Burnley – Liverpool 2-0

Gangur leiksins.
2.mín – 1-0 – Vokes
36.mín – 2-0 – Gray

Bestu leikmenn
Erfitt í dag, hallast þó að Lovren eða Milner. Lovren var líklega bestur í vörninni, þó ekki hafi reynt mikið á þá í dag. Milner var mikið í boltanum, veit ekki hve jákvætt það er, en hann gerði engin stór mistök eða var gripinn úr stöðu. Heilt yfir lélegt og erfitt að finna jákvæða punkta úr þessum leik.

Vondur dagur
Allt liðið eiginlega, þetta var allt of líkt Liverpool síðasta áratuginn og vel rúmlega það. Þetta lið getur unnið hvaða lið sem er en að sama skapi getur það tapað gegn hverju einasta helv… liði, og það sannfærandi. Það er svo hrikalega týpískt Liverpool að ná sterkum sigri á Emirates en tapa svo 6 dögum síðar á Turf Moor. Klavan kom við sögu í báðum mörkum Burnley, Henderson var einnig slakur og lét fara illa með sig í síðara markinu, hann er ekki og hefur aldrei verið afturliggjandi miðjumaður, Clyne átti slæma sendingu í fyrsta markinu og Sturridge og Firmino fannst mér vera áberandi slakir í mjög slakri sóknarlínu Liverpool.

Draumabyrjun á tímabilinu og okkar menn lofuðu mjög góðu (sóknarlega), en eins og við stuðningsmenn þekkjum þá er það rússíbanaferð að halda með Liverpool. Ef þú leyfir þér að vera bjartsýnn í svona eins og eina viku þá sér þetta blessaða lið um það að skella þér niður i jörðina, suplex style. Þetta er átæðan fyrir því að Liverpool hefur ekkert gert í deildinni síðustu áratugi og er ástæðan fyrir því að við gerum ekkert merkilegt þetta tímabilið, það er ekki hægt að tala bara um gæði leikmanna, Leicester er enskur meistari. Þetta snýst um jafnvægi í liðinu ásamt dassi af hæfileikum. Jafnvægi er eitthvað sem við höfum ekki átt síðan hryggjarsúla liðsins var Reina, Carra, Agger, Masch, Alonso, Gerrard, Torres, og var það skammvinnt þá.

Hvað þýða úrslitin
Auðvitað á maður að reyna að forðast það að lesa of mikið í eina frammistöðu (hvort sem hún sé frábær eða jafn slæm og gærdagurinn). Mótið er ungt en það sem veldur manni áhyggjum er að m.v þessa tvo leiki þá eru sömu vandamál til staðar og voru í fyrra. Það kemur mér nákvæmlega ekkert á óvart þegar maður skoðar leikmannakaup sumarsins. Þessi leikur er auðvitað enginn heimsendir en það er mikið sem þarf að vinna í ef við ætlum að eiga möguleika í eitthvað annað en 6-8 sæti. Þessi sigur setur Tottenham leikinn þannig upp að við verðum bara að fara á White Hart Lane og taka öll stigin (leikur gegn Burton í millitíðinni í deildarbikarnum).

Dómarinn
Fannst hann vera fínn, a.m.k. engar stórar ákvarðanir sem kostuðu liðin eitthvað. Burnley vann bara sanngjarnan sigur, taktískt sterkari og við ógnuðum þeim í raun aldrei.

Skoðum þennan leik og helgina í heild betur seinna í kvöld.


29 Comments

  1. Alveg svakalega svekkjandi úrslit. Erfitt að átta sig nákvæmlega hvernig liðið getur sveiflast svona gríðarlega, nokkur atriði sem velta má upp:

    Milner, Henderson og Sturridge (að hluta til) virtust vera að spila aðrar stöður en þeir eru vanir. Þetta sáum við nokkuð ítrekað hjá BR þ.e. mönnum spilað útúr stöðu og það er amk mín skoðun að slíkt skilar ekki miklum árangri. Í tilfelli Milners þá held ég reyndar að hann sé ekki svo slæmur kostur í vinstri bakvarðarstöðunni (m.v. Moreno) í stærri leikjum gegn toppliðum. En í leikjum þar sem við sækjum mikið og liðin liggja djúpt hefði ég frekar viljað sjá Moreno þó svo að það var erfitt að réttlæta veru hans í liðinu eftir síðasta leik. Einhverja hluta vegna hefur klúbburinn ekki talið sig þurfa varnarsinnaðan miðjumann frá því að Mascherano var seldur. Við höfum einu sinni náð topp 4 frá hans brotthvarfi.

