Leikdagur: Leicester á Anfield

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í NÓVEMBER! SJÁ UPPLÝSINGAR HÉR

95 mín. – LEIK LOKIÐ! Sanngjarn og frábær sigur á meisturunum. Þrjú stig í húsi og plúsar í markatöludálkinn. Leikskýrslan kemur síðar í kvöld.

MARK FIRMINO 4-1 (89.) – Þetta gulltryggir sigurinn. Mané fékk boltann innfyrir, Schmeichel kom út á móti en Mané fór framhjá honum, gaf á Firmino sem setti boltann í tómt markið. 4-1 og það er síst of stór sigur miðað við gang leiksins. Frábær frammistaða hjá okkar mönnum gegn ríkjandi meisturum!

75 mín. liðnar og Klopp er að setja Coutinho og Stewart inná fyrir Wijnaldum og Sturridge. Okkar menn enn með leikinn í hendi sér, Mignolet bjargaði með frábærri markvörslu eftir um klst. leik þegar Vardy slapp í gegn en annars hefur þetta verið í jafnvægi.

MARK LALLANA 3-1 (56.) – Þvílíkt mark hjá Lallana! Langri sókn hjá okkar mönnum lauk með því að Wijnaldum lagði boltann á Lallana utarlega hægra megin í teignum og hann gjörsamlega smurði hann í fjærhornið efra, óverjandi fyrir Schmeichel. 3-1 og Liverpool festa tökin á leiknum.

17:30 Seinni hálfleikur er hafinn!

HÁLFLEIKUR 2-1 – Þessi hálfleikur var Liverpool í hnotskurn, eins og svo oft áður. Algjörir yfirburðir, stefnir í stórsigur en þá kemur algjört frat í varnarvinnu og hleypir þeim óverðskuldað aftur inn í myndina. Mignolet fór svo í skógarferð 2 mín. eftir mark Leicester en Huth skallaði boltann ofan á þverslána og við því heppnir að vera ekki með 2-2 í hálfleik, þrátt fyrir yfirburði okkar manna. Týpískt.

MARK 2-1 VARDY (38.) – Þvílíkur klaufaskapur! Lucas að gaufa með boltann í teignum, lendir í pressu frá Okazaki, gefur hann framhjá Mignolet og á Vardy sem er einn fyrir framan tómt mark. 2-1 og hrikalega ódýrt eftir yfirburði í leiknum.

MARK 2-0 MANÉ (31.) – Já Mané er heldur betur kominn í gang! Frábært spil upp miðjuna, Sturridge slapp í gegn eftir sendingu Henderson inn fyrir og hann lagði með hælspyrnu boltann á Mané sem skoraði yfir Schmeichel af vítapunktinum. Frábær sókn og fyllilega verðskulduð forysta!

30 mín. liðnar og okkar menn ennþá með algjöra yfirburði í öllum stöðum. Staðan er enn 1-0 en næsta mark virðist liggja í loftinu. Leicester eru ekki með. Sadio Mané tók 25 mínútur að vakna til leiks en þegar hann gerði það sprengdi hann vörn gestanna upp inn á teiginn og lagði upp dauðafæri fyrir Sturridge en Schmeichel varði frábærlega.

15. mín. liðnar. Leikurinn fór hægt af stað hjá báðum liðum en okkar menn hafa smám saman náð undirtökunum. Lítið um færi ennþá fyrir utan þetta frábæra mark Firmino. 1-0 ennþá.

MARK 1-0 FIRMINO (12.) – Sá brasilíski skorar fyrsta mark leiksins með yfirveguðu skoti af vítapunktinum eftir frábæra sendingu Milner frá vinstri vængnum inná teiginn. Frábær byrjun!

16.30 Leikurinn er hafinn!


Lovren er svo sannarlega ekki leikfær í dag eins og sjá má á þessari mynd:


Byrjunarliðin

Slúðrið reyndist rétt, Lovren er með höfuðmeiðsli og Lucas byrjar í hans stað í miðri vörn. Þá er Sturridge í framlínunni og Coutinho hvíldur, á bekk í dag.

