Liverpool 4 Leicester City 1 (skýrsla)

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í NÓVEMBER! SJÁ UPPLÝSINGAR HÉR

1-0 13. mín. Firmino
2-0 31. mín. Mané
2-1 38. mín. Vardy
3-1 56. mín. Lallana
4-1 89. mín. Firmino

Bestu leikmenn Liverpool

Liðið var frábært í næstum 90 mínútur. Örlítið hæg byrjun, tók 5-10 mínútur að ná taki á leiknum og svo var örlítið hikst sitt hvorum megin við hlé eftir að Leicester minnkuðu muninn. Að öðru leyti var liðið með öll völd á vellinum og sigurinn í raun varla í hættu. Allir léku heilt yfir vel en sóknarlínan og Lallana heilluðu mig mest í dag. Ég myndi velja Firmino minn mann leiksins þar sem hann skoraði tvö en í raun mætti tilnefna hvern sem er af honum, Mané, Sturridge og Lallana.

Vondur dagur

Mignolet varði á köflum frábærlega og Lucas lék heilt yfir mjög vel í miðri vörn en þeir gerðu sig samt báðir seka um 1-2 slæm mistök sem hefðu getað kostað meira. Mark Leicester var bara djók frá upphafi til enda, Mignolet átti aldrei að gefa á Lucas og hann klúðraði eins mikið og hægt var að klúðra með því að missa boltann frá sér og senda hann svo beint á Vardy. Tveimur mínútum síðar fór Mignolet í skógarferð úr hornspyrnu og Huth skallaði í slá. Í seinni hálfleik missti Lucas Vardy einu sinni inn fyrir sig með þverhlaupi en Mignolet varði frábærlega þá. Það dylst samt engum að við erum enn í vandræðum með varnarlínuna og það hjálpar ekki að geta varla stillt upp sama miðvarðarparinu tvo leiki í röð án meiðsla. Eins vil ég fara að sjá Loris Karius í markinu sem fyrst, Mignolet er bæði mistækur (á milli þess sem hann er stórgóður) og of oft að koma samherjum í vandræði með sendingum á þá undir pressu, sem gerðist aftur í 2-3 skipti í dag og kostaði eitt mark.

Hvað þýða úrslitin

Liverpool er komið upp í Evrópusætin og í kastfæri við öll lið nema City og kannski Chelsea sem eiga leik inni á morgun. Sóknarlínan er enn að gefa af sér, 14 mörk í fyrstu 5 leikjunum núna eða næstum því 3 að meðaltali per leik er einfaldlega frábær byrjun á tímabilinu en markmið tímabilsins nást ekki ef vörnin heldur áfram að vera hausverkur. Samt, frábær sigur á ríkjandi meisturum og það er hægt að byggja á þeirri deildarstöðu sem liðið er í núna.

Dómgæslan

Lítið um hana að segja, ég tók varla eftir því hver var að dæma. Mark Leicester hefði sennilega ekki átt að standa en annars man ég eftir litlu sem ég kvartaði yfir. Leikurinn fékk að flæða og frammistöður dómara eru oft bestar þegar maður tekur ekki eftir þeim.

Umræðupunktar eftir leikinn

  • Mignolet vs Karius. Ef Belginn stóri ætlar að eiga fleiri svona frammistöður styttist bara í að Karius fái kallið. Ég spái því að hann byrji deildarbikarleikinn eftir rúma viku og ef Mignolet á svipaða frammistöðu gegn Chelsea í næsta leik þá gæti Karius haldið sæti sínu eftir deildarbikarleikinn. Ég er allavega handviss um að Klopp keypti hann ekki til að sitja á bekknum í allan vetur.
  • Mikið var nýja stúkan falleg svona full af fólki í dag. Fleiri orð um það eru óþörf, Anfield var fallegur staður fyrir en hefur nú fengið aðra skrautfjöður í hattinn!
  • Það er ljóst að Klopp á mikið verk fyrir höndum með varnarlínuna. Burtséð frá umræðu um markverði þá erum við þunnskipaðir í varnarstöðunum og þrálát meiðsli þeirra Lovren, Klavan, Matip og Sakho á víxl hjálpa engum. Sóknarlínan er að bjarga okkur í upphafi tímabils en Klopp verður að finna stöðugleika þarna aftast áður en hann fær næsta tækifæri til að opna veskið og gera nauðsynlegar úrbætur.
  • Adam Lallana er að verða gott dæmi um leikmann sem virkar breyttur maður undir stjórn Klopp. Það er búið að taka rúmlega tvö ár en hann er loksins að sýna formið sem fékk Liverpool til að eyða háum fjárhæðum í hann sumarið 2014, bæði fyrir Rauða herinn og England. Hann er algjör lykilmaður í því sem Klopp er að gera með miðju og sókn hjá okkur í dag og er það vel.

Næsta verkefni

Það er komið að enn einum útileiknum en okkar menn heimsækja Chelsea á Stamford Bridge á föstudagskvöld. Það verður gríðarlega áhugaverður leikur, Chelsea virka firnasterkir í upphafi móts og fá frí frá Evrópuleikjum í vikunni eins og við en Klopp hefur verið að leggja það í vana sinn að vinna stóru liðin í þessari deild og við munum hvernig þessi viðureign fór í nóvember í fyrra. Ég hlakka til!

