Kop.is Podcast #119

Hér er þáttur númer 119 af Podcasti Kop.is!

Stjórnandi: Einar Matthías.
Gestir: SSteinn, Kristján Atli og Maggi.

Í þessum þætti ræddum við æfingaleiki sumarsins, kaupin á Wijnaldum og sumarkaupin í heild sinni, sterka sóknarlínu og veika varnarlínu og ýmislegt fleira. Þá minntumst við í lokin á Nýja Breiðholt, væntanlega skáldsögu Kristjáns Atla.

MP3: Þáttur 119

24 Comments

  1. Ánægður með kaupin í sumar. Klopp lagði mesta áherslu á að laga markaleysið. Wiijnaldum skorar meira af miðjunni heldur en okkar menn og Sadio Mane gerir það líka.

    Varnarmennirnir og markmaðurinn eru engir þungarvigtarmenn sem hafa komið enda eru við ekki Man City eða Chelsea. Það er ákveðið budget og launastrúktur í gangi og menn geta ekki keypt sér nýtt lið bara sí svona.

    Klopp lagaði það sem honum fannst mikilvægast og ég er sammála honum. Sókn er besta vörnin.

  2. Wijnaldum er búinn að vera ósýnilegur á miðri miðjunni að mínu mati. Vona að hann hafi ekki verið keyptur til að spila þar því það er langt frá því að vera hans sterkasta staða.

  3. #3
    Hann er nu bara buinn ad spila einn leik fyrir Liverpool.. spurning um ad gefa honum fleiri tækifæri adur en madur byrjar ad gagnryna manninn.

    Thetta er lika fyrsti æfingaleikurinn hans og lika fyrsti leikurinn fyrir LFC. Spennandi leikmadur og verdur gaman ad sja hann spila!

  4. Þegar Liverpool spilaði við Dortmund í vor þá sá ég hraðaupphlaup á nýju leveli, og ég hugsaði bara “shit!! þetta er hratt”

    Ég ætla að gefa mér það að Klopp eigi hlut að máli þar og hann sé að velja leikmenn sem geta framkvæmt þessa hluti, hraða og tæknilega góða.

  5. Frábært 🙂

    Hér er líka frábær grein sem eg er svo sammála

    http://www.espn.co.uk/football/barclays-premier-league/23/blog/post/2921545/jurgen-klopp-and-liverpool-will-be-held-back-by-missing-out-to-man-united-and-others-for-players

    “Neither Liverpool nor United are qualified for the Champions League. That makes them less attractive to the most in-demand players. Old Trafford’s way of dealing with this problem is simple: United have been prepared to pay a premium to bring in players capable of getting them into top-four contention”

  6. Origi var búinn að vera töluvert meiddur áður en kom að þessum leik. Hann spilaði bara samtals 669 mínútur í deildinni á síðasta tímabili. Ekki alltaf frá vegna meiðsla auðvitað en það var stór partur af ástæðu þess hversu lítið hann kom við sögu.

  7. #4 Hann er reyndar búinn að spila tvo leiki en held þú hafir misskilið það sem ég var að segja. Wijnaldum er mjög góður leikmaður en styrkleikar hans munu ekki nýtast okkur best ef honum verður spilað á miðri miðjunni eins og honum er búinn að vera spilað á móti AC Milan og Roma. Held við verðum of berskjaldaðir varnarlega á miðjunni með Wijnaldum og Can á miðjunni. Sterkasta staða Wijnaldum er annaðhvort framarlega á miðjunni (eins og Firmino, Coutinho, Mané og Lallana) eða vinstra megin í þriggja manna sóknarsinnaðri miðjumanna línu. Honum verður að vera spilað í þessum stöðum til að nýtast okkur best.

  8. #6: Mér finnst þessi grein hálfgerð endaleysa. Manure á pening til þess að henda í rugl og það hafa þau sko gert undanfarið. En alls ekki uppskorið í samræmi við það. Það má ekki gleyma því að stór kaup floppa alveg jafn oft og smærri kaup. Nema þá er gatið í veskinu miklu stærra.

    Að því sögðu held ég að við værum betur sett með að hafa borgað þessar 2m sem upp á vantaði til þess að fá Chilwell og Zielinski frekar en að splæsa í Wijnaldum. Ég sé það þannig að við höfum borgað premíu á hann Wijnaldum frekar en að þræta um hverja milljón líkt og með ungu mennina tvo.

