Arsenal – Liverpool – 3-4 (Leik lokið)

LEIK LOKIÐ, 3-4 sigur.

75.mín – 3-4 Andskotinn hafi það Liverpool, Chambers skallar inn aukaspyrnu frá Cazorla og momentum nú með Arsenal, þetta Liverpool lið er komið aftur. Úff.

63.mín – 2-4 – Andskotans rugl var að byrja í dag að uppfæra á meðan leik stendur, maður hefur ekki undan, nú skoraði Ox-Chamberlain fyrir Arsenal, skot hans fór í Lovren sem plataði Mignolet. Óheppni sem vonandi vekur ekki Arsenal.

62. mín – 1-4 – Frábært mark hjá Mane sem fékk boltann á vængnum, tók tvo menn á eins og þeir væru ekki þarna og skoraði fjórða mark Liverpool á rúmlega korteri.

55.mín – Coutinho skorar aftur, FRÁBÆRT MARK. Liðið var líklega með 987 sendingar sín á milli áður en Clyne komast upp að endamörkum og fann þar Coutinho sem potaði boltanum inn.

49.mín – Lallana byrjar seinni hálfleik mikið betur og skorar strax eftir sendingu frá Wijnaldum. Frábær viðsnúningur

Hálfleikur

45+1.mín – Coutinho bjargaði mjög slæmum fyrri hálfleik með geggjuðu marki af 789m færi úr aukaspyrnu. Klíndi blöðrunni upp í Samúel Örn (Erlingsson). Strax í kjölfarið var flautað til hálfleiks.

31.mín – 1-0 Walcott borgaði fyrir vítið og skoraði strax mínútu seinna. Lallana var að gaufa með boltann í hraðaupphlaupi Liverpool og missti boltann, allir úr stöðu og Walcott fékk auða leið inn að marki. Mjög léleg byrjun á mótinu hjá Liverpool.

30.mínMignolet ver víti!
Moreno byrjar þetta tímabil eins og hann endaði það síðasta. Kostar víti með agalegri tæklingu. Mignolet gerir vel að verja það frá Walcott

14:00
Fyrsta byrjunarlið tímabilsins kemur ekki mikið á óvart og er svohljóðandi

Mignolet

Clyne – Lovren – Klavan – Moreno

Lallana – Henderson – Winjaldum
Mane – Firmino – Coutinho

Bekkur: Manninger, Can, Origi, Matip, Alexander-Arnold, Stewart, Grujic

Það var búið að vera orðrómur um að Can myndi ekki byrja í dag þannig að Wijnaldum fer beint í liðið. Mané, Firmino og Coutinho hafa náð nánast öllu undirbúningstímabilinu og því kemur ekki á óvart að þeir byrji allir í dag. Það er smá pirrandi að hafa engan hreinræktaðan sóknarmann inná en þetta er engu að síður mjög sóknarsinnað lið. Vonandi að miðjan ráði við þetta í fjarveru Can, ekki sannfærandi varnarlega á pappír.

Þetta Arsenal lið er þarna til að sækja á það.

Þeir stilla svona upp í dag

Cech

Bellerin – Holding – Chambers – Monreal

Elneny – Ramsey – Coquelin
Walcott – Sanchez – Iwobi

Bekkur: Ospina, Gibbs, Wilshere, Xhaka, Cazorla, Oxlade-Chamberlain, Akpom

Xhaka er ekki í byrjunarliðinu og Chambers er með hinum unga Holding í miðverði í dag. Sóknarlínan er hættuleg að vanda hjá Arsenal.


Nú hefst fjörið fyrst að byrja!

Uppfærum þennan þráð með byrjunarliðum klukkutíma fyrir leik (14:00) og eins stefnum við á að uppfæra þessa færslu með helstu atriðum á meðan leik stendur. Umræðan verður að sjálfstöðu í ummælakerfinu en að auki ætlum við að prufa að hafa twitter viðbót í forgrunni í þessari færslu með leitarskilyrðinu #kopis, hvetjum ykkur til að nota það þegar við á. Þeir sem ekki eru á twitter geta þannig einnig fylgst með #kopis umræðunni á twitter í þessum glugga.

Hvernig er spennustigið hjá ykkur? Það eru þrír mánuðir síðan Liverpool spilaði þennan helvítis Sevilla leik, það var gott að fá frí en þrír mánuðir er rosalegt! Set þetta á par við kl 17:00 jólin ´86 (ég var fimm ára).

127 Comments

 1. Tengist ekki Liverpool beint en

  Manchester United fans singing ‘You scouse bastard’ at Ibe who was born in London and the only scouser on the pitch is their captain 🙂

  Annars er það að frétta af Man utd að þeir líta mjög illa út í fyrsta leik en fengu gefins mark og reikna ég með að þetta verður svona hjá þeim í vetur. Mourinho nær úrslitum en fótboltinn er ekki skemmtilegur hjá þeim.