YNWA

48 Comments

  1. Flottur sigur í dag.
    Taktík Klopp skilaði sér, liðið spilaði ekki eins mikla hápressu og gegn t.d Tottenham/Arsenal því að það myndu gestirnir vilja. Klopp setti pressuna aðeins aftar og liverpool stjórnaði leiknum.
    Ég held samt að leiktíðinn verður svipuð og þessi leikur. Við stórhættulegir framávið en mjög ótraustir í vörn en það er kannski af því að við eigum ekki djúpan miðjumann til að vernda vörnina almenilega. Menn vilja benda á E.Can en hann er eiginlega of viltur í þá stöðu og Lucas er alveg búinn á því á miðsvæðinu.
    Eins stressaður og maður er þegar liðið er að verjast þá fer allt í gang hjá manni þegar liðið er að sækja því að það er frábært að fylgjast með liðinu.

    Aðeins um framistöðu leikmanna.
    Ég hef alltaf verið aðdáandi Lallana og ég held að það sé ekkert að fara að minka. Mér finnst hann einfaldlega frábær á miðjuni, duglegur og skapandi og líður honum greinilega mjög vel enda er bullandi sjálftraust í kappanum. Lallana er fyrir mér einfaldlega heimsklassa sókndjarfur miðjumaður og finnst mér Klopp hafa stórbætan hann.

    Oft hefur maður verið mjög harður út í Mignolet og hef ég talið hann veikleika í liðinu en ég ætla ekki að skamma hann fyrir framistöðuna í dag. Hann var áræðin að fara úr teignum og kýla boltan í burtu(líklega Þýsk áhrif) og svo varði hann einu sinni meistaralega frá Vardy. Já hann átti eitt skógarhlaup þar sem boltin datt á þverslána en heilt yfir átti hann solid leik.

    Ég er þakklátur Liverpool guðunum að við séum komin með hægri bakvörð en Clyne er ein vanmetnasti leikmaður liðsins. Ég held að menn eru búin að gleyma ástandinu í þeiri stöðu áður en hann kom til leiks.

    Sturridge, Firminho og Mane voru einfaldlega stórhættulegir framávið og búa þeir yfir eiginleikum sem ætti að hræða allar varnir og að geta sett inn Coutinho og vera með mann eins og Origi á bekknum og Ings ekki í hóp segjir mér að við munum raða inn mörkum.

    Henderson finnst mér ekki nógu góður til að vera fyrirliði Liverpool en hann átti einfaldlega flottan leik í dag og ef hann heldur þessu áfram þá dreg ég þessi umæli alveg tilbaka.

    Matip er miðvörður sem virkar mjög solid og held ég að hann og Lovern verða flottir saman í vetur.

    Millner er traustur og duglegur. Hann átti flottan leik en ég vona samt að í janúar þá finnum við vinstri bakvörð.

    Lucas gerði margt gott í dag en ég vona að við sjáum hann sem minnst í miðverðinum í vetur og þetta mark sem hann gaf í dag var auðvita skelfilegt(ég er ekki að afsaka neitt en strangt til tekið er það ólöglegt, því að leikmaður gestana var inn í vítateig liverpool og hlaupandi í átt að boltanum áður en boltinn var farinn úr vítateignum og það einfaldlega má ekki)

    s.s Við vitum styrkleika liðsins(sókn), við vitum veikleika(vörn) en djöfull er gaman að sjá liðið spila. Það er fullt af fjöri framundan í vetur og nú er maður bara að spenna beltin og er tilbúin í þetta ferðalag með Klopp og félögum 🙂

    YNWA

  2. Mer fannst varnarleikurinn heilt yfir gòdur i dag, gefum þeim þetta mark plus ad vardy komst einu sinni i gegn annars gerdist fàtt annad vid mark okkar. Matip virkar hrikalega vel à mann. Annars omurlegt ad þurfa ad nota Lucas þegar vid eigum Sakho uppì stùku.

  3. Frábær skemmtun þessi leikur.

    Mané og Firmino voru einfaldlega geggjaðir og á köflum leit út fyrir að þeir hefðu spilað saman í mörg ár! Sturridge var duglegur, ósérhlífinn, óeigingjarn og passaði eins og flís við rass á milli Firmino og Mané.

    Adam Lallana spilaði frábæra áttu í dag, einn albesti leikur hans í rauðu treyjunni. Henderson var flottur sem dýpsti miðjumaður og Wijnaldum var box-to-box sem virtist m.a. eiga að keyra fram í transitions til að draga að sér leikmenn. Hans frammistaða var e.t.v. ekki áberandi í dag en hann gerði fremstu þremur oft mun auðveldara fyrir með þessu.

    Veikleikarnir eru, sem fyrr, aftast á vellinum. Fyrir utan stórt brainfart hjá Lucasi sem gaf (ólöglegt reyndar) mark, var vörnin samt býsna solid í dag. Matip lofar góðu, vel spilandi og flottur miðvörður sem við fengum á algjört klink.

