Jurgen Klopp framlengir til 2022!

Þá er það orðið staðfest að Jurgen Klopp og hans hundtryggu aðstoðarmenn, Zeljko Buvac og Peter Krawiets, hafa skrifað undir nýja sex ára samninga við Liverpool aðeins níu mánuðum eftir að þeir skrifuðu undir þriggja eða fjögurra ára samning við félagið.

Stjórnendur Liverpool og líklega vel flestir stuðningsmenn liðsins eru mjög ánægðir með framfarirnar sem liðið hefur sýnt á þessum tíma og gefur þetta skilaboð um að Liverpool sér sína framtíð undir stjórn Jurgen Klopp – og Klopp sína hjá Liverpool.

Þetta eru frábærar fréttir svona í morgunsárið og vonandi kemur einhver jákvæð keðjuverkun í framhaldið þar sem nýjir leikmenn koma inn, “óþarfa” leikmenn fara út og lykilmenn skrifi undir nýja samninga. Sjáum hvað setur en framtíð Liverpool er í höndum Jurgen Klopp og er ég hæst ánægður með það!

14 Comments

  1. Þetta eru bestu fréttir af LFC síðan Klopp skrifaði undir fyrri samninginn við okkar ástkæra klúbb!!

    Æðislegt!!!

  2. Frábærar fréttir fyrir klúbbinn og líka fyrir okkkur stuðnigsmenn. Frá og með þessum tímapunkti gef ég okkur 4 ár til að lyfta meistaradollunni. þ.e. í Evrópu! England eftir 2ár. Góð tilhugsun þegar þetta er skrifað.

  3. Við vitum það manna best hvernig er að vera þolinmóð og góðir hlutir gerast hægt.
    Ég held nú samt að góðir hlutir í kring um Klopp gerast hraðar og þessu ber að fagna verður gaman að fylgjast með liðinu þegar hann kemur inn með sína menn og hvernig þeir eiga eftir að vaxa undir Herr Klopp.
    Góðir tímar framundan.

  4. Ekki dýrasti samningurinn í sumar en……….. sá allra stærsti!

    Get ekki ímyndað mér hvernig þetta verður toppað.

  5. Góðar fréttir engin spurning. Þetta gefur okkur allavegana ástæðu til að leyfa okkur að óska okkur meistaradeildarsæti á næstu árum. Jafnvel þeir bjarsýnustu geta látið sér dreyma um eitthvert öskubusku-ævintýri og EPL titil.

    Fyrir mér er Klopp alltaf að ná topp árangri með LFC ef hann nær 4-5 sæti. Á meðan þessir eigendur eru við völd þá er maðurinn að vinna kraftaverk ef hann skilar okkur uppfyrir einhvern af topp 4 klúbbunum á Englandi.

  6. well,verður þá ekki dýrt að reka þá? knattspyrnustjorar hætta sjaldan af eigin frumkvæði. vilja lata reka sig og fá feitan tekka. Jurgen dalaði m dortmund i restina og þurfti að hætta,varla an þess að fá nokkuð greitt?

  7. Jújú auðvitað eru þetta frábærar fréttir þó við vitum auðvitað að samningar i fótbolta halda ekki lengi ef menn vilja fara eða fá tilboð sem þeir geta ekki hafnað. En ég er bara ekki að kaupa það að Jurgen Klopp hafi ráðið sig í þetta starf i upphafi og gert núna nýjan samning nema hafa sett einhverjar kröfur fram um peninga til að styrkja liðið. Í sumar er ljóst að við erum að fá inn slatta af peningum með leikmannasölum og eg ætla rett að vona að Klopp megi eyða þeim öllum plús 50-100 milljónum.

    Ég er alveg sammála julian dicks hér að ofan með það að Klopp er alltaf að vinna kraftaverk ef hann nær 4 sæti með liðið með þessa eigendur að klúbbnum. FSG ætlaði nu aldeilis að skila titlum í hús þegar þeir tóku við klúbbnum en eru bara alls ekki að gera það og þeir virðast heldur ekki hafa nokkurn áhuga á að keppa við stærstu liðin í deildinni þegar kemur að leikmannakaupum. Mér er óglatt að sjá Man Utd án meistaradeildarinnar gera risakaup nánast daglega þessa dagana og ef þeir fá Pogba fyrir 100 milljónir þá æli ég endanlega. Man Utd er með metnað, þeir ætla ekkert að vera aftur i 5 sæti og þeir skilja leikinn en hann er nu einu sinni þannig að það kostar peninga að vinna titla, jújú Leicester ævintyrið gerist einu sinni á 100 ára fresti en eg tel það ekki með. Hvar er metnaður FSG ? er það virkilega 5-8 sætið ? nei eg bara spyr.

    Ég er nu buin að segja hér á síðunni á hverju einasta sumri síðustu endalaust mörg árin að okkar menn seu ekkert að fara gera neinar rósir nema að eyða svona 150-200 milljónum punda i leikmenn á einu sumri SAMA hver se knattspyrnustjórinn en eg hef nu alltaf verið rakkaður niður fyrir þessar skoðanir mínar en er þetta ekki bara rétt hjá mér ? við unnum næstum því deildina fyrir 2 árum síðan en það var okkar Leicester ævintýri enda með einn besta leikmann í sögu úrvalsdeildarinnar innanborðs í Luis Suarez. Ef við reiknum það tímabil ekki með þá eru okkar menn ekki mikið meira en miðlungslið frá því FSG tók við þessum klúbbi.