    Einungis Wijnaldum og Klavan voru í liðinu af þeim mönnum sem keyptir voru í sumar og til viðbótar má segja að Sturridge virki ekki í sérstöku formi ásamt því að bæði Can og Origi eru ekki komnir í stand til að byrja leiki, liðið því mjög svipað því sem var í fyrra og því kannski fullkomlega eðlilegt að við fáum að sjá jafn sveiflukennda frammistöðu og í fyrra.

    Liverpool lenti í 8. sæti í fyrra og net spend var neikvætt í sumar. Engin af þeim mönnum sem við keyptum var sérstaklega á radarnum hjá liðum sem hafa verið að berjast um CL sæti. United, Chelsea, City hafa að mínu mati bætt sig töluvert meira í glugganum heldur en lfc og því á ég allt eins von á að bilið breikki í þessi lið í vetur (reyndar var lfc fyrir ofan chelsea í fyrra).

    tímabilið er nýbyrjað og allt of snemmt að draga of miklar ályktanir, en mín tilfinning er sú að klúbburinn verði því miður í harðri baráttu um 4 sætið og ég væri ekkert spenntur að setja mikinn pening á poolara þetta árið.

    Djöfulsins skellur að maður skuli vera orðinn svona neikvæður og umræðan á þeim vettvangi sem hún er einungis viku eftir að mótið byrjaði. Síðustu +20 ár í hnotskurn.

  2. Sælir félagar

    Ekki get ég sagt að Winjaldum hafi glatt mig í þessum leik og sýnist hann engin viðbót við slakt lið Liverpool svo ekki virðast þau kaup vera bæting á ótrúlega fjölmennum hópi framliggjandi miðjumanna liðsins. Ekki það að hann sé einn um ömurlega frammistöðu í leiknum. Þar var hver skitan við hliðina á annarri. Ef einhver getur sagt eitthvað jákvætt um frammistöðu leikmanna liðsins í þessum leik hefði ég gaman af því að sjá það.

    Það er ekki svo sem ástæða til að taka einn leikmann Liverpool fram yfir annan hvað slaka frammistöðu varðar. Meðaleinkunn liðsins er nálægt 3 og enginn fær meira en 4. Coutinio er líklega með skotnýtingu á við fimmtugan framherja í þriðju deild og ætti raunar að láta allt liðið á skotæfingu til myrkurs í dag og svo aftur í rauðabítið í fyrramálið fram til kvölds. BR hafði aldrei plan B. En hvað með Klopp?

    Hægir, fyrirsjáanlegir og áhugalitlir leikmenn liðsins glöddu mann hvergi. Eins og ég var búinn að spá þá var þetta erfiður leikur en þegar Koppákafann vantar algerlega þá er ekki á góðu von. Burnley hafði Liverpool í vasanum allan leikinn og Klopp átti engin svör við öguðum varnaleik og hættulegum skyndisóknum.

    Það er nú þannig

    YNWA

  3. Eins og svo oft áður fara stuðnigsmenn liverpool í skýin eftir glæstan sigur og alveg lengst niður eftir tap.
    Þetta voru léleg úrslit það er ekki nokkur spurning. Liðið hélt boltanum c.a 80% og áttu yfir 20 skot að markinu á meðan að heimamenn áttu aðeins 3 en það skiptir litlu því að það eru úrslitinn sem skipta máli en samt sem áður er jákvæt að sjá liverpool dominera út á vellinum þótt að maður vill að liðið skapi meira og skori mörk.

    Um framistöðu liðsins er lítið að segja þetta var einfaldlega lélegur leikur en það sem mér leyst hvað verst á var miðjuparið Henderson/Winjaldum. Í svona leik þar sem við erum með boltan nánast allan leikinn nýtast þeir ekki mikið, því að þeir skapa lítið og mér fannst oft á tíðum þeir virka klaufalegir á bolta. Hvorur er svo það sem maður kallar djúpur miðjumaður til þess að vernda vörnina fyrir t.d hröðum sóknum.
    Svo er kannski kaldhæðnislegt að segja þetta en Moreno átti að fá að spila meira þegar það sást hvernig landið lá. Þeir pakka í vörn og Millner sem gerði lítið vitlaust í þessum leik leið greinilega alveg skelfilega með boltan á vinstri vængnum og ég veit ekki hversu oft hann þurfti alltaf að setja boltan á hægri fótin í staðinn fyrir að koma boltanum inní í fyrsta, þetta stopaði allt spil og tempó. Já Moreno er lélegur varnamaður en hann getur nýst liðinu þegar hann þarf varla að spila vörn.

