Svigrúm fyrir alvöru leikmannakaupum

Verandi utan evrópukeppna er ljóst að Liverpool hefur ekki þörf á eins stórum hóp og á síðasta ári. Samkeppnin í deildinni stefnir í að verða sú harðasta í mjög langan tíma og þvi spurning hvað Liverpool hefur mikið úr að moða á leikmannamarkaðnum í vetur.

Grujic kom í janúar, Matip kemur á fjálsri sölu og fer líklega á svipuð laun og Jose Enrique eða Skrtel. Karius kostar svipað og við fáum fyrir Jerome Sinclair og ofan á það er Sadio Mane.

Fari svo að Crystal Palace kaupi Benteke á rúmlega £30m erum við á sléttu og líklega að greiða minna í laun. Martin Skrtel fer mjög líklega á næstu vikum á ca. £5,5m þannig að kaupin á Matip eru komin í plús um þá upphæð, launin eru líklega svipuð og þá er ekki gert ráð fyrir hvað við spörum í launum við að losna við Toure og Enrique.

Meira að segja Balotelli er orðaður við Sampdoria, líklega fæst ekki mikið fyrir en aðalkappsmálið er að losa við hann af launaskrá.

Hvað þarf?
Eins og staðan er núna er hópurinn með tvo sóknarmenn sem er ofaukið og fara vonandi á um £40m og losa um mjög háa launapakka.

Það sem aðrir sóknarmenn liðsins hafa fram yfir Benteke og Balotelli er helst vinnusemin sem krafist er í Klopp fótbolta. Á pappír er sóknarlína Liverpool miklu heilsusamlegri en hún var bæði í fyrra og hvað þá tímabilið þar á undan. Auðvitað háð því að þeir meiðist ekki allir aftur á sama tíma.

Daniel Sturridge er auðvitað leikmaður sem ekki er hægt að stóla á 100% en hann hefur núna verið heill í 4-5 mánuði og vonandi eru meiðslavandræði hans að baki. Hann hefur líklega misst sprengikraftinn sem hann hafði og spurning hvort hann þróist ekki svipað og Owen, Fowler og Torres gerðu á sama aldri en meðan hann er að skora eins og hann hefur verið að gera hjá Liverpool er hann aldrei vesen. Hann hefur alls ekki sömu vinnusemi og aðrir sóknarmenn liðsins en það er hægt að vinna framhjá því meðan hann skorar nánast í hverjum leik.

Divock Origi náði rétt svo að spila 20% af mínútum liðsins í deildinni síðsta vetur, takist honum að halda sér heilum og þróast eins og hann var að gera á síðasta ári er þar á ferðinni sá leikmaður sem er líklegastur til að springa út undir stjórn Klopp. Hann hefur allt og dregur vonandi gríðarlega úr mikilvægi Sturridge.

Roberto Firmino grunar mig að verði meira flokkaður sem sóknarmaður í vetur heldur en miðjumaður. Hann er núna búinn að taka út fyrsta tímabilið í nýrri deild og nýju liði. Hann var að skapa hvað mest af mörkum Liverpool í fyrra og er líklega duglegasti leikmaður liðsins, sérstaklega sóknarlega. Mjög spennandi að sjá hvernig hann kemur til leiks með heilt og óhindrað undirbúningstímabil að baki enda leikmaður sem hefur alla burði til að taka þátt i 20 mörkum í deildinni (mörk+stoðsendingar).

Danny Ings er risa spurningamerki og satt að segja væri minni óvissa með Benteke sem fjórða kost. Ef hann hefur náð sér að meiðslunum og kemur jafn sterkur til baka er hann frábær sem 3.-4. kostur í frammlínuna. Vinnusemin hjá honum er litlu minni en hjá Firmino og hann hefur sýnt það hvert sem hann fer að hann veit hvar markið er. Benteke er betri leikmaður klárlega en Ings hentar Liverpool mikið betur.

Með þessa fjóra heila heilsu og leikjaálag í lágmarki er ekkert að því að selja Benteke (og Balotelli) og fá í staðin kantmann (Mane). Þar er svo á ferðinni enn einn gríðarlega vinnusami leikmaðurinn og í bónus verður Mane líklga einn fljótasti leikmaður félagsins. Bætið Coutinho, Lallana og Markovic við þennan hóp og við erum að tala um mjög heilsusamlega sóknarlínu. Það er engin þörf á fleiri sóknarleikmönnum enda erfitt að sjá hvenær þeir ættu að spila.

Fyrir þetta tímabil hækka sjónvarpstekjur félaganna gríðarlega og erum við fyrir vikið að sjá lið eins og Crystal Palace bjóða rúmlega £30m í leikmenn. Á móti er Liverpool að stækka völlinn og fær engar tekjur aukalega af þáttöku í Evrópukeppnum. Það er spurning hvort þetta hafi áhrif á leikmannagluggann í sumar en það er ljóst að Liverpool þarf að kaupa alvöru leikmenn í sumar, hvort sem þeir koma ódýrt eða ekki. United og Chelsea sem eru einnig utan Evrópu eru ekkert að gefa eftir í sumar, svo mikið er víst. Hvað þá liðin sem náðu Meistaradeildarsæti.

