Derby 0 – Liverpool 3 (skýrsla)

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í NÓVEMBER! SJÁ UPPLÝSINGAR HÉR

0-1 24. mín. Klavan*
0-2 50. mín. Coutinho
0-3 54. mín. Origi

Bestu leikmenn Liverpool

Bara í raun alvöru liðsframmistaða. Gríðarleg ögun í leik liðsins, stanslaus pressa frá mínútu 1 til mínútu 90 hjá leikmönnum sem margir hverjir verða líklega í aukahlutverkum í vetur. Ef ég á að fara að pikka menn út þá fannst mér Klavan, Lucas, Coutinho og Origi vera þeir leikmenn sem mest fór í gegnum allan leikinn en í raun fannst mér allir ná að leika vel í kvöld þó vissulega hafi verið mistök inn á milli.

grujicklavan
Það er held ég ekkert stressandi að þurfa að kalla á þessa leikmenn í gegnum veturinn hjá okkur og “aukaleikararnir” bara nokkuð vel skipaðir.

Vondur dagur

Held að erfitt sé að ætla að nefna nokkurn hér, þó viðurkenni ég vonbrigði með alla þá leikmenn sem komu inná í leikinn. Vill sjá meira frá Can og Ings…erfitt auðvitað að ætla að skammast í Ejaria í sínum fyrsta leik en allir þrír voru ekki alveg tilbúnir inn í þennan leik. Það er auðvitað ekkert einfalt að koma inná þegar staðan er orðin þessi og liðið klárlega komið á lægra tempó og í því að sigla leiknum heim. Hefði samt viljað sjá meira…en það er algert smáatriði.

Hvað þýða úrslitin

Þessi keppni er í gegnum söguna okkar keppni og við erum nú komnir í hóp síðustu 16 liðanna í keppninni. Auk þess sem við höldum áfram að sýna flottar frammistöður fullar af orku og grimmd. Ekkert nema gott um það að segja!

Dómgæslan

Flott.

Umræðupunktar eftir leikinn

Væntanlega fer mesta umræðan í nýjustu leikmenn félagsins sem við sáum í kvöld.

Hef áður nefnt Klavan sem skoraði og átti fínan leik.

Grujic er hæfileikaríkur leikmaður og með næmt auga fyrir spili, var að leika gríðarvel fyrstu 60 en lenti í smá mausi eftir það, fékk gult spjald…lét éta af sér boltann aðeins og ein fljúgandi tækling var nálægt því að færa honum rautt spjald. Hann fær háa heildareinkunn held ég og sýndi það að hann getur haft mikil áhrif á leiki.

Karius fékk lítið að gera í sínum fyrsta leik. Við sjáum strax að hann er “sweeper-keeper” eins og okkur hafði verið greint frá, iðulega 10 – 15 metra utan við teiginn og alltaf að fá boltann til baka. Átti frábært úthlaup í fyrri hálfleik þar sem hann reddaði skyndiupphlaupi Derby. Lenti í vanda í úthlaupi úr hornspyrnu sem hann slapp með og það virtist pínu hrista hann til, tvær misheppnaðar sendingar sem þulirnir ensku pikkuðu upp. Eins og með Grujic er þessi strákur spennandi og mun pottþétt fá sína sénsa í vetur.

Svo er ekki hægt annað en að tala um Travelling Kop. Þvílíkt stuð hjá þeim allan leikinn. Sungu gamla slagara, nöfn leikmanna og hika ekki við að hlaða í “poetry in motion”. McAteer var að gera upp leikinn og talaði um það að það væri augljóst blik í augum allra sem tengjast LFC þessa dagana og stemmingin gríðarleg. Long may it continue!!!

Næsta verkefni

Á morgun dregið í 16 liða úrslitum þessarar keppni, við leikum næst á laugardaginn. Þá í deildinni á heimavelli við Hull.

Þar ætlum við ekki að misstíga okkur takk!!!

