Moreno og Milner

Alberto Moreno virðist vera búinn að taka við keflinu af mönnum eins og Kuyt, Lucas, Riise og Henderson. Sá lykilleikmaður Liverpool sem fer mest í taugarnar á stuðningsmönnum liðsins, hann er rétt á undan Mignolet en samkeppnin er hörð. Moreno er hélt upp á 24 ára afmælið í sumar og mig langar að bera hann aðeins saman við kollega sína hjá öðrum enskum liðum og hvað þeir voru að gera á sama aldri.

Eins velti ég fyrir mér stöðu Milner hjá Liverpool, hvar er hann í goggunarröðinni í hverri stöðu fyrir sig.


Þetta eru bakverðir hinna liðanna í Úrvalsdeildinni, skoðaði aðallega toppliðin.

Arsenal
Nacho Monreal – Hann var búinn að spila um 100 leiki fyrir Ossasuna í La Liga þegar hann varð 24 ára. Hann átti eftir eitt tímabil þar og eitt og hálft hjá Malaga áður en hann fór til Arsenal 26 ára.
Kieran Gibbs – Mjög mikið efni en komst ekki í byrjunarlið Arsenal fyrr en á 24. aldursári. Hann var búinn að spila 72 leiki í öllum keppnum, þar af tæplega 2000 mínútur í deildarleikjum þegar hann fór að verða fastamaður hjá Wenger.

Chelsea
César Azpilicueta – Einn besti bakvörður í heimi, kom á 23. aldursári til Chelsea eftir að hafa komið við sögu í 176 leikjum hjá Ossasuna og seinna Marseille, oftast reyndar sem hægri bakvörður. Hann sprakk ekkert út fyrr en hjá Chelea og það gerðist ekki á einni nóttu. Þetta er þeirra Arbeloa.
Baba Rahman – Farinn aftur til Þýskalands á láni Kom 21. árs eftir að hafa spilað eitt tímabil í efstu deild (Augsburg).

Everton
Leighton Baines – Hann var á 24.aldursári þegar hann gekk til liðs við Everton. Hann hafði áður komið við sögu í 162 leikjum með Wigan í þremur efstu deildum Englands. Heimamaður, fæddur í Kirkby en líklega bestu kaup Everton á þessari öld.
Brendan Gallloway og Bryan Oviedo eru hans varamenn hjá Everton. Galloway er gríðarlegt efni, 20 ára og hefur komið við sögu í 37 leikjum á ferlinum, þar af 21 hjá Everton.

Man City
Gaël Clichy – Kom upp hjá Arsenal og varð fastamaður á 22.aldursári þegar Ashley Cole var seldur. Hann kom ekki fullskapaður inn í liðið það tímabil.
Alexander Kolorov – Hann var 22 ára þegar hann fór frá Belgrade til Lazio þar sem hann var í þrjú tímabil. Kom á 26. aldursári til Man City.

Man Utd
Luke Shaw – Mesta efni Englendinga í þessari stöðu síðan Ashley Cole, keyptur sama ár og Moreno á þrefalt hærri upphæð. Hann er bara 21 árs.
Marcos Rojo – Kom á 25. aldursári til United og hefur ekki náð að festa sig í sessi.
Daley Blind – Kom einnig á 25. aldursári til United. Veit ekki hvort hann sé flokkaður sem vinstri bakvörður.

Tottenham
Danny Rose – Var lánsmaður til 23 ára aldurs, síðast hjá Sunderland. Komst í liðið á 24.aldursári og ég man vel eftir pirruðum Tottenham mönnum yfir hans frammistöðu. Allt annað að sjá hann í dag, 25-26 ára.
Ben Davies – Er á 24. aldursári og ekki í liðinu hjá Tottenham, þökk sé Rose.

West Ham
Aaron Cresswell – Hann var á 26.aldursári þegar hann fór til West Ham. Fram að því hafði hann aldrei spilað í Úrvalsdeildinni.

Southamton
Ryan Bertrand – Hann hafði farið samtals níu sinnum á láni frá Chelsea þegar hann loksins var seldur til Southamton 26 ára gamall. Mest var þetta lánsdílar í neðri deildir.
Matt Targett – Bertand er að spila fyrir Southamton þannig að auðvitað er mjög góður ungur leikmaður að pressa á hann, Tragett er 20 ára.