  Ég vona að strákarnir okkar gefi bara allt í fyrsta leikinn, hápressa og læti og fullt af mörkum.

 2. Jaaaahérna…. Zlatan ákvað bara að skora og þá skorar hann. Óþolandi að hafa svona klassa leikmann hjá manjú.

 3. Skrytid ad Can se ekki ad byrja hja okkur i dag.
  Annars fínt lid og vonandi ad tetta lid dugi til tess ad taka oll stigin i dag

 4. Can á að vera eitthvað pínu meiddur?

  Lýst vel á það að geyma Origi fram í seinni hálfleik og láta hann gjörsamlega þjarkast á Arsenal vörnini sem er frekar veik.

 5. mjög áhugavert lið og bekkur…treysti Klopp alla leið í þessu…hélt að Origi myndi byrja

 6. Hef séð sterkara Arsenal lið en þetta: Cech, Bellerin, Holding, Chambers, Monreal, Elneny, Coquelin, Walcott, Ramsey, Iwobi, Sanchez.

  Þetta er einfaldlega leikur sem við eigum að klára. Munar öllu að byrja nýtt tímabil á sigurleik.

 7. Sé ekki betur en Arsenal stilli upp tveimur varnarsinnuðum miðjumönnum upp gegn okkur. Geri því ráð fyrir að þeir ætla að spila þennan leik að gát og mæta okkur í skotgröfunum.

 8. Ástæðan fyrir því að Origi er ekki í byrjunarliðinu er allaveganna örugglega ekki sú að hann eigi ekki að spila þennan leik, hann hlítur að eiga að koma inn í seinni hálfleik

 9. Já segi það, er ekki einhver skptheldur hlekkur? Er blabseal ekki til lengur? Eitthvað samsvarandi?

 10. Mjög sáttur! Nákvæmlega það byrjunarlið sem ég vildi sjá! Er svo til í að fá Origi inná í seinni gegn þreyttum varnarmönnum Arsenal. Einnig gleðiefni að Xhaka sé ekki í byrjunarliðinu hjá Arsenal.

 11. Þetta er að skella ááááááááá!!!!!!!!!!

  (lesist í rödd Bubbi Morthens)

  Djöfull er maður orðinn spenntur! 1-2 fyrir Liverpool!

  YNWA!

 12. Mignolet reynir sitt besta að láta mann fá hjartaáfall á fyrstu mínútunum ?

 13. Nei nú skipti blabseal snarlega yfir á einhvern ömurlegan bandariskan matreiðsluþátt!!

 14. þetta frodo drasl. ég sá 2 mínutur af leiknum og svo bara stanslaust auglýsingar? er þetta alltaf svona?

 15. 3100 til að opna viðburð á sjónvarpi símans er þetta ekki einhver djókur… rugl hátt verð

 16. Jesús, hvað við þurfum að losa okkur við þennan bakvörð!

  Frábært hjá Simon!!!! Þetta er tímabilið hans! Heyrðuð það fyrst hér!!

 17. Sjitt hvað klopp er heimskur að vera ekki búinn að kaupa einhvern fyrir þennan spánverjavitleysing

 18. Sko…við erum á fullu í skyndisókn. Moreno á að bomba upp kantinn í svoleiðis stöðum. Sökudólgurinn er miðjumaðurinn sem tapaði boltanum (Lallana eða Henderson).

 19. Vá, mínútu eftir vítið!

  Aftur vandamálið þarna vinstra meginn!!!!

 20. Tetta er bara skelfilegt. Erum ad tapa boltanum utum allan voll.. omurleg spilamennska

 21. Nenniði að setja færsluna um Moreno aftur efst eftir leik? Tímalaus snilld.

 22. Arsenal eru að keyra yfir okkur þeir eru að pressa eins og að maður hélt að Liverpool myndi pressa. Þetta lítur ekki eins út og Klopp lið í augnablikinu en djöfull er Mane kvikur og snöggur að hlaupa.

 23. Lélegt…. wijnaldum er ekki með, coutinho með einn af sínum ósýnilegu leikjum, moreno að spila týpískann moreno

 24. Lallana var mesti skúrkurinn í þessu marki.
  En ekki ætla ég að verja Moreno.

  Þetta herðir bara, allt að koma.
  YNWA

 25. Við eigum aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Arsenal, … eftir 5 snertingar er boltin hjá markmanni okkar. Við erum ekki að sækja!!!

