Liverpool 4 Barcelona 0

Án gríns.

Ég er í fríi en sé að enginn hinna strákanna setti inn færslu fyrir leik. Þannig að hér er eins konar færsla um leikinn sem fór eins vel og hægt var að vonast. 4-0 gegn Barcelona þótt það vantaði nokkra sterka leikmenn. Börsungar voru næstum því með fullskipað lið (Neymar fjarri, Iniesta á bekk) en það skipti engu, King Ragnar Klavan stútaði þeim hvort sem þeir heita Suarez eða Messi.

Mörkin skoruðu Sadio Mané í fyrri hálfleik og svo Mascherano (sjálfsm.), Divock Origi og Marko Grujic í þeim seinni. Yfirburðasigur á troðfullum Wembley en þetta var víst næstmesti fjöldi sem hefur mætt á nýja völlinn (!!) síðan hann var tekinn í notkun.

Allt gott bara. Frábær dagur, frábær leikur. Liðið leikur svo gegn Mainz á morgun en þar verður væntanlega hálfgert varalið á ferðinni. Svo er það bara enska Úrvalsdeildin á sunnudag eftir viku.

Maður leiksins: Adam Lallana í fyrri, Kevin Stewart í seinni. Ég hefði líklega giskað á hvorugan þeirra í byrjunarlið gegn Arsenal eftir viku en þeir gerðu sterkt tilkall hér.

YNWA

38 Comments

 1. Sælir félagar

  Glæsileg frammistaða okkar manna sem jörðuðu Barca 4 – 0. Messi og Suarez fengu ekki nema eitt færi í leiknum sem endaði í stönginni. Að öðru leyti má segja að Liverpool hafi dóminerað leikinn og í stöðunni 3 – 0 höfðu þeir lítið fyrir að drepa leikinn svo ekkert gekk hjá snillingum spænska liðsins að brjóta upp þétta og skipulegða vörn Liverpool. Að lokum var 4 – 0 síst of stór sigur.

  Það er nú þannig

  YNWA

 2. Hvað segja menn er mignolet ennþa gagnslaus aumingi sem a að henda ?

 3. Flottur leikur.

  Mane, Milner, Stewart, Mignolet, Loven, Henderson, Lallana sannfærandi.

  Liðið farið að spila Klopp bolta.

  Engin ástæða til að missa sig en þetta var voða ljúft og óhætt að vera hóflega bjarstsýnn fyrir leikinn á móti Arsenal.

  YNWA

 4. Það er frekar skrítið að þetta hafi verið næst mesti fjöldi á nýja Wembley síðan að hann var tekin í notkun miðað við að þar hafa verið haldnir tveir CL úrslitaleikir, margir úrslitaleikir í FA og Carling Cup, umspilsleikir í Championship deildinni, ólympíuleikar og fullt af heimaleikjum enska landsliðsins. Það sem að ríður baggamuninn er örugglega miðaverð sem hefur verið frekar lágt á leikinn í dag miðað við alla þessa leiki sem ég talaði um.

  Flottur leikur hjá okkar mönnum og glæsilegt að taka þetta sjálfstraust og þessa spilamennsku inn í leikinn á móti Arsenal.

  YNWA!

 5. Breiddin í liðinu er orðin fáranleg, pælið í öllum þessum mönnum sem komu inná og Liverpool byrjaði með mjög sterkt byrjunarlið.

 6. Annars mjög góður leikur hja okkar mönnum. Við spiluðum vel og þeir áttu aldrei sens. Mignolet mjög flottur i markinu og vörnin traust. Vonandi að Lovren se ekki meiddur. Einnig held eg að Milner se a undan Moreno i vinstri bakvörðinn.
  Annars flott mörk goð pressa og öruggur sigur, allt eins og það a að vera.
  Vonandi spilar liðið svona gegn Arsenal. Eg tippa a þetta byrjunarlið i þeim leik.
  Mignolet
  Clyne-lovren-Ragnar-Milner
  Can-Wijaldun
  Lallana-Coutinho-Mane
  Origi

  Eg held að fyrirliðið liðsins byrji a bekknum i fyrsta leik.

 7. Getur einhvern sagt mér hvort að Lovren sé eitthvað alvarlega meiddur?

 8. Voðalega eru menn alltaf uppteknir af sömu gæjunum aftur og aftur og minnast engu orði á ungstirninu Grujic sem ég fullyrði að sé mun hæfileikaríkari en Dele Alli og verður gríðarlega mikilvægur hlekkur í liðunu.

 9. Ef Klopp tekst að þétta vörnina í vetur gæti þetta orðið spennandi tímabil. Sóknarlega hef ég ekki áhyggjur af okkar mönnum. Nú hef ég ekki séð nema brot úr æfingaleikjunum undanfarið en miðað við leiklýsingar virðist Ragnar hafa staðið sig ágætlega. Haldið þið að hann muni verða nothæfur í deildinni í vetur?

 10. Getur verið að Klopp hafi kannski bara vitað hvað hann var að gera þegar hann keypti Ragnar Klavan og að margir sófasérfræðingarnir hafi haft rangt fyrir sér?