    Jurgen Klopp er frábær knattspyrnustjóri og ég myndi ekki vilja neinn annan i starfið en ég held að það breyti engu hversu frábær hann er okkar menn eru ekkert að fara að keppa við bestu lið deildarinnar nema hann eyði helling af peningum.

    Man Utd er risafélag í dag sem á fullt af peningum en ég vil samt að okkar menn seu að keppa við þá, við erum líka risafélag sem á ekki að vera í 5-8 sæti. því miður er ég á sömu skoðun og síðustu 5 árin, FSG á að selja þetta félag til manna sem hafa þann metnað fyrir félaginu sem það á skilið.

  8. Sammála Viðari að sumu leyti, ef menn ætla sér að verða meistarar þá þarf að punga út peningum til þess. Við erum að sjá City, United og Chelsea öll með nýja stjóra í sumar og allir hafa þeir úr eins miklum peningum að moða og þeir vilja. Þá skiptir ekki máli þó svo að menn séu ekki í Meistaradeildinni. Conte er ekki enn formlega kominn til starfa hjá Chelsea og þeir munu klárlega kaupa einhver nöfn áður en glugginn lokar.

    Þar kem ég einmitt að kjarna málsins en glugginn er ekki lokaður enn og okkar menn eiga vonandi eftir að kaupa inn fleiri menn. Hvort það verði einhver stórnöfn veit ég ekki en vonast auðvitað til þess. Hef samt ekki miklar vonir um að svo verði en þetta kemur allt í ljós. Engin Evrópukeppni þýðir að leikmannahópurinn getur ekki verið of stór þar sem menn fá þá of lítinn spilatíma og verða skiljanlega fúlir. Færri leikir gætu þó komið sér vel uppá formið að gera og vonandi verður undirbúningstímabilið almennilegt og menn mæta 100% klárir í fyrsta leik. Klopp er þekktur fyrir að láta menn taka vel á því á sumrin sem gerir það að verkum að allir eru í góðu standi þegar tímabilið byrjar. Byrjunin er erfið núna með 3 fyrstu leikina á útivelli, gegn Arsenal og Spurs og þar á milli Burnley en það er alltaf varasamt að mæta nýliðum svona snemma tímabils á útivelli.

    En auðvitað eru það góðar fréttir að Klopp sé búinn að framlengja, hann er ekki gamall knattspyrnustjóri en er samt með mikla reynslu og kann að vinna. Ég set allt mitt traust á Klopp enda ekki hægt annað þar sem maðurinn er þýskur 🙂

  9. Átta menn sig á að það eru 3 klukkutímar í fyrsta pre season leikinn?

  10. Aðalbreyting á nýjum samning mun vera sú að Klopp er orðinn um það bil einráður á Anfield 🙂

  11. Frábærar fréttir af Jurgenmeister Klopp. 🙂

    Hva, engin upphitun Einar Mattíhas? Hvar er Tranmere? Hvar er Birkenhead? Svona 4 kílómetra frá sænum ef horft er í vestur? Hvað með ef horft er í austur? Hvað gerðist árið 1884? Sat þá langafi John Aldridge í skugga fjögra blaða smára á torginu? Þetta og margt fleira hlýtur að koma í næsta þætti af Soap.

    Eftir langa íhugun spái ég Liverpool 4-1 sigri. Einu vonbrigðin verða þegar Tranmere Baktus smellir ‘onum í hornið framhjá Karíus.

    Annars allt bara gott að frétta, en það er önnur saga.

  12. Viðar… Ertu þá að segja að Leiceister ævintýrið hafi bara verið draumur og íslenska liðið líka á EM? Snýst ekkert um verðmiða heldur um vinnuframlag og vilja inni á vellinum sem og utan. Eg treysti Klopp 100% til að gera goða hluti og er pínu hissa á Mane-kaupunum. Hann hlytur að hafa tröllatrú a honum. Afram Liverpool, huh! ;]

  13. Svavar Station #13.

    Leicester ævintýrið var draumi líkast og jafnvel þú hlýtur að vera sammála því að þeir eru ólíklegir til að endurtaka leikinn að ári…? Það var einnig gengi íslenska landsliðsins á EM. Það er alveg rétt hjá þér að vinnuframlag og dugnaður leikmanna gerði þetta hvoru tveggja að verkum. Það breytir því þó ekki að Leicester stuðningsmenn gera ekki kröfu um að verja titilinn á komandi tímabili og íslendingar eru ekki að búa sig undir að fara með landsliðið sitt í 8 eða 4 liða úrstlit stórmót eftir stórmót.

    Ert þú kannski maður til að kalla eftir því að Klopp verði látinn fara ef hann landar ekki EPL titli á næstu þremur eða fjórum árum. Gerðu dugnaður og vinnusemi Leicester og íslenska landsliðsins það að verkum að við getum hreinlega búist við því að LFC verði betra en Chelsea, Man City, Tottenham, Arsenal eða Man Utd á næstu árum…?

    og þá ef við verðum fyrir aftan þá….sé það Klopp að kenna?

    Ekki fyrir mig allavegana. FSG setur línuna og hún er í dag 5. – 6. sætið.

£15m tilboði í Jordon Ibe tekið

Tranmere 0 Liverpool 1