Tottenham 1 – Liverpool 1 (skýrsla)

0-1 43.mín Milner (v)
1-1 72.mín Rose

Bestu leikmenn LFC

Fyrstu 70 mínúturnar var liðið að looka fínt, vörðust vel og sköpuðu hættu reglulega þegar við sóttum. Síðustu 20 urðu svo erfiðar. Sadio Mane heldur áfram að líta afar vel út og var klárlega einn af okkar bestu mönnum. Joel Matip átti flottan fyrsta deildarleik fyrir félagið, Lovren snýtti Kane og Wijnaldum bestur miðjumannanna. Þessir fjórir fá því mitt atkvæði yfir bestu mennina en liðið í heild leit vel út lengstum og átti að vinna þennan leik.

Vondur dagur

Í raun kannski fúlt að pikka upp vonda punkta því liðið leit vel út gegn góðu Tottenhamliði.

Coutinho verður svekktur að hafa ekki skorað á 4.mínútu, Clyne gerir mistök í að skilja Rose aleinan eftir í þeirra marki og Mignolet á að gera þar betur líka. Ég ætla samt að verða pirraðastur á Divorck Origi sem kom inná í dag á undan hundfúlum Sturridge og hreinlega sást ekki í leiknum þær 25 mínútur sem hann spilaði.

Hvað þýða úrslitin

Við erum komnir með 4 stig út úr fyrstu þremur umferðunum og sennilega hefðum við fyrir tímabil talið það ásættanlegan árangur, ekki góðan. Kannski er það bara sanngjarnt miðað við allt ogg allt. Nú förum við loksins á Anfield og það verður stór stund eftir tvær vikur því nú förum við inn i landsleikjahlé númer eitt í vetur. Vonandi koma allir heilir heim.

Dómgæslan

Ekki góð að mínu mati þó að öll lykilatriði hafi nú sennilega verið rétt og við kannski grætt á stærstu umdeilanlegu ákvörðunum hans þegar Mane slapp tvisvar við seinna gula. Rangstöðumarkið okkar var líklega rétt gisk hjá aðstoðardómaranum.

Umræðupunktar eftir leikinn

Þeir eru nokkrir finnst mér.

 • Hversu vegna koma skiptingar númer 2 og 3 svo seint hjá okkar mönnum? Það að setja Sturridge ekki inná fyrr en á 87.mínútu skil ég ekki enn og miðjan var komin í vanda síðasta kortérið og Lallana alveg horfinn bara.

 • Jafn gott og það er að við erum ógnandi í skyndisóknum okkar þá er svo einfalt að skora gegn okkur. Lallana, Milner og Mane gætu allir gert betur og klárlega Clyne og Mignolet. Ef við ætlum að spila þessa hápressu þá verða varnarmennirnir okkar að taka betri ákvarðanir.

 • Er Daniel Sturridge orðinn senter númer þrjú hjá félaginu? Firmino látinn byrja og Origi fyrstur inná. Umræðan á SkySports hjá Carra, Redknapp og Souness er algerlega um þetta atriði. Þeirra mat er að Sturridge sé besti framherji klúbbsins til að skora mörk en Klopp fíli hina betur af því þeir séu betri í pressunni.

 • Mark númer tvö hjá okkur sem er dæmt af er vert að ræða. Mjög nálægt því að vera löglegt.

Næsta verkefni

Nú kemur landsleikjahlé, leikmannaglugginn lokar og þann 10.september spilar LFC fyrsta leik sinn á Anfield eftir stækkun upp í 54000 áhorfendur.

Heilmikið stuð þá hef ég trú á.


57 Comments

 1. Fannst Henderson bestur í dag. Hjálpaði vörninni gríðarlega vel og fannst hann svara mönnum vel í dag. Vona samt að Can komi til baka sem fyrst. Matip lofar góðu og wijnaldum er að komast betur inn í þetta en virkar samt svakalega stressaður á boltanum. Held að við getum alveg verið sáttir við stigið.

 2. Sælir félagar

  Ég hefi svo sem ekki miklu við að bæta nema mér fannst Dier vera rangstæður þegar hann fékk sendinguna og lagði upp markið á Rose. Einnig fannst mér Mane vera algerlega búinn þegar 20 mín til korter var eftir og flestar hans sendingar lélegar eftir það. Þá átti Sturridge að koma inná í hans stað.

