerðu ekkert þegar Costa braut af sér í byrjun tímabils. Gjörsamlega steingeld stofnun 🙂

 29. #37 Held að Klopp hafi ekki sagt neitt í þessu sem kom öðrum stjórum á óvart. Held frekar að þetta hafi verið hluti af hans sálfræðitaktík gegn Klopp.
  Svona „Þú talaðir af þér“ dæmi.
  Held að liðið hafi bara ekki verið á jörðinni þegar það mætti til leik og því var fyrri hálfleikur eins og hann var. Klopp gargaði menn svo niður á jörðina í hálfleik og því vannst leikurinn.
  Nú læra menn af þessu og mæta dýrvitlausir í MUFC leikinn frá fyrstu sekúndu.

 30. Swansea, Arsenal, Burnley og fleiri lið sjá það sem leið til að takast á við Liverpool að mæta pressunni hjá okkur með kraftmikilli hápressu strax í upphafi leiks.

  Vandamálið fyrir þau er hinsvegar að Liverpool er með þetta innbyggt í æfingaprógrammið. Liverpool spilar hápressu heavy metal bolta næstum allan leikinn og þegar andstæðingurinn þreytist í seinni hálfleik á liðið nóg eftir til að klára leikinn.

  Leikmenn Swansea voru búnir á því eftir 50 mínútur. Eftir það tókum við yfir leikinn. En í þetta skiptið gekk okkur hinsvegar illa að koma boltanum á rammann hvað þá í netið.

 31. Frábær helgi að baki og nú tekur við erfiður biðtími í tvær vikur!

  Núna eftir aðeins einn glugga, eitt æfingartimabil og eitt ár hefur Herr Klopp innstimplað óbilandi trú í mannskapinn okkar og ,,hate to loose” hugarfar. Það er eitthvað sem hægt er að byggja á.

 32. Eins og Ings er að spila með U23 þá finnst manni að hann ætti hreinlega að vera kostur nr. 2 á eftir Firmino. Sturridge og Origi væru svo nr. 3 og 4. Það gæti hins vegar verið að þetta sé ekki alveg að marka, og að það að spila í PL sé e.t.v. ögn erfiðara en að spila með U23. Hver veit, kannski væru Sturridge og Origi að raða inn mörkunum þar líka ef þeir væru í sporum Ings.

Swansea 1-2 Liverpool (Leik lokið)

Góð byrjun, mikið svigrúm fyrir bætingu