Hverjum ógnar Wijnaldum?

Fari svo að Liverpool kaupi Wijnaldum er áhugavert að rýna í það hvaða núverandi leikmönnum liðsins hann kemur til með að ógna? Það er ljóst að fyrir hvern einasta nýja leikmann sem kemur inn í sumar fer annar út, ekki endilega í sömu stöðu en oftast.

Wijnaldum er reyndar mjög fjölhæfur leikmaður en hans besta staða er klárlega sú sama og hentar einnig Coutinho, Firmino, Lallana og Markovic best. Þar spilaði hann 14 leiki í fyrra og skoraði 3 mörk. Rétt eins og Coutinho hefur hann einnig spilað mikið sem réttfættur vinstri kantmaður, þar spilaði hann 19 leiki í fyrra hjá Newcastle og skoraði 8 mörk. Vonandi er hann ekki að koma inn fyrir Coutinho en leikjum Milner á hægri kantinum gæti fækkað verulega spái ég með komu Wijnaldum enda getur Hollendingurinn leyst þá stöðu vel rétt eins og Mané, hin stóru kaup sumarsins. Það er því nokkuð ljóst að Klopp horfði (réttilega) á hægri kantinn sem stöðu sem hægt væri að bæta, þrátt fyrir ágæta tölfræði hins sívinnandi Milner. Gleymum ekki að Ibe spilaði einnig helling af mínútum.

Margir vilja meina að úr því fókusinn fór á Wijnaldum eftir að Piotr Zieli?ski datt út úr myndinni þá sé verið að kaupa hann sem miðjumann. Hvorugur þeirra er miðjumaður að upplagi nema þá sem fremsti maður og því erfitt að meta nákvæmlega hvað það er sem Klopp er að leita eftir. Wijnaldum spilaði aðeins þrjá leiki í fyrra á miðri miðjunni. Ekki að það sé endilega mælikvarði á það hvort hann geti leyst þá stöðu, McClaren var ekkert með þetta á hreinu síðasta vetur frekar en annað er viðkom stjórunum á Newcastle liðinu.

Eitt er alveg á tæru og það er að bæði Mané og Wijnaldum skila mikið fleiri mörkum en menn eins og Henderson, Milner og Lallana. Þeir búa yfir mikið meiri hraða og krafti en þessir þrír sem hingað til hafa verið lykilmenn í liðinu. Veit hinsvegar ekki með vinnusemina.

Sterkasta byrjunarlið Liverpool held ég að innihaldi alltaf Can, Sturridge, Coutinho og Firmino þegar allir eru heilir. Reyndar myndi ég setja Henderson með í þann hóp en líklega er Wijnaldum ógn við Englendingana þrjá fyrst og fremst. Joe Allen gæti verið með í þeim hópi en hann hefur nú varla verið lykilmaður Liverpool undanfarið.

Auðvitað er Klopp ekkert búinn að negla niður byrjunarlið fyrir næsta tímabil, meiðsli, form og annað munu hafa sitt að segja þar en eins og við sáum 2013/2014 er alveg svigrúm fyrir því að spila nánast sama liðinu leik eftir leik þegar álagið er lítið og meiðslalistinn ekki endalaus. Með því að nota útilokunaraðferðina er því áhugavert að stilla upp liðinu.

Karius

Clyne – Matip – Lovren – Moreno

Henderson – Can

Mané – Firmino – Coutinho

Sturridge

Sama hvernig ég hugsa þetta sé ég ekki Wijnaldum taka stöðu fyrirliðans ef hann er heill og ef hann gerir það erum við að tala um ansi sókndjarft lið á pappír, of sókndjarft. Eins vona ég að með þessum kaupum sé ekki verið að undirbúa brottför Coutinho sem ég útiloka þó ekki fyrr en 1.september. Vonandi erum við frekar að kaupa Wijnaldum og Mané í staðin fyrir Ibe og Markovic til að styrkja liðið á vængjunum. Ef það er ástæðan fyrir því að Liverpool er á eftir Wijnaldum er ég mjög sáttur við þessi kaup. Ef hann er lausn okkar á miðjunni og sá sem á að kepp við Can og Henderson um stöðu er ég enganvegin sannfærður.