  Ekki sammála með Milner mér fannst hann frábær í þessum leik bæði í vörn og sókn. Coutino verður að skora úr svona færum en honum eru alltof oft mislagðir fætur. Lið vinnur ekki leiki ef það þarf 3 til 4 dauða færi fyrir hvert mark. Það er algerlega vonlaust því í svona leikjum fást ekki mikið fleiri færi en það. Liverpool fékk fleiri og hættulegri færi og átti að vinna þennan leik. Ég er hundfúll með þetta eina stig.

  Það er nú þannig

  YNWA

 3. 2 erfiðir útileiki og 4 stig. Ef það væri ekki fyrir þennan Burnley leik væru allir í skýjunum.

  List rosalega vel á Matip!! Loksins alvöru center

 4. Flottur leikur en ég upplifi þetta sem 1 – 1 tap. Við erum betri en þetta Tottenham-lið og munum enda fyrir ofan þá í deildinni. Samt sterkt að ná stigi á þessum velli, en mér fannst við eiga skilið sigur í þessum leik. Var búinn að spá okkur 5 stigum úr fyrstu 3 leikjum þannig að við erum aðeins á eftir áætlun.

  Nokkrir punktar:

  Vörnin var sterk, sem er frábært. Lovren og Matip voru rock solid.

  Couthinho verður að nýta betur færin sín, fékk eitt dauða-dauða færi. Það er samt mjög pirrandi með hann hvað hann er óstöðugur. Einn besti leikmaður heims einn daginn og síðan alveg týndur þann næsta.

  Mane var heppinn að fá ekki rautt spjald fljótlega í seinni hálfleik.

  Við erum rosalega ógnandi og snöggir fram á við. Ef vörnin mun áfram halda svona eins og í dag þá eru spennandi tímar framundan hjá LFC.

  Næst eru það meistararnir á Anfield. Þeir munu liggja til baka og sækja á okkur með löngum háum boltum og skyndisóknum. Nú þarf Klopp að finna leið til að brjóta svona lið. Ekki annað Burnley-fuckup, takk!

  Spennandi tímar framundan!

 5. Fyrirfram hefði maður verið himinlifandi með eitt stig en eftir leik er maður hundfull með eitt stig og verð að segja að það sem mér fannst verst með þennan leik það var að mér fannst miðjan hjá okkar mönnum ekki ná neinum lausum boltum og sendingarnar í seinni hálfleik algerlega útúr kortinu hjá miðju mönnum okkar sérstaklega Lallana og henderson

 6. Ég er nokkuð sáttur við gang mála. Það vantar fínpússningar hjá Klopp en við erum með virkilega skemmtilegt sóknarlið í höndunum. Varnalega erum við vissulega ekki eins sterkir en ég held að vörnin eigi eftir að standa sig. Maður hefur kannski mestar áhyggjur af miðjunni, en ég reikna að Klopp sjái þetta allt saman og viti af þessu.

  4 stig úti á móti Tott og Arsenal er gott mál, mjög gott. Þessi leikur á móti Burnley er vonandi one off og ég held að menn hafi lært mikið af þeim leik.

  Ég sé okkur keppa í vetur við Arsenal, Tottenham, Chelsea og svo eru alltaf einhver lið þarna í kring eins og Everton, WH, CP. En við erum núna búnir með tvö af þessum liðum á útivelli sem er ansi sterkt.

  Manchester liðin eru og eiga að vera í klassa fyrir ofan miðað við eyðslu, launakostnað og þar frameftir götunum.

  Þetta verður gríðar skemmtilegt í vetur og deildin hefur sjaldan verið sterkari, það munu öll liði tapa töluvert af stigum á hinum og þessum völlum, og það er bara gaman.

 7. Svekktur með jafntefli en á erfiðum útivelli þannig að þeim verður það fyrirgefið. Matip lítur mjög vel út og Tottararnir voru ekki að fá mörg færi í leiknum.
  Dier var ekki rangstæður í markinu þeirra og var frekar langt frá því meira að segja.
  Á Sturridge að vera sáttur að vera á bekknum? Mér er alveg sama ef hann er súr á svip á hliðarlínunni ef að hann leggur sig fram þegar að hann er inn á vellinum.
  Er að horfa á Chelsea vs Burnley og guð minn góður hvað Burnley eru slakir í þessum leik og Chelsea eru nánast að leika sér að þeim. Hvernig í andskotanum töpuðu við fyrir þessu liði fyrir viku síðan? Nema að Chelsea séu svona svakalega góðir.