22 Comments

 1. Ljómandi alveg. Sá bút af síðari hálfleik og var svo sem ekki mjög impónéraður en þá var staðan 0-3 og þetta var ekki hættulegt. Svona leikir hafa síðustu árin verið hrein hörmung – hver man ekki eftir framlengingu, vító og lykilmenn draghaltir eftir slagsmál í einhverjum kartöflugarði liða úr hinu neðra? Jafnvel rifjast upp rimmur þegar Rogers brá á það ráð að senda nafna inn á til að skakka leikinn og dugði þó ekki til. Það eru mikil gæðamerki að geta stýrt leik frá a-ö og notað tímann til að þjálfa upp nýjar lappir, kenna og læra.

 2. eins og eg sagði aður,þá skil eg ekki hvernig þeir hefðu att að skora. derby er sheit.

 3. Flott framistaða hjá strákunum í kvöld. Þarna voru gæðinn klárlega meiri og þeir voru nógu skipulagðir og fagmannlegir til þess að klára þetta verkefni með miklum sóma.

  Ég held að hugarástand leikmanna sé lykil þegar mætt er fyrir fram lagari andstæðing og þar kemur Klopp sterkur inn.

  Mér fannst allt byrjunarliðið standa sig mjög vel. Can/Ings voru að spila sinn fyrsta leik á tímabilinu og tekur þá tíma að komast í gang en þeir eru hvorugir að fara að byrja alveg á næstuni tel ég.

  16.liða úrslit næst á dagskrá í þessari keppni og er maður ekki hræddur við neitt lið í dag miða við spilamennsku liðsins og sé ég ekkert til fyrirstöðu að reyna ekki bara að taka þessa dollu og óþarfi að hvíla marga(engin Evrópukeppni).

  Næst er það heimaleikur gegn Hull en alltar þegar væntingarnar fara aðeins upp þá er maður búinn að brenna sig alltof oft sem Liverpool aðdáandi að fá skell í andlitið. Ég vona að menn séu tilbúnir í næsta verkefni og nái í 3.stig.

 4. Auðvitað væri hægt að finna eitth eitthvað neikvætt en það er oþarfi. Eina sem eg get hugsað nuna er að það getur ekki verið gott að Clyne fái aldrei frí. Hef áhyggjur af meiðslum.

  Margir flottir og jakvæðir hlutir. Karius fékk leik. Can að koma til baka. Firmino og Coutinho spiluð vel saman. Sturtidge og Lallana fengu frí. Origi skoraði. Milner fekk frí. Ings fékk að spila smá. Lovren hvildi. Matip fekk meiri leikæfingu.
  Moreno fekk leik og Lucas spilaði sem djúpur á miðju. Hendo spilaði þægilega mikið. Svo auðvitað fyrsts mark Ragnars.

  Mikilvægast að komast afram án vandræða og mæta ferskir i næsta leik.

  Svo verður gaman að sjá hverja við fáum i næstu umferð. Talandi um næstu umferð
  Hverja ætli Everton fái 🙂

 5. Sælir félagar

  Að mestu sammála skýrslunni frá Magga nema með Can og Ings. Mér fannst þeir leggja sig fram báðir en reyndu ef til vill að spila á tempói sem ekki var lengur til staðar í liðinu í stöðunni 0 – 3. Can var þó afslappaðri en Ings sem langaði greinilega að sýna meira en tækifærin leyfðu svo fyrir vikið virtist hann dálítið út úr korti. Það er samt flott að vera búnir að fá þá til baka og eykur breiddina verulega. Heilt yfir solid frammistaða og allir sáttir.

  Það er nú þannig

  YNWA

 6. Eins hættulegir og svona bikarslagir hafa verið í gegnum tíðina og sérstaklega síðustu árin hjá Liverpool að þá hef ég trúlega aldrei verið eins sigurviss um einn leik eins og þennan. Við finnum að Klopp-áhrifin verða sterkari með hverjum leiknum. Þetta var virkilega flottur skyldusigur og það er greinilegt að takmarkið á þessu tímabili er að vinna titla, eins marga og mögulegt er enda er það ekki fjarstæðukennt þar sem Klopp fór með okkur á Wembley í þessum bikar í fyrra og í úrslit í Eufa og ekki var Klopparinn búinn að skipta út einum einasta leikmanni þá… Get ekki beðið eftir næsta leik… Og hlaðvarpi!