 26. Origi inn fyrir Firmino
  Can inn fyrir Wijnaldum
  Í hálfleik Takk

 27. Týpískur Coutinho, algjörlega ósýnilegur í 45 mín og skorar svo.

 28. Erum við að biðja um Wijnaldum útaf? Lallana er búinn að vera í ruglinu og það væri miklu frekar að fá Can inn fyrir hann í hálfleik. Origi fyrir Firmino og kaupa svo vinstri bakvörð á þessum 15 mínútum sem pásan er takk!

 29. Þetta var hressandi sammi.

  Nokkrar lausar skrúfur sem þarf að herða.
  Ekkert er gefins, taka á því í seinni.

  Origi mun klárlega koma inn með ferskleika, spurning með ástandið á Can.

  YNWA

 30. Er það bara ég eða er enhver annar samála mér í þí að grafikinn frá EPL er með ólíkindu ljót, þetta er allveg hræðilegt, mætti halda að þetta væri grænlenska deildi árið 1989

 31. jói spói þetta er laukrétt hjá þer, þetta er horbjóður !, varðandi leikinn þá er ekki að sjá neina pressu og liðið er ekki að ná spili saman. en ætla hinsvegar að spá því að okkar besti leikmaður origi setur 2 í seinni

 32. Hah, svo kemur Lallana bara með eitthvað svona, eftir að hafa ekki gert rassgat. 🙂

 33. Winjaldum með stoðsendingu á Lallana hahaha þetta voru þeir menn sem að kopverjar vildu fá útaf í hálfleik. Hjúkket að Klopp les ekki þessa síðu 🙂

 34. Ansdk… helv…., af hverju valdi ég Firmino frekar en Coutinho í Fantasy liðið??!!

 35. Er einhver með eitthvert stream sem virkar á spjaldtölvunni og er ekki enda lausir gluggar og og auglýsingar og bull…

 36. menn aðeins jákvæðari en í byrjun – spurning um aðeins inn og út áður en sturtað er yfir liðið, það er allavega búið að skora fjögur mörk á útivelli á móti Arsenal – einhvern tímann hefði það nú þótt gott………..

 37. Það þarf samt ekki að taka vörnina kæruleysislega þó svo að við vorum 3 mörkum yfir

 38. Þessi leikur er ekki búinn. Nú verður 10 mín stöðubarátta – ef við lifum hana af án þess að fá á okkur mark vinnum við. Can inná?

 39. Æji koma svo!!! halda smá vörn!!!!!! ekki gefa frá sér 4-1 leik!!!!

 40. Við lifðum þessar 10 mín ekki af sem sagt. Nú er allt upp í loft. Vonandi að Origi klári þetta.

 41. Klopp þarf eitthvað að kíkja á vörnina sína. á venjulegum degi duga fjögur mörk til sigurs

 42. Arsenal eru búnir að sækja mest megnis Clyne meginn í seinni hálfleiknum(með fínum árangri) og því lítið reynt á Moreno í seinni hálfleiknum.
  Leikir á milli þessara liða eru yfirleitt svakalegir markaleikir og er þessi engin undantekning og mun hann enda 3-5 furir Liverpool.

 43. Þvílíkur leikur! Frábær skemmtun sem maður var mikið farinn að sakna eftir sumarfríið. 🙂

 44. Takk fyrir mig, Jesús Pétur Jóhansson hvað þetta var spennandi leikur.

 45. Frábær leikur! Milly tekur vinstri bakvörðinn í næsta leik held ég 🙂 Vonandi að Matip fari að komast í sitt besta form líka vörnin alls ekki sannfærandi. YNWA!

 46. Gaman að lesa eftir leik þeir sem skoruð áttu að skiftast út af hehehehehehe fyrir einhvern annan nema reyndar mane. En ég get ekki varið Moreno í þessum leik hann er eins og krakki með adhd og er úd um allt, hringja í lækninn og gefa honum eitthvað við þessu hehehehe

 47. Lallana í tveimur atvikum sem gefa mark. Henderson að gefa óþarfa aukaspyrnur, kom ekkert útúr honum.
  Við þurfum að kaupa alvöru miðjumann til að vera þarna með Can og Wijnaldum.

 48. okkur sárvantar að kaupa alvöru mann í vinstri bak.. moreno er bara algjörlega út á túni.. hann veit varla hvað er að ske í kringum sig.. maður var drulluhræddur um að hann myndi strauja einhvern í seinni hálfleik og fá rauða.

  treisti þessum manni ekki fyrir fimmaura og vill hann burt.

 49. Frabær leikur…Fyrir ykkur og hlutlausa.
  Skil vel gagnryni a Moreno en hef aldrei geta skilid tha sem eru hrifnir af Emre Can…

HERE WE GO! Arsenal á sunndag

Arsenal – Liverpool 3-4