Helsta vandamál Liverpool er að mínu mati að okkur vantar mjög góðan miðjumann, mér lýst mjög vel á Wijnaldum sem leikmann og held að hann myndi styrkja hópinn hjá Liverpool mikið en ég bara sé hann ekki sem neina lausn við þeim vanda sem var á miðri miðjunni í fyrra, ekki frekar en Zielinksi reyndar. Þarna treysti ég hinsvegar Klopp vel til að vita hvað hann er að gera og mæli eindregið með grein Paul Tomkins um það afhverju við vildum Klopp til Liverpool.

Wijnaldum spilaði eitt ár í ensku deildinni og þar áður hafði maður séð honum bregða fyrir í landsliðinu eða Evrópukeppninni, oftast í leikjum sem maður horfði aldrei á, sá bara það helsta úr leikjunum. Fyrir mér virkar þetta eins og nýr kantmaður frekar en miðjumaður en ég verð seint sakaður um að vera sérfróður um þennan leikmann. Vara þó við því búast við miðjumanni sem skoraði 11 mörk á síðasta tímabili, það er ekki rétt, hann skoraði þessi mörk spilandi nákvæmlega sama hlutverk og Coutinho gerði hjá Liverpool (og skoraði svipað).

Liverpool hefur í raun ekki verið orðað við neinn eiginlegan miðjumann í sumar fyrir utan Dahoud.

Þeru vangaveltur sem eru settar í loftið áður en staðfest er að Liverpool hafi boðið í leikmanninn, helstu fréttir herma þó að vonast sé eftir að klára þessi leikmannakaup í þessari viku, áður en liðið fer í æfingaferð til Bandaríkjanna.

24 Comments

 1. Verðum amk vel mannaðir à miðsvæðinu en ég bara trúi því ekki að Klopp kaupi ekki solid DL. Moreno gaf fleiri mörk en ég kæri mig um að muna à síðasta tímabili.

 2. Miðað við allt sem ég hef lesið er hann besta staða numer 10 fyrir aftan framherjan frekar en kantmaður þó hann hafi verið stundum notaður þar. Sé hann helst berjast við Firmino um þá stöðu og síðan getur vel verið að Firmino verði notaður meira sem striker.

 3. er eitthvaðvæ pláss f milner? mun henderson fitta inn hjá klopp? eg minni a að markaskorun er enn vandamál hjá henderson og milner er svona energiser bunny sem endalaust er að en oft skilar litlu.

 4. Energizer bunny-ið sem skilar litlu er 7undi í stoðendingum frá 1993.

  var númer 5 í deildinni í fyrra með 11 stoðsendingar.

  Skilar litlu?

  Ég vil ekkert endilega að Milner starti alla leiki, en föstu leikatriðin og fyrirgjafirnar eru í öðrum gæðaflokki þegar að hann er inná.

 5. Góð umfjöllun.
  Þegar ég sá þennan link við Wijnaldum þá var ég nokkuð viss um að Klopp sé að hugsa hann sem miðjumann. Klopp hefur verið að spila bæði 1-2 á miðri miðjunni með einn djúpan en líka 2-1 til að fá meiri sóknarþunga af miðjunni. MIðað við það sem ég hef séð af Klopp þá vill hann frekar spila 1-2 með Can afturliggjandi miðjumann (nýr Matthäus). Í því kerfi myndi Wijnaldum passa fullkomlega sem annar af framliggjandi miðjumönnunum. Snöggur að sprengja upp varnir og kemur sterkur inn í teiginn í seinni bylgju þegar við vinnum boltann framarlega. Ég spái því að hann muni skora yfir 10 mörk í þeirri stöðu….ef hann kemur á annað borð.