Leicester
Christian Fuchs – Hann var 25 ára þegar hann fór til Schalke, hann fór í mun minna félag þegar hann fór til Leicester 29 ára gamall. Góð skipti hjá honum samt 🙂

Stoke
Eric Pieters – Hann kom 25 ára til Stoke eftir flott fimm ár hjá PSV þar sem hann tók út sín mistök á lægra leveli.

Þetta eru vinstri bakverðir helstu liða á Englandi. Fæstir af þeim voru að gera merkilega hluti (á Englandi) 22-24 ára gamlir. Margir af þessum leikmönnum eru heldur ekkert svo svakalega spennandi, flest allt nokkuð solid leikmenn.

Moreno varð 24 ára núna í júlí og með því að skoða sögu annara leikmanna í sömu stöðu er að mínu mati fáránlegt að afskrifa hans eins hrottalega núna strax eins og ansi margir eru tilbúnir að gera. Moreno er búinn að afreka meira en margir þessara manna voru búnir að gera 24 ára.

Hann komst í B-lið Sevilla í gegnum akademíu félagsins og þaðan í aðalliðið þar sem hann varð strax lykilmaður. Hann spilaði 44 leiki tímabilið sem Sevilla vann Evrópudeildina. Hann hefur komið við sögu í 153 leikjum hjá Sevilla og Liverpool plús 50 leikjum í næst efstu deild Spánar. Hann gerir sín mistök og mörg þeirra slæm en líklega er töluvert meira gert úr því en efni standa til og að mínu mati er þarna efni í miklu betri leikman, sérstaklega með stöðugri samherjum í vörninni.

Moreno hefur verið hjá Liverpool í tvö tímabil núna, fyrra árið kom hann við sögu í 41 leik og á síðasta tímabili koma hann við sögu í 50 leikjum. Hann spilar nánast alltaf allann leikinn. Þetta er ásamt Clyne einn af okkar stöðugustu leikmönnum. Ég er ekki viss um að hann hafi verið að gera það mikið fleiri varnarmistök en aðrir varnarmenn Liverpool og hvað þá markmaður í fyrra. Hann reyndar spilaði helmingi fleiri leiki en flestir sem skekkir dæmið eitthvað. Eins velti ég fyrir mér hvort gríðarlegt leikjaálag hafi eitthvað kostað af einbeitingu?

Clyne og Moreno koma klárlega til með að bæta sig fái þeir miðvarðapar á milli sín sem nær að spila saman meira en 15-20 deildarleiki á tímabili, undanfarin ár hefur nákvæmlega enginn stöðugleiki verið í hjarta varnarinnar hjá okkur. Hvað þá ef þeir fá traustari markmann fyrir aftan sig og þéttari miðju.

Moreno var á síðasta tímabili oft okkar eini leikmaður með alvöru hraða. Hann hefur það b.t.w. einnig fram yfir flesta aðra vinstri bakverði deildarinnar.

Næsta tímabil er mjög mikilvægt fyrir Moreno, hann þarf klárlega að bæta sig frá síðasta tímabili ætli hann sé að eiga framtíð hjá Liverpool. Það segir sig sjálft en sama á við um alla leikmenn liðsins. Hann er núna kominn með þjálfara sem er mikið líklegri til að koma miklu betra skikki á varnarleikinn í heild, eitthvað sem er nauðsynlegt fyrir Moreno og Clyne. Eins er Moreno kominn á aldur þar sem flestir bakverðir fara að taka næsta skref á ferlinum. Sjáum þó að margir af núverandi vinstri bakvörðum deildarinnar komu ekki fyrr en 25-26 ára, flestir úr minna krefjandi deildum.

Þetta eru helstu ástæður þess að ég hef ennþá trú á Moreno og er nokkuð sáttur við hann sem fyrsta kost í þessa stöðu meðan ekkert annað augljóst betra er í boði. Moreno gætur ennþá bætt sig töluvert og yrði ALLS EKKI fyrsti varnarmaðurinn til að gera það 24-26 ára.

