Styttist – opinn þráður

Þá eru bara fjórir dagar þar til að keppni hefst í ensku deildinni og okkar menn rúlla inn á Emiratesvöllinn til að ná í þrjú stig frá lærisveinum Arsene Wenger.

Við á kop.is verðum í svipuðu formi og undanfarin ár og því styttist í upphitunarfærslu og síðan verðum við með þráð á leikdegi. Við erum enn að velta upp hvort við ætlum eitthvað að verða með annað form á umfjöllun um hvern leik en það væntanlega sést strax í fyrsta leik hver sú lending verður.

Spáin okkar fyrir deildina kemur þegar rétt aðeins er liðið á leiktíðina. Það prófuðum við í fyrra þar sem að leikmannaglugginn tekur oft miklar sveiflur undir lokin og því viljum við geyma aðeins að raða liðunum upp. Þegar við höfum keypt Suarez, Lahm og Mascherano tippum við auðvitðað á sigur okkar manna í deildinni t.d.!!!

Annars er slúðurmyllan frekar að ræða í dag um möguleg brotthvörf leikmanna okkar.

Mér finnst alltaf lang öruggast að kíkja í Liverpool Echo daglega til að fylgjast með því hvað er heitast. Þar ber hæst að Chievo virðist vera alvara í því að fá Balotelli til sín og hann virðist vera til í að hverfa frá því að æfa með U-23ja ára liðinu okkar.

Benteke til Crystal Palace virðist vera að ná einhverju flugi á ný en samkvæmt fréttum í Tyrklandi ákvað Klopp að stoppa af sölu Lucas Leiva til Galatasaray. Það kemur mér ekki á óvart, hef trú á því að Lucas sé hugsaður sem “squad player” í vetur, við erum þunnir í hafsentastöðunum og í raun enginn “alvöru” varnarmiðjumaður í hópnum núna. Ég hef trú á því að Ilori sé á sölulistanum og gerð verði tilraun til að lána Kevin Stewart í vetur. Svo það gefur auga leið að halda Lucas Leiva sem er auðvitað orðinn sá leikmaður sem lengst hefur verið hjá félaginu.

Af öðrum fréttum þá er Mótormunnur að reyna að afla sér vinsælda með hlægilegum skotum á Klopp, Wenger og klúbbana þeirra og John Stones er orðinn dýrasti enski leikmaður sögunnar…hvað er það!!!

Ef einhver hefur áhuga þá spjölluðum við Sigurbjörn Hreiðarsson um væntingar okkar til liðsins okkar í vetur í innkastinu hjá fótbolta.net í gær.

Annars er þessi þráður opinn í alla enda.

12 Comments

  1. Ég verð að viðurkenna að ég er með mjög hófstilltar væntingar til helgarinnar og held að við vinnum Arsenal með max 3-4 mörkum, alls ekki meira.

  2. Það eru ótrúlega skrítnar tilfinningar hjá manni fyrir hvert einasta tímabil hjá Liverpool – oftar en ekki þá hefur maður sett væntingarnar í botn, ekki ólíkt því að fara á “blind date” og búast við Beyoncé en enda með Leoncie!

    Það er alveg á tæru að lið okkar getur klárlega endað ofarlega en einnig í sætum 6-9 og nánast ekkert kæmi manni á óvart.

    Persónulega þá er mín ósk heitust að allt springi í loft hjá Mourinho og félögum hjá United. Það myndi kæta. Að við endum fyrir ofan þá myndi fullkomna tímabilið – sem meistarar yrði lyginni líkast. Neikvæði gæinn hjá mér segir að okkur skorti leiðtoga og meiri gæði – meistaradraumar eru fjarlægir.

    En spennan er æði mikil og maður elskar þetta félag heitt – enn eitt árið, alltaf fylgist maður með og samkvæmt konunni eyðir maður allt allt of miklum tíma í þetta. En að halda með Liverpool er lífsstíll það vitum við hérna inni. Þótt menn séu ekki alltaf sammála og oftar en ekki tekist á hérna inni þá þakka ég kop is kærlega fyrir besta fótboltavef veraldarvefsins

  3. Einkennileg tilfinning fyrir tímabilinu. Slefa við tilhugsuninni af Herr Klopp fagnandi eins og óður Þjóðverji (sem hann er) í andlitið á Portúgalska hrokagikknum og frekjunni á Old Trafford en hryllir einnig við tilhugsuninni af Zlatan að skora ógeðslegt mark í einu sókn United á 90. mínútu gegn okkur. Báðar tilhugsanir líklegar.

    Blóð rennur samt í hershöfðingjann við tilhugsunina af Liverpool vinna deildina og skilja Móra, Guardiola, Wenger og Conte eftir í sárum og tárum. Það væri einstaklega sætt að enda ofar en Morinho og Guardiola sem hafa eytt asnalegum upphæðum í leikmenn. Ef ekki núna, hvenær þá?

    Fjandinn hafi það, ég ætla að hólka öllum 3000kr inná bankabókinni á að Liverpool vinni deildina. I’m a gambling man.

    Spái samt Arsenal titlinum. Vona það eiginlega (úr því að ég hef ekki mikla trú á því að við vinnum deildina). Wenger á það skilið. Alvöru hagfræðingur sem skilur aldrei afhverju formið hrynur í janúar. Grjótharður.