  YNWA

 8. Same shit different year.

  Þetta er akkúrat það mentality sem er komið í okkár klúbb og okkur stuðningsmenn, svona heilt yfir sáttir með stigið í dag “á erfiðum” útivelli. (Hvaða útivöllur er það ekki í PL?)

  Ég er hund-drullu fúll yfir þessu, vorum betri en kunnum ekki að drepa leiki. Mætum Tottenham sem spila leik sem hentar okkur vel. Ég er fjarri því sammála að þetta sé erfiðasti utivollurinn sem við förum á í vetur, langt því frá. Enn og aftur fáum við á okkur mark, mistök og einfalt að setjann á okkur.

  Finn fyrri og fyrstu 15 í seinni eigum við að drepa leikinn en nei….. Svo er restin history.

  4 stig eftir 3 leiki. Dapurt.

  Okkur vantar leiðtoga því þarna innan um eru hæfileikar (í bland við drasl) en gjörsamlega karekterslausir menn sem eru svo óstöðugir að það hálfa væri nóg. Hvað myndi hrokagikkur eins og Zlatan gera fyrir svona menn? Make the difference.

  Nei FSG og Klopp eru að eltast við 17 ára peysa á 11m punda sem eins og flestir aðrir ungir og efnilegir leikmenn okkar fara svo á lán. Hvað kostar maður eins og Zlatan á ári ? 12-15m punda. Hvort vantar LFC meira??? Juju annan ungan sem “kannski” eftir 3 ár hjálpar okkur en verður líklegast seldur til Bournemouth.

  Afsakið en ég er glaður að fá hlé og geta fylgst með Íslandi. Liverpool veturinn verður langur.

  FSG out.

 9. Óþolandi að geta ekki lokað svona leik. Það er erfitt þegar liðið getur ekki haldið hreinu.
  Pirrandi að vera komnir þrjá leiki inn í mótið og liðið virðits nokkuð frá því að vera klárt.

 10. Þetta Sturridge màl er galid, hann bara verdur ad byrja alla leiki ef hann er 80 % heill eda meira.

  Og svo er algerlega utur korti ad enda þennan leikmannaglugga i plùs med 3 midverdi ef Sakho fer, bara clyne hægra megin og midjumadur i vinstri bakverdi þò Milner hafi vissulega verid gòdur i dag.

  Algjorlega klàrt màl ad Klopp se ad ljuga þvi ad hann se alsæll med tennan hòp, eg er 100 % viss um þad ad þad seu einfaldlega ekki til peningar sennilega vegna stækkun vallarins.

  Èg er buin ad segja tad i sex àr ad FSG munu aldrei koma þessa lidi ì þad ad keppa um titillinn à hverju àri, þeir geta ekki einu sinni làtid þetta lid keppa um 4 sætid.. juju hofum alveg eytt peningum en engan veginn nógu miklum peningum til þess ad keppa vid stærstu lidin. Tek undir ord Kristjàns Atla og Magg i sidasta podcasti. Vid erum aldrei ad berjast um stærstu bitana a markadnum og ekki einu sinni sumarid fyrir 2 àrum tegar vid hofdum meistaradeildina ad bjoda. Vid erum meira klubbur sem selur sína bestu menn og jafnvel til stærstu klubbana i sömu deild og þad sja tad allir ad svoleidis vinnubrogd eru ekki ad fara keppa um neina titla.

  BURTU MED FSG !!!

 11. Sæl og blessuð.

  Milner fannst mér bestur a.m.k. 3/4 hluta leiksins. Vann gríðarvel, hirti af þeim boltann og kom honum vel frá sér. Öruggur í vítinu, sem er fjarri því sjálfgefið. Tempóið hrapaði þegar liðið var á seinni hálfleik og var oft átakanlegt að fylgjast með hópnum þá. Taktísk skipting á þeim tímapunkti hefði komið sér vel. Hefði viljað sjá Mané hvíldan. Hann var bæði búinn að hlaupa af sér eistun og svo var hann á spjaldi + viðvörun.

  Fannst rangstöðudómurinn út í hött. Þetta var glæsilegt mark. Áttum að fá víti þegar Matip var tekinn í sniðglímu í horninu.

  jebbs.

 12. Leiðindatuð alltaf í kringum Sturridge…ég myndi selja hann.

  Jújú, fínn leikmaður á góðum degi, en hvenær gerist það?

 13. Með Sturridge. Þetta er ekki spurning um getu. Þetta er spurning um attitjúd.

 14. Erum í 10 sæti núna og get ekki séð fram á að við verðum mikið hærri en 7-8 sæti. Þetta er staðfest við erum miðjumoðs lið.

