Verðlækkun á hópferð Kop.is til Anfield!

Sala er nú í fullum gangi í hópferð Kop.is og Úrval Útsýnar á leik Liverpool og Sunderland helgina 25. – 28. nóvember!

Bókanirnar fara vel af stað og við erum komin með fínan hóp en nóg er af sætum enn.

Vegna gengismála hefur Úrval Útsýn náð að gera enn hagstæðari kjör í hópferðina og því getum við kynnt verðlækkun!

Nýtt verð er kr. 129.900 á mann í tvíbýli eins og áður sagði. Verð fyrir stakan er kr. 154.900, verð á mann í þriggja manna herbergi er kr. 123.900. Staðfestingargjald er kr. 40.000 á mann. Þessi verðlækkun gildir bæði fyrir þá sem hafa þegar bókað sig í ferðina og þá sem eiga eftir að bætast í hópinn.

Bókanir í ferðina fara fram á vef Úrval Útsýnar. Endilega skellið ykkur með!

Boðið verður upp á Kop.is-dagskrá yfir helgina og í kringum leikinn en ferðalöngum verður frjálst að nýta sér það eftir eigin óskum. Fólk getur kastað mæðinni í glæsilegri miðborg Liverpool, verslað smá og farið sýningartúrinn á Anfield með Kop.is-genginu. Endilega lesið borgarvísi okkar um Liverpool-borg til að sjá hvað hægt er að gera í þessari skemmtilegu borg, annað en að sjá frábæra knattspyrnu og óstöðvandi heimalið á Anfield.

Innifalið í ferðinni er meðal annars:

  • Íslensk fararstjórn.
  • Flug til Birmingham með Icelandair föstudaginn 25. nóvember að morgni.
  • Rúta til Liverpool (u.þ.b. 2 klst. löng) eftir hádegi á föstudegi. Komið verður síðdegis til Liverpool-borgar.
  • Sérstakt Kop.is Pub-quiz í rútunni þar sem veglegir vinningar verða í boði!
  • Innritun á Thistle Atlantic Tower, 4-stjörnu hótel í hjarta Liverpool við komuna á föstudegi
  • Kráarkvöld á enskum pöbb í hjarta borgarinnar. Verðum með VIP-sal út af fyrir okkur.
  • Skoðunarferð á Anfield – þessu má enginn missa af eftir breytingar á vellinum! (ekki innifalið í verði, bókað sérstaklega)
  • Aðgöngumiði á leikinn gegn Sunderland á Anfield, laugardaginn 26. nóvember.
  • Rúta til Birmingham og flug heim þaðan á mánudeginum. Lent heima í Keflavík síðdegis á mánudegi.

Máltíðir aðrar en þær sem eru nefndar, drykkir með kvöldmat og annað almennt sem ekki er nefnt hér að ofan er ekki innifalið.

Aukapunktur:

  • Fyrir þá sem vilja klára jólainnkaupin í leiðinni má benda á að þessa helgi er Black Friday í Englandi með tilheyrandi útsölum
  • Bókunarvefur Úrvals Útsýnar er nú opinn! Athugið að um takmarkaðan sætafjölda er að ræða svo nú er bara að stökkva af stað.

    Ef þið óskið frekari upplýsinga hafið þið samband við Sigurð Gunnarsson hjá Úrval Útsýn í síma 585-4102 eða á siggigunn@uu.is.

    Það eru ekki fleiri ferðir planaðar hjá okkur fyrir áramót þannig að ekki hika ef þið hafið verið að bíða eftir að koma með okkur á „nýja“ Anfield!

    Endilega sláist í för með okkur Kop.is-genginu í frábæra ferð til fyrirheitna landsins!

    19 Comments

    1. Búinn að bóka. Hafið þið þakkir fyrir.

      Vúhúúúú….. er á leiðinni á Anfield í fyrsta skiptið. Þetta verður sögulegt.

      p.s. þið getið ekki trúað því hvað það var gaman að horfa á síðasta leik í sumarbústað með nokkrum ManU mönnum…. he, he, he…….

      baráttukveðja, Sveinbjörn.

    2. frábært,ætti a vera sigurleikur, svona miðað við holninguna a sunderland i gær gegn bláu grönnum okkar.