Hinsvegar finnst mér nauðsynlegt að hafa a.m.k. tvo leikmenn að berjast um hverja stöðu, meiðslasaga Liverpool og leikstíll Klopp bíður ekki upp á annað og eins og staðan er núna er Moreno eini vinstri bakvörður Liverpool, það er fáránlegt.


Hvar á að koma Milner fyrir?

James Milner var nefndur í vikunni sem mögulegur vinstri bakvörður og hefur verið að byrja leiki í þeirri stöðu undanfarið. Mögulega verður ekki keypt nýjan bakvörð ef Milner er ekki alvarlega meiddur. Gríðarlega óspennandi að mínu mati.

Milner kom “frítt” fyrir síðasta tímabil en gat á móti krafist miklu hærri launa og fékk mjög góðan samning hjá Liverpool. Talað um £120.000 á viku sem er rosalegt fyrir rúmlega þrítugan vara vinstri bakvörð. Einhversstaðar þarf að koma honum fyrir í liðinu og því fór ég til gamans að skoða bestu kosti í hverja stöðu fyrir sig. Þetta er auðvitað ekkert heilagur listi og bara persóonulegt mat. En með komu alvöru kantmanna sé ég ekki mikið pláss fyrir Milner í byrjunarliði Liverpool.
07.08.16 - Moreno og Milner

Bakvarðastöðurnar eru líklega þær einu eftir þar sem Milner gæti spilað sig inn í byrjunarliðið. Gleymum þó ekki að Milner er einn elsti og reyndasti leikmaður félagsins um þessar mundir og góður kostur að eiga í hópnum.

44 Comments

 1. Ég er á því að Moreno og Milner eigi báðir að spila stór hlutverk í vetur. Hins vegar þarf ennþá að kaupa vinstri bakvörð til að veita Moreno almennilega samkeppni – og varðandi Milner hef ég þetta að segja:

  Hópurinn er ennþá alltof stór.

  Mig grunar að Ilori, Wisdom, Lucas, Benteke og Balotelli verði seldir fyrir 1. sept.

  Svo ætti klúbburinn að senda ungu mennina Randall, Stewart, Brannagan, Ojo og Markovic á lán eitthvert þar sem þeir fá dýrmæta reynslu með því að spila mun meira en þeir annars fengju hjá Liverpool í vetur. Koma svo sterkir inn í næsta tímabil hjá okkur þar sem við verðum vonandi í meistaradeildinni og þeir fengju að spila helling – enda þörf á mun fleiri leikmönnum þá en í vetur.

  Með þessu móti ætti að vera pláss fyrir Milner til að spila fjölda leikja í hinum ýmsu stöðum í vetur. Frábær backup-leikmaður í nánast allar stöður!

 2. Ég vona að Hector komi, og balo,benteke,illori og wisdom fari. Rest svo í lán.

 3. Takk fyrir frábæran pistil.
  Verður gaman að sjá ef Moreno gerir mistök á móti Arsenal hversu mörgum þessi pistill hefur snúið ?
  Því ég er allveg sammála því að Moreno ætti að fá smá “clean slate”
  24, kominn með Legend við hliðina á sér Ragnar.
  Ég held með honum

 4. Ég er á Milner vagninum. Liðið okkar er stútfullt af leikmönum sem geta skapað eitthvað en við eigum ekki marga harðhausa sem láta finna fyrir sér og hlaupa úr sér lungun.
  Þarna kemur Milner sterkur inn. Hann er nefnilega duglegur, harður, reynslumikil og getur spilað fullt af stöðum. Hann er líka sagður verið einstaklega sterkur utan vallar sem góð fyrirmyndinn og leiðtogi og okkur vantar fleiri svona leikmenn.

  Milner fær að spila í vetur fullt af leikjum eins og Moreno það er ég viss um en ég er samála Carragher við verðum að kaupa vinstri bakvörð og ég er 100% viss um að Klopp veit það.

 5. Ég myndi hafa Milner sem bakvörð, vil ekki sjá hann inn á miðjunni.

