Liverpool – Hull 5-1 (leik lokið)

70 mín 5-1. Milner, aftur úr víti eftir að brotið var á Sturridge. Sama horn, öruggt.

51 mín 4-1. Coutinho skorar Coutinho mark, vel fyrir utan teig, frábært mark.

50 mín 3-1. Mark eftir hornspyrnu, Meyler skorar úr frákastinu eftir hornspyrnu.

35 mín 3-0 Liverpool, Mane. Milner, sem er búinn að vera frábær, sendi á Lallana sem átti frábæran snúning, sendi flottan bolta á Mané á miðjum teignum. Mane hafði nægan tíma, sneri sér með boltann og setti hann niðri í hornið. Frábært mark!

28 mín 2-0 Liverpool, Milner. Liverpool vann boltann og sótti hratt, Mane stakk sér innfyrir og sendi frábæran bolta á Coutinho sem skaut á markið, varnarmaður Hull fékk hann í höndina (var á leið inn). Rautt spjald, víti sem Milner skoraði úr.

16 min 1-0 Liverpool. Mjög svo verðskulduð forysta eftir frábært spil, Milner á Coutinho, Coutinho á Lallana sem setti hann í fjærhornið. Á undan þessu átti Matip hættulegan skalla og Coutinho dauðafæri af markteig.

Byrjunarliðið komið:

Karius

Clyne – Matip – Klavan – Milner

Lallana – Henderson – Wijnaldum

Mane – Firmino – Coutinho

Bekkur: Mignolet, Moreno, Lucas, Can, Grujic, Origi, Sturridge

Karius virðist ætla að verða markmaður okkar númer 1 og Lovren náði sér í einhverja pest og er Klavan því við hlið Matip. Annars er liðið nokkuð svipað og búist var við, Firmino leiðir línuna með Coutinho og Mane sér til aðstoðar.

Næsta verkefni, Hull á heimavelli! Liverpool verður að fylgja eftir góðum leik gegn toppliði með sigri á liði eins og Hull (með fullri virðingu auðvitað), annars erum við svo gott sem búnir að núlla út þessa sigra í London gegn Arsenal og Chelsea.

Minni á Twitter yfir leiknum, setja merkið #kopis í færsluna og hún mun birtast hér á eltislóðinni okkar


55 Comments

 1. Ad setja Karius í markid er nkl tad sem ég bjost vid í sumar ad myndi gerast, ég hélt tví fram í allt sumar ad hann væri keyptur sem adalmarkvordur. Þad lá alveg ljost fyrir ad okkur vantadi nýjan adalmarkvörd og þess vegna var ég klár á því ad Karius yrdi nr 1..

  Ég hef bullandi trú á lidinu þesa dagana og spái 5-0 sigri í dag. Ég er eiginlega handviss á ad okkar menn finni fullt af leidum í gegnum múr Hull manna í dag og skori 5 stikki.

 2. Ég er mjög sáttur með liðið og sjáið þennan bekk maður fær valhvíða að hugsa hverjum á að skifta inn á í leiknum lúxus vandamál sem ég er að fíla.

 3. Spáði alla fremstu 4 að byrja, en er ekkért ósáttur. 3-0 Bobby með 2, síðan kémur Sturridge inn í seinni hálvleik og setur eitt.

  Koma svo!

 4. Það virðist bara vera náttúrulögmál að það sé ekki hægt að stilla upp sömu vörn tvo leiki í röð.
  Vona að við náum samt að halda hreinu loksins í deildinni og vinnum þetta 2-0.

 5. Lovren með flensu, ekkert við því að gera. Eigum að vinna þetta lið með þennan mannskap sem er í boði en þetta verður djöfulli erfitt. Annað hvort merjum við þetta 2 – 1 eða pökkum þeim saman 5 – 0. Verður enginn millivegur.

  Ég er samt rosalega stressaður fyrir þennan leik af einhverjum ástæðum.

 6. Maður á seint eftir að venjast þessu hækkaða sjónarhorni á myndavélinni það er smá fílingur eins og að þetta sé annar völlur stundum. Þetta verður drullunett þegar að maður venst þessu.

  Hvað var þetta hjá Coutinho þarna átti að setja hann í netið!

 7. Lallana!!! Milner er búinn að vera frábær og átti stóran þátt í markinu

 8. Coutinho er mjög djúpur til að byrja með, mikið í boltanum þar af leiðinni.

 9. It’s Milner time!
  Þetta stefnir í slátrun hjá okkar mönnum en djöfull er gaman að horfa á þetta lið okkar spila fótbolta þessa daganna.