Lið Liverpool:

Mignolet

Clyne – Matip – Lucas – Milner

Lallana – Henderson – Wijnaldum

Mané – Sturridge – Firmino

Bekkur: Karius, Klavan, Moreno, Stewart, Grujic, Coutinho, Origi.

Lið Leicester:

Schmeichel

Simpson – Huth – Morgan – Fuchs

Mahrez – Drinkwater – Amartey

Okazaki – Vardy – Albrighton

Sterkt lið meistaranna. Koma svo!


Það eru 2 klst í leik og helsta slúðrið segir að Sturridge muni vissulega koma inn í liðið fyrir Coutinho, eins og ég spáði í upphitun í gær. Þá er eitthvað hvíslað um að Lovren sé meiddur og að Lucas Leiva verði í miðverði með Joel Matip. Vonum ekki. Sjáum hvað setur þar, við uppfærum þessa færslu eftir u.þ.b. klst þegar byrjunarliðin liggja fyrir. Annars virðist vera fallegur dagur í Liverpool-borg, sólin skín og 16°hiti. Ég veit um a.m.k. tvo Íslendinga á vellinum, vonandi fá þau peninganna virði í dag.

Þá minnum við á hashtaggið #kopis fyrir þá sem vilja taka þátt í umræðum yfir leiknum á Twitter. Þessi færsla verður uppfærð af og til yfir leiknum en annars verður virknin helst á Twitter yfir leik.

Hér má fylgjast með #kopis-umræðum á Twitter:


YNWA

86 Comments

 1. Gríðarlega pirrandi að Lovren sé meiddur. Hreinlega óþolandi hvað lykilmenn missa af mörgum leikjum hjá okkur. Coutinho er ekki heldur í liðinu vegna landsleikjahlésins og Can er ekki kominn í leikæfingu.

  Lucas og Milner eru partur af varnarlínunni gegn Leicester, þeir hafa svo gott sem engan hraða. Lýst vægast sagt ekki vel á þetta og er ekki jafn bjartsýnn á 1-0 sigur og ég var í síðasta podcasti.

  Sóknarlínan er spennandi og miðjan á að vera góð sóknarlega, það mæðir mikið á þeim að vera í stuði í dag og skora í dag. Líklega þarf meira en eitt og meira en tvö mörk til að vinnan þennan leik.

  Nóg komið af góðum leikjum en fáum stigum.

 2. Ógnvænlegur bekkur hjá Liverpool í dag. Megi leikurinn fara eftir því.

 3. Allavega jàkvætt ad Sturridge se komin innì lidid, vonandi stingur hann sokk uppì Klopp og setur þrennu i dag 🙂

 4. Já er það ekki að koma í ljós það sem eg sagði um þennan ömurlega sumarglugga. Ef menn halda ennþá að við hafi gert vel í sumar verða að fara vakna. Varnarlega erum við skelfilega ílla mannaðir og það mun kosta okkur mikið í vetur.

 5. Ég vill byrja á því að segja að lið sem þarf að vera með James Millner sem vinstri bakvörð og Lucas í miðverðinum er í skelfilegum málum varnarlega.

  En sóknarlega erum við sterkir en við fengum falleinkun eftir sumargluggan að mínu mati. Við náðum ekki að styrkja liðið í þeim tveimur stöðum sem hafa verið til vandræða. s.s vinstri bakvörð og djúpur miðjumaður.

  Það verður samt fjör hjá okkur í vetur því að sóknarlínan er skemmtilegt og ég spái hörkuleik í dag þar sem við munum skora mörk en við fáum líka mörk á okkur(ath bæði í fleirtölu).

 6. Já hérna með Lucas í vörninni. Það verður veisla fyrir Vardí og félaga.

 7. Lélegustu 5 mínútur sem ég hef nokkurtíman séð hjá Pool…

  Bara að koma neikvæðninni frá og þá er það búið!

