Chelsea – Liverpool 1-2 (Skýrsla)

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í NÓVEMBER! SJÁ UPPLÝSINGAR HÉR

0-1 17. mín. Lovren
2-0 36. mín. Henderson
2-1 61. mín. Costa

Bestu leikmenn Liverpool

Eitt af einkennum Klopp fótbolta er að liðið sem heild spilar vel. Hvorki gott eða sanngjarnt að taka einhvern einn sérstaklega út í dag, fyrir mér var Henderson maður leiksins til að velja einhvern, hann er komin í leikform aftur og við sjáum þá hvað hann er mikilvægur þessu liði. Hann gjörsamlega rotaði þá sem helst hafa gagnrýnt hann undanfarið. Bræður Henderson á miðjunni voru ekki langt frá honum heldur, þetta var t.a.m. besti leikur Winjaldum fyrir Liverpool.

Miðverðirnir voru einnig frábærir og synd að Costa hafi náð að skora í dag. Ég fer svo að fara fá mér sokkapar með Milner á sólanum, ég borða hægri sokkinn og treð vinstri sokknum upp í Kristján Atla. Engin tómatsósa.

Vondur dagur

Enginn að spila illa í dag, frábær frammistaða hjá liðinu. Mignolet var eins og vanalega ekkert að fylla mann sjálfstrausti og þarf að fara tímasetja stuttar sendingar betur. Coutinho finnst mér vera kominn á eftir Firmino í þessu liði og síðasta hálftímann saknaði ég Firmino töluvert. Coutinho hinsvegar poppar upp með stoðsendingar og mörk mjög reglulega, engin undanteking þar á í dag. Með þessu er ég samt alls ekki að segja að hann hafi verið lélegur í dag, ekki frekar en Mignolet.

Hvað þýða úrslitin

Liverpool er komið í topp 4 þrátt fyrir fjóra útileiki, þar af þrjá í London gegn öllum bestu liðum þeirrar borgar. Það er bara þetta helvítis Burnley slys sem setur svartan blett á annars frábæra byrjun á þessu móti. Lið koma sjaldan inn í mót á fullu gasi og Liverpool núna virkar mikið hættulegra heldur en liðið sem tapaði gegn Burnley. Mané skiptir reyndar gríðarlega miklu máli hvað það varðar.

Síðast þegar Liverpool var með 10 stig eftir 5.umferðir var tímabilið 2013/14. Næsta verk er að drepa þann draug að Liverpool geti ekki afgreitt liðin í neðri helmingi deildarinnar.

Dómgæslan

Gæti ekki verið meira sama, var pirraður nokkrum sinnum eins og vanalega í hita leiksins en heilt yfir held ég að þetta hafi verið vel dæmdur leikur. Ivanovic var þó ljónheppinn að sleppa við svo mikið sem gult spjald fyrir að stíga þrisvar á Lallana.

Umræðupunktar eftir leikinn

 • Þessi tegund af fótbolta er ástæðan fyrir því að við vildum frá Klopp til Liverpool, þetta er Klopp fótbolti. Takist okkar mönnum að sleppa við meiðsli lykilmanna er þeir til alls líklegir.
 • Sturridge og Winjaldum virtist báðir fara meiddir af velli (smávægilega). Fá væntanlega frí gegn Derby en verða vonandi með gegn Hull.
 • Næsta verkefni

  Deildarbikarinn næst á dagskrá á þriðjudaginn, enn einn útileikurinn, núna gegn Derby. Þar ætti að vera tækifæri fyrir Klopp að nota hópinn aðeins. Karius fær vonandi sinn fyrsta leik sem og vonandi Danny Ings.

  Eftir það er það svo strangheiðarlegur deildarleikur á heimavelli gegn Hull, laugardagsleikur kl: 14:00.

  Eigið nú alveg ljómandi góða helgi.

  YNWA

  43 Comments

  1. Frábær leikur hjá strákunum. Gef þeim bara öllum 10 fyrir þessa veislu og þakka bara fyrir mig(en ég er ekki saddur mér langar í meira) .
   Liðið varðist mjög vel og voru stórhættulegir sóknarlega og fannst mér eitt flottasta við liðið í kvöld er að eftir að hafa fengið mark á sig þá brotnaði það ekki heldur gaf varla færi á sig og er það styrkleikamerki sem var ekki til staðar fyrir ekki löngu síðan.

   Ætla svo að skilja þetta eftir hérna
   Antonio Conte’s last 31 home games:

   WWDWWDWWWDWWWWWWWWWWWWDWWWWDWWL
   L is for Liverpool

   YNWA

  2. Allt þetta tal um að við klúðrum gegn minni liðunum – svöruðum því fagmannlega með þægilegum sigri á liðinu sem varð í 10. sæti í fyrra.