    Á þessum tímapunkti er Liverpool búið að skora flest mörk allra liða í úrvalsdeildinni á þessu ári, gott ef ekki 5-6 meira en næsta lið. Að vissu leyti má því segja að liðið sé komið yfir Suárez. Þetta tímabil verður örugglega algjör rússíbanareið – til í það! 🙂

  4. Við unnum og sigurinn var aldrei í hættu. Ein alvarleg mistök sem áttu samt ekki að standa þar sem leikmaður andstæðinganna fór of snemma inn í teig hjá okkur. Liðið heilt yfir að standa sig vel. Og í guðana bænum verum svo sangjörn og málefnaleg þegar við dæmum frammistöðu leikmanna.
    YNWA

  5. Rosalega góður sigur, það var mikil óvissa fyrir leik hvernig okkar menn kæmu til leiks, sérstaklega varnarlega enda mjög vont að þurfa gera breytingar í miðvarðastöðunni sólarhring fyrir leik. Lucas er ekkert búinn að spila það sem af er móti, er ekki miðvörður að upplagi og það var ekki á dagskrá á einni æfingu í þessari viku að hann yrði í vörninni í dag. Matip var að spila sinn fyrsta leik í síðustu umferð og James Milner er að læra nýja stöðu líkt og varnartengiliðurinn Jordan Henderson. Þetta var ellefta tegundin af miðvarðarpari sem Klopp hefur notað í deildinni síðan hann tók við (fyrir 10 mánuðum). Sem dæmi má nefna að Wes Morgan var að spila sinn 65.leik í röð í vörn Leicester í dag. Miðað við hversu illa smurð vörnin var í dag gegn stórhættulegu Leicester liði var þetta frábær frammistaða.

    Mignolet – 6
    Hann er hræðilegur með boltann að mínu mati og skapar mikið óöryggi í vörninni. Hann á örlítin þátt í marki Leicester í dag því hann var jafnan lengi að losa sig við boltann og setti samherja stundum undir óþarfa pressu líkt og í markinu. Hefði fengið 2 ef skalli Huth hefði farið inn en ekki í slánna. Karius getur ekki komið nógu fljótt að mínu mati. Mignolet bjargaði okkur samt í stöðunni 2-1 þegar hann varði frábærlega frá Vardy.
    Hann er ekki alslæmur og hefur aldrei verið en ég man ekki eftir markmanni Liverpool sem ég þoldi jafn illa, mögulega David James.

    Clyne – 6,5
    Flottur varnarlega fannst mér og það var lítið af frétta af sóknarmönnum Leicester. Hann náði hinsvegar varla sendingu á samherja sóknarlega í þessum leik og tók hann töluvert mikið þátt í sóknarleiknum. Solid að vanda.

    Lucas – 7,5
    Þetta voru freak mistök í markinu, þetta getur komið fyrir hvern sem er og hvar sem er á velllinum. Spyrjið Steven Gerrard. Kop tók frábærlega á þessum mistökum og söng nafnið hans strax í kjölfarið og sýndi honum þannig mun meiri stuðning en ég og aðrir á twitter vorum að gera 🙂
    Varnarlega var Lucas að spila mjög vel og lenti nánast aldrei í þeim vandræðum með Vardy og félaga sem maður óttaðist fyrir leik. Vona samt að Lovren verði klár á föstudaginn.

    Matip – 8
    Gríðarlega ángæður með þennan leikmann aftur í dag. Hann er öflugur í loftinu og kúl á boltannn. Ennþá of snemmt að dæma hann en þetta lofar góðu, virkar betri en allir sem hafa spilað þessa stöðu fyrir Liverpool sl. þrjú ár.

    Milner – 7
    Mjög solid í dag gegn mótherja sem fór illa með marga í sömu stöðu á síðasta tímabili. Hafði miklar áhyggjur af takmörkuðum hraða hjá honum fyrir leik en það kom ekkert að sök í dag. Hann virðist spila dýpra en Clyne hinumegin ef eitthvað er sem er líklega gott mál. Solid sjöa á hann, Boring James Milner stendur undir nafni og má gera það sem oftast í vinstri bakverði.

    Henderson – 8,5
    Frábær í dag, einn af okkar bestu mönnum að mínu mati. Hef ekkert á móti því að gera hann meira varnarsinnaðan miðjumann frekar en sóknartengilið. Hann hefur yfirferðina og kraftinn til að spila þá stöðu frábærlega ef hann er búinn að ná sér af meiðslunum og hann hefur klárlega agann til að spila þetta hlutverk. Hann hefur aldrei skorað mikið og sóknarlega held ég að Lallana og Winjaldum (plús jafnvel Grujic) séu meiri ógn. Hann er augljóslega að komast í betri leikæfingu með hverjum leik og spilar betur í takti við það.

    Winjaldum – 6,5
    Hann er að vinna vinnu sem maður tekur ekkert rosalega mikið eftir á meðan leik stendur. Liverpool hefur stjórnað miðjunni í öllum leikjum tímabilsins það sem af er og hann á sinn þátt í því. Fínn í dag en á klárlega nóg inni ennþá.

    Lallana – 7,5
    Frábært mark hjá honum í dag og mjög góður leikur heilt yfir. Gríðarlega duglegur og virðist vera finna sig mjög vel á miðjunni, svei mér ef hann er ekki líklegri til að skora núna heldur en þegar hann var að spila sem einn af þremur fremstu mönnum. Hann er ennþá eitt fyrsta nafn á blað hjá Klopp og er núna 28 ára líklega á hátindi síns ferils.

    Firmino – 9
    Algjörlega frábær í dag, klárlega besta frammistaða hans hjá Liverpool þegar hann er að spila með Sturridge. Mané tekur gríðarlega athygli frá varnarmönnum, hvað þá með Sturridge með sér frammi og þá er gott að eiga Firmino/Coutinho eftir. Það er dauðadómur að gefa þeim tíma nálægt markinu enda geta báðir skorað og lagt upp mörk.

