Liverpool 2 AC Milan 0

Liverpool spilar næsta leik í Kaliforníutúrnum kl. 2 að íslenskum tíma í nótt. Mótherjarnir að þessu sinni eru hinir föllnu risar Evrópu, AC Milan. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport og einhverjum fleiri stöðum, þó sýnist mér að LFC Go sé ekki með hann vegna leyfismála í BNA.

Byrjunarlið kvöldsins:

Mignolet

Alexander-Arnold – Lovren – Klavan – Milner

Lallana – Henderson – Wijnaldum

Mané – Sturridge – Coutinho

Bekkur: Manninger, George, Clyne, Moreno, Wisdom, Stewart, Brannagan, Randall, Ojo, Firmino, Origi, Ings, Markovic.

Það er rúmlega annað lið á bekknum þannig að ég myndi búast við einhverjum slatta af breytingum þegar líður á seinni hálfleikinn.

Við uppfærum þessa færslu að leik loknum.


Uppfært: Lokatölur urðu 2-0. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik. Fyrst skoraði Divock Origi með góðu skoti úr teignum og svo bætti Roberto Firmino öðru við eftir hraða sókn upp hægri kant og fyrirgjöf fyrir.

Besti maður fyrri hálfleiks var Sadio Mané fannst mér, sá sem opnaði vörn Milan helst í tíðindalitlum hálfleik. Klopp gerði svo 6 breytingar í hléi og skipti restinni af liðinu út um miðjan seinni hálfleik og það var öllu beittari sóknarleikur á boðstólum eftir hlé. Bæði Firmino og Origi léku mjög vel sem og Sheyi Ojo fannst mér en hann kom inn um miðjan hálfleik.

Fínn sigur. Nú eru það Rómverjar á aðfaranótt þriðjudags.

YNWA

24 Comments

 1. Það er hægt að horfa á hann á LFCTV. Maður þarf bara að breyta staðsetningunni hjá sér í UK með VPN add-on fyrir vafra.

 2. done með dotvpn extension, er núna staðsettur í UK netlega séð…kannast einhver við það….er þetta safe?

 3. Vel gert hja Origi liverpool miklu betri i þessum leik hingað til

 4. 2-0 miklu betri Ojo litur betur ut með hverjum leiknum, frabær leikmaður. Vel klárað hja Firmino en mikið svakalega er þetta óspennandi AC Milan lið

 5. Ákvað að horfa á þennan leik þar sem ég er á næturvakt. Í tíðindalitlum fyrri hálfleik fannst mér Mane standa upp úr, ótrúlegur hraði og góður á boltann. Í seinni hálfleik fannst mér Origi bera af.

  Ég veit að margir munu vera ósammála mér, en mér finnst að Origi ætti að vera okkar aðal striker í vetur. Fyrir það fyrsta er ekki hægt að treysta á Sturridge og í öðru lagi er Origi náttúrulegur markaskorari með tækni, hraða, styrk og kraft. Ég myndi persónulega hringja mig inn veikan í vinnuna væri ég hafsent og ætti leik gegn Origi. Fáránlega erfitt að eiga við hann eftir að hann skellti sér í gymmið!

 6. Liðið var með miklu fleirri færi og 62 % með boltann. Það segir það sem segja þarf um hvort liðið var betra á vellium. Fannst skemmtilegt að sjá okkar menn spila og tók eftir mörgu jákvæðu. T.d kom Markovic ágætlega út á köflum, Onjo þegar hann kom inn á og síðast en ekki síðst er nokkuð augljóst að Klavan er að fara að spila stórt hlutverk í vörninni og jafnvel að taka byrjunarliðssætið af Sakho. Hann er allt öðruvísi leikmaður en Sakho sem færir meiri ró á vörnina og liðið færi meiri holningu í kjölfarið.

 7. Sko munurinn a þessum leik og Chelsea leiknum var mikill. Liverpool virðist a réttri leið og held að við getum hlakkað til tímabilsins. Mane oheppinn að skora ekki og vantaði aðeins upp a þetta i fyrri halfleik. Ojo og Origi mjög goðir i seinni halfleik. Mikill gæða munur a Liverpool og Milan i þessum leik.

 8. Smári haha frábært koment.og mikið er ég sammála þér Origi er ungur og hungraður leikmaður sem vonandi fær sjens í vetur fram yfir svokölluð stærri nöfn,

 9. Hræðilegt að hafa Mignolet þarna í markinu, alveg hræðilegt alveg!

 10. Takk fyrir allt á síðunni, þó neikvæðnin geti verið fullmikill á köflum þá er meðvirknin það líka góðar umræður bæði byggðar á rökum eða tilfinningum eru frábærar. Þarf að far aí smáverkefni núna en ætla mér gæðastund við að horfa á leikinn seinn í dag og nýta mér þá linka sem hafa verið settir inn einsog oft áður , þakka fyrir alla linka þeir bjarga okkur oft sem höfum ekki þessi þekkingu eða nennu til að leita eftir þessu en svona í lokin vegna spurninga sem ég sá fyrir leikinn, hvernig tók þriðji búningurinn sig út á leikmönnunn okkar.
  Takk fyrir allt.

 11. Mín sent í umræðuna.

  Maður sér alltaf betur og betur uppleggið hjá Klopp sem verður hápressa. Þvílík hápressa. Bakverðir hátt, bara hafsentar og einn miðjumaður sem eiga að stoppa löngu boltana. Um leið og við missum boltann förum við í að pressa. Mér fannst flestir leikmennirnir ráða vel við hana, helst að hinn ungi Arnold væri í vanda og svo var Lallana stundum of ákafur.