 6. Frábær pistill Einar Matthías. Vinnudagurinn verður ögn bærilegri fyrir vikið

 7. Ég held að það sé alveg klárt að við þurfum að fjárfesta í einum bakverði til, það má heldur ekki gleymast að samkeppni/back up fyrir Clyne hinum megin er heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir. Connor Randall, Milner (sem er greinilega samkeppni/back up allstaðar), Wisdom og Trent Alexander Arnold eru ekki álitleg back up fyrir Clyne farandi inn í tímabilið.

  Ef við skoðum lánssamninga Flanagan og söluna á Smith, þá tvo leikmenn sem voru back up fyrir Moreno og Clyne í fyrra þá finntist mér sérstaklega undarlegt ef við fjárfestum ekki í allavega einum bakverði fyrir lok gluggans.

  Varðandi stöðu Moreno í liðinu þá er ég langt frá því að vera eins neikvæðir og margir hafa verið hér á síðunni síðustu misseri. “Skelfilegur varnarmaður” hefur oftast verið stimpillinn sem hann fær. En það má ekki gleymast að varnarleikur er meira en bara 1 á 1 á kantinum eða að díla við krossa inn í boxið (sem hefur kannski verið hans veikasti eiginleiki).

  Moreno er t.d. alveg frábær transition varnarmaður; fljótur, vinnur vel til baka og oftast nær með vel tímasettar tæklingar er lið sækja hratt á okkur. Hann er einnig mjög vinnusamur í pressunni, oftast nær kominn á réttan stað í aðra pressu þegar liðið vinnur hátt upp i á vellinum – eitthvað sem Klopp öskraði nokkrum sinnum á Milner fyrir að klikka á í leiknum á Wembley á laugardaginn. Það eru því margir eiginleikar í hans varnarleik sem nýtast liðinu vel, sérstaklega þar sem Liverpool mun spila hátt upp á vellinum í meirihluta leikja sinna og því reynir á að hafa menn sem vinna hratt og skilvirkt til baka.

  Það er því kannski aðallega einbeitingarleysi sem hægt er að gagnrýna Moreno fyrir í varnarleiknum, sérstaklega þegar það liggur pressa á okkur og liðinu er þrýst til baka að eigin marki. Það er langur vegur frá því að vera eitthvað sem ekki er hægt að slípa til með réttum þjálfunaraðferðum. Ég hef því trú á Moreno í vinstri bakvarðarstöðunni í vetur en væri til í back up fyrir hann. Hvern? Það þyrfti einhver meiri FIFA sérfræðingur að svara til um, ég þekki því miður bara ekki potentalið á þessum helstu.

 8. Maður er alltaf að vona og vona að Moreno fari að koma til og hann getur ekki fengið betri kennara en Klopp en því miður lítur það þannig út fyrir mér að Moreno sé eins og bekkjartrúðurinn sem situr á aftasta bekk og tekur ekki eftir neinu sem fer fram í kennslunni.

 9. Afhverju þurfum við alltaf að hata einhvern einn úr Liverpool? Átti Moreno ekki flest sköpuð færi af bakvörðum í deildinni? Hann er ennþá kornungur

 10. Takk fyrir frábæran pistil.
  Verður gaman að sjá ef Moreno gerir mistök á móti Arsenal hversu mörgum þessi pistill hefur snúið ?
  Því ég er allveg sammála því að Moreno ætti að fá smá „clean slate“
  24 ára, kominn með Legend við hliðina á sér, Ragnar.
  Ég held með honum

 11. Ég er með miklar áhyggjar af þróun Moreno. Á milli 2015 og 2016 hefur varnargeta versnað. Í heildina hefur hann batnað en það er eingöngu vegna þessa að skotgetan hefur batnað umtalsvert, því miður er það ekki það sem skiptir mestu máli í hanns stöðu.

  Að neðan má sjá samanburð á helstu skills á milli ára :

  FIFA 15 FIFA 16
  Pace 87 87
  Dribbling 80 79
  Shooting 62 67
  Defending 74 72
  Passing 70 70
  Physical 71 70

  Það verður spennandi að sjá þegar FIFA 17 kemur út hvort hann nái að bæta sig. Ef ekki þá myndi ég segja að það þurfi að kaupa backup. Eins og ég hef bennt á áður þá er ég með nokkra spræka í huga sem hafa mikinn potential.