    Mané – 9
    Fannst Mané og Firmino vera spila svipað vel í dag og voru algjör plága fyrir varnarmenn Leicester þegar þeir fengu tækifæri til. Þessi leikmaður er langlíklegastur í okkar liði til að skera úr um minni leikina og mig grunar að Burnley hafi verið fegnir að losna við bæði hann og Sturridge um daginn. Haldi hann áfram svona er þetta besti leikmaður Liverpool síðan Suarez fór og hann hefur byrjað með meiri látum hjá Liverpool en Suarez gerði. Hann verður bara betri með betri samherjum og ég held að við séum að sjá það strax í þessum fyrstu leikjum.

    Sturridge 7,5
    Hann virðist vera að komast í meiri leikæfingu þó ennþá vanti eitthvað uppá. Það er einn gír eftir ennþá hjá Sturridge sleppi hann við meiðsli. Var mjög góður í dag og hefði á öðrum degi getað skorað þrennu.

    Meistararnir teknir algjörlega í nefið og samt vantaði Karius, Lovren, Can og Coutinho í byrjunarliðið. Það vantaði engan í lið Leicester, allir heilir. Lið með svona sókn getur farið ansi langt á henni einni, við sáum það tímabilið 2013/14, vörnin þá var verri en það sem við erum með núna. Sóknarlega erum við með miklu fleiri leikmenn sem geta ógnað heldur en 2013/14 en höfum auðvitað engan Suarez. 9 mörk í 4 leikjum er vonandi það sem koma skal, þau hafa öll komið gegn liðunum sem enduðu í efstu þremur sætunum í fyrra og hafa bara bætt hópana hjá sér síðan.

    Þar með er eins og áður segir búið að spila við liðin sem enduðu í 1. -2. og 3. sæti í fyrra og óheppni að ná bara 7 stigum frá þeim leikjum. Næst er það Chelsea, klárlega eitt besta lið deildarinnar, það verður gríðarlega áhugaverð rimma. Liverpool á að fara óhrætt á hvaða völl sem er með þessa sóknarlínu.

  6. 5
    ” og mig grunar að Burnley hafi verið fegnir að losna við bæði hann og Sturridge um daginn”.

    Hvernig grunar þig það?

    Sá ekki betur en að DS hafi spilað þann leik.

  7. Spurning Einar Matthías ef Mignolet hefði gert þessi Lucas mistök hvort hann hefði fengið svona háa einkunn. Fáranlega há einkunn sem þú gefur manni sem gerði byrjendamistök. Við erum að tala um mann sem hefur leikið yfir 200 leiki með Liverpool. En Lucas á ekki að vera svona stór partur af þessu liðið ótrúlegt að hann sé að spila í miðverði sem segir margt um okkar stöðu í dag.
    Mignolet fannst mér ekki svona slakur eins og síðuritar halda hér fram. Bjargaði vel á móti Vardy, gat ekkert gert að markinu (sorry kristján Atli en Lucas á bara að gera betur). Kom út og var oft á tíðum hugrakkur í úthlaupum. Hann er einnig hugaður að koma aftur út úr markinu þrátt fyrir að fautinn Huth hafði skallað hann fyrr í leiknum. Það má oft gagnrýna hann en ekki þegar hann kemst upp með mistökin.
    Kristján Atli átti Sturrdige svona svakalega góðan dag? Klikkaði á tveimur dauðafærum en lagði upp eitt mark. Framherjar eru dæmdir af mörkum sem hann var ekki að skila í dag. Vondur dagur hjá Sturridge klárlega.

    Annars frábær sigur í dag hjá liðinu, ekki á hverjum degi sem Englandsmeistara eru teknir í kennslustund. Góður dagur hjá Klopp og lærisveinum hans, þótt þetta Lucas bíó hans hefði getað kostað mikið í dag.

  8. Ég vil meina að vörnin sé að stórlagast, Þetta mark í leiknum var fyrst og fremst Lukas að kenna og mér finnst stórfurðulegt að blanda Mignolet inn í þetta. SKOÐIÐ MYNDBANDIÐ áður en þið farið að alhæfe einhverja vitleysu. Hann var að taka markspyrnu og sendi stuttan bolta á Lukas, það var Lukas einn og sér sem á þessi mistök, hann missir boltann of langt frá sér og Þetta mark hafði ekkert með fótavinnu Mignolet að gera.

    Mignolet var mjög góður í þessum leik. Hann t.d bjargaði maður á móti manni og dúndraði boltanum oft í burtu áður en Leikmenn Leicester náðu að skalla í boltann. Eina sem má setja spurningu við var skallinn sem fór í slánna og í nokkur skipti sem hann náði ekki að dúndra boltanum í burtu þegar hann fór í einvígi við framherja Leicester. Mér finnst hann t.d miklu stöðugri en í fyrra, þegar hann kostaði okkur þónokkuð af mörkum, eins og t.d aukaspyrnumarkið gegn Sunderland og annað til í evrópukeppninni þar sem hann var að dóla of mikið með boltann. Hitt er að hann er mistækur og því gæti hann svo sem afsannað þetta hrós mitt í næsta leik en VINSAMLEGA dæmið hann sanngjarnt og ekki vera stöðugt að kenna honum um eitthvað sem hann er ekki sekur fyrir.

    Ég er þeirrar skoðunar að ástæða þess að Liverpool hafi verið að spila svona góðan sóknarbolta var EINMITT vegna þess að vörnin er að stórlagast. Í stórum hluta leiksins komst Leicester hvorki lönd né strönd og var það einfaldlega vegna þess hvað varnaleikurinn var góður. T.d byrjaði Leicester mun betur fyrstu 5-8 mínútunar en það varð ekkert úr því vegna þess að varnarvinnan var virkilega góð á þeim tíma.