 8. „Hví eruð þið hræddir, þið trúlitlir?“
  Sjáið til, Lúkas á eftir að massa þetta varnarhlutverk.

 9. Virkilega flott mark og þarna sést klárlega hvað á að nýta gegn leicester miðverðir þeirra eru svakalega hægir. Frábær sending frá milner og frábær gabbhreyfing hjá Firminho

 10. Flott sókn hefði verið flott að sturridge hefði sett þennan en flottar 20 mín eftir slappa byrjun

 11. Ef fyrstu fimm voru þær verstu sem einhver hefur séð þá eru þessar síðustu 25 mín þær bestu sem ég hef séð! Þvílíkar framfarir í að byggja upp spil, skera í sundur línurnar og skapa.
  Snilld!

 12. Annað frábært mark og virkilega hrifinn af sturridge þessar 30 mín

 13. Af hverju er ekki löngu búið að losa okkur við Lucas. Guð minn góður

 14. Fáránleg mistök hjá Lucas en hvað í andskotanum er mignolet að gera að spila boltanum þangað þegar leicester spilari stendur nánast við hliðina á honum

 15. Þvílikir yfirburðir hjá okkur Liverpool, leikum okkur að þessu Leicester. Hey strákar, þettaer svo leiðinlega ójafnt…..Lucas gefðu þeim eitt mark og við skulum sjá hvort leikurinn verði ekki skemmitilegri í kjölfar……….andskotans helvítis rugl.

 16. Það er svo margt frábært við Liverpool og það er svo margt ömurlegt við Liverpool

 17. Lucas. Áhuga & getulaus. Á ekki að vera að spila, óskiljanlegt að þetta drasl var ekki selt/gefið í sumar.

  Sóknarlega brilliant.

  Vinnum leikinn, enda Leicester ekki með, eru langt frá því true champions.

 18. Þetta er fáranlegt. Vörnin var búinn að vera rock solid þangað til Lukas gaf þetta mark á útsöluverði.

  En það jákvæða er að áður en markið kom, var Liverpool að spila rosalega vel og ef við tökum þessi varnarmistök frá, auk sláarskots sem Leicester, er vörnin búinn að vera virkilega sterk og það hefur aukið sjálfstraustið í liðinu. Reyndar fór liðið að hiksta eftir markið og verða óöruggara en ég trúi því að það komi sterkt til baka í síðari hálfleik.

 19. Komiðnú allir sem vilja hafa Lucas í þessu liði þessi maður kann ekki fótbolta.
  Hvernig er hægt að vera svona lélegur.

 20. Upplegg Liverpool er að spila frá marki, alltaf. Sama hversu mikil pressan er. Sem hefur valdið þessum mistökum. Í þessu tilfelli missir Lucas auga af boltanum og lendir í veseni. Að ætla að kenna Mignolet um markið er barnalegt.

 21. við erum að mæta meisturunum með tvo miðjumenn í vörninni, reiknaði fók ekki allmennt með að fá á sig svona nokkur klaufamörk. annars flottur leikur og ánægður með að hafa ekki fengið á sig nema eitt mark.

 22. “If Karius is playing that goal doesnt happen because he doesnt give it to Lucas in the penalty area.”

 23. jæja, öndum inn, öndum út. Það er margt mjög jákvætt í leik liðsins og við erum ekki í miklum vandræðum með að sprengja þessa vörn meistarannna.

  Nú bara reynir á Klopp og okkar menn. Erum við menn eða mýs? Það kemur í ljós hvort menn brotni við þetta mótlæti eða haldi áfram og klári þennan helvítis leik!

 24. Kristján það er kannski upplegg að spila út boltanum en það þýðir ekki að markvörður verði að senda á miðvorð fáránleg sending frá mignolet alveg sama hvað uppleggið er.