 15. Núna þarf að bekkja Lallana framvegis!! maðurinn var hrein hörmung,Wijnaldum í stöðuna hans og Emre can og Hendo á miðjuna.

 16. Voðalegt væll er þetta í sumum hérna og tala um að Liverpool sé eitthvað meðallið, fórum við ekki a heimavöll Arsenal og tókum 3 stig ?
  Vorum við ekki óheppnir að taka ekki 3 stig á heimavelli Tottenham ?

  Þetta eru liðin sem voru í 2 og 3 sæti í fyrra á meðan við vorum í 8 sæti.

  Klopp er á réttri leið með þetta lið og við munum berjast til seinasta leiks og ég hef fulla trú á því að við verðum í topp 4.

 17. Já þetta er væll, en líklegast á þessi væll rétt á sér.

  3 umferðir.

  Man. United með 9 stig eftir 3 leiki
  Chelsea með 9 stig eftir 3 leiki
  og líklegast City eftir morgundaginn með 9 stig eftir 3 leiki

  Við erum með 4 stig. En engin ástæða til að örvænta, við erum ekkert betri en þetta. Óþarfi að vera með væntingar um að sögufrægasti og einn stærsti klúbbur Englands sé í toppslag

 18. 3 leikir, ennþá ágúst og held sé klárt að við erum ekki að fara að taka titilinn.

  Alltof margir miðlungsleikmenn í liðinu. Mane frábær viðbót en Brassarnir td báðir svakaleg jójó og okkur sárvantar svo alvöru granítharðan leiðtoga á miðjuna.

  Manú gera þetta, því miður, hárrétt, eyða í eintóma töffara, meðan við erum net núll með Ragnar Fng Klavan í liðinu.

  Vona svo innilega að Kinverjarnir kaupi klúbbinn, FSG er ekki að gera sig.

 19. Liverpool a ad stefna a 1 saetid. liverpool menn eiga ad trua a ad lidid geti unnid titla!

  tess spyr eg er einhver sem truir tvi?
  ef svarid er nei ta er felagid a rangri leid svo einfalt er tetta!!!

 20. Aðal málið er að við erum komnir 5 stigum á eftir toppliðunum,held því miður að það eigi bara eftir að aukast.

 21. hvað er með sturridge veit ég ekki.. verið að spara hann í jólaleikina?
  kannski bara nota hann í vinsti bak?

 22. Eitt var það sem mér fannst Mignolet gera betur í þessum leik heldur en nær öllum öðrum leikjum og það var að koma boltanum átakalítið í leik.

  Annað atriði sem mér fannst athyglisvert var taktíkin að markvörður Tottenham mætti á undan Mane í boltann endurtekið utan vítateigs.

 23. VIð erum fimm stigum á eftir toppliðinum en erum búnir að fara á tvo erfiða útivelli og ekki enn þá spilað á Anfield. Þó fjögur stig eru ekki viðunnandi er bókað mál að ekkert lið á Englandi hefur fengið erfiðara byrjunarprógramm. Ég er held liðið eigi mikið inni og eigi eftir að komast á siglu miklu fyrr en í fyrra.
  Hvort það nái meistaradeildarsæti veit ég ekki. en á meðan það á mikið inni, þá er ég bjartsýnni.

 24. Er Klopp ekki bara í ruglinu. Sjá t.d. hvernig vinstri bakvarðastaðan er mönnuð eins líka að nota ekki besta striker liðsins í leik á móti liði sem er í topp 5 og kaupin á Winjaldum get ekki séð á hvern hátt þau kaup eiga að bæta liðið.

 25. Ég fagna því að Sturridge sé fúll yfir því að fá ekki að spila. Ég fagna því líka að hann sé ósáttur með að vera látinn spila vitlausa stöðu.
  Maðurinn vill spila. Hann vill skora. Hann meira að segja getur skorað, annað en restin af þessu liði.

  Áfram Sturridge.

 26. þurfum menn sem klára sín færi, Coutinho verður aldrei frábær leikmaður ef hann nýtir ekki sín færi betur. Gengur ekki að hafa 2 x brassa í liðinu sem eiga 4-5 hvern leik góðann. Vantar meiri stöðuleika. Eins Lallana, fimmti hver leikur góður. Gengur ekki upp. Sturridge og Origi eru ekki að gera mikið heldur, eins og þeir hafi þetta ekki. Vantar eitthvað …..engi vilji til að fórna sér. Wijnaldum og Henderson eru heldur ekki gera neitt á miðjunni.