 7. Sæl félagar…

  Eins og alltaf þá var ég að vinna þegar þessi leikur var spilaður, þetta tímabil hef ég verið í vinnu þegar allir leikirnir nema einn voru spilaðir..og hvaða leik horfið ég á? Jú mikið rétt ég horfði á eina tapleikinn sem hefur komið. Nú lagði ég fram leikjaprógramm Liverpool og sagði við yfirmanninn gæti ég fengið að taka vaktir þá daga sem Liverpool spilar? Hann horfði steinhissa því vanalega hef ég nöldrað og kvartað þegar vaktir lenda á leikdögum. Ég sá það nefnilega í vor að það er annað hvort fyrir mig að vera á Anfield eða í vinnu til að knýja fram sigur. Ég hef séð 5 leiki á Anfield og aðeins 1 tap.

  Ég er enn að japla á hattinum sem ég sagðist ætla að éta ef Klopp myndi gagnast okkur. Ég var ekki par hrifin af honum þegar hann var tilkynntur en núna þá bara elska ég hann…næstum því meira en betri helmingin.

  Framtíðin á björt fyrir okkur en samt verðum við að halda okkur á jörðinni því miður verð ég ekki í vinnu þegar við mætum Hull en kannski fer ég bara í vinnuna og sit þar…

  Þangað til næst
  YNWA

 8. Tókuð þið samt eftir einu? Debut-leikurinn hjá Karius og hann hélt markinu hreinu 🙂

 9. Mignolet hélt markinu hreinu í sínum debut leik líka varði meira segja víti í 1-0 sigri í fyrsta leik í deildinni það tímabilið sem var tímabilið sem við unnum næstum því titilinn.

 10. Karius var nú ekki mikið öruggari í teignum en Mignolet samt.
  Hann þarf að fá nokkra leiki í röð og á móti sterkari andstæðingum áður en hægt er að dæma hann af einhverju viti.

  Það sem þarf helst að bæta er vörnin og þá batnar markvarslan að sama skapi.
  Jákvæði punkturinn er samt sá að nú er komin alvöru samkeppni um þessa stöðu sem hefur ekki verið í mörg ár.

 11. Frábært að klára þessa leiki vandræðalaust, hið nýja Liverpool undir Klopp er að byrja að skína.

 12. Hér er þessi rosalegi dráttur í 16 liða úrslitum !

  WEST HAM v CHELSEA
  MAN UTD v MAN CITY
  ARSENAL v READING
  LIVERPOOL v TOTTENHAM
  BRISTOL CITY v HULL
  LEEDS v NORWICH
  NEWCASTLE v PRESTON
  SOUTHAMPTON v SUNDERLAND

 13. Liverpool – Tottenham bara veisla
  Man utd – Man City bara veisla
  West Ham – Chelsea hörkuleikur

 14. Flottur dráttur. Förum ekki að tapa a móti smurfs a heimavelli.

 15. Hef heyrt að Moreno blómstraði í þessum leik og nú ætti Milner að hafa áhyggjur. Svona í alvöru talað Moreno getur kannski spilað vel í leik gegn drasl liði Derby og þurfa varla að verjast í heilar 90.mín, en þegar hann spilar gegn klassa félögum í ensku úrvalsdeildinni það er allt annað!!. Hann á ekki séns í þann pakka. Annars var þetta helvíti góður brandari að Milner gæti dottið á bekkinn eftir þessa frammistöðu hjá okkar manni Alberto Moreno

 16. Ég vona að allir átta sig á því hversu heppnir við erum að hafa Klopp hann fékk tækifæri að taka við Real madrid en hafnaði því og valdi Liverpool. Fengum besta þjálfara í heimi a silfurfati, takk guð#ynwa

Derby 0 – Liverpool 3 (leik lokið)

Kop.is Podcast #123