  9. Maggi átti setningu podcastsins.

    “Heill Sturridge á að byrja alla leiki, alltaf”

    Enda klárlega okkar besti leikmaður ef heill.

    Mér finnst Einar Matthías fullfljótur í svartsýninni á Sturridge og aðeins og villtur í hóli á Origi, en ég skil þessi sjónarmið samt vel.

  10. Takk fyrir gott podcast drengir, mjög ljúft að setja punkt fyrir aftan síðasta tímabil og geta byrjað að dreyma um stórkostlegan árangur á því næsta, eins og maður gerir alltaf á þessum tíma 🙂

    Aðeins um liðin sem við verðum að berjast við

    Ég er að verða verulega smeykur við Manutd. Þeir eru að styrkja sig ógurlega með svakalegum nöfnum og alveg sama hvað við reynum að láta okkur fátt um finnast og tala um að stór nöfn geti floppað eins og þau minni….þá eru þeir einfaldlega að kaupa svakalega hæfileika í kippum þetta árið. Með Móra sem stjóra þá hef ég sjaldan séð aðra eins styrkingu í einum glugga og núna hjá þeim. Virðast vera að kaupa sér titilinn, a.m.k. held ég að þeir verði lang líklegastir.

    Chelsea virka miklu sterkari en í fyrra og eru til alls líklegir.

    Alltaf bíðum við eftir því að Arsenal klikki á top fjórum en ég sé það þó ekki gerast ef þeir kaupa t.d. Draxler, Mahrez og einhverja fleiri. Draxler var mjög flottur á EM.

    Tottenham hafa litlu breytt (held ég?) og ættu því að vera enn betur slípaðir og sterkir, sýnist þeir allavega ekki vera veikari en í fyrra

    Leicester eru algjört spurningamerki en býst þó við þeim á bilinu 5 – 10 sæti í ár, sérstaklega ef þeir missa Mahres til Arsenal

    City eru með Guardiola og fulla vasa af peningum, þarf ekki að segja meira

    Allt snýst þetta þó um að gera lið úr einstaklingum. Allir þessir þjálfarar hafa sýnt að þeir kunna og geta það og besta liðsheildin ásamt réttum hæfileikum nær lengst að lokum.
    Ég vona það besta varðandi Liverpool lið Klopp…en óttast það versta varðandi samkeppnisaðilana. Þetta verður strax erfitt ef við byrjum mótið illa en gætum að sama skapi flogið upp í sjálfstrausti ef við byrjum á sannfærandi sigri á Arsenal á útivelli.

    Að lokum varðandi Stöð tvö…þá fannst mér þetta allt of dýrt á ársgrundvelli í fyrra og þeir þulir sem ég heyrði í voru sumir svo vondir að þeir skemmdu gjörsamlega leikina. Því valdi ég að stream-a leikjunum af netinu sem gekk mjög vel.
    Núna sé ekki betur en að verðið hafi hækkað töluvert og leikjum fækkað og því er þetta ekki einu sinni spurning í dag hvora leiðina maður fer í þessu.

  11. Sælir félagar

    Takk fyrir skemmtilegt podcast og fínar umræður. Ég vil svo bara gera orð ísloga #12 að mínum og hefi ekki miklu við þau að bæta. Klopp er vonandi að gera atlögu að vinstri bak svo finnst mér hægri bak líka full þunnskipaður. Það er vesen á miðri vörninni og sér ekki fyrir endann á þeim ósköpum. að öðru leyti er liðið ansi vel skipað og ætti í það minnsta að geta strítt þeim liðum sem Íslogi nefnir hér fyrir ofan. Ég hlakka til vetrarins eins og alltaf og vonandi verðum við enn inni í myndinni um áramót.

    Það er nú þannig

    YNWA

  12. @12 Islogi

    Hvaða aðferð notar þú við að streyma leikjum beint á netinu? Ertu með góða áskrift einhversstaðar? Ég er, eins og þú, ekkert í sjöunda himni með þulina (eða verðið) hjá Stöð 2 og er að spá í að breyta til. Allar góðar hugmyndir vel þegnar, en ég nenni samt ekki einhverju pixli og hökti. Bara fá alvöru gæða útsendingu.

  13. Sælir félagar

    Ég er með áskrift að StreamTVbox.club og kostar það rúmar 2000,- krónur á mánuði (9,99 pund sterling). Ég næ öllum leikjum sem ég hefi áhuga á og meira en það. það er bara að fara inn á slóðina og skoða hvað þeir eru að bjóða. Ég er búinn að vera með þetta í ár og er hæst ánægður. Það eru fleiri svona steam dealarar en ég er sáttur við þennan.