 12. Ég hló af þessu Fifa comparison og væri alveg til í að lesa grein um hvar við stöndum statsa – lega séð í Fifa stöttum gegn öðrum liðum.
  Svo í enda tímabilsins hvort það sé eitthvað hægt að lesa í tölurnar ” Moneyball ” !!!

 13. Smá offtopic

  Verður KOP með fantacy deild í vetur og þá link til að joina hana

 14. Eg hef alltaf verid nokkud hrifin af Moreno, enn ungur og a bara eftir ad verda betri.. Missir stundum einbeitinguna en tad er eitthvad sem verdur buid ad laga fyrir tetta tímabil og ta erum vid med mjog oflugan vinstri bakvord.. lika kostur ad hann meidist aldrei 🙂

 15. Ég er rosalega torn með Moreno. Hann hefur þvílíkan hraða og sprengikraft og kann sannarlega að taka heimsklassa tæklingar. Þá hefur hann tekið nokkur langskot sem minna mann á Riise. Ég er ekki reiðubúinn að gefast upp á honum nema síður sé. Þetta er samt ekta leikmaður sem þú vilt hafa gott cover fyrir, a.m.k. þangað til búið er að koma hausnum í rétt stand. 🙂

 16. #16 þetta vídeo sýnir svo ótrúlegar breytingar á þessu liði og gaman að sjá svona marga leikmenn pressa hátt á vellinum og sækja hratt með fjölda leikmanna.

 17. Athyglisverðar kaup í sumar.
  Liverpool eru -31m pund(s.s kaup vs sölur ) sem er eiginlega klink miða við nýja sjónvarpsamningin.

  Man utd okkar erkifjendur eru núna – 157m punda og inn í því er Zlatan á 0 kr með með rissasamning.
  Arsenal sem margir eru að tala um að eyða ekkert eru samt – 44 m punda.
  Tottenham eru samt sem áður aðeins – 22m punda
  Man City eru – 103 m punda
  Chelsea eru -38m punda.
  West Ham eru – 29m punda

  Hvað segjir þetta okkur?
  Jú það er greinilegt er að Mourinho er kominn en hans einkenni hefur verið að taka við stórliðum eyða fullt af penningum í leikmannakaup, liðið batnar og vinnur titla og hann er talinn vera frábær stjóri(sem hann er en ég er viss um að margir stjórar myndu taka því að fá að eyða 157m pundum í leikmenn hjá stórliði).

  Arsenal hafa alveg verið að eyða en stuðningsmenn liðsins vilja meira því að liðið er í bullandi plús og þeir eru orðnir þreyttir á meðalmennsku.

  Man City hafa átt stórt veski og halda áfram að eyða og eyða í leikmenn.

  Tottenham var með stóran hóp og hafa ekki verið að eyða miklu og fór þessi upphæð í tvo leikmenn.

  Liverpool eru ekki í evrópukeppni og því ekkert að fara að eyða of miklu en ég vona að liðið sé ekki alveg hætt( það hlýtur að vera vinstri bakvörður þarna úti handa okkur).

  Chelsea hafa verið klókir og keypt tvo virkilega sterka leikmenn og eins og við eru ekki í evrópukeppni sem hjálpar þeim.

  Tímabilið fer að hefjast og þótt að maður sé sáttur við leikmannakaup Liverpool í sumar(sérstaklega ef vinstri bakvörður kemur) þá held ég að stuðningsmenn annara liði í kringum okkur séu líka sáttir og vel það(Nema Arsenal sem eru á Wenger out vagningu en samt ekki því að hann reif þetta lið upp en samt er þetta komið gott af bara meistaradeildarsæti en það er kannski bara fínt en samt þarf að vera titlar með en mörg lið eru samt ekki alltaf í meistaradeildarsæti = eru á báðum áttum).
  Svo má ekki gleyma því að penningar í leikmenn eru ekki alltaf ávísun á að þeir verða frábærir fyrir liðinn en margir af þessum leikmönum sem voru keyptir í sumar eru samt klárlega heimsklassa og verður deildinn spennandi í vetur og vona ég að við náum að stimpla okkur inn.