 27. Sælir félagar

  Ég sé svo sem ekki ástæðu til að skammast út í leikmenn liðsins eftir þennan leik. Mér fannst þeir flestir ef ekki allir á pari og ef þeir spiluðu ekki nógu vel að mati okkar er það vegna þess að þeir eru bara ekki betri en þetta.

  Minjo í markinu alveg á pari við það sem hann hefur verið að gera undanfarin misseri. Átti góða vörslu einu sinni eða tvisvar en hefði ef til vill átt að gera betur í markinu sem hann fékk á sig.
  Clyne á pari en gleymdi sínum manni í markinu en gerði annars lítið af mistökum
  Matip góður
  Lovren góður
  Milner góður
  Lallana á pari en tæplega þó
  Hendo á pari en samt hans besti leikur í haust
  Wijaldum á pari (átti dapran leik en þar með á pari sem Liverpool leikmaður)
  Coutinho á pari (það er að segja slakur í þessum leik eins og hann er oft en getur verið afburðagóður svo svona spilamennska eins og í dag fer langt með að vera meðaltal af hans leik)
  Firmino á pari
  Mane góður (á pari sem Liverpool leikmaður, var einn af betri leikmönnum liðsins en var heppinn að hanga inná)
  Varamenn breyttu litlu og Sturridge kom of seint inná fyrir Mane sem var gersamlega sprunginn síðustu 20 mín.

  Þar með er það upptalið og að mínu mati ekki ástæða til að jarða neinn eftir þennan leik þar sem flestir voru að leika eins og þeir eru til gerðir en einstaka betur en oftast.

  Það er nú þannig

  YNWA

 28. Get rétt svo ímyndað mér svipinn á leikmanni eins og Suarez væri á bekknum og einhver sóknarmaður færi inná á undan honum. Þessir leikmenn vilja spila.

 29. Þeir sem eru að væla yfir Sturridge og svipnum á honum þegar að Origi fer inná langar mig að spyrja, hafiði spilað fótbolta?
  Ég verð allavega að viðurkenna það að maður var oft hundfúll yfir því að einhver fór á undan inná í þá stöðu sem maður spilar helst í. Fínt að hafa hann pínu pirraðann á bekknum, keyrir sig frekar út þá til þess að vera í liðinu þegar að hann kemur inná.

  Það er mjög leiðinlegt að lesa comment sem innihalda einungis “Þetta er miðlugslið og verður það bara áfram!!!!”. Okey, við höfum verið að enda á þeim stöðum en það væri flott að fá rökstuðning í staðin fyrir einhver hróp og köll sem enginn setur þumal á eða les.

  Ég spái okkar mönnum í 4. – 5. sæti á þessari leiktíð. Þessi deild er ekki lík neinni annari deild og er mun jafnari heldur en hinar. Þau lið sem eru að berjast um topp 5 eru í dag Scum, Chelsea, Arsenal, ManCity, Tottenham, Leicester, WH og Liverpool. Inní þessari jöfnu eru ekki nEverton, Stoke og mögulega Southampton. Við erum að tala um 10 til 11 lið sem eru að berjast um sæti í meistaradeild.
  Horfum á aðrar deildir….þar eru alltaf 2 lið sem eiga fast sæti í CL en í ensku eru öll þessi lið líklegir candidatar.

  Þessi leikur í gær spilaðist flott og ég er ekki sammála mönnum um t.d Lallana og Milner.
  Ef þið mynduð horfa aftur á leikinn þá er Lallana lykilmaður að leysa flækjur á miðjunni. T.d bara það að Tottenham glatar boltanum rétt fyrir utan teig hjá okkur og fer beint í pressu. Matip og Lovren flengja honum fram, Henderson setur hann aftur á Migno en Lallana og Wijnaldum tóku boltan yfirleitt og spiluðu honum út á Mané eða Firmino, komu boltanum í lappir og í leik.
  Flestar okkar sóknir byrjuðu með Lallana eða Wijnaldum.
  Er svo einhver að hrauna yfir Milner fyrir hans hlutverk í þessum leik? Var hann oft útúr stöðu? Var að hann missa boltan á hættulegum stöðum? Nei er svarið við öllum þessum spurningum og var hann solid. Bakverðir eiga fínan leik ef þeir eru ekkert ræddir eftir leik.