    Ef þið munið ekki hvað fótboltinn heitir en heitir “GEGENPRESSING” en það er í raun og veru varnarvinna en ekki sóknarvinna. og í dag vorum við að taka ENGLANDSMEISTARANA í nefið í dag og létum þá líta út fyrir að þeir gátu ekki rassgat. Það hefðum við ekki gert ef leiðsheildinn væri ekki að vinna vinnuna sína. Þá á ég bæði við vörn og sókn.

  9. Ég vil hrósa Sturridge líka. Í fyrsta markinu er það hann sem vinnur tilbaka svo við náum boltanum og svo opnar hann fyrir Firmino með sýnu hlaupi inn í teig. Svo býr hann til færið fyrir Mane. Hann er á réttri leið.

  10. Varla tími til að tína til eitthvað neikvætt út úr þessum leik þar sem okkar menn lögðu upp fjöldan allan af færum og mörkum. 4 leikmenn með stoðsendingu í þessum leik(5 með Lucas) og 3 leikmenn sem skora. Bullandi sóknarbolta tilþrif, sól og ný stúka. Samt menn að rífa hinn og þennan leikmanninn í sig ? og þrátta um einkunnir og hver sé lélegur og hver ekki. Get ekki beðið eftir næsta leik. Þvílíkt ánægður með mitt lið.

  11. Linkur á MOTD:

    http://www.molfc.com/liverpool-vs-leicester-city-match-of-the-day/

    Þegar liðið vinnur meistara síðasta árs sannfærandi 4-1, og samt er fólk bara hæfilega ánægt. Það er lúxusvandamál.

    Mér finnst Sturridge fá heldur harða útreið hjá sumum, eins og hefur verið bent á átti hann stóran þátt í fyrsta markinu og átti jú stoðsendingu í marki númer 2. Held að hann og Mane eigi eftir að gera góða hluti saman í vetur, og eigum við ekki bara að segja að allur sóknarkvartettinn/kvintettinn eigi eftir að gera það? Þ.e. ef við tökum Firmino, Lallana og Coutinho inn í það dæmi? Heilt yfir held ég að sóknin hjá Liverpool hafi sjaldan lofað jafn góðu, maður hefur á tilfinningunni að það geti komið mörk frá hverjum sem er af þessum, og hinir sem eru aftar geta líka alveg potað inn einu og einu. Annað en þegar aðal ógnin virtist koma frá einum aðal markaskorara, eins og með Fowler og Torres (já ég veit þeir voru ekkert þeir einu sem skoruðu…)

  12. Sælir!
    Ég er að leita af full match of the day, eða allan leikinn síðan í gær!
    Maðurinn minn er tárunum næst að hafa misst af þessum leik til þess að smala rollum allan daginn! Og nú er ég að leita um allt og finn ekki neitt (uppá að hann sjái ekki stöðuna).

  13. Að sama skapi og góður skammtur af þeirri gagnrýni sem Mignolet fær er oft illa rökstudd. Þá fær Sturridge ekki alla þá gagnrýni sem hann á skilið. Jú, jú víst skorar hann mörk og sendir góðar hælspyrnur inn í vítateig og það telur. En allt of oft fara sóknir forgörðum þar sem hann er með boltann fyrir framan vítateig og með vörnina fyrir framan sig en fullt af okkar mönnum lúrir með varnalínunni eða í línu við Sturridge. Hann hleypur með boltann að vörninni, veit ekki hvort hann ætlar að sóla eða senda og endar á því að gera hvorugt. Ákvarðantaka hans þarna er endurtekið í sama gæðaflokki og verstu ákvarðanatökur Mignolet og fótavinnan á pari við mistök Lucasar í dag þegar menn hirða af honum boltann. Ég fyrirgef honum alla eigingirni inn við markteig en staðsettur þarna fyrir utan er hann ekki að fara búa sjálfum sér nein færi og hefur af liðinu möguleikann um annars konar færi.

  14. Sælir félagar

    Síst of stór sigur á ríkandi meisturum. Jafnvel þó Lucas hafi fundist ástæða til að gefa eitt mark til að magna upp spennu í leiknum þá var þetta í reynd aldrei spurning. Liverpool yfirspilaði meistarana allann leikinn nema fyrstu 5 mín.

    Holningin á Liverpool liðinu var frábær og þó Lucas greyið Leiva hafi gefið Leicester þetta mark var vörnin gegnum sneytt góð. Og reyndar mjög góð með fjórða eða fimmta kost í miðverði og Can ekki með til að verja vörnina. Þetta var frábært á nýuppgerðum Anfield og öllum til sóma.

    Leicester spilaði sinn leik og reyndi að verjast og beita skyndisóknu. Greinilegt var að Klopp var búinn að finna svör við öllum tilraunum Leicester því þeir áttu aldrei möguleika nema liðsmenn Liverpool gæfu þá á silfurfati (Lucas,Minjo). Í það heila frábær frammistaða hjá okkar mönnum. Takk fyrir mig.

    Það er nú þannig

    YNWA

  15. Það er algerlega beyond me að menn séu að tuða yfir Daniel Sturridge eftir þennann leik.

    Opnar fyrir Firmino í marki númer 1. Ásamt því að hafa unnið boltann með vinnslu til baka.
    Býr til mark númer 2
    Setur hann inn á Mané (sem finnur svo Lallana) í marki númer 3.

    Það er einfaldlega allt annað að horfa á liðið með svona hættulegann framherja í liðinu frekar en endalausar 10ur. Auðvitað átti hann að skora í dag, hann veit það sennilega manna best.