   Flottur leikur og liðið alltaf að verða “Klopp-legra”

  3. vá. Þvílík úrslit.

   Ég er gríðarlega sáttur með allt liðið í dag, við vitum allir hvað Liverpool er með sturlað sóknarlið en í kvöld fannst mér vörnin einnig frábær. Matip og Lovren virka þvílíkt vel á mig saman og er óskandi að þeir geti náð 30+ leikjum saman í vetur.

   Miðjan í kvöld var líka geðveik. Henderson er alveg að komast aftur í sinn gamla ham og guð hjálpi öðrum liðum í deildinni ef við náum stöðugleika með þessa miðju!

   Fann það í gær og í dag og gamla spennan fyrir Liverpool leikjum er kominn aftur, ég einfaldlega get ekki beðið eftir næsta leik þegar liðið spilar svona!

  4. 7 stig af 9 á móti Chelsea, Arsenal og Tottenham allt á útivelli. Má maður leyfa sér að vera bjartsýnn??

  5. Svo ég leyfi mér að vera leiðinlegur og íhaldssamur, voru gömlu leikskýrslurnar ekki bara betri?

   Án þess að ég sé að kvarta yfir þessari frábæru síðu!

  6. Frábært, frábært, frábært!

   Stærsti sigur tímabilsins engin spurning. Frábært að ná að landa sigri hér. Spái því að þetta verði eini tapleikur Chelsea á þessum velli þetta tímabil.

   Allt liðið frábært en þrír menn stóðu samt upp úr, Henderson, Lovren og Matip. Æðislegt hvað Matip og Lovren voru að ná vel saman. Vonandi haldast þeir heilir næstu mánuðina. Henderson, vá hvað hann þurfti á þessu marki að halda, algerlega geggjað! Velkominn til leiks fyrirliði!

   Verðum samt að vera með báða fætur á jörðinni. Liðið á enn eftir að sýna að það geti unnið liði eins og Watford og Crystal Palace á útivelli. Eins og það er frábært að ná árangri á móti topp-liðunum þá verðum við að sýna stöðugleika og klára þessi svokölluðu minni lið. Næsti leikur í deildinni er á móti Hull á heimavelli, engin bananahýði takk.

   Ef við skoðum þetta leikjaprógramm sem við erum búnir með, þ.e. Chelsea, Spurs, Arsenal, Burnley á útivelli og Leicester á heimavelli (fjórir útileikir og einn heimaleikur) þá hefðum við fyrirfram verið mjög sáttir með 10 stig úr fystu 5 leikjum. Þetta er aldeilis mjög góð byrjun og margt algerlega frábært í leik liðsins. Get ekki beðið eftir næsta leik!

  7. hvað fannst mönnum um sturridge?mér fannst hann virkilega góður og líka óeigingjarn eins og hann var á móti leicester.mér finnst það enn eitt dæmi um hvað klopp er búinn að ná til leikmanna.þó hann hafi ekki skorað var hann að spila fyrir liðið og var ánægður með það fannst mér,að öðrum ólöstuðum.frábær leikur..

  8. Mögnuð úrslit og þvílíkir leikir sem eru að baki! Chelsea, Arsenal og Tottenham úti og meistararnir heima. Samt mesta stigasöfnunin frá 2008-9 og jafnmikil og 2013-14.

   Ég var að mynda á Laugardalsvelli áðan – játa að síminn var ansi mikið á lofti. Best að horfa á þessa veislu núna. 🙂

  9. Æ plís hættið þessu Mignolet kjaftæði. Við vorum að vinna og hann stóð sig frábærlega. Punktur og búið og takk fyrir mig
   YNWA

  10. Flottur leikur, það er ekki eins og við höfum verið að spila gegn lélegu liði. Það er varla hægt að biðja um meira.

  11. Sælir félagar

   Til hamingju með þennan fótboltadag hann er glæsilegur. Ég spáði að hann ynnist með einu marki og það fór svo þó mér hefði þótt líklegast að hann færi jafntefli. Nú er Liverpool í 3. sæti en það er það sæti sem ég spáði liðinu fyrir veturinn í mínum tipphópi. Það er ljóst eftir þennan leik að ekkert lið, ég endurtek EKKERT lið getur farið á móti Liverpool og talið sig eiga stig vís.

   Það er nú þannig

   YNWA

  12. Held að það sé ekki hægt að tuða yfir Mignolet í þessum leik. Hann átti að mínu mati mjög góðan leik og erum við núna líklega að sjá þann leikmann í honum sem liðið keypti á sínum tíma.

  13. Virkilega gaman að sjá greininingu Sky Sport á leiknum. Hvet ykkur til að kíkja á það á youtbube. Sértaklega gaman að heyra Carragher respecet á Lovren, eða eins og hann orðaði það, Henderson var kosinn maður leiksins, en Lovren var ansi nálægt því í kvöld.

