Opinn þráður – Það helsta af blm. fundi Klopp

Ljóst að það verður rólegra og lengra milli leikja í vetur. Það er þó stutt í næsta leik og Klopp sat fyrir svörum blaðamanna í hádeginu. Hér er það helsta af þeim fundi.

Mané er ekki alvarlega meiddur

Samkeppnin um stöður verður bara harðari í næsta leik. Matip og Can eru væntalega einnig klárir í slaginn núna.

Litlar líkur á að Klopp færi að taka undir gagnrýni stuðningsmanna Liverpool á Moreno, ekki á blaðamannafundi, það er ljóst.

Þetta er svo mjög jákvætt, Liverpool er að ná að sækja með mjög marga leikmenn inni í vítateig andstæðinganna. Það er ekki tilviljun og því nær marki sem okkar menn komast því líklegri eru þeir eðlilega til að skora.

20 Comments

 1. Klopparinn stendur við bakið á sínum mönnum og byggir jafnt og þétt upp sjálfstraust þeirra sem skilar sér í betri frammistöðu. Munum bara að góðir hlutir gerast hægt 😉

 2. Klopp svaraði því svo sem ágætlega afhverju vinnstri bakvörður var keyptur. Hann var að leitað manni sem passaði fullkomnlega við hans hugmyndir um fótbolta, en þann mann var ekki að finna á markaðnum, nema væntanlega á uppsprengdu verði. Svo vill hann að það séu nóg af mönnum til að leysa þessu stöðu af og nefndi James Milner sem dæmi, en hann gerði það ágætlega gegn Barcelona.

 3. Það er svo sem gott og blessað að standa með sínum manni. Trúi samt ekki orði af því sem menn segja á blaðamannafundum í nútíma fótbolta. Hljótum einfaldlega að vera að leita að vinstri bakverði. Það er óásættanlegt að klúbbur eins og Liverpool sé að spila miðvörðum eða miðjumönnum úr stöðu til að “leysa” einhverja vinstri bakvarðar stöðu sem hefur alltaf verið til vandræða. Mikið væri ég til í að fá leikmann með hæfileika til að geirnegla þessa stöðu. Samanber og Clyne hinum megin.

 4. Moreno er ekki lélegur…hann er bara glataður af og til. Annars bara djöfull hvað ég er ánægður með þetta tímabil. Hafði ekki mikla trú á Mane en þetta er sennilega gaur sem gæti hlaupið í viku sem er sennilega ekki góðar fréttir fyrir mótherja. Ég hef trú á Klopp, alveg óbilandi, og ég er til í að veðja að við verðum í toppbaráttunni í vetur. Ef það klikkar, þá er það bara svo, en ég er bjartsýnn….bjartsýnni en oft áður!

 5. Mané spilar varla, trúi því ekki.

  Stærsta spurningin er þá hvort Lallana fari á hægri, Henderson fari á miðjuna og Can fyrir aftan. Eða þá að Sturridge komi inn og Firmino færist út á hægri.

  Ég trúi svo ekki öðru en að Moreno spili ekki meira á meðan Milner er heill. Við erum kannski að vanmeta hversu góður Milner er í þessa stöðu. Auðvitað tekur hann Moreno ekkert af lífi á blaðamannafundi, en hann er allt of hvatvís til að vera í þessu liði. Hann var bara heppinn að gefa ekki stoðsendingu með hvatvísum skalla á sunnudaginn, þá fyrst hefði allt orðið brjálað. Finn ekki klippuna, en það var algjörlega galinn skalli til baka.

  Migs,
  Clyne, Matip, Lovren, Milner

  Can, Henderson, Winjaldum

  Coutinho, Firmino, Lallana.