  Eftir síðasta tímabil þá er ekki annað hægt en að efast um Hendo og Milner……já og í raun líka Lallana. Hendo líður greinilega ekki vel á velli eftir að hann fékk þessi hæl-meiðsli. Miðað við að þetta séu krónísk meiðsli er ólíklegt að hann verði okkar aðal maður á miðjunni í vetur. Milner er góður squad player eins og í raun Lallana líka. Milner var hræðilegur á miðjunni í byrjun síðasta tímabils eftir að Brendan sagði að hann yrði einn besti miðjumaður í deildinni. Það var ekki fyrr en hann var settur í frjálsari stöðu út á kanti þegar eitthvað fór að gerast. Lallana er bara Lallana, það er gaman að horfa á hann en skilar kannski ekki árangri í samræmi við það.

  Því er ég sammála því að Wijnaldum muni taka sæti af Englendingunum en er ósammála því að það sé eitthvað slæmt. Persónulega finnst mér miðjusvæðið vera sá partur sem Liverpool þarf að styrkja mest. Þess vegna fagna ég því ef það verður af þessum kaupum.

  Þetta fer að líta mjög vel út, vinstri bakvörður og þá erum við good-to-go!

 6. Flottar pælingar. En þ.s. margir telja að styrkja þurfi miðjuna þá geri ég ráð fyrir að það gangi út á að þar vanti meiri gæði, þ.e. ekki sé verið að hugsa um varaskeifu fyrir Can og Henderson. Can er grjótharður og okkar besti miðjumaður en Henderson virðist ekki í sama klassa. Ég held því að fyrirliðinn okkar missi bandið í vetur og hann verði í basli að vinna sér sæti í byrjunarliðinu. Mig grunar að ef Wijnaldum kemur muni hann kasta Henderson út úr liðinu og ég held að Klopp hugsi frekar um Henderson sem varaskeifu fyrir Can. Punkturinn er þessi, ef Can og Henderson væru báðir topp miðjumenn værum við þá að kalla eftir bætingu á miðjuna? Að mínu mati á Henderson ennþá eftir að sanna sig sem fyrirliði, hann átti erfitt tímabil í fyrra m.a. vegna meiðsla en margt bendir til að ákvörðunartaka hans sem og sendingar- og spyrnugeta þurfi að vera betri. Þetta er eitthvað sem Klopp nefndi oft síðasta vetur að þyrfti að bæta, og auðvitað átti þetta ekki bara við Henderson. Ég skil vel ef Klopp vill gefa honum séns en ég er smeykur um að dagar Henderson sem fyrirliða og first choice í liðið séu liðnir.

 7. Sammála #6.
  Henderson er vinnusamur og duglegur að hlaupa – en þetta er ekki keppni í því. Hann skilar of litið af mörkum, m.a.s. þegar henn fær góð færi.
  Millner að mínu mati betri, m.a. vgna stopsendinga, tæklinga og baráttunnar.
  Held að Winaldum ógni Hendo mest.

 8. Það er ljóst að ef Wijnaldum kemur þá er Klopp kominn með smá hausverk hvernig hann eigi að stilla þessu upp en það er góður hausverkur. Það er var orðið frekar þreytt á síðasta tímabili að Klopp yfirleitt þurfti að stilla upp þeim 11 sem voru leikfærir og fáir kostir af bekknum

 9. Takk fyrir þessa umræðu. Sennilega eru ágætis pjakkar að koma til Liverpool með tilkomu nýrra leikmanna eins og Mané, Matip og Wijnaldum. Ætla ekki annað en að þeir muni standa sig vel en missum okkur samt ekki í gleðinni. Man ekki betur en að Lallana, Sakho og Lovren hafi átt að vera næstum því bestu leikmenn í heimi þegar þeir komu til Liverpool. Allir vita svo hverju þeir hafa skilað fyrir félagið fram til þessa. Hef ekki áhyggjur af miðjunni og sókninni ef Henderson og Couthino ná styrknum sem þeir sýndu þarsíðasta vetur og Sturridge kemst í gegnum eitt tímabil ómeiddur. Ég er aftur á móti enn hundóánægður með að ekki skuli vera gerð dauðaleit að topp miðverði. Þar lá veikleikinn síðasta vetur og reyndar síðustu 3-4 ár. Ég held líka að Liverpool þurfi ekki fleiri miðlungs menn.
  Annars virðist þetta líta vel út og núna skiptir öllu máli að byrja tímabilið með stæl. Tímabilið byrjar í ágúst en ekki í janúar eins og stundum hefur litið út fyrir hjá okkar ágæta liði.