    Það er nú þannig

    YNWA

  14. Jú ég er allt of bráður Siggi (#11) hvað Sturridge varðar, sé það núna.
    Hann hefur verið frá vegna meiðsla í 410 daga síðan hann kom til Liverpool.
    http://www.transfermarkt.com/daniel-sturridge/verletzungen/spieler/47082

    2015/16 spilaði hann 980 mínútur í deildinni sem er rétt rúmlega 10 leikir.
    2014/15 spilaði hann 750 mínútur í deildinni sem eru tæplega 9 leikir.
    2013/13 spilaði hann 2277 mínútur í deildinni sem eru 25,3 leikir. Það er sæmilegt og algjörlega geðveikt í tilviki Sturridge en þarna vantar aðra 13 deildarleiki sem er dýrt að vera án okkar “besta” leikmanns. Fyrir utan að hann var alls ekki okkar aðal lykilmaður það tímabil.
    2012/13 spilaði hann 161 mínútur í deildinni fyrir Chelsea og svo 1093 fyrir Liverpool, eða rétt rúmlega 10 leiki eftir áramót.
    2011/12 spilaði hann 2269 mínútur í deildinni fyrir Chelsea, það var síðasta tímabil sem hann var ekki meiddur stóran part ársins. Fyrir fimm árum.

    Pælingin hjá mér var að ef Liverpool ætlar að byggja upp leik liðsins í kringum einn sóknarmann, rétt eins og Klopp hefur jafnan unnið með þá finnst mér galið að byggja upp í kringum Sturridge, þó hann sé heill akkurat í augnablikinu og ég spái því að Origi slái hann úr liðinu fljótlega. Rétt eins og hann var að gera í nokkrum stórum leikjum síðasta vetur.

    Best er auðvitað ef hægt er að koma þeim báðum fyrir rétt eins og hægt var með Suarez. Held bara að samkeppnin sé miklu meiri núna um stöðurnar fyrir aftan aðal sókmarmanninn.

    Sem dæmi má nefna að Harry Kane spilaði 3370 mínútur í deildinni síðasta tímabil sem eru allir 38 leikir Tottenham, hann var tekinn af velli í nokkrum leikjum. Ofan á það spilaði hann líka í bikarleikjum og Evrópudeildinni.

    Jamie Vardy spilaði 3140 mínútur í deildinni síðasta vetur sem eru um 35 leikir. Gott ef hann fékk ekki þriggja leikja bann einu sinni á tímabilinu.

    M..ö.o. við verðum að hafa leikmann skorandi frammi sem spilar meira en 30 leiki á tímabili, það mun aldrei verða Sturridge, því set ég aurinn frekar á Origi.

  15. @Sigkarl

    Eru virkilega allir þessir leikir í boði sem eru í töflum dagsins? Hvernig fara þeir að þessu? Ársáskrift er 78 pund (ca 12.400), það er minna en einn mánuður með sportstöðvar Stöðvar 2…

    ps. Er hægt að sjá snókerinn þarna líka?

    #spenningur

  16. Ég er líka að notast við StreamTVbox. Var að endurnýja áskrift og í ljösi þess hvað pundið er hagstætt tók ég ársáskrift hjá þeim á 66 pund sem samsvarar rúmum 10þ kalli. Hvað kostar aftur mánuðurinn hjá 365 ?

    Ég prófaði þessa gaura síðasta tímabil og í heildina var það mjög flott. Tók fyrst 1 mánuð og svo 3 mánuði. Þeir fóru í gegnum endurbætur á ákveðnum tímapunkti og eftir það batnaði þjónustan til muna og hefur verið frábær eftir það.

    En þarna er í stuttu máli hægt að ná nánast öllu sporti sem boðið er upp á. Beinar útsendingar og að auki er hægt að fara í sports on demand hlutann og spila þar viðburði sem eru búnir. Það er mjög gagnlegt þegar leikir eða viðburðir eru á næturna (ufc, nba, lfc preseason). Þá sest maður bara með kaffibollann sinn og spilar viðburðinn og getur verið jafn spenntur og í beinni útsendingu, ef maður veit ekki úrslitin þ.e.a.s. Það er hægt að velja um háskerpu eða ekki, fer eftir því hvað nettengingin manns er að höndla. Ég er með super wi fi sem étur HD útsendingar og yfirleitt er ekkert hökt.