 11. Þó það sé fullt snemmt að segja til með það þá held ég að Sakho muni ekkert eiga auðvelt að vinna sætið sitt aftur.
  Svo er spurning hvort að Milner muni taka vinstri bakvarðastöðuna.

 12. Ég skildi reyndar aldrei afhverju það var verið að fullyrða að Klavan hafi verið hugsaður sem einhver varaskífa. Hann var ekkert spennandi stórstjörnunafn en Klopp hafði lengi fylgst með honum, meðal annars spilað á móti Dotmund þegar Klopp stjórnaði liðinu og dáðist af því hvað hann varðist vel í þýsku bundesligunni. Þetta var fyrsti leikmaðurinn sem hann vildi fá í glugganum. Það er varla vegna þess að honum var svo fyrirmunað að næla sér í einhverja varaskífu ?

  Mér finnst koma miklu meiri yfirvegun á vörnina með hann og Lovren í hjarta varnarinnar en var í fyrra og ég hef séð í fjöldamörg ár. Vörnin var meira að segja í heilmiklu basli þegar við urðum næstum því Englandsmeistarar um árið og raun stórfurðulegt hvað liðið náði svona góðum árangri miðað við hvað það lak mikið af mörkum á okkur.

  Það getur vel verið að Sakho komist aftur í byrjunarliðið en í sannleika sagt, þá er ég stórlega efins um að hann sé endilega eitthvað betri leikmaður heldur en Klavan. Verðmiðinn segir ekki allt. Nærtækasta dæmið er Leicester

 13. Ég spái því að Mane kaupin eiga eftir að vera bestu kaupin í deildini.

 14. Úr mörgum frábærum ljósum punktum að velja úr þessum leik finnst mér einn standa upp úr;

  Origi. Þessi drengur á að mínu viti að vera okkar aðal framherji í vetur. Markið hans sýndi nákvæmlega af hverju. Hann nefninlega getur skorað mörk þar sem hann leikur á varnarmenn (eins og á móti AC Milan), hann getur skorað skallamörk, en umfram allt er hann baneitraður þegar boltanum er stungið inn á hann. Hann er svo snöggur og líkamlega sterkur að hann brunar framhjá hröðustu varnarmönnum og axlar þá sterkustu frá sér á meðan hann mundar skotfótinn. Ég spái því að hann verði meðal markahæstu manna þessa tímabils einfaldlega vegna þess að hann er, umfram hraða, styrkleika, tækni og snerpu, náttúrulegur slúttari. Ekki ósvipaður Owen á hans gullaldartímabili eða svei mér þá Robbie Guð Fowler.

  Við bara verðum að læra að setja upp lið með hann, Firmino, Mane og Coutinho saman. Ég fæ fiðring í hershöfðingjann bara við tilhugsunina.

 15. Er að mynda ÓB-mótið (áður Olís-mótið) á Selfossi og nota bústað í Grímsnesi sem base camp til að vinna myndir og hvíla lúin bein og langur dagur er nú að kvöldi kominn.

  Va að horfa og mikið voru okkar menn að gera sumt vel. Mané er flottur leikmaður og skallinn hjá Grujic var snilld. Auðvitað segja pre-season leikir oft ekki mikið en mjór er mikils vísir. Rosalega margt jákvætt í dag.

  Ég held að þetta gæti orðið breakout season hjá Origi – það vona ég a.m.k. Hann er korter í monster.

 16. Ég spái því að Grujic séu bestu kaupin í deildinni.

  Eini maðurinn hjá okkar elskulega liði sem ég fæ ekki hnút í magan að sjá liggja í grasinu er Alberto M. Ég vona svo innilega að þessi maður vakni til lífsins við það að fá einhverja samkepni í vinstri bakk og komi inn í liðið og gefi mér ærlega á kjaftinn þó svo að ég sé ekki sjá það gerast því miður, en maður skal aldrei segja aldrei það hefur Lovren svo sannarlega sýnt okkur.

 17. Mér fyndist að það ætti að prufa að nota Alberto M á kantinum og láta einhvern annan um vinstri bakk

 18. Mignolet er góður markmaður sem á eftir að verða betri og betri og hann sýndi það í þessum leik. Væri gaman að sjá hvað mönnum fyndist um fjórða markið sem Barca fékk á sig ef Mignolet hefði fengið það á sig. Hættum að rífa mannin niður og förum að þakka fyrir það sem við höfum. Karius mun veita góða samkeppni og hvor þeirra sem mun standa á milli stanganna að þá tel ég að markmannsstaðan sé vel mönnuð hjá okkur á þessu tímabili.

 19. @21 Þetta er einstaklega sorglegt mál með hann Moreno minn – hann hefur alla líkamlega burði til að verða einn besti bakvörður heims, en vantar hausinn virðist vera. Hann er þó ungur og gæti allt eins troðið einum svitablautum sokk í kjaftinn á stuðningsmönnum. Það þarf þó ennþá dálítið til.