    Við féllum á þessu prófi en það er nóg eftir. Klopp bað okkur um að trúa á hann og liðið, það þarf einfaldlega að gera það og einbeita sér að næsta leik. Þetta snýst nefnilega ekki um hvað liðið er með mörg stig eftir 2.umferð heldur 38.umferð og þá verður talið úr stiga pokanum og liðið dæmt af því.

  4. Reality tékk. Ekkert annað. Vinnum góðan sigur gegn “löskuðu” Arsenal liði og enn og aftur þá fara margir stuðningsmanna að láta sig dreyma um titilinn.

    Kristaltært. Þessi hópur er ekki nægilega sterkur plús það vantar LEIÐTOGA. Sjáum áhrifin sem Zlatan hefur haft á United núna á skömmum tíma, þar trúir ekki einn einasti kjaftur að þeir geti tapað með hann innanborðs. Hreinræktaður sigurvegari, hrokagikkur og súperstjarna stútfullur af hæfileikum. Pogba, einn leikur en hann smellpassar strax inn. Dóminerar miðjuna. Leiðinlegt að benda á þetta aftur og aftur en þetta er kjarni málsins – Klúbburinn okkar hefur ekki þann metnað og fjármuni sem þarf til þess að berjast um titilinn. Nú hefur LFC í 26 ár verið að eltast við deildina og ekkert gengið nánast. United lenda í “kreppu” í 2-3 ár og núna fer félagið ALL IN. Hvenær hefur LFC gert það. Ragnar Klavan? Leikmenn frá Newcastle og Southampton. Með fullri virðingu fyrir þeim. Hvar er leikmaðurinn sem leiðir þetta lið? Leikmaðurinn sem vinnur leiki eins og í gær, gegn Burnley. Spila illa en vinna, það er einkenni meistaraliða.

    Okkur var grýtt á jörðina í gær en það var tímaspursmál. Vandinn hefur lengi blasað við. Allt of mikið af meðalmönnum í hóp, Þeir hæfileikaríku eru óstöðugir og liðið hefur engan leiðtoga.

    Hef sagt það áður og segi aftur – við þurfum nýja eigendur.

  5. Finnst nú alveg í lagi að setja spurningamerki við það hvort Milner hafi ekki verið gripinn úr stöðu í seinna markinu. Þegar við töpum boltanum sér maður Milner skokka aftur í sína stöðu og Henderson hleypur til baka til að reyna bjarga honum. Á sama tíma sér maður Clyne hlaupa til baka í sína stöðu og ná sínum manni.

  6. Sælir félagar

    Hvað segja menn um það að kínverksir milljarðamæringar vilji kaupa hlut í LFC. Er það lausnin á leikmannamálum liðsins. Ef nógir peningar eru til er hægt að kaupa allt. Það er talað um að ef af verður verði LFC ríkasta liðið í boltanum. Hafa menn áhuga á svona sykurpöbbum eða vilja menn vera brjálaðir annann hvern leik vegna þess að liðið vantar sterka menn í lykilstöður og engir peningar til að kaupa þá?

    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Kínverjarnir eru velkomnir.

    Heldur þú að einhver okkar hefði fett fingur út í Pogba eða Zlatan? Þó svo það kosti eða launin séu 300.000 pund á viku? Þannig er strúktúrinn í dag hjá þessum bestu. Langar okkur ekki að vera með? Eða eigum við bara sífellt að benda á þessa sögu okkar ?

    Vonandi gengur þetta eftir. Svo innilega.

  8. Það er engin ástæða fyrir að örvænta, enda bara 2 leikir búnir af tímabilinu, og við komnir með 1 sigur og eitt tap. Það er meira en td Arsenal, sem eiga að heita keppinautar okkar um topp 4.

    Það sem svíður hinsvegar mest að mér finnst eftir þetta tap er hvernig við töpuðum, og langar mig aðeins að tjá mig um það..

    Menn tala um Kloppástríðuna, og hvað hún er greinileg í stóru leikjunum, en svo virðast alltaf koma svona leikir inn á milli þar sem mönnum hreint út sagt virðist vera ALVEG sama um að liðið sé að skíta upp á bak..

