Ragnar Klavan til Liverpool (staðfest)!

Liverpool hefur keypt … varnarmann! Sá heitir Ragnar Klavan og er þrítugur fyrirliði eistneska landsliðsins. Hann kemur frá Augsburg, en hann mætti Liverpool einmitt með þýska liðinu í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Klavan er örfættur og spilar í miðri vörn en getur líka spilað vinstri bakvörð.

Eins og sést á myndinni verður Klavan í treyju nr. 17 í vetur. Við bjóðum hann velkominn til Liverpool!

Slúðrið segir að Klopp sé á höttunum á eftir einum varnarmanni í viðbót, helst miðverði. Ég veit ekki hvað er til í því, ef Klavan er miðvörður þá fer hann í hópinn ásamt Lovren, Sakho, Matip og Joe Gomez og erfitt að sjá að við þurfum fleiri þar á bæ fyrir takmarkaða leiki á komandi leiktíð. En ef Klavan er fyrst og fremst hugsaður sem kóver fyrir miðvörð og bakvörð þá finnst mér það áhugaverðari fréttir. Það gæti þýtt að Alberto Moreno verði nr. 1 í vinstri bakverðinum í vetur eftir allt saman og að hann sé svo studdur í stöðunni af Klavan og Ben Smith (eða Ben Chilwell, sem er 19 ára).

Veit ekki hvað mér finnst um það, ekki nema Klavan sé óvænt hörkugóður bakvörður.

Allavega, við dæmum kauða þegar við sjáum hvar Klopp spilar honum og hvernig hann stendur sig.

Að lokum sendum við hlýjar hugsanir til Ragga Sig í dag. Vonandi keypti Klopp ekki rangan Ragnar í sumar …

18 Comments

 1. Klavan er fyrst og fremst squad player. Sakho, Gomez & Ilori eru allir frá í byrjun tímabils og þess vegna er þörf á fleiri miðvörðum í hópinn. Einhverjir gætu hugsað til Wisdom en hann hefur lítið gert til þess að sannfæra okkur um hæfileika sína sem miðvörður síðustu ár.

  Fyrir þennan pening, 4.2m punda þá er þetta fínn díll.

 2. Persónulega er ég ekkert voðalega spenntur fyrir þessum leikmanni svona við fyrstu sýn en þegar allt er á botninn er hvolft snýst þetta um gæði en ekki stjörnuleikmenn og ef þessi maður hefur eitthvað sem þarf til að binda vörnina betur saman, þá eru þau hverra punda virði og gott betur en það.

  Þessi kaup eru prófsteinn á þekkingu Klopps á þýska markaðnum og ef kemur á daginn að gaurinn er með alla burði til að veita Lovren, Matip og Sakho samkeppni um byrjunarliðssæti en er ekki sá sem á að taka varamannabekkjasætið af Toure, þá lít ég þetta að sjálfsögðu allt öðrum augum.

 3. Þetta heillar mig nákvæmlega núll. Ef þetta er tímabundin lausn á vinstri bakvarða hallæri okkar þá botna ég ekkert í þessu.
  En oh well ætli maður verði ekki að hoppa á bjartsýnisvagninn og vona það besta eins og venjulega 🙂

 4. Er þetta ekki bara eins og Kirgiakos og Toure? Ekkert til þess að vera spenntur fyrir en það sem þarf til þess að halda vörninni gangandi allt tímabilið.

 5. Hvaða helvítis meðalmennskukaup eru þetta. Þoli ekki þegar metnaðurinn er ekki meiri en þetta. Það er búið að reyna þetta aðferðarfræði margoft. Þessi er 30 ára og hefur verið nokkuð seigur hja þýska liðinu. En að þurfa alltaf að kaupa miðlungsleikmenn hjá miðlungsliðum þýðir það að við verður aldrei meira en miðlungslið eins og hefur sýnt sig. Kannski á hann eftir að eiga einhverja góða leiki en þetta eru ekki leikmennirnir sem við þurfum til að komast í topp 4.

 6. Klavan spilaði síðast í vinstri bak í sept 2012, þannig að hann er ólíklega keyptur í þá stöðu. Ætli hann sé ekki hugsaður sem arftaki skrtel/kolo á bekknum.
  Besta við Ragnar er samt að hann er fæddur í bænum Viljandi.

 7. Lovren 27
  Sakho 26
  Matip 24
  Gomez 19

  Þetta eru kaup upp á reynslu og sökum þess að Sakho og Gomez eru meiddir. Ég hugsa að Klopp hafi ekkert viljað kaupa miðvörð en fyrst við munum byrja mótið með aðeins 2 heila, þá er eiginlega ekkert annað í stöðunni. Ef annar myndi meiðast væri allt fucked. Ætti þá að eyða tugum milljóna í eitthvað nafn eða fá einhvern svona leikmann? Ég kýs alltaf það síðara og að peningunum sé eytt í aðrar stöður.

  Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því að þetta séu vinstri bakvarðar kaupin. Spurning hvort Gomez fari þá ekki bara á láni þegar hann jafnar sig enda Liverpool ekki lið fyrir 19 ára leikmann að koma sér í gang eftir svo langa fjarveru.

  Sumarið dæmist ekki af þessum kaupum heldur næstu 2 (miðjumaður og vinstri bakvörður). Ragnar kemur til með að verða 4. miðvörður hjá liði sem spilar ekki í Evrópu. Hvaða lið utan Evrópu þarf virkilega góða menn í þá stöðu?

  Vanalega finnst mér FSG kaupstefnan einstaklega óspennandi en ég sé nú ekki ástæðu til að æsa mig yfir kaupum á manni sem kemst líklega ekki á bekkinn þegar allir eru heilir.

  Nú megum við endilega fara að kaupa vinstri bakvörð. Það er orðið langsamlega veikasti hlekkur byrjunarliðsins okkar.

 8. Bara opna helvítis veskið og kaupa Jonas Hector og ekkert bull, þá er vörnin orðin solid með þeim
  Jonas-Sakho-Lovren-Clyne
  Svo má skoða Kovacic hjá real og Wijaldum og þá verðum við klárir í tímabilið.

 9. Smá þráðrán: Vitið þið hvort leikurinn á eftir verði sýndur á einhverjum af þessum íslensku íþróttastöðvum?

 10. Það er augljóst að klopp er að kaupa hérna leikmann sem hann er virkilega hrifinn af.


  “At the end of last season I knew that if we decided to take somebody in this position he was the one I wanted. Now I’m really happy with the options we have got at centre back.

  “I’ve seen up close for three seasons how good his performances in Germany have been and last season we got chance to see him against us – and a lot in preparation – for our games against Augsburg.

  “The last time he played against us at Dortmund they had 10 men and he defended really well to help them get a clean sheet and a win.

  “He will bring us really good qualities with his defensive intelligence and ability on the ball and he is a left-footed player so will give us extra balance.

  “I know that he is not only a very good player but the type of mentality and person who is coming here to fight and to win.

  “He has had chances to move to some very big clubs but showed loyalty to Augsburg and now we’ve beaten some big teams for him to come here. I think he has made a great decision!”

  Ég held að þetta er ekki einhver bekkjasetumaður heldur leikmaður sem hann hefur haft auga á í langan tíma og þótt hann virkilega góður. En var það ekki það sem við vildum ? Kaupa leikmenn í stöður áður en þeir yrðu stórstjörnur í stað þesss að kaupa þá alltaf á uppsprengdu verði frá Southamton.

 11. #9 Góður!
  Það sem er ennþá betra er að hann var getinn í bænum Rifnismokkur!

 12. Fólk að segja að það sé ekki spennt yfir þessum kaupum og þetta sé meðalmennska… Er einhver almennt spenntur yfir 4-5 manni til að cover’a varnarmenn. Þetta eru fín kaup, Klopp þekkir hann og hann er fyrirliði Eistlands. Okkur vantar leiðtoga í þetta lið. Hann er að taka við stöðu Kolo innan félagsins. Ágætis redding að mínu mati.

 13. fann ekki tölfræðina en las um það leiti sem var verið að orða hann þá er hann með næst flestu interception og blocks í Bundisligan og BARA Matip var með fleirri þannig að ég held að Klopp viti vel hvað hann er að gera… Takið mark á mínnum orðum hann var rugl góður á móti okkur í fyrra og hann mun vera mig umtalaður eftir Chelsea leikinn í kvöld.. held að við séum komnir með mann sem mun berjast við Lovren og Matip um stöðunna í vörninni.. Ef maður á að reyna að lesa eitthvað í líkamstjáningu Klopp’s þá var hann ekki mikið hrifinn af Sakho þegar hann var eitthvað að trufla viðtalið við hann og svo kom í ljós að hann sendi hann heim fyrir að hafa slæm áhrif á hópinn.. Þannig að ég held að Sakho eigi langt í land tilbaka…

 14. Svo held ég að Ragnar sé líka mun ofar skrifað á blaði hjá Klopp en margir halda. Klopp talaði um að hann hefði góða sendingagetu, varðist vel og væri með gæði sem hann væri að leita að og hefði verið einn sá fyrsti sem hann vildi fá yfir til Liverpool í sumar. Vara skífa er varla fyrsti leikmaðurinn sem hann vill fá yfir. heldur leikmaður sem hann sér í baráttu um byrjunarliðssæti.

Hverjum ógnar Wijnaldum?

Huddersfield 0 Liverpool 2