    Það er hægt að rúlla þessu í tölvunni sinni en þar sem þeir eru líka með add on fyrir KODI, þá er hægt að keyra þetta mjög auðveldlega beint í TV. Ég er að notast við Amazon Fire Tv og eftir að hafa sideloadað KODI þar inn, þá steinliggur þetta alveg. Í raun er hægt vera bara með KODI og finna flest sport frítt, en hitt er bara miklu þægilegra og lítill peningur finnst mér.

    Ég væri alveg til í að kaupa áskrift hjá íslenskum aðila, versla heima og svona, en ég hef einfaldlega ekki efni á að kaupa á þeim kjörum sem verið er að bjóða. Ég horfi mikið á fótbolta, á flesta ufc viðburði og eins mikið golf og ég kemst yfir. Til að ná þessu hjá 365 sýnist mér að best díllinn væri Sportpakkinn á 14.990 og svo Golfrásin á 6.990 (ef ég sleppi internet áskriftardæminu hjá þeim). Það gera tæpar 22.000 isk á mánuði og þá um 264þ kall á ári. Já nei takk ómögulega.

    KODI er málið drengir og stúlkur og ég mæli með StreamTvbox.

  17. Til Einars #16

    Að liðið sé byggt upp á einum leikmanni finnst mér mikil einföldun, málið er bara það að þegar að Sturridge er fully fit, sem hann er núna. Er hann einfaldlega langt á undan Divock Origi í gæðum. (fyrir utan frekar grunsamlega meiðslasögu hins unga Origi)

    Þannig að það að hafa hann á bekknum ef hann er heill er einfaldlega fáránlegt, þar sem hann er okkar langhættulegasti og besti framherji.

    Ég vil framherja sem skorar 20+ mörk á tímabili. Sturridge er eins og staðan er í dag lang líklegastur til þess.

    En ég meina, kannski verður Origi alger world beater í vetur.

    Þú getur alveg vitnað í tölfræði, ég er ekki að segja að Sturridge muni byrja alla leiki, heldur ætti hann að byrja þá alla sé hann heill og ég held að Klopp sjái það alveg. Það er ekkert sérstaklega erfitt að sjá hvor er betri leikmaður þegar að báðir spila.

  18. Varðandi Sturridge og byrjunarliðssæti þá er ég á þeirri skoðun að við eigum að nota hann í öllum leikjum okkar ef hægt er en ég er ekki á því að hann þurfi endilega að byrja þá alla.

    Ef hann spilaði flest alla leiki gegn minni liðum heima og úti (jafnvel stóru heimaleikina) en hefði ekkert á móti því að fá hann ferskann af bekknum í erfiðari útileikjunum.

    Ef hann spilar 38x 75-90 mínútur (sem er btw örugglega ómögulegt fyrir hann) þá aukum við svo mikið líkurnar á óþarfa meiðslum. Ég vil frekar hafa hann ‘sparlega’ í öllum leikjum vetrarins en að hann fari all in í kannski 15-20, fyrst við eigum nú breidd frammi loksins.

  19. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa þjónustu á netinu þá veit ég um þessar þrjár sem þarf að borga fyrir:
    * https://livego.tv/
    * https://streamtvbox.club/site/
    * http://offsidestreams.com/site/

    Ég var sjálfur áskrifandi að Offsidestreams að hluta í fyrravetur. Gekk vel framan af en svo færðu þeir greiðsluinnheimtuna til kína og þá fékk ég sjokk þegar ég sá að kortið mitt var skuldfært þaðan og lét loka því snarlega. Vissi ekki af þessu og þeir misstu greinilega marga viðskiptavini við þennan gjörning þar sem þeir færðu sig aftur til UK snarlega og bættu þjónustuna á síðunni á seinni hluta vetrar. En þetta var verulega þægilegt að geta valið úr stöðvum sem sýndu sama leikinn og þar með valið sér lýsendur. Gæðin voru yfirleitt frábær en einstaka sinnum valdi ég að horfa ekki í HD gæðum ef HD útsendingar hökktu eitthvað.
    Einnig gat ég bara horft á einn leik í einu, síðan leyfði bara einn straum frá hverjum notanda. Mér fannst það mikill galli þar sem ég hafði oft tvo leiki í gangi í einu í tölvunni sem mér fannst fínt. Sigkarl og þið sem eruð að kaupa aðgang að þessum síðum, er það eins allstaðar?