    Menn tala um að það vanti djúpann miðjumann, vinstri bak, framherja, kantmann, markmann eða hvað það er..

    Mér hinsvegar finnst vanta einhvern leiðtoga.. Einhvern sem lætur menn heyra það ef þeir standa sig ekki, einhvern sem þú sérð að er ekki sáttur ef illa gengur..

    Ég hef trú á Hendo sem leikmanni, en ekki sem fyrirliða.. Ég td hef meiri trú á Shelvey hvað þetta varðar, alveg sama hvort menn heita Sturridge, Suarez eða Stewart, ef þú virðist áhugalaus á að vinna fyrir liðið, þá vil ég ekki sjá þann mann! Og ég vil sjá leiðtoga inn á vellinum sem drullar yfir menn fyrir að gera mistök(þá meina ég drullar á uppbyggjandi hátt, reynir að kveikja í þeim eitthvað skap), sem lætur dómarann heyra það annað slagið(erfitt með þessum nýju áherslum) og hendir sér í vafasamar tæklingar annað slagið..

    Eitt dæmi í gær, þá áttum við aukaspyrnu við miðju ca og leikmaður Burnley stóð meter frá boltanum, og okkar maður tók spyrnuna.. Burnleygæinn fékk ekkert tiltal og við, næsgæjarnir sem við erum bara tókum spyrnuna aftur.. þarna hefði einhver með skap, sem væri ekki sama stigið upp og kveikt eld!

    Moreno greyið fær minn stuðning, hann er villtur, og oft á tíðum vitlaus í ákvarðanatökum, en hann hefur svo mikið potential í að verða frábær.. öskufljótur, með frábærann vinstrifót og grimmur í tæklingum! Þó hann taki rangar ákvarðanir stundum, þá verðum við að vona að hann læri af þeim, með stuðning frá stjóra, samherjum, og stuðningsmönnum…

    Frekar vill ég horfa á hann gera mistökin en að horfa á annan leik með Milner á röngum fæti gera allt eins öruggt og hægt er, sem skapar akkurat ekki neitt

    Bottom line.. Prufum að kaupa eins og eitthvað nutcase(á hinum skalanum frá Balo), sem fær annað slagið rautt fyrir rugl, en kveikir elda í kringum sig!

    Bara pæling.. ég sakna menn eins og Carra, Gerrard, Ince, Redknapp.. Menn með sömu ástríðu og Klopp, nema inná vellinum!

  9. Arabar, Rússar eða Kínverjar… Gæti ekki verið meira sama, bara SHOW ME THE MONEY!!!

  10. #4 Mjög sammála.

    Því miður, þá verður það ekki tekið af manu að þeir eru sigurvegarar sem ætla sko ekkert að sætta sig við eitthvað hálfkák. Við erum með hugarfar tapara. Við sannfærum okkur um eitthvað uppbygginarbull á 5 ára fresti og vonumst svo eftir mögulega, kannski, hugsanlega topp 4 – vúbbídú. Manu segir fokk that, eitt fyrsta sæti takk, hér eru peningarnir.

    Þið sem segið “cmon þetta er 1 leikur”, haldið þið virkilega að þetta sé síðasti leikurinn sem fer svona gegn sambærilegum andstæðingum?

    Mignolet, Moreno, Lovren, Klavan, Sakho, Lucas, Henderson, Lallana, Wijnaldum, Ings og Markovic eru ekki góðir leikmenn. Þeir eru eiginlega bara alveg hörmulegir. Ekki horfir einhver á þessa menn og hugsar að þeir geti unnið EPL?

    Ég veit ekki hvort Karius og Matip séu það heldur. Ekki finnst mér það spennandi kaup. Ódýrir meðalmenn finnst mér líklegast en gef þeim þó séns. Óstöðuleiki einkennir svo okkar bestu menn. Coutinho er ekki stórstjarna eins og margir vilja meina – hann spilar vel í 5. hverjum leik. Firmino svipað. Mascherano fór fyrir 6 árum og enn klikkum við á að finna mann í hans stað.

    Vandamál þessa klúbbs eru risastór! Þau verða ekki leyst með því að koma í gróða úr sumarglugganum, sem hefur verið hræðilegur af hálfu Liverpool.