   Lovren er að mínu mati orðinn okkar first choice í hafsentinn og er reyndar búinn að vera það í dágóðan tíma. May it long continue. Hann var frábær í kvöld!

  14. #15,

   Það væri ágætt að fá hlekk. Ekkert nema spam og vitleysa sem kemur út úr leit. 🙂

  15. Sá ekki leikinn, fór í staðinn að sjá stelpurnar spila í Laugardalnum. Magnað samt hvað fyrsta markið þar var líkt markinu hjá Henderson.

   Manni finnst augljóst að Klopp er að byggja upp *lið*. Hann er ekki að stóla á einn eða tvo leikmenn (Suarez, Gerrard), hann er ekki að hugsa um hryggjarsúlu, hann vill búa til gott ellefu manna lið. Og honum gengur bara alveg ljómandi vel með það. Samkeppni í nánast öllum stöðum.

   Líka áhugavert að núna komu mörkin ekki frá 3ja manna framlínunni, heldur frá djúpum miðjumanni og miðverði. Kannski endar Liverpool með engan mann á lista yfir 10 markahæstu leikmenn deildarinnar, en verður samt með fleiri mörk skoruð en flest lið í deildinni. Persónulega þætti mér það allt í lagi.

  16. Samkvæmt Klopp þá var skiptingin á Sturridge einungis taktísk og því ekki um nein meiðsl að ræða. Það sem ég tók samt eftir var að þegar Sturridge var tekinn útaf, þá brást hann ekki illa við eins og vanalega, heldur klappaði hann fyrir stuðningsmönnum, faðmaði klopp og gaf öllum á bekknum fimmu. Vanalega þegar hann er tekinn útaf svona snemma þá er fýlusvipurinn settur upp og allt ómögulegt. Ánægður með þetta !

  17. Það var gaman á barnum í gær, takk fyrir mig.

   Smá innlegg í umræðuna þá er Klopp að búa til mjög flott lið. Sjáið bara Lallana, Henderson og Milner the 3 Amigos. Ekki flinkustu menn í heimi en spila á fullu gasi í 90 mínútur Birkir Bjarnason style. Menn komast ekkert lengur í liðið nema það sé slíkt commitment á vellinum. Þetta er allavega sú tilfinning sem ég fæ hjá Burgmeister Klopp. Helvíti ánægður með þennan sigur.

  18. Sæl og blessuð.

   Allt í lukkunnar velstandi hérna megin. Wijnaldum er maður dagsins, gaman að sjá hann springa út. Henderson líklega maður leiksins, fáránlega streit í öllum sínum gjörðum og markið ekki minna en epískt. Eins og kemur fram hjá skörpum Kop-urum hérna á síðunni er þetta ekki lengur einstaklingur og liðsfélagar hans, heldur liðsheild þar sem hver vinnur með öðrum. Hvursu skemmtilegt er það nú?

   Annars átti ég von á meiru frá hinum fótfráa Mané. Mögulega hefur hann þá á móti skapað pláss fyrir aðra leikmenn. Þá olli Origi mér nettum vonbrigðum. Annað skiptið sem tempóið hægist er hann kemur inn á. Hvað er í gangi með’ann?

   Þetta var ekki mikil akróbatík, fá færi í raun sem litu dagsins ljós, en hreint yndi að sjá þá gera nákvæmlega það sem þurfti til að vinna gríðarlega mikilvægan sigur á sjálfri brúnni.

  19. Dasamlegt að vinna a Brúnni

   Nú væri gaman að rifja upp Henderson umræðuna. Þar benti eg mönnum a staðreynd að Hendo hefði spilað meiddur i fyrra og hann myndi koma ferskur til baka eftir frí og að hann væri einn sa besti i skipulag Klopp.

   Amen

  20. Ég var mikið búin að drulla yfir henderson og hvað hann getur ekki skotið boltanum, takk fyrir að troða sokknum svona þéttingsfast uppí mig hendo. Þvílíkt og annað eins mark 🙂

  21. Þvílík gargandi snilld. Efast um að Chelsea tapi fleiri leikjum þarna í vetur.

   En nú er í raun komið að stóra prófinu, við vorum líka góðir á móti stærri liðinum undir BR (fæ hroll þegar ég sé viðtöl vil hann hjá Celtin, nokkuð sáttur bara með 7-0 tapið á móti Barca ) en það er að ná að landa sigrum á móti minni liðunum. Hull næstu helgi er stórt próf, mjög stórt en ef það hefst og þá helst stór sigur þá fara menn að vera hræddir við Liverpool.

