Liverpool – Chelsea / Sakho alltaf of seinn

Fyrsti leikur Klavan


Eins og við var búist verður Liverpool ekki með fullmannað lið í nótt, Wijnaldum er t.a.m. ekki í hóp.

Hann fór ekki með liðinu til LA þar sem hann varð eftir þar sem liðið er með æfingaasðtöðu sína í Stanford háskóla. Wijnaldum er þar ásamt Daniel Sturridge sem kom bara á til æfinga á föstudaginn eftir extra langt frí í kjölfar EM, pre-season í gangi hjá honum núna. Nathaniel Clyne varð einnig eftir en hann var stífur aftan í læri, hamstring veislan byrjar snemma. Christian Benteke og Divock Origi urðu einnig eftir eftir enda bara nýkomnir til æfinga. Matip er áfram meiddur og Sakho var sendur heim eins og áður segir. Það er svo búið að ganga frá sölum á Joe Allen og Brad Smith í þessari viku.

Þannig að líklega sjáum við sama lið spila mun meira en í fyrstu æfingaleikjum tímabilsins þegar skipt var nánast öllum út í hálfleik. Milner kemur líklega í liðið fyrir Clyne og eins eru Lallana og Henderson í hóp og koma eitthvað við sögu.


Það er Liverpool leikur í nótt, 3:30 að mig minnir, sjáum til hvað við fylgjumst með því.

Annars var Klopp að útskýra afhverju Mamadou Sakho var sendur heim.