    1. Burt með þetta hugarfar. “róm var ekki byggð…”, “á næsta ári” o.s.frv.
    2. Burt með FSG. Þeir mega endilega halda sínu moneyball kjaftæði í hafnaboltalandi.
    3. Burt með a.m.k. þá leikmenn sem ég taldi upp hér að ofan, sem hræðilega.

    Kannski er einhver deild þarna úti, þar sem allir fá verðlaun fyrir að taka þátt og móttóið er “ekki vera tapsár”. Hún myndi sennilega henta Liverpool betur í dag.

  11. Eitt af mörgum vandamálum síðustu ára er skorturinn á góðu radar/miðvarðapari í anda Henchoz og Hyppiä. Menn sem gjörþekkja hvorn annan og eigna sér teiginn. Reyndar væri gott að hafa líka markvörð sem eignar sér teiginn, en það er annað vandamál.

    Hvaða par sjáið þið fyrir ykkur að væri hægt að mynda úr þeim miðvörðum sem Liverpool á í dag? Getur Lovren verið leiðtoginn með rétta manninn við hliðina á sér? Eigum við að veðja á Sakho einn veturinn enn? Kastiði endilega inn ykkar tíkalli.

  12. Ég bind talsverðar vonir við Grujic. Hann virðist njóta sín mjög vel framarlega á miðjunni og er áræðinn (ef ekki graður barasta), nokkuð sem vantar í suma af okkar mönnum. Ég er að hugsa um að spá því að Can og Grujic eigi eftir að verða fastamenn á miðjunni, og þá er spurning hverjir verða útundan þar. Mér sýnist á öllu að þetta tímabil hljóti að vera make or break fyrir Hendó hjá Liverpool.

  13. Vi eigum marga nokkuð góða meðalmenn sem eru duglegir að hlaupa. Hendo, Lallana, Moreno o.fl.
    En þetta er bara alls ekki keppni í að vera duglegur að hlaupa.
    Rétt sem kemur fram að ofan, okkur vantar sterkan leiðtoga.

  14. Sælir félagar

    Mér sýnist á því sem kemur fram hér að ofan að fólk sé orðið þreytt á endalausum væntingum til miðlungsmanna og miðlungskaupa. Það virðist líka vera svo að ef keyptir eru meðalmenn á meðalverði verði liðið miðlungslið. Lið sem er hægt að trekkja upp í leik og leik en vantar þann stöðuglreka sem meistarar verða að hafa. Látum gott á vita að milljarðamæringar frá Kína vilji kaupa hlut í LFC. En líklega ganga þau kaup ekki nógu hratt í gegn fyrir sumargluggann

    Það er nú þannig

    YNWA

  15. Ætla aðeins að spá í framtíðina

    Kaup Liverpool sumar 2017:

    Nathan Redmond á 40mil og andre gray á 20mil svo típiskt Liverpool…….

    Sölur Liverpool sumar 2017:

    Couthino til Barcelona á 65mil……..

  16. Andsk…væll er þetta. Það lenda öll lið í deildinni í svona leikjum einhverntímann og flest eiga í erfiðleikum með lið sem liggja með 10 manns í vörn. Þvílíkt hvað menn eru fljótir upp, og enn fljótari niður.

    Annars eru ákveðin nöfn sem poppa bara upp á þessum spjalli þegar illa gengur, en þegja þunnu hljóði með sínar krepptu tær þegar vel gengur. Einkennilegt í meira lagi.

    Það hefur síðan ekkert lið í deildinni skorað fleiri mörk en Liverpool árið 2016 ! Því fylgir jú einhver skemmtun.

  17. kommon. Tveir leikir bunir og menn dottnir i þunglyndið og volæðið.
    Við unnum Arsenal munið þið.
    A útivelli og skoruðum 4 mörk.
    Ef Mane hefði verið með a moti Burnley hefðum við unnið.

    Svo tel eg Klopp vera okkar Zlatan.

  18. Klefinn tapaði ansi miklu með brotthvarfi Carragher og Gerrards. Eru eitthverjir sambærilegir leikmenn innanborðs í dag? Leiðtogar í hópnum? Henderson er flottur leikmaður og eflaust ágætasti fyrriliði en hreinilega ekki sambærilegt leiðtogaefni, því miður.

    Sammála með Zlatan-áhrifin hjá United. Hann er hundgamall og ég hef enga trú á að hann muni ekki endast veturinn á fullu skriði, en þetta er sigurvegari/character sem hefur ótvíræð áhrif í kringum sig, janfvel á hækjum/göngugrind.