 10. Þetta gengur bara prýðilega. Er ég skrýtinn að nenna ekki að horfa því það vantar alla spennu í leikinn?

 11. Maður er bara með dúndrandi standpínu að horfa á þetta lið, þvílíkur fótbolti, þetta er hevy metal spilamennska og Hull vita ekki hvort að þeir séu að koma eða fara í þessum leik.

 12. Hull eiga ekki séns í þetta blitz frá LFC vonandi skora þeir nokkur í viðbót til að laga til markatöluna almennilega.

 13. Það veit á gott þegar maður er drullusvekktur með að vera bara 3-0 yfir í hálfleik.

  Ef liðið heldur dampi í seinni, þá væri gaman að sjá Origi og Grujic fá 25-30 mínútna leiktíma.

 14. Frábærir…ætti að vera 5 til 7 0 en við sættum okkur við þetta..og það eru allir góðir…Klavan t.d. frábær…

 15. Pínu fúlt að halda ekki hreinu. Svona miðað við yfirburðina. En þetta virðist bara hafa kveikt enn meir í okkar mönnum. Frábært mark hjá Coutinho!

 16. Karius byrjar eins og Mignole, eitt skot a markid og eitt mark. Hann gat reyndar ekki gert neitt i markinu en svekkjandi tolfrædi…

 17. Botninn dottið hressilega úr leiknum eftir þessar skiptingar en engu að síður frábær sigur okkar mann.

  YNWA!

 18. Benteke að tryggja Palace sigur á 94 mín. Ekki það að við söknum hans eitthvað.

 19. Góður sigur. Milner frábær í fyrri.
  Svo af gömlum vana þá gefum við óþarfa hornspyrnu og fáum á okkur mark úr henni. Viðbrögðin við markinu frábær og akkurat það sem maður vill sjá.

 20. Geggjaður sigur! Algjörlega frábær þróun á liðinu okkar. Ef ég væri ekki gagnkynhneigður og giftur þessari gullfallegu konu minni að þá myndi ég gerast eltihrellurinn hans Klopps.

 21. Svekkjandi að halda ekki hreinu frekar en fyrri daginn. En frábær leikur að öðru leyti.
  Klavan ekki nógu góður fyrir byrjunarliðið og vona að Lovren verði ekki meira frá í vetur.
  Ef leikurinn á eftir fer jafntefli að þá er þetta bara fínasta helgi. ?

 22. Fengum á okkur mark úr hornspyrnu.
  Það er ekki einu sinni hægt að hafa Migno á bekknum.
  (var þetta ekki annars honum að kenna?)

 23. Liverpool forward Sadio Mane: “Maybe it’s not one of our best games but we scored a lot of goals and won. I am pleased with my time here so far, we’re working hard and we will keep working hard. I think the way we play is special. We have a great team.”

 24. Karius ekki enn búinn að verja eitt einasta skot í ensku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að hafa leikið 90 mín. #innmeðbaktus (Djöfull er ég annars ánægður með að Everton hafi tapað fyrir Bournmouth)

 25. Frábær sigur 🙂 vonandi höldum við áfram að vinna litlu liðinn

 26. Svavar nr. 42. Það eru til predikarar sem segja að þeir geti gert samkynhneigða gagnkynhneigða. Spurning með að hafa samband við einn slíkan og athuga hvort ekki sé hægt að gera þetta í hina áttina svona einu sinni fyrir þig, og þá getur frú Klopp farið að hafa áhyggjur af sinni stöðu þegar þú mætir út til Liverpool að heilla Hr. Klopp.

 27. Liverpool að spila vel en City er á toppnum. Þeir hafa spilað vel en leikið við þessi lið.
  Sunderland,Stoke,MU, Bournemouth,Swansea. Þrjú af þeim eru í fimm neðstu sætunum.

 28. Ég gat því miður ekki horft á þessa snilld í dag! Er einnhver með linka þar sem hægt er að sjá leikinn??

 29. Ég vona að allir átta sig á því hversu heppnir við erum að hafa fengið Klopp til að taka við liðinu. Við erum ekki einu sinni í meistaradeildinni og hann fékk tilboð frá Real Madrid en valdi Liverpool. Fengum besta þjálfara í heimi á silfurfati, takk guð#ynwa

 30. Flottur sigur, sá ekki leikinn. Hefðu fleiri átt að skjóta niður spá SSteins! (5-0)

Hull á morgun

Liverpool – Hull City 5-1 (skýrsla)