  Ég er hinsvegar sammála að það vantar klárlega vinstri bakvörð í þetta lið en eins og staðan er núna þá er Milner minn maður í þessari stöðu. Hann hefur það mikla reynslu að hann er ekki að fara að gera eitthvað nautheimskt.

  Set punktinn hérna. Ef einhver er ósammála öllu sem ég segi, so be it.

  YNWA – In Klopp we trust!

 30. Ég hefði viljað sjá sókndjarfari innáskiptingar þegar Spurs jafnaði. Hann átti að henda Sturridge strax inná og reyna að vinna leikinn. Það skiptir litlu máli hvort við fáum 1 stig eða 0 stig úr leiknum, við erum 5 stigum á eftir toppliðunum og það eru bara 3 umferðir búnar og við erum um miðja deild…uhhhhvei!! Ég hefði fyrirgefið Klopp fyrir að tapa leiknum eða gera jafntefli ef hann hefði reynt að gera allt til að vinna leikinn.

 31. Ég er sammálaþér Sfinnur. Nenni ekki að lesa það neikvæða þar sem enginn rökstuðningur fylgir.
  Frábær leikur og mikil skemmtun eins og flestir leikir okkar liðs. Sókndjarfir og stundum mistök í varnarleik sem hægt verður að laga.
  Eina sem ég hef áhyggjur af í liðinu núna er Henderson. Mér fynnst sendingar hans ekki svipur né sjón miðað við sem áður var.
  En svo væri ég til í kaup á einhverjum járnkalli fyrir framan vörnina sem er duglegur að öskra menn áfram. Fannst svoleiðis mann vanta gegn Burnley. Svipaða típu og Souness , Keane eða Vieira en veit ekki hvar væri best að ná í þann snilling.
  Can er efnilegur en það er alltaf spurning að verða eitthvað meira en bara efnilegur.
  Ég lít á leikin við Burnley sem ákveðið slys,þar sem allir leikir fyrir mót og svo þessir tveir erfiðu útivellir lofa mjög góðu.

  KomasvoKlopp. 😀

 32. Það er eitt sem menn eru kannski að gleyma hér. Ef við áttum að tapa einum af þessum þremur þá er lang best að tapa honum fyrir Burnley. Við verðum í baráttunni (vonandi) við bæði Arsenal og Tottenham um þetta fjórða sæti svo að það hefði verið mjög vont að tapa fyrir öðru þessara liða. Þetta voru því þrjú töpuð stig fyrir Arsenal og tvö töpuð stig fyrir Tottenham á þeirra heimavelli. Jú ég neita því ekki að ef við hefðum unnið Burnley þá hefðum við líklega bara verið í skýunum með þessa þrjá leiki.

  En point-ið er það að við tókum stig af báðum þessum frábæru liðum og það gæti reynst dýrmætt næsta vor ef það eru einhver örfá stig sem skilja að þessi lið þá.

 33. Hvar er rökstuðningurinn með því að við séum ekki meðallið. Menn verða að átta sig á því að á síðustu 6 árum höfum við aðeins einu sinni endað í topp 4 í deildinni og höfum aðeins unnið einn bikar, þann minnsta af þeim öllum league cup.
  Ég er sjálfur bjartsýnn fyrir tímabilið og er spenntur að sjá hvað Klopp getur gert við liðið í vetur en það að menn haldi að við séum eitt af toppliðunum þegar að við erum að lenda í 5-8 sæti tímabil eftir tímabil og eru svo að biðja um rökstuðning fyrir því afhverju við erum ekki besta liðið á Englandi.

  YNWA

 34. Næstu tveir leikir eru Meistarar Leicester á heimavelli og svo Chelsea úti.

  Þetta er með ólíkindum erfið byrjun. 5 fyrstu eru semsagt 4 útileikir. Chelsea, Arsenal og Tottenham úti, Leicester heima. Semsagt 3 af 4 toppliðunum frá í vor í fyrstu fimm leikjunum, plús chelsea. Þetta er ansi hart.