    Hópurinn er efnilegur en ekki nægjanlega sterkur til að vera í eitthverri toppbáráttu – þannig er það bara. Ef við berum okkar ‘glugga’ saman við City, Chelsea, United þá er augljós munur á styrkinu og áræðni á markaðnum.

  19. Menn tala um Kloppástríðuna, og hvað hún er greinileg í stóru leikjunum, en svo virðast alltaf koma svona leikir inn á milli þar sem mönnum hreint út sagt virðist vera ALVEG sama um að liðið sé að skíta upp á bak.

    Svona var þetta líka hjá Benitez, Dalglish og Rodgers. Virðist bara vera skortur á mótiveringu gegn litlu liðunum.

    Klefinn tapaði ansi miklu með brotthvarfi Carragher og Gerrards.

    Þetta virðist samt ekkert hafa breyst hvað þessa leiki varðar. Leiðtoginn í klefanum í þessum leikjum þarf að vera Klopp sjálfur og hann þarf helst að taka hárblásarann fyrir leik en ekki í hálfleik eða eftir leikinn. Menn þurfa að mæta brjálaðir til leiks í þessa leiki líka.
    Það hefur alltaf verið vandamálið. Leikmenn hafa séð um það sjálfir virðist vera að gíra sig upp í stóru leikina en það nennir enginn að gíra liðið upp í litlu leikina.

  20. Vörnin er vandamál: Staðfest
    En sóknin er það líka sbr síðasta leik.

  21. átti von á að klopp myndi einmitt laga þetta.

    guðana bænum kaupið eitthvað gott áður en glugginn lokar.. því ég verð að segja það ég er ekkert bjartsýnn á framhaldið eins og þetta er.

  22. Sigurinn gegn Arsenal sagdi ekkert um stødu Liverpool. Badir midverdir Arsenal voru uti ad aka og djupi midjumadurinn sømuleidis…En leikurinn var skemmtilegur.
    Eg skil ekki søluna a Benteke , hann er madurinn sem vantar frammi i leiki gegn lidum sem spila men behind ball.
    Eg skil gagnryni ykkar a Moreno en hef aldrei skilid tha sem eru hrifnir af E.Can , en thid sjaid vøntanlega fleiri leiki med LFC en eg 🙂 Mig hlakkar hinsvegar til ad sja nyja markvørdin i action , nuverandi goolie er ekki topp 15 i PL.
    Eg held ad lidin i topp barattu thurfi alltaf ad hafa plan B gegn varnarsinnudum lidum.
    City og United lita vel ut og einnig eru Chelsea soild, Tottenham er lika med gott lid og eg verd hissa ef Everton verdur ekki i topp 8. Annras er allof spennt ad spa , thetta skyrist eftir 10 leiki eins og oftast.

  23. Slökum aðeins á. Eitt slæmt tap og heimsendir framundan hjá mörgum hér!

    Verðum bara að treysta Klopp. Hef samt áhyggjur af því hversu þreyttur hann er orðinn á blaðamönnum í Englandi og orðinn verulega pirraður í tilsvörum. Vonandi nær hann að þrauka þetta út og lætur ekki pressuna flæma sig úr starfi. Held að það sé ekkert svakalega skemmtilegt að vera með pressuna svona á bakinu 24/7.

  24. Enginn heimsendir á ferðinni en hrikalega pirrandi að tapa stigum ekki síst þegar að helstu samkeppnisliðin virðast meira tilbúin en mannskapur Klopps.

    Ég hef lengi haft rómantískar hugmyndir um Liverpool. The Liverpool Way og allt það. En ég hef skipt um skoðun. Það eina sem dugar til að koma liðinu í fremstu röð eru meiri peningar svo einfalt er það. Leicester ævintýrið er yndislegt og allt það en sannar ekki neitt og verður ekki leikið eftir næstu 100 árin. Þetta er undantekingin sem sannar regluna því miður.

    Mér er því orðið slétt sama um hverjir eru eigendur Liverpool að því gefnu að þeir vaði í seðlum. Það er ansi heitir orðrómur um að kínverskur fjárfestingasjóður, China Everbright, muni kaupa hlut í Liverpool.

    Financial Time segir m.a. frá þessu og því er nokkuð öruggt að eitthvað er í gangi og ég spái því að Liverpool verði selt í vetur.