 25. Frábær hálfleikur hjá okkar mönnum. Slæm mistök hjá Lucas, því miður. Styðjum okkar menn.

 26. Hjörleifur, horfðu á leikinn. Þetta er uppleggið og hefur verið í síðustu leikjum. Þar fyrir utan að Lucas var ekki undir neinni pressu. Það var snerting sem sveik hann og því fór sem fór.

 27. Finnst Liverpool vera að missa tökin á miðjunni. Væri til í að sjá Grujic inn fyrir Lallana

 28. Hehe ég horfi á leikinn og sé alveg uppleggið en s.s ef leicester setja 2 menn að dekka okkar miðverði að þá á samt að senda á þá er það uppleggið ? Höfum ólíkar skoðanir á þessu og þeir hjá viasat eru sammála mér en þeir kannski horfa ekki á leikinn heldur. Eins og ég sagði áður að þetta voru fáránleg mistök hjá Lucas en líka fáránlegt að senda boltann á miðvorð sem stendur ennþá inni markteignum.

 29. Er einhverjum í alvöru að takast að kenna Mignolet um markið? Fullkomlega galið. Lucas hafði svona 4-5 sek til að leggja boltann fyrir sig og taka ákvörðun.

 30. Sé að það hefði átt að endurtaka markspyrnuna þar sem Okazaki fór inn í teiginn áður en boltinn var kominn út fyrir.

 31. Þið megið ekki misskilja mig að ég sé að kenna mignolet um markið fáránleg mistök hjá Lucas en mín skoðun er að það er vitlaus ákvörðun hjá mignolet að senda þennan bolta.

 32. Glæsileg afgreidsla hja Lallana.. nuna er bara ad klàra þetta. Vonandi kemst Sturridge a blad

 33. Þetta var ólöglegt mark sem Vardy skoraði. Okazaki var kominn inn í teig áður en boltinn var kominn út úr teignum. Ótrúlegt að dómaratríóið sá þetta ekki.

  The ball must be stationary and is kicked from any point within the goal area by a player of the defending team

  The ball is in play when it leaves the penalty area

  Opponents must be outside the penalty area until the ball is in play

 34. Mikill munur að hafa Sturridge þarna frammi, ótrúlega sterkur á boltanum og mjög teknískur. Alltaf hættulegur og dregur menn að sér.

 35. Þessi leikur hingað til er sá besti sem ég hef séð liverpool spila í marga marga mánuði spilið og þessar stuttu sendingar og stuttu hlaup æðislegt að sjá.

 36. svona aðeins til að verja lucas þá er verið að spila honum út úr stöðu…. hann á auðvitað aldrei að vera miðvörður í liði sem vill berjast um titil….

 37. Vá, þvílíkt rúst! Mané öskufljótur þarna.

  Ótrúlega flottur fótbolti megnið af leiknum og lofar sannarlega góðu!

 38. Flottur leikur sérstaklega framá við. Mané, Sturridge Firminho, Lallana frábærir en Lucas fær skammarverðlaun.

 39. Timabilið so far, 3 stig gegn arsenal, fengum tvö í það heila í fyrra, Leicester, 3 stig, sama og í fyrra og tottenham, 1 stig, helmingurinn af því sem við fengum í fyrra.

  þetta lítur betur út en síðasta timabil!!!

 40. og jafna mörg stig á móti burnley og í fyrra, eða enginn, þar sem eir voru ekki í deildinni

 41. Fyrir utan þetta rugl hjá Lucas – þá spilaði hann nú bara ansi vel. Flottur sigur. Og gaman að sjá Sturridge koma hressann til baka og að sjá Firmino sýna vel góðar hliðar.

 42. Ef manni hefðu verið boðin 7 stig á móti liðunum sem enduðu í 1., 2. og 3. sæti í fyrra, þá hefði maður alveg tekið því.

  Mér fannst liðið bara heilt yfir spila vel, fyrir utan þetta augljósa atvik, og jafnvel það hefði ekki átt að standa sem mark.