 18. Frábær pistill og sammála í öllu. Það sjá allir að þessi bakvarðaskortur mun koma í bakið á okkur (no pun intented).

  @Sigurður Einar sammála, nema þú getur bætt cirka 47.5m punda við City sem voru að staðfesta kaupa á Stones í dag.. ekki einsog sá klúbbur sé á flæðiskeri staddir með fjölda hafsetna.. Í fyrra bættu þeir Otamendi við á £32m, og sumarið þar áður Mangala á £40m

  Ekki það að ég sé að búast við því að Liverpool sé að fara keppa við City í leikmannakaupum, en miðað styrkingu annara klúbba í kringum okkur óttast ég því miður að við séum að færast fjær toppnum en nær.. en ég ef eitthver getur troðið sokki upp í mig þá má það vera herra Klopp

 19. Minna en vika í fyrsta leik. Er ekkert meira títt ? Hver er ástæða þess að ekki hefur verið fjárfest í LB?

  Þið verðið að afsaka en mér finnst ennþá vanta að hreinsa til og fá inn meiri gæði t.d á miðjuna og bakvörðinn. Hector sá ég orðaðan við okkur en svo ekkert…

  Á meðan sér maður erkifjendurnar Man Udt landa Pogba og sannast sagna er allt marketing í kring um það í allt öðrum klassa heldur en hjá okkur. Ældi pínu uppí mig að horfa á þetta en sjáið allt “hype ið” í kring um klúbbinn þeirra. Það er alveg á hreinu að United eru að stefna að því að komast aftur í flokk með Bayern, Barca og Real Madrid. Á meðan þá erum við hvað? Stefna á topp 4, topp 5 ?

  Ég er að reyna að vera bjartsýnn og jú Barcelona leikurinn um helgina var góður en gleymum því samt ekki að þeir eru komnir mun styttra en við..

  Er spenntur en samt með einhvern hnút í maganum um að þetta fari allt til fjandans. Þá á ég við að við þurfum að fara enn og aftur á horfa á Scum drottna yfir PL á meðan Livepool gerir nkl ekkert í því

 20. Við höfum alltaf not fyrir Milner, lýst ekkert alltof vel á hann í bakvarðarstöðuna samt þar sem hann er ekki endilega með pace-ið sem þarf í það.

  Það má ekki gleyma því að hann var andskoti seigur á seinasta tímabili í stoðsendingum og mörkum.

 21. Ég var alveg sannfærður um það þegar Moyes vann góðgerðarskjöldinn með manure á sínu fyrsta tímabili að það yrði hans eini titill með klúbbnum. Ég er ekki jafn viss en vona að það verði eins hjá Móra en ég efast um að fyrsta tímabilið muni ganga jafn vel og veðbankarnir vænta hjá honum.

  Það er hins vegar frekar til marks um skort á peningum en metnaði þegar við kaupum ekki dýrari leikmenn en raun ber vitni. Vek athygli á því að við höfum aldrei keypt dýrasta mann heims.

 22. Smá breytting á#20

  Man City komnir í 150m punda eyðslu. Voru að kaupa Stones á 47,5 m punda

 23. #22

  Enda ritskoðunarkrafan ekki sett fram í neinni alvöru 🙂

  Nær væri að bera saman allar tölur úr FM, þar er raunveruleikinn. Best væri samt ef hægt væri að patcha bara núverandi leikmenn heimsins inn í CM3.

 24. Það fer örugglega allt á fullt með vinstri bakvörð c.a. 20 min fyrir lokun gluggans. Brennum svo inni á tíma. Ótrúlegt hversu mörg lið bíða með að manna mikilvægar stöður fram á síðustu stundu.

 25. Seljum við Benteke á 30m erum við að koma út á sléttu í þessum glugga sem er magnað dæmi.

 26. Grunar að stjórnin vilji sjá einhvern fara út áður en annar er keyptur. Við erum með tvö mjög dýra leikmenn sem verða amk að fara á lán.

  Ég held að hópurinn sé of stór að mati Klopp. Milner í lc er alls enginn heimsendir.