    Þetta er bæði góður tímapunktur til að fjárfesta og selja félagið. Stærri leikvangur innan seilingar, nýr sjónvarpssamningur og ágætis framfarir í veltuaukningu þrátt fyrir allt.

    Kína er lang stærsti óplægði fótboltamarkaður í heimi og þessi fjárfesting meikar fullkomin sens ef þú ert kínverskur fjárfestingasjóður. Þessi sjóður er með um 100 milljarða evra í stýringu sem er óskiljanleg upphæð. FSG virðist ekki hafa bolmagn til að þróa Liverpool frekar og þarf í rauninni ekkert að ræða þetta frekar.

    Fínn díll fyrir FSG og fínn díll fyrir CE. Líka fínn díll fyrir LFC sem ætti loks að blandað sér í baráttuna um bestu bitana. Ég yrði virkilega sáttur ef þessir kínverjar eignuðust Liverpool enda orðinn hundleiður á leikmönnum Southampton og minni spámönnum í endalausum röðum tímabil eftir tímabil.

    Ef CE eignast ráðandi hlut í Liverpool er félagið í rauninni í eigu kínverska ríksins eins og West Brom, Aston Villa og Wolves. Þá er Man City einnig óbeint í hlutaeigu kínverja í gegnum eignarhald þeirra á móðurfélaginu.

    Heimurinn breytist hratt.

  25. Skil vel sjónarmið þeirra sem eru að biðja mann um að róa sig aðeins, það séu bara 2 leikir búnir. Virði það, var nkl eins fyrir 10-15 árum síðan.

    Hinsvegar þá hef ég haldið með liðinu í yfir 30 ár, fylgst vel með (stundum einum of) og farið reglulega á leiki. Farið í gegn um algjöra rússíbana en því miður allt of oft á leiðinni niður síðustu árin.

    Það er mikil pressa á LFC, það er gremja í borginni meðal okkar stuðningsmanna sem koðnaði slatta með komu Klopp en það er byrjað að krauma aftur (aðallega vegna leikmannagluggans). Þessi langa bið eftir PL titlinum er okkur ótrulega erfið.
    Það sem er erfiðast að mínu mati er þetta „stefnuleysi“ klúbbsins, það er sífellt verið að byggja upp og stokka spilin uppá nýtt. Eigendur
    tala um titla en „bakka“ það ekki upp með aðgerðum. Síðustu árin fyrir utan tímabilið þar sem Suarez nánast færði okkur titilinn þá hefur Liverpool ekki riðið feitum hesti í deildinni. Við erum félag sem á nær undantekningalaust að vera í baráttunni um titla, sagan okkar er glæsileg en við lifum ekki á henni einni heldur þarf að viðhalda þessum metnaði. Eigendur okkar virðast ekki hafa það bolmagn, því miður. (eða vilja) Þið afsakið mig en eftir 26 ára bið þá fer það óstjórnlega í mig, hreinlega naga mig niður í kviku dagsdaglega. Á meðan höfum við þurft að horfa uppá velgengni okkar erkifjenda, svo loks þegar þeir lenda í „krísu“ (Moyes og Van Gaal) þá bíða þeir ekki boðanna og fara gjörsamlega „All in“ þegar færi gefst. Sækja Mourinho (þó svo hann sé leiðinlegur þá nær hann í titla, amk fyrst um sinn) og sækja tvær af helstu stjörnum samtímans í boltanum, Zlatan og Pogba. Þrátt fyrir að vera brenndir t.d eftir kaupin á Di Maria, þá eru menn amk að reyna. Sjáum svo hvað þessir menn gera fyrir félagið, það er trú, hroki, hæfileikar og óseðjandi löngun í titla. Ekkert nema númer eitt er nægilega gott. Eg viðurkenna það fúslega að ég horfi öfundaraugum þarna yfir til Manchester en um leið vona ég svo innilega að þeir standi uppi titlalausir í vor. (Ólíklegt) Sá Southampton leikinn, lið eru orðin hrædd aftur við Old Trafford. Hlógu í fyrra og hvað þá hitteðfyrra.