 35. Sé að það er ekki vinsælt að koma með eitthvað annað en bjartsýnis tal hérna. Menn fljótir að skjóta niður ”Neikvæðni” Þegar ég les hérna á síðunni þá les ég öll komment en þannig er heilbrigð umræða að mínu mati. Þetta er bara þannig að klúbburinn hefur ekki verið að ríða á feitum hesti, Og FSG alveg öruggglega bjargað honum frá grískum harmleik. En ég er ekki að horfa ofan í peningaveski í 90min. Ég vill sjá legend eins og Steve G setjan í samskeitinn langt utan teig eða Torres tarfast í gengum vörn , Suarez gera það ómögulega.
  Ég er skíthræddur um að við sjéum miðlungslið að því leiti að stóru nöfninn vilja ekki koma. Þeir sjá alveg hvar við erum að klára í deild og hvað búið er að vinna hérna seinnustu 10árin ,,,, Ekkert….. Jú mikka mús bikkarinn en jæja það er eitthvað. Hér voru menn að blasta united að þeir væru að taka sína lægð en búmm Zlatan og Pogba það er bara rosalegt…. En við erum með Klopp og það er maður sem ég myndi ekki higga við að tippa á.

 36. mér hefði fyrirfram fundist 2 stig í laikjunum gegn Arsenal og Totenham verið ásættanleg á útivelli en tapið veldur manni áhyggjum, þetta hefði átt að vera þrjú skildustig og liðinu til skammar að tapa þeim öllum.

 37. Ég legg til að LFC selji Sturridge á meðan hægt er að fá gott verð fyrir hann og kaupi Wilfred Bony!

 38. Kristján Aðal #34, tek það til mín að biðja um rökstuðning og þessháttar en hvar í textanum sérðu mig tala um að “við séum eitt af toppliðunum”?

  Minn punktur var sá, hvorki rökstuðningur með eða á móti því að vera miðlugslið, að þessi deild er sterkari en allar hinar í kringum okkur og þ.a.l eru ekki mörg lið sem eru “best”.

  Í dag, miðað við helgina og þessar fyrstu umferðir, þá sé ég City taka deildina og rúlla henni upp, Chelsea á hælum þeirra og svo Scum. Á eftir þessum liðum sem hafa eitt gríðarlegum upphæðum og öll skipt um þjálfara á ég erfitt með að raða niður liðum.
  Leicester er að byrja vel, Arsenal tapaði fyrir okkar mönnum sem töpuðu svo gegn Burnley. Tottenham eru svipaðir o.s.fr.

  Þó svo að við séum ekki með sömu nöfn og þessi “stærri” lið sem enda í top 3 þá tel ég að ef að liðsheildin er góð þá erum við samkeppnishæfir um CL sæti. Alls ekki að fullyrða að við séum að fara að taka það sæti bara vegna þess hve jöfn þessi deild er og að allir geta unnið alla.

  YNWA – In Klopp we trust!

 39. Eg verd ad jata ad eg herra hlutlaus skil stundum litid i umrædunni her a thessari frabæru sidu.
  Fyrir mot hefdi ekkert verid hægt ad kvarta yfir 3 stigum eftir 3 umferdir serstaklega thar sem thetta eru bara utileikir. I dag hafid thid 4 stig og hafid spilad vel i 2 leikjum.
  Liverpool hefur ekki strekasta mannskapinn og ekki mestu fjarradin , NB LFC a nokkra mjøg goda leikmenn.
  Hvers vegna halda menn ad J.Klopp se einhver kraftaverkamadur ??? Ef svo væri tha held eg ad hann væri ekki hja Liverpool…Ekki misskilja mig eg held ad hann se mjøg godur stjori og hann gerir EPL skemmtilegri en hann er ekki Jesus Kristur…Klopp verdur ad fa tima og tha meina eg 3 – 4 ar….Var ekki SAF næstum rekinn eftir 3 ar thegar allt for ad ganga betur a theim bæ ??
  Liverpool ladar ekki ad ser toppleikmenn, thad er stadreynd og ef menn virdast ætla ad vera topp eintak tha er mjøg hætt vid ad peningar og titil møguleikar anaarsstadar freysti…
  Thvi midur er thad ordid svo i fotboltanum ad : Money talks , bullshit walks….Leicester er thvi midur one sesaong wonder sem sannar regluna….Eitthvad sem skedur a 20 til 30 ara fresti…
  Svo oska eg thess ad einn dag sjaum vid thessi feløg øll i eigu studningsmannana…Ekkert fer meira i taugarar a mer en sugar daddys… Lifid væri an ef betra fyrir ykkur ef Man City og Chelsea vøru ekki inni myndinni 🙂
  Eg skil ad addaendur vilji sja lidid sitt vinna allt ,alltaf…en thad er otharfi ad skilja skynsemina alltaf eftir heima thegar fotbolti er annars vegar…
  Afram Millwall , IA , Hertha Berlin , Parma og Deportivo La Coruna

 40. Nr.41

  “Fyrir mot hefdi ekkert verid hægt ad kvarta yfir 3 stigum eftir 3 umferdir”

  Hugsa sér, Roy Hodgson virðist vera farinn að þræða erlendar stuðningsmannasíður Liverpool með hjálp Google Translate.