    Þegar ég er ekki að kaupa aðgang að svona síðu þá hef ég yfirleitt alltaf náð fínum gæðum á þessari síðu:
    * http://www.livefootballol.me/streaming/english-premier-league/
    þarna eru allar keppnir, bikar, evrópa og allar deildir og nærri því alltaf hægt að treysta á að finna góða linka.

    * http://myp2p.pw/soccer
    Þessi er ný held ég og ég hef ekki reynslu af henni en hún lúkkar eins og ein gömul sem lengi vel var hægt að treysta á

    * http://blabseal.com/frodo/
    Svo er auðvitað þessi klassíska og fína síða, blabseal. Ekki hægt að velja um leiki eða efni en yfirleitt “aðalleikurinn” sýndur þarna. Krafa um lykilorð kemur stundum þegar mikil aðsókn er en það er “pls”

    Ef fleiri luma á upplýsingum um síður sem sýna boltann fyrir gjald eða ekki þá mætti gjarnan setja inn comment hér 🙂

    Gjaldið hjá Stöð tvö fer einfaldlega 10x yfir mörkin hjá mér og þetta módel gengur hreinlega ekki upp hjá þeim þegar svona auðvelt er að nálgast þetta efni eftir öðrum leiðum. Geri mér grein fyrir að þetta er ekki bara bundið við ísland, þetta efni er dýrt allstaðar (en langdýrast á Íslandi) og sérstaklega eftir nýjustu sjónvarpssamninga.

    En ég er þess fullviss að ef þeir lækkuðu verðið nægilega mikið niður þá fengju þeir það til baka með margfalt fleiri áskrifendum og enduðu á að þéna meira fyrir heildarpakkann.

    Til gamans, hvað væruð þið tilbúnir að borga hátt verð per mánuð fyrir allan enska boltann
    A – max 2000
    B – max 4000
    C – max 6000
    D – max 8000
    E – max 10000
    Fer ekki hærra enda yrði maður að vera illa klikkaður til að borga meira en það á mánuði eða alveg sama um peninga og kostnað

    Ég er í C

  20. ATH ég sagði að stöð tvö færi 10x yfir mín mörk í verðlagningu og sagðist svo seinna vera tilbúinn til að borga allt að 6000 fyrir áskrif per mánuð 🙂

    það sem ég átti við þar er að ég væri til í að borga allt að 6000 á mánuði til löglegs aðila á Íslandi ef ég fengi allt það sama efni og ég fæ í í dag “ólöglega” en það er einfaldlega allur fótbolti og aðrar íþróttir sem eru sýndar nánast í heiminum í dag. Og reyndar flestar aðrar mainstream stöðvar með afþreyingu, heimildaefni og nánast hvað sem er. Það verður þó kannski seint hægt að fá svona pakka allan löglegan fyrir 5-6 þúsund kall á mánuði en ef þessir aðilar vilja ekki minn pening þá næ ég bara í það efni sem ég vil samt…svo ég vinn og þeir tapa sem vilja enn halda sig við úrelt sjónvarpsmódel

  21. Ég skil ekki hversvegna félögin eða útsendingarrétthafar bjóða ekki aðdáendum að vera bara áskrifendur að “sínu liði”. Svoleiðis viðskiptamódel myndi smellpassa fyrir marga. On demand Liverpool?

  22. Einu sinni var ekki hægt að hlusta á tónlist sem manni hugnaðist öðru vísi en að fara í plötubúð og kaupa sér plötuna. Svo breyttist það.
    Einu sinn var ekki hægt að lesa bók sem manni hugnaðist öðru vísi en að fara í bókabúð (eða safn) og kaupa bókina. Svo breyttist það.
    Einu sinn var ekki hægt að horfa á bíómynd sem manni langaði að sjá öðru vísi en að fara í kvikmyndahús og horfa á hana þar. Svo breyttist það.
    Einu sinn var bara hægt að fylgjast með sjónvarpsþáttum sem manni þótti skemmtilegur með því að kaupa sér áskrift að stöð 2. Svo breyttist það.

    Einu sinni var bara hægt að fylgjas með beinum íþróttaútsendingum með því að kaupa sér áskrift að stöð 2 sport.
    Nú hefur það líka breyst 🙂

Liverpool 1 – Roma 2

Klopp, hvað ertu eiginlega að spá?