    Leikmannakaupin okkar, þið afsakið en ég er langt frá því að vera sáttur. Langt því frá. Kasta þó ekki rýrð á þessa leikmenn, hef trú á Mané og hinir eru flottir squad leikmenn. En er það akkúrat það sem okkur vantar? Ó Nei ÞVÍ síðustu árin hefur okkur vantað leiðtoga, stútfullan af gæðum og krafti til þess að drífa okkar menn áfram og gera alla íkring um sig betri. Sjáið United, lið sem við sigrum í 8 liða úrslitum Europa League, hræddumst við þeirra lið þá? Alls ekki, WAY OFF. Breytingin á að fá Pogba og Zlatan inn er gríðarleg, tveir leikmenn sem þekkja ekkert annað en að vinna og hafa gæðin til að bakka það upp + þeir gera alla betri í kring um sig. Leikmenn sem í fyrra gátu varla sent á milli sín spila með sjálfstrausti og trú. Þannig leikmann/leikmenn þarf Liverpool FC. Horfið í hreinskilni á Liverpool í dag, hver er leiðtoginn – sá sem hinir geta reitt sig á og horft til t.d þegar illa gengur? Henderson? Coutinho? Firminho? Lallana? Klavan? Prófum að setja Pogba á miðjuna hjá okkur og Zlatan fram með t.d Coutinho og Mané. Ætlar einhver þá að veðja á móti Liverpool í baráttunni um titilinn?? Ekki ég. Jú við trekkjum ekki að, erum ekki í CL er ávallt sagt. Nei við erum ekki tilbúnir að borga 300.000 pund á viku. Þar liggur munurinn. En við erum tilbúnir að henda aur, borga Balotelli 90,000 pund á viku eða Benteke 120,000. Fullt af pening í nánast ekki neitt.

    Jurgen Klopp er frábær. Það er óumdeilt. Hann er samt ekki hafinn yfir gagnrýni. Þeir sem gagnrýndu Brendan og t.d hodgson verða líka að geta horft með gagnrýnum gleraugum á Klopp. Hann kom inn með krafti í fyrra, það var gaman og öll mistök voru fyrirgefin. Nú hefur Klopp sjálfur sett pressu á sjálfan sig með yfirlýsingum, hann er orðinn pirraður út í stuðningsmenn (örlítið) sem heimta þetta „súper sign“. Hann hefur sagt, engar afsakanir þetta er mitt lið. Það verður því eðlilega pirringur ef við förum að sjá sömu mistökin og í fyrra (eins og á Turf Moor) og þá verður þetta erfiðara og erfiðara. Eg held að Klopp hafi pínulítið vanmetið PL, en ekki misskilja ég hef bullandi trú á kauða. Það mun reyna mikið á hann næstu mánuði. Vonandi þá fara næstu leikir vel, því þessi hópur mun ekki höndla það vel að byrja illa. Pressan hjá LFC er gríðarleg og margt um öðruvísi en hjá öðrum félögum, þessi langa bið gerir það að verkum. Hugsa sér ef rodgers hefði unnið þetta 2014…. þá væri hann ennþá með liðið og okkur væri slétt sama með 8 sætið því við værum ennþá á Ölver…fullir að fagna.

    Eg kem hérna inn líka þegar vel gengur og hrósa, er alveg jafn mikill stuðningsmaður þó ég sé ekki sáttur með þróun mála. Vona svo innilega að ég troði uppí mig sokk ímaí þegar við lyftum dollunni. Tel það þó ekki líklegt en myndi elska það. Hef því miður ekki mikla trú á þessum hóp, of mikið af meðalmönnum og vegna leiðtogaleysis þá er þetta oft höfuðlaus her. Það er hálfur dagurinn farinn i hugsun um minn ástkæra klúbb, hehe. Þið þekkið þetta félagar.

  26. Bæti aðeins við þetta.

    Síðan PL byrjaði þ.e.a.s full 25 tímabil þá hefur Liverpool fengið að meðaltali 64 stig. Sem er að meðaltali að gefa 5 sæti.
    3x höfum við endað sem runners up
    4x í 6.sæti
    3x í 8.sæti

    Algjört “moð”

    Klopp hefur stýrt liðinu í 32 PL leikjum ( á auðvitað eftir að fá mikið fleiri) og safnar að meðaltali 1,625 stigum per leik sem er að gefa c.a 62 stig á tímabili.

    Veruleikinn í dag er einfaldlega þannig að ef þú ert ekki tilbúinn að eyða og borga þessi laun sem stjörnurnar í dag fara framá þá er EKKERT að fara að ske nema þetta 5-7 sæti. Júju Leicester var one off…..

    Sjáum hvað setur,

Burnley – Liverpool 2-0 (leik lokið)

Deildarbikarinn rúllar af stað