 10. Sitt sýnist hverjum með veikleika liðsins okkar en eitt er á hreynu að samkeppnin um stöður í liðinu í fyrra var ekki sem skyldi út af meiðslum aðalega og þar er mjög sterkt að fá inn Wijnaldum (ekki kominn enn) sem getur leyst allar stöðurnar á miðjunni og spilaði með Hollandi í undnakeppni EM sem djúpur miðjumaður ef ég man rétt en hjá Newcastle allar hinar stöðurnar á miðjunni. Wijnaldum er öflugur í loftinu og skorað nokkur mörk með skalla sl. vetur.

  Annars merkilegt að sjá hæðina á þeim leikmönnum sem Klopp kaupir og vonandi koma nokkur mörk út á það í föstum leikatriðum í vetur; Loris Karius 189 cm, Ragnar Klavan 187 cm, Joel Matip 195 cm, Marco Grujic 190 cm, Sado Mane 175 cm og ef af verður Wijnaldum 175 cm. Ljóst að þeir tveir síðast töldu eru með líkamlega burði í EPL og hafa sannað það en hinir eru svolítið mikið “þýsk kaup” með kraftinn og hæðina í bland við tækni og hraða. Út frá því sem Klopp sagði í lok síðsta tímabils þá má ætla að Wijnaldum og Mane spili frekar á köntunum þar sem hann taldi helst vanta upp á breidd í liðinu okkar.

  Ég held líka að það sé engin að fara að taka einshverja stöðu og eigna sér hana hjá Klopp nema þá kannski helst varnarlínan sem Klopp vill helst halda stöðugri og breitti einna minnst milli leikja síðasta vetur.

  Ég persónulega er hrifinn af Henderson sem leikmanni og ætla ekki að dæma hann af síðast tímabili sem var meiðsla tímabilið hans.

  Helvíti spenntur fyrir næsta tímabili. YNWA

 11. #4, Milner er m flotta tölfræði en tölfræði vinnur ekki leiki heldur mörk. mer finnst kannski að milner þyrfti að vera i liðin þar sem muna meira um hann…..everto,stoke eða southampton.

 12. Þetta er fyrsta sumarið hans Klopp…vonandi er kreditkortið rétt orðið volgt.

 13. Henderson er með hjartað viljan og dugnaðinn með sér en ég er samála mönnum að það þarf að vera meiri gæði með svona góðum byrjunar pakka og held ég að Henderson er leikmaður sem verður ekki fyrirliði liverpool mikið lengur og hvað þá reglulega í byrjunarliðinu. Mér finnst Liverpool enþá vanta alvöru varnarsinnaðan miðjumann. Lucas hefur ekki gæðinn og Can er of viltur í því hlutverki og ekki nógu klókur að loka svæðum varnarlega.

 14. Klára vinstri BAKVÖRÐ og það strax. annars fín kaup í þessum win gaur en spurning um prís samt , 27 er helvíti mikið .

 15. Núna er víst komið bakslag í viðræður samkvæmt einhverjum miðlum.
  Newcastle vilja allar 27 millurnar í einu en Liverpool eru víst ekki tilbúnir í það.

  Vonandi verður þetta klárað ásamt Jonas Hector í bakvörðinn og þá verð ég nokkuð sáttur.

 16. Getur verið hugmyndin með kaupum á Wijnaldum og Ragnari Klavan að þeir veita fleirri en einni stöðu samkappeni ?

  Wijnaldum getur spilað allar miðjustöðunar og Ragnar getur spilað vinnstri bakvörð auk þess að vera miðvörður.

