Benteke til Palace

Liverpool hefur loksins komist að samkomulagi við Crystal Palace um kaupverð á Benteke. Kaupverð er £27m en gæti hækkað upp í £32m.

Liverpool var augljóslega ekki að fara græða á þessum kaupum en jákvætt að fá stóran hluta til baka miðað við hversu rosalega fljótt Benteke var afskrifaður hjá Liverpool. Það er með ólíkindum lélegt að kaupa sóknarmann á £32,5m og gefast upp á honum nánast í janúar. Auðvitað kom nýr stjóri, rétt eins og þegar við keyptum Andy Carroll á svipaðan pening en það er vonandi að svona vonlaus fjármálaóreiða heyri sögunni til á Anfield. Við vorum líka að velta því fyrir okkur í fyrrasumar hvar Benteke ætti að passa í leikkerfið, rétt eins og Balotelli árið áður.

Fagna annars ekkert rosalega sölu á Benteke, þetta er hörku leikmaður sem ég held að eigi nóg inni. Passar augljóslega ekki inn hjá Livrpool og við erum í ágætum málum hvað sóknarmenn varðar. Endurskoða þetta samt ef enginn af Sturridge, Origi eða Ings nær að spila meira en 25% af deildarleikjum Liverpool…aftur.


10 Comments

 1. Það má ekki gleyma því að skv. sumum fréttum, þá er Benteke launahæsti leikmaður Liverpool með 140.000 pund í vikulaun. Það er auðvitað aðeins of mikið fyrir leikmann sem fær ekkert að spila.

 2. @Rúnar Geir og Ef við náum að selja Balotelli ættum við að geta lækkað þessa vikulaunatölu um 90-110.000 pund (fer eftir heimildum hvar þessi tala liggur nákvæmlega).

  Benteke er hörkuleikmaður og á eflaust eftir að smellpassa inn í lið Crystal Palace. Hann raðaði inn mörkunum fyrir Villa á sínum tíma og er líka fær um nokkur Golazo mörk (sbr. þegar hann smellti honum á móti United). En hann er fórnarlamb breytingar og ljóst að hann er ekki sá leikmaður sem Klopp sér fyrir sér í sínu liði og of dýr til að þess að hafa sem varaskeifu. Það er allavega gott að við fáum að mestu kaupverðið til baka..

  Bara ef þessi peningur yrði nú notaður í frekari styrkingu..

 3. Var það svo mikil fjármálaóreiða að fá Benteke? Borguðum kannski fullmikið fyrir hann en hann var það ungur að það voru takmarkaðar líkur á því að hann lækkaði mikið í verði. Ég yrði ekki hissa þó að hann verði svona “mid-table journeyman” sem muni hafa gengið kaupum og sölum fyrir 100m punda samanlagt þegar ferlinum líkur.

  Annars finnst mér þetta hálfleiðinlegt fyrir hann að vera fenginn til félagsins án þess að við höfum raunverulega viljað fá hann. Vonandi önum við ekki í einhver rugl bakvarðarkaup á lokametrunum á sömu forsendum.

 4. Er nettóstaðan ekki jákvæð?

  Birt með bestu vitneskju um kaupverð

  Kaup
  Karius 4,7
  Matip 0
  Mane 34
  Klavan 4,2
  Wijnaldum 25
  Manninger 0

  Kaup samtals 67,9

  Sala
  Teixeira 0,25
  Vigoroux 0,36
  Sinclair 4
  Ibe 15
  Skrtel 5,5
  Canos 2,5
  Allen 13
  Smith 3
  Benteke 27

  Sala samtals 70,6

  2,7 í plús. Styrkingin á liðinu verður kannski ekki metin til fjár, en hún er mér mjög dýrmæt. Ég hef nú ekki tekið þetta saman ár frá ári, en ég held að þetta gerist nú ekki oft að nettóið sé jákvætt.

  En, glugginn er ennþá galopinn.

 5. Benteke passaði ekki inn í leikstíls Klopps. Það er jafn einfallt og það hljómar. Hann stóð sig ágætlega undir Rodgers og var hugsaður meira sem leikmaður til að taka við löngum boltum og að taka við fyrirgjöfum, vera eins King Kong í boxinu, sterkur líkamlega og óviðráðanlegur að dekka þegar hann kemst á skrið. Ef ég man rétt þá átti Liverpool skammarlega lítið af fyrirgjöfum í hverjum leik fyrir sig áður en hann var keyptur og því var í raun gott betur en skiljanlegt að hann var keyptur fyrir allt þetta fé. Rodgers sárvantaði framherja eins og hann, til að bæta við mörkum í sinn leik.

  Með tilkomu Klopps var farið meira í pressubolta, þar sem framherjanir þurfti að hlaupa mun meira, í stað þess að vera að taka við háum boltum inn á sig. Sá leikstíll hentaði Benteke einfaldlega ekki nógu vel, þó hann sé fjarri því að hafa verið eitthvað afburðarslæmur í pressubolta eins og t.d Balotelli, þá gerði hann það fjarri því jafn vel og t.d Sado Mane sem er með allt öðruvísi líkamsgerð, lítill, snöggur og duglegri en fimm ofvirkir menn til saman.

  Í eina skiptið sem ég man eftir að hann reyndist okkur drjúgur, var þegar Caulker og Benteke voru settir fremstir á móti Arsenal og það var dælt háum boltum á hann. Þá skoraði Joe Allen markið en það kom út úr pressu þar sem var verið að dæma bolta inn í teiginn. En ég man ekki eftir að Kloppp notaði slík plan aftur þegar hann var undir og því segir sig sjálft að ef Benteke er ekki einu sinni notaður sem Plan-B, þá er langt best að selja hann.

  Ég held að þessi sala sé talandi dæmi um raunsæi Klopps. Hann veit að hann ætlar að koma Liverpool á hæsta stall, verður hann að fá leikmenn sem falla algjörlega að hans leikstíl, en ekki breyta leikstílnum, eftir því hvernig leikmenn hann hefur. Þannig gerði hann Dortmund að meisturum fyrir miklu minna fé og ég tel því miklu meiri líkur á að hann geti gert það aftur með Liverpool.

 6. Ekki fleiri Battering Ram framherja í Liveprool takk. Good riddance.

 7. fyndið að menn séu að pæla í jóa harða……. skítt með hvað hann hefur gert á ferlinum sjáið bara hvernig hann er núna… það að missa vatn yfir ofmetnum enskum markamanni er hlægilegt. gæinn átti ömurlegt season í fyrra og enn verra em mót.

  svo þessi umræða með benteke…. engin eftirsjá what so ever segi ég…. hann gat ekki fyrir sitt litla líf tekið á móti fyrirgjöfum og skallað boltann, ábyggilega með verri tölfræði en crouch kallinn.

  svo þessar staðsetningar hjá honum í fyrra!!!!! alltaf fyrir utan boxið aldrei náði hann að lesa sóknina, algerlega úti á túni sama hvort það var fyrir rodgers eða klopp.

  ég spáði að mané yrðu kaup ársins í enska og stend við það! það tók ekki nema 5 skipti að kaupa réttan kall frá southampton.

  og ein enn pilla! hættið að væla yfir moreno!! góður bakvörður sem er bara misskilinn… þetta er allt misskilningur..

  ranti dagsins er lokið pís out!!!

Opinn þráður – Það helsta af blm. fundi Klopp

Burnley á morgun