  22. Sammála Lúðvík nr.# 24 um Origi.
   Áhugavert hvort að Ings fari ekki að detta inn í hópinn/bekkinn í staðinn fyrir hann. Origi hefur verið úti á þekju að undanförnu og alls ekki verið í takt við liðið í sambandi við vinnuframlag og leikskilning. Mætti halda að hann væri áhuga/vilja – laus.

  23. Sammála Lúðvíki með Origi. Hann virkar furðulega á skjön við restina af liðinu. Spurning hvort það er andlegt eða líkamlegt?

  24. Ég hefði einmitt líka viljað sjá Ings koma inná sem varamann þarna. Vantar amk. ekkert uppá vélina eða viljann í honum.

  25. Hef ekkert verið að horfa á varaliðið í vetur. Ings er búin að setja nokkur mörk veit ég en veit einhver hvort Ings sé að komast í form aftur eftir meiðslin? Hann var svo brjálaður vinnuhestur fyrir meiðslin

  26. Ef Courtois hefði ekki varið svona vel frá Origi þá værum við líklega að dásama hann núna. Það er stutt milli þess að vera hetja og skúrkur (þó það sé reyndar allt of djúpt í árinni tekið varðandi Origi í gær).

  27. Vitið þið það, er einhversstaðar hægt að horfa á leikinn við Derby í næstu viku?

  28. Ein spurning til einhvers sem er fróður í dómgæslu málum. Eg var að horfa á replay úr Arsenal Hull leiknum og þar var leikmaður hull rekin út af út af hendi inni í vítateig þar sem að það er skotið í hendina á honum þrumuskoti og sennilega ekki miklir möguleikar fyrir hann að koma hendinni frá. Er ekki að draga það í efa að boltinn stefndi á markið þó að markamaðurinn hefði nú sennilega tekið hann en víti og guld spjald er sanngjar dómu finnst mér en hann fær beint rautt og víti. Svo aðeins seinna í leiknum komast Hull einn á móti markmanni og Chech tekur mannin niður og er aftasti maðurinn hjá Arsenal og það er réttilega dæmt víti en Chech fær bara gult afhverju er hann ekki rekin út af? Er einhver ástæða fyrir því þar sem hann er aftasti varnarmaður.

  29. Djö… Hlakka ég til næsta leiks og næsta hlaðvarp og næsta blaðamannafundar og næsta mu-leik sem hafa endað svo skemmtilega undanfarið.

  30. Þessi úrslit koma mér alls ekki á óvart. Það hefði komið mér á óvart ef Liverpool hefði glutrað þessu niður í jafntefli eða tapað leiknum. Eins og áður hefur verið minnst á er lið Liverpool hörkugott en andlega hliðin ásamt óþolandi meiðslahrinu t.a.m. á síðasta ári var að plaga liðið. Ef andlega hliðin lagast, lykilmenn haldast ómeiddir og alvöru Anfield stemming verður á nýja (stærri) vellinum þá eru liðinu allir vegir færir. Það vel færir að raunhæft er að berjast um sigur á öllum þeim vísgstöðum sem keppt er á.
   Það má ekki vera með kæruleysi gegn Derby í deildarbikarnum á þriðjudaginn. Minni liðin berjast alltaf til síðasta blóðdropa gegn Liverpool.

  31. #35
   Chech var ekki rekinn útaf vegna þess að sóknarmaðurinn var á leiðinni frá markinu þegar að brotið er á honum en ekki í átt að markinu þó að Chech hafi verið aftastur að þá er þetta bara gult spjald.

  32. Smá þráðrán

   MU er 1 – 0 undir gegn Watford. það er að sýna sig eins og ég nefdi þegar Kop-arar birtu spá sína að þeð er ekkert, ég endurtek ekkert sem bendir til þess að MU verði í toppbaráttu. Ég spáði þeim 5. sæti og það er nákvæmlega það sæti sem þeir mega þakka fyrir að fá eins og þeir spila. Með svolítilli heppni gæti Watford verið búið að skora 3 mörk en þau eru því miður bara eitt.

   Þetta MU lið er ekkert betra en liðið sem skrölti í 5. sæti í fyrra með góðu dassi af heppni. Á sama hátt sýnisrtmér að það sama sé uppi á teningnum. Gott mál.

  33. Stemmningin virkar þvílíkt úldin í MU liðinu. Þeir voru allir að brjálast úr pirringi og ná sér í óþarfa gul spjöld með kjaftbrúki og veseni. Ábyggilega ekki gaman í klefanum hjá þeim.

  34. Þetta tímabil lofar ótrúlega góðu… Er of mikið til ætlast að biðja um hlaðvarp i hverri viku nuna? 😉

  35. jafn gaman að sjá Man U tapa á móti Watford og að LFC hafi unnið Chelskí

  Leik lokið: Chelsea – Liverpool 1-2

  Uppgjör helgarinnar – Góð byrjun