 17. Madur er ordin spenntur fyrir Wijnaldum en manni er óglatt vid tá tilhugsun ef hann væri ad koma inn fyrir Coutinho, þad ma alls ekki gerast. Wijnaldum má koma inn fyrir alla adra en Coutinho. med tví ad kaupa wijnaldum og þennan Ragnar og selja svo Benteke, Balotelli og fleiri leikmenn þà grunar mig ad vid seum enn i plús i þessum glugga. Ég bara neita ad trúa tví a? Klopp megi bara ey?a i sumar þeim peningum sem hann selur fyrir.

  Au?vitad þarf ad styrkja mi?juna hja okkur þa? sja allir, ver?um a? fá einhver mörk þa?an, Henderson, Allen, Lucas og Can skila engum mörkum og alls ekki nógu gó?ir heldur nema Can og Lucas getur verid varaskeifa fyrir hann og tví legg eg þad til ad vi? seljum Bæ?i Henderson og Allen og kaupum bæ?i Wijnaldum og Sissoko frá Newcastle.. Henderson hefur bara ekki ná? þeim hæ?um sem vi? vonu?umst eftir og me? þessi krónísku hælmei?sli þá er eg alveg til i ad selja hann núna á medan einhver peningur fæst fyrir hann.

  Ad minu viti má selja Benteke, Balotelli, Henderson, Allen, Markovic og nokkra minni spámenn og i stadinn vill eg vinstri bakvörd, Wijnaldum, Sissoko og einhvern heimsklassa markaskorara.. þetta er audvitad aldrei ad fara gerast en engu ad sídur tad sem mig dreymir um ad gerist.

  Mer finnst þad eiginlega pínu scary ef okkar menn eru med tad markmid ad koma ut i þessum glugga i plús eda a pari a me?an stóru li?in mökkey?a se?lum og minni lidin eru lika ad styrkja sig verulega, sjá bara li? eins og West Ham sem er tilbuid ad kaupa framherja a 30 milljonir plús og Crystal Palace var eda er tilbuid ad borga 30 milljonir fyrir Benteke.

  Mér finnst a? okkar menn eigi alveg ad geta splassad ut 20 eda 25 milljonum í Wijnaldum og tekid ein risakaup á framherja sem kostar 30 til 50 milljonir punda. Madur treystir ekki a ad Sturridge verdi heill allt næsta tímabil og eg efast um ad Origi og Ings seu menn sem geta skilar 20 mörkum í deild og því væri eg alveg til i einn alvoru senter i vidbót…

  Annars lýst mer ekkert illa a hópinn okkar og hef fulla trú á Klopp en madur er samt alltaf frekur og vill fleiri menn inn sem styrkja byrjunarlidid.

 18. Eru okkar menn alveg blankir eda. Getum vid ekki borgad Newcastle allan peninginn i einu þrátt fyrir ad hafa varla eitt neinu i sumar ? Audvitad er mjog algengt ad leikmenn seu borgadir i fleiri en einni greidslu en madur hefdi nu haldid ad okkar menn ættu ad geta borgad tennan pening. Er nýja stukan a Anfield ad gera þad ad verkum ad okkar menn ætla ser helst ad koma utur tessum glugga i plús eftir ad allar sölur verda kláradar hja okkur ?

  En þar sem eg lagdi tad til i færslu minni hér ad ofan ad Henderson yrdi seldur þá er au?vitad eina vitid ad gera Emre Can ad næsta fyrirlida allavega næstu 10 árin.

 19. Ég var búinn að spá því að að Lucas yrði leikmaður Newcastle um leið og ég sá að Benitez yrði áfram með liðið. Ætli hann gangi ekki uppi þessi kaup og Flanno fer að láni til þeirra eða jafnvel Wisdom…

  Ég ætla að vera á móti þeim sem telja Henderson búinn. Hann var mikið meiddur og þegar hann spilaði á síðasta tímabili var hann að spila með mikla verki..