 41. Nr 42…
  Hahaha…Busted….
  En i alvøru getur einhver gert radfyrir stigum a WHL eda Emirates ??

 42. Sammála öllu sem Sfinnur #30 segir.
  Nú þarf Sturridge að vera þolinmóður til baka..klúbburinn búinn að bíða eftir honum aðeins meira en 3 leiki. Enska pressan blæs þetta líka upp og allt notað í fréttir og “ekki fréttir”.

 43. Liverpool vann 8 leiki á heimavelli í fyrra sem eru jafn margir leikir og liðið vann á útivelli í deildinni.

  Auðvitað er alveg hægt að gera ráð fyrir að liðið vinni leiki á útivelli rétt eins og á heimavelli, hvaða rugl er þetta?

  Það er svo fullkomlega eðlilegt að vera ekkert sérstaklega sáttur við eitt stig (eða ekkert) á erfiðum útivelli, hvað þá í leikjum sem eiga að vinnast m.v. gang leiksins.

  4 stig af 9 er vond stigasöfnun og það á við alveg sama við hverja er spilað eða hvar. Þetta er auðvitað enginn heimsendir, ennþá ágúst og 35 leikir eftir en liðið þarf að bæta stigasöfnun strax. Þessi úrslit á Emirates og WHL eru ágæt en byrjun mótsins er með þennan svarta Burnley blett á sér og því er ekki hægt að horfa sérstaklega jákvætt á þetta.

  Þar fyrir utan hefur Liverpool undir stjórn Klopp virkað mjög öflugt á móti þessum topp 10 liðum sem liggja ekki eins þétt til baka frá fyrstu mínútu.

 44. Reyndar er þetta gamalt, annar gaur löngu búinn að spá þessu…

 45. Lífið er ekki flókið. Ef menn vilja komast í 4 sætið þá þarf a.m.k. 67 stig, svona sögulega séð. Í jafnari deild eins og hún er orðin aukast líkurnar á því að þessi stigafjöldi dugi.

  Ef við skoðum stöðuna eins og hún er í dag (eftir 3 leiki) þá er Liverpool með 1,33 stig per leik, sem auðvitað dugar ekki í neitt. Vinni liðið hinsvegar næsta leik… VOLA 1,75 stig að meðaltali eða akkúrat 67 stig og fjórða sætið er okkar!

  Þetta er nú bara sett fram til að sýna það hversu skammt er á milli þess að vera með þetta og að vera way off.

 46. Eru ekki allir rólegir yfir þessu í fyrra voru Liverpool komið með 6 stig eftir fyrstu 3 og síðan fékk liðið 7 stig í næstu 7 leikjum, vann bara einn af 7 eftir fyrstu 3 þannig að ef liðið verður með 12 til 13 stig til viðbótar við þessi 4 stig í næstu 7 leikjum þá er það bara +.
  Nýjan vinstri bakvörð fyrir lok glugga og Liverpool verður í 4 efstu.

 47. Burnley leikurinn skyldi vissulega eftir sig óbragð og það verður nokkuð í land með að losna við það. Vonandi á það sama við um leikmenn liðsins.
  En þetta verður mjög kaflaskiptur vetur. Við tökum “stóru” liðin núna með nokkuð stuttu millibili í upphafi móts. Leicester og Chelsea eru næstu tveir leikir en eftir það, á tímabilinu frá 16. September til 31. Des þegar við tökum á móti City spilum við 12 leiki á móti minni spámönnum auk Utd. sem við tökum á móti 17. Október. Seinustu níu leikirnir á tímabilinu í apríl og maí verða jafnframt á móti “minni” liðum.
  Við munum ekki vinna alla þessa leiki. En ef við ynnum þrjá leiki í röð á þessum köflum væri fremur langsótt að dæma tímabilið útfrá þeim. Mótið er langhlaup og það ræðst eins og slík hlaup oft á lokametrunum. Að halda út þegar spennan magnast. Spyrjið bara Tottenham sem gerðu jafntefli við okkur í fyrri leiknum. Eða kannski bara Leicester sem töpuðu fyrri leiknum við okkur í fyrra.

Tottenham 1 – Liverpool 1

Komdu með Kop.is á Anfield!