Kop.is Podcast #123

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í NÓVEMBER! SMELLTU HÉR FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR!

Hér er þáttur númer 123 af Podcasti Kop.is!

Stjórnandi: Einar Matthías.
Gestir: Maggi og SSteinn.
Á dagskrá voru þrír sigurleikur gegn Leicester, Chelsea og Derby. Spilamennska liðsins, frammistöður leikmanna o.fl.

ATH: Við vorum að prufa okkur áfram í upptökumálum og hljómgæði gætu liðið fyrir það, biðjumst velvirðingar á því.

MP3: Þáttur 123

8 Comments

 1. Þetta var ansi seint á ferð! En vitaskuld ljúft að sofna með þessar fallegu raddir í earbuds. 🙂

 2. Internetið er bara nýfarið að hætta sér í Breiðholtið og fer þá aldrei allt þangað á sama tíma. Held að það sá ástæðan fyrir þessu hjá Magga. Við þróum þetta betur í næstu þáttum.

 3. Takk fyrir mig. Frábær þáttur og þeir eru aldrei of oft 🙂

  Alltof langt á milli leikja núna!

 4. Takk enn og aftur fyrir frábæra þætti, það er virkilega gott að heyra í ykkur og er þetta orðið hluti af ritúalinu að dunda sér í Excel á meðan maður hlustar á ykkur ausa úr vizkubrunnum ykkar um málefni liðsins.

  Mögulega er það ákveðið gamble í stöðunni eins og hún er núna en miðað við hvernig Mignolet var í fyrra og frammistaðan sérstaklega í Arsenal-leiknum þá er ég á því að Karius fái bara PL-debut næsta laugardag. Það væri virklega gott að sjá hann fá þetta tækifæri á móti ‘minni spámönnum’ frá landhelgisbænum Hull. Það eru tveir veikir hlekkir hjá okkur; vinstri bakvörður og markvörður. Við höfum núna tækifæri að sjá hvort að Karius sé málið á meðan Milner er gott svar í vinstri bakverðinum um þessar mundir.

  PS. ef þið eruð í einhverju hljóðveseni í upptökunum þá væri kannski ráð að skoða samræmingu á búnaði sem er notaður til upptöku, þ.e. hljóðnemar. Af fenginni reynslu þá getur það oft gert gæfumuninn í að ná svipuðu level-i í hljóðgæðum í svona upptökum.

 5. http://www.fotbolti.net/news/22-09-2016/klopp-thurfum-ad-vera-reidir-gegn-hull

  Djöfull er ég ánægður með þetta hugarfar hjá Klopp. Hann vill að leikmenn mæti dýrvitlausir til leiks og roti niður örlagagrýluna í fyrsta höggi og fari með sigur í leiknum.

  Fyrir mér er þetta bland af hroka en á sama tíma fullkominni virðingu fyrir andstæðingnum. Þeir vita að þeir eru betri en til þess að sýna það, er ekkert annað í boði nema að leika á sínum allra mesta styrk. Þeir gera sér grein fyrir því að Hull eru með frábært lið en fjarri því það lélegt að við rúllum yfir það í öðrum gír. Ekkert nema fullkominn einbeiting kemur til greina og dýrslegt brjálæði.

 6. Súperfín afslöppun að hlusta á ykkur félagana og dúlla sér eitthvað á meðan! Takk fyrir öll þessi frábæru podköst.

Derby 0 – Liverpool 3 (skýrsla)

Hull á morgun