  Ég er ekki alveg að fatta hvað manure er að gera þessa dagana.

  De Gea – 200k pw
  Rooney – 250k pw
  Schweinsteiger – 200k pw
  Mkhitaryan – 140k pw
  Mata – 140k pw
  Scheiderlin – 100k pw
  Ibrahimovic – 220k pw
  Young – 100k pw
  Pogba – 290k pw

  Um 1600k pw í 9 leikmenn. Markmaður með 200k!!!! Þetta eu töluvert hærri laun en olíu félögin eru að borga og miklu meir en við.

  Henderson – 100k
  Milner – 120k
  Benteke – 140k (hann fer ekkert með þennan launa bagga)
  Firmini – 100k

  Efast um að Winjaldum eða Mané séu með meira en 100k

  Ég er bara orðlaus eftir að hafa skoðað þetta.

 27. Þetta gera litla 17 milljarða á ári í laun fyrir ekki einu sinni fullskipað lið. Meiri geðveikin, svo hreykir Mori sér eins og hani á fjóshaug og segir þetts einungis hægt hjá stærsta liði í heimi, þegar einhver dirfist að setja örlítið spurningar merki við þessa vitleysu.

 28. Ég bara veit ekki hvort ég eigi að vera áhyggjufullur eða ekki, en ég mun alltaf taka á móti nýjum Arbeloa opnum örmum.

  Örfáir dagar í fyrstu EPL upphitun tímabilsins, djöfussis veisla!

 29. @Haddi #32

  Í stuttu, ‘because they can’. Ég er ekki viss um að margir united stuðningsmenn séu eitthvað hrifnir af hversu mikil markaðsmaskína klúbburinn þeirra er orðinn – en þau mala gull. Ég sá eitthverja greiningu þar sem kaupin voru sett í samhengi við veltu og hagnað, og kaupin á Pogba voru á svipuðu róli og fyrir Crystal Palace ef CP myndi kaupa leikmann á 15m (og þeir eru actually að fara taka Benteke af okkur á +30m!). Munurinn á fjárhagsgetu liðanna er bara að vera of mikill.. það er þó eina virðingaverða í sambandi við United að þeir gera þetta á ‘eigin’ fjárhagslegri getu en ekki vegna peninga-innspítingar af olíu-pöbbum.

  Fóru kaupin á Pogba framhjá eitthverju mannsbarni? Markaðsmaskínan hjá þessum klúbb er bara á öðru level’i en hjá öðrum klúbbum í heiminum í dag. Hann mætti í lækniskoðun á Chevrolet bíl (sponsor), í Adidas gallanum (sponsor), og svo var þessi transfer-saga pottþétt að mörgu leyti engineered í kringum sem mestu publicity fyrir Adidas og nýja ‘brandið’ sem united hefur í höndunum: Pogba

  Klúbbar sem eru ekki CL verða að bæta upp fyrir það með því borga hærri laun, sem united virðist fullkomlega vera tilbúið að gera, því miður.

  John Stones var keyptur sama dag fyrir 50m pund (!) og Pogba – eina sem maður sá var smá mynd twitter með lítilfjörlegri mynd af honum að skrifa undir plagg í jogging-gallanum.

 30. Ánægður með eyðsluna hja scums, sérstaklega i ljósi þess að siðblindi Portúgalinn mun aldrei vera lengi þarna.

 31. #35 Góðir punktar hjá þér.

  Sama hvað manni finnst um þetta Pogba fár allt saman, þá lítur út fyrir að man utd hafi einfaldlega gríðarlega fjárhagslegt bolmagn og geti keypt flest það sem stjórinn vill fá. Pogba er gríðarlegt efni og virðist fyrirfram passa afskaplega vel við enska boltann. Þetta verður mjög áhugavert tímabil verð ég að segja.

  Hugsið ykkur hvað verður gaman að vinna þetta lið tvisvar í vetur og lesa vælið í Jose á eftir 🙂

 32. Hehe já José er óþolandi og smellpassar við þetta lið þeirra. Hins vegar á hann það til að vera óþolandi sigursæll líka, sem er hans versti ókostur.