    Ef fyrir kraftaverk við vinnum deildina, fæ ég mér Ragnar Klavan húðflúraðann á líkama minn. Nafnið hans ef hann skorar minna en 5 mörk, andlit hans ef hann skorar meira en 5. Það er allt.

  4. Liverpool er vinstri bakverði og varnarsinnuðum miðjumanni frá titilbaráttu að mínu áliti. Óskiljanlegt að við séum ekki að styrkja okkur þar.

    Er Klopp ekki að fá pening frá eigendum, Millner í bakverði og sala á Lucas stöðvuð gefur að mínu áliti vísbendingu um að öllum sé ljóst að það vantar varnarmiðjumann og vinstri bakvörð en þar sem ekkert er keypt hlýtur að vanta backup frá eigendum. Ekki gott mál ef svo er.(Veit Klopp hefur sagst vera ánægður með stuðning eiganda í viðtölum en hvað annað á hans svo sem að láta hafa eftir sér)

    Ef glugginn lokar án þess að það verði bætt úr þessum augljósu veikleikum liðsins þá óttast ég að enn einn vonbrigðaveturinn sé framundan fyrir okkur púllara.

    Engin evrópukeppni mun þó hjálpa, vonandi er ég bara svartsýnisrausari og reynist hafa rangt fyrir mér. En hvað er það við einu sinni í topp fjórum á síðustu 7-8 árum ef ég man rétt, nenni ekki að fletta því upp.

    Inn með Jonas Hector amk og keyrum svo á þetta. Koma svo.

  5. Í sannleika sagt, þá á ég rosalega erfitt með að segja hvar Liverpool lendir í vetur. Það kæmi mér ekkert á óvart að það væri um 8 sæti og svo kæmi það mér ekkert á óvart að liðið væri í toppbaráttunni og næði að minnsta kosti meistaradeildarsæti eða væri í titilbaráttu strax frá byrjun.

    Annars er margt með okkur.

    1- Við þurftum ekki að selja einn einasta lykilleikmann í vetur
    2- Klopp fékk núna tækifæri að kaupa þá leikmenn sem hann telur sig vanta og því getur hann sett sinn svip á liðið með mun skarpari hætti en áður.
    3- Við erum með stjóra sem er að kaupa miklu dýrari leikmenn en hann gerði hjá Dortmund en samt tókst honum að gera Dortmund að stórveldi að nýju, svo afhverju ætti hann ekki að getað það líka með Liverpool ?
    4- Gæðin er breiðari en í fyrra, en þrátt fyrir allt vorum við eingöngu 5 stigum frá meistaradeildarsæti og því finnst mér við eiga meiri möguleika að vera ofar í ár.
    5- Við erum með lítið leikjaálag.
    6- Svo sluppum við fáranlega vel úr landsleikjahlénu í sumar. Lygilega margir lykilmenn ná öllu tímabilinu en það hlítur að skipta rosalega miklu máli að hafa sem flesta til taks í byrjun tímabilsins. Því ekkert kveikir meira í mönnum er en blússandi góð byrjun.

  6. Var á leiknum LFC vs Barcelona. Á góðum degi getum við unnið alla. Frábær frammistaða, æðislegur leikur.

  7. Okkar leiðtogi og aðalstjarna er Klopp! Það sem gerir mig bjartsýnan er það að á seinnihluta síðasta tímabils gekk venjulega ágætlega í þeim leikjum sem Lpool stillti upp toppuðu liði. Í ár verða fleiri sentimetrar og kíló í liðinu til að takast á við föst leikatriði. Við höfum fleiri leikmenn sem ættu að geta skorað mörk. Tímabilið mun ráðast af varnarleiknum!

  8. ÞAð sem ég hef hvað mestar áhyggjur af fyrir leiktíðina eru………………….. sóknarmenn okkar. Má segja að ris Origi og gæði Sturridge standi okkur fyrir þrifum því við tímum ekki að losa okkur við annan hvorn eða báða þrátt fyrir meiðslasögu þeirra. Sturridge sínu verri en Origi en það gleymist oft finnst mér í umræðunni hvað Belginn ungi meiðist oft. Benteke fer og Ings er nýkominn úr löngum meiðslum en mun að ég held þurfa að spila óþarflega mikið í vetur sem og Mane sem maður vildi frekar að héldi áfram að gera ursla með hraða sínum og tækni á kantinum. Einnig Firmino sem er ekki striker. Við þurfum að dreifa markaskorun um liðið sem og að fá fleirri mörk og Firmino og Mane verða vonandi drjúgir en maður reiknar með að topplið verði að vera með toppstrikera sem eru ekki meislapésar. Vonandi að minna leikjaálag geti verndað okkur í vetur.
    Annars væri ég hugsanlega til í að selja Sturridge ef að toppstriker kæmi inn í staðinn. Hver það væri eða hvort einhver sé í boði er allt annað mál.

  9. Sammála seinasta ræðmanni… á ekkert að stofna fantasy deild fyrir okkur spjallverja og aðra liverpool áhugamenn?

Moreno og Milner

Kop.is Podcast #120