  Ragnar Klavan lítur út eins og hann sé sniðinn í það verkefni sem honum er ætlað, það að vera varnarmaðurinn sem spilar út úr vörninni, mikið sem það væri nú gaman ef héldist í alvöru leikjum.

  Sadio Mane hefur gríðarlega yfirferð, ég vill þó hafa hann meira sem púra sóknarmann í færunum okkar.

  Við erum sennilega ekki að fara að spila með hreinan “djúpan” miðjumann. Í gær var uppleggið alltaf 4-2-3-1 þar sem tveir DM skiptu á milli sín leikstöðum. Með Hendo, Can, Wijnaldum, Brannagan og mögulega Milner sem option þar verður held ég ekki keyptur varnarsinnaður miðjumaður.

  Vinstri bakvarðarstaðan á eftir að bæta við sig leikmanni fyrst Flanno er að fara, það að Milner hóf þar leik í gær segir okkur það.

  Origi og Sturridge eru frábærir kostir frammi, Studge mjög líflegur og innkoma Origi mögnuð. Blússandi sjálfstraust hjá báðum, svei mér ef ekki mætti bara prófa 4-4-2 í einhverjum leikjum með þennan hraða og áræðni. Vel settir þar. Benteke og Balo pottþétt á útleið og ég velti fyrir mér stöðu Ings í hópnum, en þar munu væntanleg meiðsli Sturridge væntanlega spila inní.

  Trílógían aftan við senterinn sýndi marga leikmenn. Mér fannst Mane flottur og miðað við innkomur Firmino og Ojo í seinni hálfleik þá erum við ágætlega settir með mannskap ef Coutinho fer ekki að kveikja á sér. Mér finnst hann enn mesta áhyggjuefnið á undirbúningstímabilinu en vona innilega að það hrökkvi í gír. Velti fyrir mér hvort þessi mikli ákafi og hraði okkar á illa við hann. Ojo var klárlega að minna á sig í gær, nú á móti góðu liði. Hann er gríðarlega áræðinn og fer beint á varnarmenn hægri og vinstri, sparkar með báðum og hikar ekki við að negla á markið. Markovic átti líka fína innkomu. Sennilega er því kaupum okkar fram á við lokið.

  Auk þess að við eigum eftir að selja B-in tvö sem áður eru nefnd hef ég trú á að við kveðjum Wisdom sem ekki leit vel út í nótt, einn fárra, og ég reyndar gáði ekki að meiðslum hjá Lucas en ef hann er ekki meiddur þá er ljóst að hans tími á Anfield er að renna sitt skeið.

  Það er auðvitað ekki að marka alltaf undirbúningsleiki en þessi í nótt var ánægjuleg upplifun og leyfir manni bjartsýni. Milan fengu varla nokkuð sóknarfæri og við vorum örugglega með boltann 60%. Klopp var alveg grjótharður við leikmenn og hentist upp reglulega til að reka menn í pressuna og lætin.

  Hans mantra er að skila sér og ég hlakka til að sjá framhald á því!

 12. Gaman að sjá ákafann og áræðnina í nótt og menn að leggja á sig fyrir hvorn annan út um allan völl.Bara fá vinstri bakvörð og þá lítur þetta vel út.

 13. Sælir félagar

  Út úr þræði, nú er verið að orða Lacasette við LFC. Vita menn eitthvað meira um það?

  Það er nú þannig

  YNWA

 14. Flott pæling Maggi, en þú gleymdir Grujic í upptalningu þinni á miðjumönnum, held að hann fái stærra hlutverk í liðinu en margir halda.

 15. Smá off topic en ég bara verð að fá útrás fyrir ást mína á Klopp !

  Þetta sagði hann um Sakho málið og mér finnst það golden 😉

  “I spoke. You cannot argue when only one person is speaking. That’s all.”

 16. Við vorum að spila 4-3-3 í nótt eins og undanfarið með Henderson aftastan á miðjunni og Winjaldum og Lallana þar fyrir framan. Can mun líklega koma inn fyrir Lallana og spila aftastur og Henderson færist við það framar. Firmino kom inn í síðari hálfleik fyrir Coutinho og spilaði vinstra megin en ég get mér þess til að Coutinho muni eiga það pláss. Mané spilar svo hægra megin og því spyr ég hvar menn sjá Firmino fitta inn að því gefnu að Klopp haldi áfram að spila 4-3-3? Mér hefur alltaf þótt hann bestur fyrir aftan sóknarmanninn en í 4-3-3 er engin þannig staða. Hann gæti auðvitað verið fremstur en mig grunar nú að Origi og Sturridge muni eigna sér þá stöðu. Erum við að tala um 29m punda rotation leikmann?

 17. Já gæti trúað því að Firmino verði rotation leikmaður út af þessari taktík sem við erum að spila. Persónulega fagna ég því að við séu hugsanlega loksins kominn með dýran mann á bekkinn öll önnur stórlið eru með dýra menn á bekknum.

 18. Bara flott að Coutinho fái almennilega samkeppni um sína stöðu.
  Wijnaldum spilar líka þessa stöðu þannig að samkeppnin fremst á vellinum er gríðarlega góð og mér sýnist engin eiga stöðu nema bakverðirnir.

 19. Ég veit ekki með ykkur en ég er dálítið að fíla þriðja búninginn. Hann er skemmtilega kreisí. Spurning um að skella sér á einn með Origi aftaná. Verst að hann er ekki kominn með nógu gott númer ennþá.

Opinn þráður – Karius meiddur

Opinn þráður – Spennandi sóknarlína, vesen í vörninni.