    Það verður þá bara á föstudaginn 😉

  16. Hvað segiði félagar, viljið þið væla meira yfir því að Mané hafi verið Southampton áður en hann kom til okkar ? 🙂

  17. Sturridge spilaði sem Firmino í þessum leik og Firmino var Coutinho. Hann var að gera þessa hluti sem Firmino gerir oft vel. Draga sig út og opna svæði fyrir aðra. Fannst Sturridge gera mjög vel. Bjó til mikið pláss og hælsendingin er ekki bara hælsending, hún bjó til öruggt mark. Framherji sem hugsar bara um að skora, reynir að koma boltanum á markið, ekki gefa hælsendingu. Sama í fyrsta markinu, Sturridge dró bakvörðinn og annan miðvörðinn út og Firmino fann plássið sem hann nýtti vel.
    Sóknin í fyrsta markinu hefst nota bene á því að Sturridge les leikinn hleypur til baka og stoppar skyndisókn frá Leicester. Útfrá liðsheildinni átti Sturridge að mínum dómi sinn besta leik í langan tíma.

  18. “Mark Leicester var bara djók frá upphafi til enda, Mignolet átti aldrei að gefa á Lucas og hann klúðraði eins mikið og hægt var að klúðra með því að missa boltann frá sér og senda hann svo beint á Vardy.” Ég er algjörlega ósammála því að Mignolet átti ekki að gefa á Lucas. Þetta er uppleggið hjá Liverpool, markmaður gefur á næsta lausa mann, nánast óháð pressu. Lucas var ekki undir neinni pressu þegar hann fær boltann og mjög eðlilegt að gefa hann. Það var bara ein lítil snerting hjá Lucas sem gaf þetta mark. Þar fyrir utan að Okazaki var kominn vel inn í teiginn áður en boltinn var kominn úr teignum og samkvæmt öllum reglum er það ólöglegt (og meikar alveg sens). Hann stytti sér því leið að Lucas.

    En frábær leikur hjá Liverpool.

  19. Sæl og blessuð.

    Niðurstöður eru komnar í Lúkasarmálinu, hinu síðara:

    Mignolet va í fullum rétti að gefa boltann. Liðið á að spila frá markmanni fremur en að kýl’ann fram og þetta var alveg í þeim anda. Lúkas hafði, er hann fékk boltann, fjóra góða kosti til að losa sig við hann og því verður ekki við marvörð að sakast.

    Dómarinn átti, strangt til tekið, að láta endurtaka útsparkið. Ég man ekki til þess að dómarar hafi nýtt sér þann rétt, ef andstæður leikmaður er inni í teig þegar sparkað er frá marki. Hann studdist því við hefðina og leyfði leiknum að halda áfram.

    Lúkas gerði þarna mistök. Ég gerði einu sinni mistök. Lífið hélt áfram.

    Hvað leikinn varðar þá var þetta, Dýranúmerið með Járnfrúnni, Viltu nammi væna? Rokk í Reykjavík. Dásamlegur kraftur, pönk og þungarokk, innsæi, frumleiki og sjötta skilningarvitið greinilega komið í gang hjá sumum.

  20. Lallana hlaup 13,1 km í leiknum í gær sem er mesta hjá einum leikmanni á tímabilinu. Bara að henda inn þessari vitneskju.

  21. Þetta lítur virkilega vel út hjá okkar mönnum. Klopp sagði í viðtali í gær að hann skildi ekki alveg umræðuna um liðið. Við fórum á Emirates og unnum, við sundur spiluðum Tottenham á köflum, sem eru með frábært lið. Við unnum Leicester ótrúlega sannfærandi, yfirburðir í alla staði og svo toppuðum við possesion töfluna fyrr og síðar á móti Burnley.

    Þetta er bara frábært í alla staði, við erum með stórkostlegan stjóra sem er tilbúinn að vera þarna næstu 5-10 árin og hann er að byggja upp frábært lið.

    ManU hefur ákveðið að henda öllum peningum sem fyrir finnast í Mourinho og það er bara plástur á sárin. Hann gæti náð einum titli, efast samt um það og svo fer hann eftir 2-3 ár og skilur eftir sig sviðna jörð með gömlum leikmönnum og þeir þurfa að byrja frá grunni.

    Held reyndar að City vinni þennan titil næstu 2-3 árin undir Gardiola enda sennilega sá besti í faginu.

    Þetta lítur bara ótrúlega vel út, við þurfum vissulega að laga vörnina en sóknin er stórkostlega hjá okkur og skemmtanagildið eftir því.

  22. Ég er hræddur um að það væru mun fleiri búnir að tjá sig hér á þessum þræði ef Liverpool hefði tapað eða gert jafntefli. Þessi leikur var frábær skemmtun og ég fullyrði að það eru fá lið sem spila skemmtilegri bolta í dag en Liverpool á góðum degi. Mistök Lucasar voru að sjálfsögðu skelfileg en eftir smá stress í frh í nokkrar mínútur tóku okkar menn aftur stjórn á leiknum og niðurstaðan öruggur sigur. Það fannst mér reyndar mjög mikilvægt því við höfum jú síðustu misseri séð okkar menn missa tök á leikjum sem þessum.