  Þetta verður byrjunarliðið held ég, Sturridge spilar síðustu 20 sama hver staðan verður. Kjöt í vörninni og á miðjunni til að standa í þeim slagsmálum sem mun eiga sér stað, og flæðandi sóknarleikur frammi. Gætum mögulega unnið þennan leik, en reynslan segir mér að þetta tapast 1-0

 6. Ég er einn af þeim sem er allaf bjartsýnn í ágúst og ef fengið það oft í bakið en svo er ég bara og ætla ekki að breyta mér enda hefur bjartsýni komið mér í gegnum lífið..
  Nú er kominn ágúst enn einu sinni og ég auðvita bjartsýnn að vanda ..
  Viðurkenni að í hálfleik í okkar fyrsta leik þá datt ég niður í smá stund ..en okkar menn sýndu mér svo að gefast ekki upp og þó maður lendi í vandræðum og mòtbyr þá er alltaf von .
  Ég hef trú á Klopp og okkar liði , ég mun styðja LIVERPOOL eins og ég hef gert alla mína ævi og vona að liðið okkar gefi okkur gleði og kraft í vetur ..
  Áfram LIVERPOOL !!

 7. Ég hef mikla trù à Moreno! Klopp à eftir að skòla hann upp ì topp class vinstri bakvörð ?

 8. Nú er Liverpool búið að samþykkja 27 millj punda tilboð frá palace, flott mál. Upphæð gæti farið uppí 30 millj punda

 9. verður áhugavert að sjá milner í vinstri bakverði hjá liverpool sjáum að Utd hafa verið að gera það sama með Valencia og Ashley Young á síðustu árum að færa þá af kantinum yfir í bakvörð.

 10. Bæ, bæ Benteke. Gangi þér vel nema á móti Liverpool.

  Hvernig er nú staðan á sala – kaup? Veit það einhver?

 11. Kilroy – langbestu upplýsingarnar er að fá á lfchistory.net

  http://www.lfchistory.net/SeasonArchive/Transfers/126

  Þetta lítur semsagt svona út
  Kaup:
  Mané 30 milljónir punda
  Karius 4,7 milljónir punda
  Klavan 4,2 milljónir punda
  Wijnaldum 23 milljónir pund
  Matip á frjálsri sölu
  Manninger á frjálsri sölu
  Um það bil 62 milljónir punda eyddar í leikmenn

  Sölur:
  Canos 2,5 milljónir punda
  Skrtel 5 milljónir punda
  Ibe 15 milljónir punda
  Allen 11 milljónir punda
  Smith 3 milljónir punda
  og Benteke nú á 30 milljónir punda
  Aðrir fóru á frjálsri sölu
  Semsagt um það bil 65 milljónir punda

  Liverpool er því svona mátulega á sléttu í þessum leikmannaglugga, sem er bara ansi hreint fínt því að leikmannamarkaðurinn er búinn að vera á mjög miklum yfirsnúning síðustu vikur.

  Augljóslega er verið að hreinsa til í hópnum svo hann henti leikstíl Klopp, og ég efast ekki um að menn eru að hugsa til næstu 2-3 ára í þeim efnum. Þótt við myndum öll vilja nýjan markmann, nýjan vinstri bakvörð og alvöru miðjumann, þá er ekki hægt að laga allt á einu sumri. Nú er bara verið að vinsa út það sem þarf – illgresið, þótt ég meini það ekkert illa gagnvart neinum leikmönnum.

  Nú þarf í raun og veru bara að finna nýtt lið fyrir Balotelli, og þá ætti hópurinn að vera orðinn nokkuð góður.

  Mér finnst í það minnsta afar líklegt að Klopp og félagar séu að hugsa til næstu ára. Nokkrir menn eru líklega á hættusvæði – Mignolet, Moreno, Lucas (fer næsta sumar pottþétt) og mögulega Henderson einnig. Milner er heldur ekkert að yngjast og enginn veit hvernig Gomez og Ings koma til baka eftir meiðslin sín.

  Félagið ætti þá að vera vel í stakk búið að láta vel til sín taka á leikmannamarkaðnum næsta sumar – vonandi með meistaradeild á næsta tímabili sem gulrót fyrir alla leikmenn.