  Með hann Mignolet minn er staðan einfaldlega svoleiðis að ég treysti honum ekki til lengri tíma. Kallaðu það lært hjálparleysi, kallaðu það svartsýni. Ég einfaldlega treysti manninum ekki. Hlakka til að fá Karius aftur. Ég mun hinsvegar halda áfram að styðja Migno eins lengi og hann verður hjá okkur.

 20. Ég skynja einhver þef og það var enginn að reka við hérna… Klopp er svo sannarlega á réttri leið með Liverpool.

 21. Sá ekki leikinn en er mjög sáttur við úrslitin. Það atriði sem mér finnst standa upp úr er að öll mörkin komu eftir að liðið pressaði andstæðinginn ofarlega. Við eigum því ennþá eftir að sjá liðið leysa það að spila á móti andstæðingum sem pakka í vörn. Held að það gæti vel orðið áframhaldandi vandamál í vetur.

 22. Eg þreytist ekkert a að benda a þetta Mignolet er ekkert vandamal. Sast best i þessum leik lovren og Klavan topp miðverðir og nuner eitt þa eru þeir traustir auðvelda simon lifið og hann verður ekki lengi að komast i samt lag þvilikur munur sem þessi varnarlina var i dag þegar við erum lausir við aðal sokudolginn ur linunni sakhu hefur ekkert i þetta lið að gera lelegar staðsetningar tekur illa a moti bolta og bolta tæknin enginn svona i alvoru ef við ætlum að gera atlogu að titli þa gengur ekki að vera med svona truð sem veldur manni hjarta flokkti hvert skipti sem boltin svo mikið sem stefnir i attina að honum. Eg treysti honum ekki neitt su vorn og keeper sem getur haldið hreinu a moti barcelona hlytur að vera i lagi. Það er nytt season og kannski spurning um að hætta gagngryna menn aður en þeir hafa spilað svo mikið sem 5 min.svp akveðnir aðilar þurfa ekki sifellt að vera eta sokk

 23. ÆFINGALEIKUR
  Liverpool 4 – 0 Dortmund

  Auðvitað gleðjumst við yfir því sem er vel gert. Margt jákvætt. En missum okkur ekki 🙂

  En áfram Leicester í dag

 24. Sælir félagar

  Daníel #26 þetta er vandamál sem öll lið eru í vandræðum með. Það eru þá helst lið eins og Barca sem hafa ráðið við þetta enda með einhvert magnaðasta sóknartríó sem um getur í sögu fótboltans. Þegar lið pakka í 11 manna vörn heilan leik þá fá andstæðingar þeirra varla nema 2 til 4 raunveruleg færi í leik. Þetta er því spurning um sóknarnýtingu ekki satt.

  Barca gat ekki leyst þaulskipulagða vörn LFC í stöðunni 3 – 0. Í stöðunni 1 – 0 þá bjó Barca til eitt færi sem Messi setti í stöngina en meira var þetta reitabolta lið ekki að gera og töpuðu að lokum sanngjarnt 4 – 0 þegar LFC drap leikinn síðustu 30 mínúturnar. Það er eitt af því sem ég var ánægðastur með að liðið gæti lokað leiknum algerlega í þeirri stöðu. Það var vandi sem við var að etja á síðustu leiktíð. Fowler láti gott á vita.

  Það er nú þannig

  YNWA

 25. Ég er mjög spenntur fyrir Grujic hann hefur sýnt bæði góðar frammistöður og skorað mikið af mörkum og eins og kom fram hér hjá ummælum Halla að þá gæti hann orðið Dele Alli týpa fyrir Liverpool.

 26. Hef aldrei fílað Moreno og er fyrirmunað að skilja hvers vegna Klopp er ekki löngu búinn að kaupa vinstri bakvörð. Milner er plástur á svöðusár þar.

 27. Væri gaman að hafa tvo Ragnara í vörninni….myndu stoppa allt kvikt og rugla framherja í ríminu…

  ;O)

 28. Frábær sigur gegn frábæru liði. Mané verður einna af okkar bestu leikmönnum í vetur, það er nokkuð ljóst.
  Í raun kom ekkert á óvart að við skyldum sigra þennan leik. Jú, það kom á óvart að hann endaði 4-0, en sigur kom mér ekki á óvart.
  Ef maður skoðar leikina gegn stórliðunum í fyrra þá vorum við með fínan árangur gegn Dortmund, City, Chelsea (að mig minnir) og Arsenal, og svo millistórum liðum eins og FC Pakistan. Það hentar okkur nefnilega frábærlega að vinna boltann framarlega og sækja hratt, sem sýnir sig best í þessum leik þegar aldrei fleiri en tveir útileikmenn Barca eru bakvið boltann þegar hann vinnst og við skorum. Hvað gerum við gegn liðum þar sem við liggjum í sóknu heilu leikina? Ég hef meiri áhyggjur af því.

 29. Áhugavert byrjunarlið á móti Mainz. Manninger, AAT, Wisdom, Matip, Moreno, Can, Henderson, Grujic, Lallana, Woodburn og Origi

Klopp, hvað ertu eiginlega að spá?

Mainz – Liverpool 4-0