  Sama um það, þá er endurkoma hans og svo innkoma kalla einsog Guardiola, Pogba, Zlatans rosalegur fengur fyrir deildina. Ég vona að þetta floppi allt stórkostlega en það er engin hætta á öðru að þetta verði eitthvers konar flugeldasýning.. vonandi meira einsog flugeldasýningin sem Balotelli hélt inní stofunni sinni um árið.

 33. 1) Byrjum alltaf 11 á móti 11 sama hvað menn kosta eða hafa í laun. Sigurinn snýst um liðsheild sem vissulega er það sem Klopp hefur náð að byggja upp í fyrri liðum og sama gyldir um Gardiola. Liðsheild er nokkuð sem Móri er góður að búa til á skömmum tíma en líka oftar en ekki missir niður á 2-3. ári. Lecester og Ranieri eru besta dæmið um góða liðsheild án skriljóna punda sem sýndu hvað knattspyrnan er flókin en einföld.
  2) Meiðsli spila mikið inn í og Lecester aftur gott dæmi (nánast engin meiðsli) og Arsenal sem hafa verið með leikmenn í meiðsla-áskrift.
  3) Fótbolti spilast á grasi og utandyra …ekki í einhverjum tölvuleikjum og því miður eitthvað sem ég skil ekki.
  4) Liverpool verður klárlega ofar en 4. sætið í vetur, breiddin er betri og gæðin í okkar hóp betri. Með minni meiðslum gætum við blandast í topp 2, bara mín spá byggð á Klopp og liðsheildinni.
  YNWA

 34. Er einhver með code á cop í fantasy manager leiknum, virðist ekki vera inni hjá mér eftir síðasta tímabil.

 35. Morono (vistlaust skrifað vísvitandi) hefur aldrei byggt upp lið, aldrei raunverulega sannað sig, allavega ekki í mörg ár, hann bara fær þá peninga sem hann vill og reynir að smíða eitthvað úr dýrustu bitunum á markaði, þetta hefur hann alltaf gert og oft með fáranlega lélegum árangri miðað við peningana sem hann hefur sóað í sálarlausa málaliða.

 36. Það væri gaman að spá fyrir um deildina hérna áður en fyrsta upphitun kemur.

  Ég býst fastlega við því að ManU vinni þetta í vetur, annað er skandall.

 37. @Manstein #35

  Góði punktar og vissulega rétt að Man Utd er 4. stærsta félagslið í heiminum mælt í tekjum. Það er fyrst og fremst auglýsingatekjum að þakka.

  Síðan 2011 hafa tekjur þeirra vegna sjónvarps og leikja staðið í stað. En Auglýsingatekjur tvöfaldast og eru nú helmingur af öllum tekjum félagsins.

  Heildartekjur félagsins voru 395m punda 14/15 (nýjasti ársreikningur) á meðan LFC var með 297m punda. Það er áhugavert að mismunurinn er fyrst og fremst vegna auglýsinga eða 80m og leikja eða 30m.

  Annað áhugavert er að Man Utd er með um 40m í vaxtakostnað á sínum 800m lánapakka.

  Árið 2015 endaði í mínus 800k eftir óvenju miklar tekjur (25m) á sölu leikmanna sbr. við árin á undan.

  Þannig að þrátt fyrir að Man Utd sé algjör peningamaskína þá eru limit hjá þeim eins og öllum öðrum. Og það að vera ekki í meistaradeildinni í annað skiptið á 3 árum bítur líka í. Kannski eru þessi kaup í ár bara svona “all or nothing” hjá klúbbnum.

  Ég er alls ekki að segja að liðið sé í vandræðum heldur frekar að benda á að þeir, eins og öll önnur stórlið, verða að vera í topp baráttuinni year in year out ef þeir ætla að vera með svona stóran leikmanna og launapakka.

  BTW. þá voru tekjur CP 90m punda sama ár og með auknum tekjum vegna sjóvarpstekna (sem skiptist ótrúlega jafnt í ensku deildinni) held ég að hugsanleg kaup þeirra á Benteke séu hreinlega í sömu hlutföllum og Pogba.

Mainz – Liverpool 4-0

Styttist – opinn þráður