    Hvort vörnin okkar er nógu góð til að skila titlum verður að koma í ljós. Það eru samt batamerki á henni og ég er td orðinn mun rólegri í seinni tíð þegar andstæðingar okkar eiga föst leikatriði í nágrenni við okkar teig 🙂

  23. Þetta var hörkuleikur og mikið rosalega var gaman að sjá liðið skella meisturunum og það sannfærandi.
    Inn eiga svo eftir að koma Emre Can og Lovren og þá lítur þetta virkilega vel út, Milner er trúlegast búinn að eigna sér þessa vinstri bakvarðastöðu þar sem að hann sinnir sínu hlutverki mjög vel, bæði sóknarlega og varnarlega.

    Svo er spurning, hvað gerir Klopp þegar að Can kemur til baka. Hann er varla að fara að taka Henderson úr liðinu og pottþétt fer Lallana ekki út. Þá er spurning um Wijnaldum sem að Klopp eyddi fullt af peningum í.

    Frammi er svo stærsti hausverkurinn hjá Klopp.
    Mane er alltaf fyrstur á blaði ásamt Firmino, þá á hann eftir Sturridge, Coutinho, Origi og jafnvel Ings sem kemst ekki einu sinni á varamannabekkinn.

    Hver sest á bekkinn af þessum leikmönnum.

    Það er kominn gríðarleg breidd í þetta lið og það er ekkert grín fyrir Klopp að finna út hvaða leikmenn spila og hverjir eru á bekknum. Það er gott vandamál og heldur leikmönnum á tánum.

    Ég óttast allavega ekki að mæta Chelsea í næsta leik því á góðum degi þá vinnur þetta Liverpool lið hvern sem er og vonandi hittum við á góðan dag næsta föstudag

  24. Frábær leikur og já sammála #22 að það eru alveg ótrúlega fáir búnir að tjá sig um leikinn. Virðist vera þannig að ef liðið okkar tapar þá vilja miklu fleiri tjá sig, a.m.k. 2 – 3 sinnum fleiri, alveg ótrúlegt!

    Bara svona til að minna fólk á það þá vorum við að vinna Englandsmeistaranna, já ekki bara vinna þá heldur pakka þeim saman!

    Liðið var algerlega frábært og varla veikan hlekk að finna í liðinu. Þessi mistök hans Lukas voru algert “freak accident” og geta komið fyrir bestu menn, spyrjið bara Gerrard! Lukas átti mjög góðan leik að öðru leyti og las leikinn mjög vel. Hann átti t.d. stóran þátt í fyrsta markinu með flotta langa sendingu á Millner. Þetta Lukasar-hatur hér á síðunni er farið að verða ansi þreytandi.

    Virkilega gaman að fylgjast með liðinu og sóknarleikurinn er alveg rosalegur, get ekki beðið eftir næsta leik.

  25. Algerlega frábær leikur hjá okkar mönnum.
    Til lukku öll.

    Bring on Chelsea ??

  26. Já félagar, þetta var magnað. Núna hefur Liverpool spilað þrjá af fjórum leikjum vel. Vonandi er það komið til að vera. Ef þeir ná nálægt 30 góðum leikjum af 38 á tímabilinu þá verðum við í góðum málum í allan vetur. Þetta kemur ágætlega í ljós fram að næsta landsleikjahléi í hvaða baráttu við verðum. Vinnum næstu tvo, spilum vel, þá verður allt galopið. Síðan er að eiga ekki svartan nóvember eða eitthvað álíka bull því stöðugleikinn er enn það sem þetta snýst um hjá okkar liði og vonandi hefur Klopp einhverja ása uppi í erminni í því sambandi.

  27. Get ekki beðið eftir Chelsea-leiknum!

    En verandi á efri miðaldursárum þykir mér myndavélin vera komin fulllangt frá vellinum á nýja Anfield. Ég vil sjá hvort ég á að bölva eða hrósa þeim sem er með boltann hverju sinni…

  28. Flottur leikur. Stefnir í flott tímabil ef meiðsli eru okkur hagstæð.

  29. Auðvitað átti Migs ekki að gefa á Lucas. Hann var að taka markspyrnu í stöðunni 2-0 og tekur hann fljótt og þess fyrir utan beint á mann sem er undir pressu. Það er augljóst rugl. Þegar maður er 2-0 yfir þá þarf að sýna yfirvegun, að flýta sér að taka markspyrnu er eitthvað allt annað. Það afsakar ekkert Lucas, ákvörðun Migs var kolröng.

  30. Snorri,

    Afhverju átti Mignolet ekki að gefa boltann þarna ef það eru augljóslega partur af leikstílnum að reyna að byrja frá aftasta manni ef það er möguleiki ? Ég veit ekki hversu oft fótbolti hefur byrjað nákvæmega þessum hætti. T.d með Barcelona, Liverpool, Man City, Man Und, flestum bestu landsliðum heimsins, að boltinn er sendur á miðverði, sem annað hvort senda áfram á bakverði eða fjarkann eða sparkar boltanum af hættusvæði ef þeir lenda í klandri með boltann.

    þessi mistöku voru Lukasar og það veit hann allra best sjálfur.Þetta getur komið fyrir hvern sem er en það er hreinlega absúrt að reyna að klína þessu yfir á Mignolet.

    Stóra samhengið í þessu er að þrátt fyrir þessi mistök, fékk Liverpool aðeins eitt mark á sig gegn Englandsmeisturunum, með tvo stórhættulega framherja og skoraði fjögur. Það eitt og sér segir það sem segja þarf. Vörnin var að virka vel og markvörðurinn líka.