  Ég Henderson nær upp sama formi og þegar hann var meiðslalaus þá hentar hann mjög vel í Klopp fótbolta..

  Ég ætla því að gefa Hendo góðan séns.

 20. Menn að ræða Henderson .. Hann á að vera í sókninni .. ekki djúpur

 21. Mín skoðun er að Henderson hefur átt eitt frábært tímabil. Það var tímabilið þegar SAS spiluðu frábærlega. Fyrir utan það tímabil finnst mér hann hafa verið veikur hlekkur í liðinu.

 22. Skemmtileg umræða og afar áhugaverðar pælingar.

  Ég er afar rólegur yfir Wijnaldum, það litla sem ég hef séð hann spila þá hefur hann reyndar verið góður í annars slöku Newcastle liði. Hann mun klárlega styrkja hópinn en ég hef efasemdir um hvort hann bæti byrjunarliðið eitthvað sérstaklega.

  Hann skoraði 11 mörk í fyrra og þ.a. 4 í einum og sama leiknum og aldrei á útivelli. Hins vegar var hann með flott markahlutfall hjá PSV þannig að það er alveg möguleiki að þarna sé ákveðin gullmoli sem eigi enn meira inni en við sáum í fyrra hjá newcastle sem var engan veginn slæmt þannig að ég skil vissulega þá sem eru bjartsýnir.

  Ég er mjög hrifinn af Hendo og vill endilega að hann spili meira fyrir lfc og vil miklu frekar hafa hann hálf haltrandi á bekknum heldur en heila lucas og allen. Hendo hefur verið mikils metinn hjá flestöllum þjálfurum sem hafa þjálfað hann og þrátt fyrir glatað tímabil í fyrra þá væri það helvíti hart að gefa honum amk ekki séns á að að reyna að bæta það upp. Við höfum gefið lucas séns frá 2012 og hann hefur ekki sýnt neitt annað en miðlungsframmistöðu (allen líka) þó svo að báðir tveir séu miklir herramenn og afburða atvinnumenn á alla vegu og klúbbnum til sóma. Ég vona að wijnaldum sé hugsaður til að koma inn á miðjuna og Klopp hafi trú á honum í þeirri stöðu þar sem mér finnst mér við vera afar veikir, Can er vissulega flottur og vonandi verður betri en hann á langt í land með að verða afburða varnarsinnaður miðjumaður og því kemur það mér töluvert á óvart að slíkur leikmaður sé ekki kominn í sumarglugganum.

  Flestir átta sig væntalega illa á raunverulegri getu Grujic þar sem hann hefur bara spilað einn æfingaleik (stóð sig reyndar afar vel). Kannski er þessi strákur að fara að spila stærri rullu en við gerum ráð fyrir.

  Allt tal um þetta fyrirliðaband og Hendo finnst mér litlu máli skipta og ég held í raun að alltof mikið sé gert úr. Menn geta auðveldlega verið fyrirliðar og fyrirmynd þó svo þeir beri ekki “captains” merkið. Það má alveg taka það af Hendo ef einhverjum líður betur með slíkt 🙂

  Ég held að ef af verður með Wijnaldum þá fækki það mínútum hjá Hendo, Milner, Lallana og klárlega Markovich. Í flestum tilfellum er það ekkert stórmál, Hendo verður eflaust ekki tilbúinn strax í ágúst útaf lengra sumarfríi (milner líka) auk meiðslana þarf hann eflaust líka að fara rólega af stað. Lallana og Milner eru fínir squad leikmenn sem ágætt er að nota við og við en mínútur Lallana í fyrra voru alltof margar m.v. framlag.

  Ég sé bara ekki alverg fyrir mér að Markovich sé að fá traustið, því miður verða leikirnir færri í vetur og það virðist bitna harkalega á honum, ef hann verður áfram í lfc herbúðum 1 sept þá eru það líklegast mikil meiðsli annarra leikmanna sem myndu tryggja honum einhverjar mínútur.

Slúður – Georginio Wijnaldum?

Ragnar Klavan til Liverpool (staðfest)!