    3. Af hverju er samt ekki flogið til Manchester fyrst það er verið að fara með Icelandair?

    4. Gústi…því að það voru einfaldlega ekki laus sæti til Manchester fyrir hóp þessa helgi, byrjum alltaf á að reyna við Manchester, svo er Birmingham þar á eftir.

    5. makes sense, þakkið bara fyrir að lenda ekki i london eins og gaman-samir.

    6. Lìka fìnt ad þurfa ekki ad koma vid í þeirri skìtaborg sem Manchester er.

      En hvar verda midarnir à vellinum ? Væri hrikalega gaman as fa mida í nýju stùkunni.

      Annars er eg hrikalega heitur fyri þessari ferd.

    7. Ekki var nu nu risid hatt a Brendan Rodgers og Celtic i gærkvøldi og madur spyr sig hvort ekki væri betra ad hafa bara stærstu lid evropu i meistaradeildinni . Leikirnir i ridlakeppninni eru fyrisjaanlegir og hafa litid skemmtanagildi.
      Ein spurning til stjornanda ferdarinnar. Er møgulegt fyrir okkur utlands islendinga ad komas i ferdirnar ykkar ef madur sjalfur kemur ser til Liverpool?

    8. Úff við félagarnir flugum einmitt til og frá London á föstudegi og sunnudegi á sínum tíma. Ferðin var skemmtileg en full mikið ferðalag miðað við tíma

    9. Svör hér við einhverju.

      Fyrst “útlands” Íslendingarnir…svarið við því er já. Þá verðið þið að senda póst á siggigunn@uu.is og hann fer með ykkur í gegnum pakkann, kaupið þá “landpakkann” sér. Þekki ekki verðin á því.

      Svo hvar miðarnir eru. Að þessu sinni höfum við fengið meldingu um það að þeir verði í Main Stand, Centenary Stand og Kop. Engir Annie Road miðar. Um dreifinguna sér okkar maður úti og hún fer eftir því t.d. hversu margir vilja sitja saman og slíkt. Ef t.d. 4 vilja saman og eini sénsinn á því er í ákveðinni stúku þá enda viðkomandi sjálfkrafa þar.

    10. Takk fyrir þetta Maggi..

      Èg er buin ad bòka og a leidinni a Anfield í 7 sinn. lIverpool hefur unnid alla sex leikina sem èg hef sèd à Anfield og þar a medal eru leikir gegn Everton og Juventus svo èg er klàr à ad vid fàum sigur.

      Verdur gaman ad fara i fyrsta sinn i kop.is ferd 🙂

    11. Jæja Viðar gengur ekki að sjá tapleik 🙂 Þá get ég tippað á Liverpool gegn Sunderland vitandi að þú ert á þeim leik.

    12. Ein praktísk spurning varðandi hvernig þið horfið á leiki.

      Eru einhver öpp sem einhver veit um (annað en Filmon), sem menn geta notað í apple tv ?, var að leita að safari og puffin, en hvorugt kemur upp í app store í apple tv. Ekki heldur filmon.

      Datt í hug að horfa á þetta á einfaldan hátt í gegnum app í apple tv.

      Einhverjar hugmyndir að góðum öppum ?

    13. Get ekki beðið eftir næsta leik! Greinilegt að handverk Klopps er byrjað.

    14. Er Steinbekk nokkuð ykkar maður þarna úti?
      Þarf ég nokkuð að hafa áhyggjur að því að horfa bara á leikinn á pöbb í Liverpoolborg?

    15. Ekkert að frétta með upphitun fyrir þennan stórleik.

      Ps. United voru rétt í þessu að tapa fyrir Dirk Kuyt og félögum.

    16. Var að bóka ferðina. 🙂
      Hvernig hefur skoðunnarferðinni á Anfield verið háttað?
      Fer bara hver fyrir sig eða fer allur hópurinn?

      Kv.

      Ari

    17. Nr.19
      Vel gert Ari, stefnum að ég held á að fara í hana á föstudeginum fljótlega eftir að við komum út og miðum við allann hópinn saman. Fólk ræður svo auðvitað hvort það vill fara í túrinn en líklega vilja allir skoða þetta nýja ferlíki á Anfield nánar 🙂

      Komum inn á þetta í podcasti á eftir.

    Liverpool 4 Leicester City 1 (skýrsla)

    Heimsókn á Brúna annað kvöld