  31. Hef það á tilfinningunni að Mignolet og Lucas hatarar hafi fengið jólin snemma í ár þegar þetta mark var skorað.
    Hvað ætli það hafi verið margar sendingar frá Mignolet í þessum leik á samherja með mann mun nær sér en Lucas var með í þessum leik?
    Þetta er einfaldlega skilaboð frá Klopp um að svona á að byrja sóknir. Koma honum á samherja frekar en að klína boltanum fram upp á von og óvon.
    Skoðið bara stöðuna á Lucas og Mignolet í þessari sendingu. Það er engin nálægt Lucas þegar sendingin kemur. Hann er hinsvegar óheppinn þegar hann ætlar að leggja hann fyrir sig til að gefa hann áfram og rekur tána í boltann og missir hann of langt frá sér og þar myndast pressann ekki þegar Mignolet gefur boltann. Síðan gefur hann alltof fasta sendingu (sem ég geri ráð fyrir að hafi verið ætluð Mignolet) sem fer þvert yfir teiginn og Vardy þakkar kærlega fyrir gjöfina og skorar.
    Þetta var bara hrein og klár óheppni frekar en nokkuð annað. Svona svipuð óheppni og má segja að hafi kostað okkur titilinn fyrir nokkrum árum.
    Að öðru leyti voru Mignolet og Lucas mjög fínir í þessum leik. Myndi til að mynda mun frekar hafa Mignolet í markinu frekar en Smheichel sem var ekki góður í markinu hinum megin.

  32. Nr 22

    Vissulega alltaf rólegra eftir sigurleiki, þannig hefur það alltaf verið og á svosem ekkert bara við um fótbolta. Fréttir og umfjöllun um þær eru t.a.m. mikið oftar um það neikvæða en jákvæða.

    En við eigum smá sök líka þar sem þessi færsla kom ekki inn fyrr en nokkuð eftir að leik lauk. M.ö.o. það eru ca. 20 ummæli í síðasta þræði sem annars hefðu farið í þennan. Ekki að það skipti miklu máli 🙂

  33. Þetta hefur ekkert með neitt hatur að gera. Það var stutt í hálfleik og ekkert að gerast í sjálfu sér. Staðan 2-0. Migs var að taka markspyrnu og lá ekkert á. Það var hins vegar maður á leiðinni í áttina að Lucas. Já það er algengt að markverðir gefi á miðverði (döh) og hjá mörgum liðum er það hluti af taktínni að byrja spilið aftast frekar en dúndra fram. En í því felst ekki að markvörðum sé uppálagt að flýta sér að taka markspyrnu til þess að gefa á miðvörð sem er verið að loka á. Það er bara úti í hött. Þeir gerðu semsagt báðir mistök. Ég skil ekki af hverju menn sjá það ekki.

  34. Svo vil ég minna á að Mignolet fékk tvisvar sinnum höfuðhögg í leiknum. Það blæddi allavega tvisvar sinnum úr honum. Í nös og á enni eftir að hann hljóp upp í skallabolta, sem hann dúndraði í burtu með hendinni. Fyrir mér á maður sem fórnar sér með slíkum hætti virkilega mikla virðingu en ekki uppskera fáranlega gagnríni fyrir mistök sem hann kom hvergi nálægt. Maður sem leggur slíkt á sig er greinilega að fórna sér fyrir liðið og leggja allt í sölunar.

    Þetta er ámóta heimskulegt og kenna SAKHO um það að að hafa sent á Gerrard þegar hann glataði boltanum um árið, þegar Liverpool missti af Englandsmeistaratitlinum í kjölfarið.

  35. Það má alveg hafa skoðun á því hvort Mignolet hafi gert rétt eða ekki og virða skoðun hvors annars. Tek undir með enskum sérfræðingum og fyrrum leikmönnum að það er óþarfi að bjóða upp á pressuna sem skapaðist við útsparkið og hans veikleiki er að lesa í einmitt þessar aðstæður, ekki í fyrsta skiptið. Annars frábær í þessum leik.

  36. Virkilega gott ViktorEB #39 – svolítið annað andrúmsloft hérna inni 🙂

  37. Ég sá viðtalið við Jurgen KLopp og líka við Michel owen. Það talaði enginn um að þetta væru mistök hjá MIgnolet. Þeir voru búnir að senda boltann svona allan leikinn en í þetta skiptið kiksaði Lukas og því fór sem fór.

    Hvaða sérfræðinga ertu eiginlega að tala um Anton ?

  38. Virkilega flottur sigur hja okkar mönnum og þúsund atriði sem þeir framkvæmdu vel en endilega talið meira um einu mistökin í leiknum 😉 Leicester litu illa út og það er engin tilviljun. Klopp er að ná sínum effektum í gang og þetta verður bara betra þegar við mætum þreyttum CL/EL liðum þegar líða fer á tímabilið.

  39. Brynjar #43 ég man ekki hvaða stöð ég var að horfa á leikinn því miður (streem) og búinn að sjá nokkrar endursýningar og umfjallanir um leikinn og margir sérfróðir að tjá sig. Ekki allir sammála sem betur fer.

  40. Everton að skora innan sem utan vallar. Frábært að hafa báða þessa klúbba frá Liverpool í PL. Just saying

  41. Ég vill meina að Lallana sé búinn að vinna sér inn nafnið hauslausa hænan. Afhv? nú maðurinn hleypur ekki nema sirka 12-13 km í leik eins og hauslaus hæna um allan völl.

    Þvílíkt topp eintak af manni (hænu)

Leikdagur: Leicester á Anfield

Verðlækkun á hópferð Kop.is til Anfield!