  Mignolet fær alveg sér plús í kladdann fyrir að hrista af sér tvö göt á hausinn.

 43. Öndum rólega 🙂
  Þetta var Leicester. Gleðjumst samt.

  Flottur sigur, sóknarleikur uppá tíu. Anfield verður að vera ósigrandi virki. Leit vel út áðan.

  United tapa og við vinnum. Er kominn á þriðja bjór. Eigum það skilið.

  Skal

 44. Zúri, sama hversu mikið rugl Lucas gerði, þá var mark Leicester ólöglegt.

 45. eg bara skil ekki af hverju Ragnar sat á bekknum á meðan við höðum tvo miðjumenn í vörninni.

 46. Verulega sterkur sigur. 4-1 á móti ríkjandi meisturum er gríðarlega vel gert.

  Leicester markið var vissulega mikið klúður, en fyrir utan það spilaði Lucas eins og kóngur í miðverði.

  Gríðarlega ánægður með sigurinn og spilamennskuna.

  Við tökum titilinn! broskall fyrir þá united menn sem skoða síðuna.

 47. @75: Ragnar var tæpur fyrir leikinn út af meiðslum. Lucas var reyndar líka tæpur fyrir 90 mínútur, en var hent í þetta engu að síður.

 48. missti af leiknum, veit einhver um síðu sem ég get horft á leikinn ???

 49. Lucas átti frábæran leik, þrátt fyrir mistökin sem leiddu til marks Leicester (sem var í þokkabót ólöglegt). Hann var upphafsmaður sóknanna sem leiddu til fyrsta og annars marks Liverpool og jafnvel hins þriðja. Sendingar hans í fyrstu tveimur mörkunum leiða til þess að vörn Leicester er splundruð. Auk þess var hann gríðarlega solid varnarlega. Hættið að dissa hann.

 50. 72
  “Öndum rólega 🙂
  Þetta var Leicester. Gleðjumst samt”.

  Já einmitt Englandsmeistarar Leicester. Ennþá meiri ástæða til að gleðjast yfir þessum yfirburðum.

 51. Frábær sigur. Gjöf hjá Lucas sem hleypti Leicester inn í leikinn að ástæðulausu. Sýnið meisturum Leicester smá virðingu þau ykkar sem segið að þetta sé “bara Leicester”. Þetta lið vann deildina mjög sannfærandi í fyrra og eru ríkjandi meistarar, hvað svo sem gerist í vetur.

 52. Lucas óheppinn í dag og ryðgaður eftir meiðsl,bekkjarsetu og óvissu um framtíð sína. Er svo látin byrja sem miðvörður á móti sitjandi meisturum. Common, þú þarft að hafa mikið traust til að vera settur í þessa stöðu. Hann byrjaði líka allt spil út frá vörninni og var hreyfanlegur. Hann átti ein mistök og þau voru dýr , annars rábær leikur hjá honum. Hefði getað brotnað við mistökin en gerði þeð ekki og ekki liðið í heild sinni heldur. Liðið fer að minna á Zuares tímann góða.

 53. #84,

  Já, Lucas var mjög, mjög góður í dag. Það er auðvelt að einblína á þetta stóra brainfart en svona getur hent alla.

 54. Er svakalega ánægður með okkar lið. Gætum orðið meistara þess vegna þegar varnarleikurinn lagast. Lukas óheppin var búin að vera frábær og var frábær allan leikinn nema þetta augnablik þegar hann gaf markið.
  En ég held að Mignolet missi sæti sitt í liðinu og tel ég ástæðurnar vera þær að sendingar hans frá markinu og úthlaupin ekki í nógu góðu lagi.
  Frábær leikur hjá okkar mönnum og verður gaman þegar liðið verður orðið vel slípað saman og rúllar yfir manu. 😀

  Áfram Lukas

Leicester á morgun

Liverpool 4 Leicester City 1 (skýrsla)