  Annars er það helst í fréttum að það er einn leikur er búinn að tímabilinu og ég er strax farinn að tala um næsta tímabil … 🙂

  Homer

 12. Talað um að talan fyrir benteke sé 27 millur plús 5 millur í bónusa = 32 millur punda. Vel af sér vikið FSG, nú er bara að fá Kínverjana hjá Wolves að borga ca 20 millur fyrir balotelli. Þá kaupi ég mér lottó miða fyrir laugardaginn 🙂

 13. Ég held að það verði enginn keyptur. Moreno verður látinn duga. Ég er reyndar ennþá á því að hann geti plumað sig.

 14. Balo berður aldrei seldur með gróða, fáum kanski tíu miljónir ef við erum heppnir. annars þá miðað við 10 miljónir í plús auk árlegs framlags félagsins til leikmannakaupa, við ættum að geta fengið eitthvað stórt nafn inn, vonandi í vinstri bak eða miðvörð, en ég hef grun um að ef maður kemur inn verði hann framar á vellinum.

 15. Held að Balotelli hefði gott að því að fara í lítið lið og byrja spila fótbolta á ný. Hætta þessum stælum og sviðsljósi. Maðurinn getur ekki blautan í augnablikinu sem er eiginlega bara sorglegt.

 16. Skil lítið menn sem vilja Moreno burt. Ef við skoðum hann án staðsetninga-vandamálsins síns þá er þetta bara fanta-góður fótboltamaður. Það er ósanngjart ef menn ætla vera segja að hann geti ekki varist. Við höfum séð hann margt oft verjast mjög vel. Ef varnarleikur hans væri það mikið vandamál, þá hefði hann þróast miklu fyrr úr þeirri stöðu, og væri væntanlega ekki á stóra sviðinu.

  Fyrir utan að vera tilbúin í skyndsókn og líklega kominn fram hjá Bakverði Arsenal og búin að outnumber-a varnarmenn Arsenal þá man ég ekki eftir að hann hafi verið slakur í þeim leik, ekki það að ég kenni honum nokkuð um það mark. Set meira spurningarmerki við Lallana. Vissulega var þetta ekki góð tækling í vítinu en skítur skeður. Ég hef oft tæklað illa þegar ég var viss um að ég væri með þetta, stundum er ákvarðanatakan röng þegar maður hefur sekundubrot til að hugsa. Það lagast með auknu sjálfstrausti sem hann fær þegar staðsetningar-vesenið hættir.

  Og ég hef trú á að Klopp geti lagað þennan staðsetningavanda. Ég hef líka trú á að Moreno sé tilbúin í að laga hann sjálfur. Ég hef líka trú á að Moreno verði yfirburða vinstri bakvörður í þessari deild og það mun fljótlega. Hann gerir sín misstök og mun læra af þeim. Vonandi bara koma þau sem flest í sigurleikjunum svo þið þurfið ekki að finna blóraböggul eftir hvern tapleik.

  Það getur enginn í heiminum gert þær kröfur um að leikmenn okkar séu með fullkomin stats í hverjum leik.

  Við vinnum sem lið og töpum sem lið.

 17. Er það bartsýni að halda því fra að Liverpool verði í topp 4 ??!
  NEI það er það ekki !!!
  Ég er á því að það er langt síðan hópurinn hjá guðsgjöfunni Liverpool hafi verið svona sterkur !!! Við eru ekki í neinni meistara eða evrópukeppni og erum nánast óþreyttir um helgar, sem mun nýtast okkur á þessu tímabili. Og talandi um Milner, ég er ekki á móti því að hafa hann sem bakvörð, auk þess finnst mér hann flottur bakvörður. Gæðin hafa aukist það mikið hjá okkur að Milner á ekki breik framar á vellinum (sem er góðs viti)og samkeppnin í liðinu núna er svakaleg.
  Og vera í plús í nett spend er í rauninni algjör snild miðað við hvað liðið er miklu sterkara núna!!!
  Ég er 100% viss um að við verðum í topp 4….já ég sagði 100 %

 18. Ég velti enn fyrir mér andrúmsloftinu og stemmningunni á fundinum þegar sú ákvörðun var tekin að kaupa Balotelli.

Við skorum þá bara meira en þeir!

Benteke til Palace