Leikmannakaup vs leikmannasölur
Tökum þetta lauslega saman
Mane – Benteke – Kemur líklega ca. út á sléttu í peningum og launum.
Matip – Skrtel – Laun líklega svipuð og söluverð talið vera um £5,5m fyrir Skrtel.
Karius – Bogdan – Líklega fæst ekkert fyrir Bogdan og hann hlýtur að vera á a.m.k. helmingi lægri launum en Karius. Hvorugt er eitthvað sem flokkast sem umtalsverðar upphæðir.
Ings – Sinclair – Líklega fáum við rétt tæplega það fyrir Sinclair sem félaginu var gert að punga út fyrir Ings.
Grujic – Allen – Ef kaupverðið á Serbanum telur núna er það líklega minna en fæst fyrir Allen og launin mun lægri. Fari svo að Velski Xavi fari.

Ofan á þetta er Jose Enrique farinn og dugar hans launapakki klárlega fyrir launapakka þeirra bakvarða sem hafa verið orðaðir við Liverpool undanfarið og vel það. Kolo Toure losar einnig um töluvert pláss hvað laun varðar. Sama má segja um Lucas fari svo að hann yfirgefi félagið. Ilori, Wisdom og Luis Alberto skila líklega £10m-£15m í kassann samtals.
Allt eru þetta leikmenn sem eru mjög líklegir til að fara og líklega vantar einhverja fleiri.

Það er erfitt að reikna þetta öðruvísi en að núverandi gluggi verði a.m.k. í plús m.v. núverandi innkaup og ef við horfum í nýjan sjónvarpssamning ætti að vera pláss og rúmlega það fyrir a.m.k. £20m miðjumanni og ca. £10m bakverði. Ekki það að félagið sé að fara setja svo mikla peninga í þessa leikmenn m.v. alla þessa 19-20 ára leikmenn sem við erum orðuð við í þessar stöður.

Sakho fær svo að heyra á fimmtudaginn hver niðurstaðan verður úr hans dómsmáli vegna ólöglegra lyfja. Fari svo að hann fái bann þarf félagið að kaupa nýjan miðvörð. Mann sem líklega yrði hugsaður í stað Sakho, hann á varla mikla framtíð hjá félaginu falli hann á lyfjaprófi.

22 Comments

  1. Takk fyrir mig.

    Förum sko ekki að selja hinn velska Pirlo! Fáum svo Ragga Sig inn í vörnina.

  2. Afhverju á Sakho ekki framtíð hjá félaginu falli hann á lyfjaprófi? Það er ekki eins og hann hafi verið á anabólískum sterum eða úti að dansa á örvandi efnum allar nætur. Hefur eitthvað verið gefið út að hann verði sendur burt ef að hann fellur, eða eru þetta bara fabúleringar hér?

  3. Svigrúm.
    Okkur vantar einhvern World class miðjumann helst með góða spyrnugetu. Okkur bráðvantar vinstri bakvörð. Væri svo einhver á móti því að fá inn mann eins og Gonzalo Higuain ? Ósammála að sóknarlínan sé öflug. Hver er 20 marka maðurinn ? Ju hin er spennandi en hver er okkar Vardy, Kane, Zlatan eða Aguero ? Sturridge ? Þartil hann meiðist. (Í sept)

    Það er test á eigendur okkar núna. Þeir verða að koma inn með nafn.

    Fljótlega

  4. Gonzalo Higuain ! miki? vaeri tad klikkad!

    og eitt mer er slett sama hvad tessir kanar eru bunir ad gera og aetla ad gera!

    lidid teirra er um midja deild oftar en ekki ! tad er teirra abyrgd at the end!!!

    ef ekkert gerist i sumar af viti og veturin svo i takt vid tad er teirra timi lidinn!!!

  5. Fyrir síðasta tímabil þá seldi Tottingham fullt og keypti ekkert spes (Heung-min dýrastur) og lentu í toppbaráttu. Just saying.

  6. Sælir félagar

    Takk fyrir þetta Einar M. Fyrir mér er mest áríðandi að fá alvöru miðjumann með mikla spyrnugetu sem getur tekið aukaspyrnur (og hornspyrnur á stórhættulegum stað Höddi Magg) en þannig maður er ekki í liðinu í dag. Auk þess vantar vinstri bak og svo mætti Sykurinn koma til að auka styrk varnarinnar og breidd. Það mundi auk þess fara vel í mörlandann og fjölga stuðningmönnum hér heima.

    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Menn eru að kalla á eftir duglegum miðjumanni með mikla spyrnugetu. Að mínu mati væri ekki verra ef hann hefði reynslu af deildinni og alltaf skorað mörk. Ég veit það er ennþá EM galsi í mönnum og það er verið að kalla á eftir Ragga Sig. En væri nokkuð vitlaust að sækjast eftir Gylfa Sig? Gæti verið búinn að brenna allar brýr að baki sér hvað varðar skipti til Liverpool en hann er með ótrúlega hlaupagetu, heimsklassa spyrnugetu og skorar alltaf sinn skerf af mörkum í þessari deild. Á klárlega skilið að spila í betra liði en hann er í núna. Myndi jafnvel sjá hann fyrir mér að spila dýpra á vellinum en hann gerir hjá hjá Swansea þar sem hann er oft í 10-unni, hjá Liverpool gæti hann verið í 8unni fyrir aftan Coutinho/Lallana/Firmino og stjórnað spilinu emð sinnu spyrnugetu og lúra svo fyrir utan boxið með sín skot.

  8. Hvað segirðu Gylfi? Ertu alveg hooked á Man United eða ertu til í það sem Kopper leggur til?

  9. Nú þarf eitthvað alvöru að fara að gerast. Erfitt að horfa upp á hvern heims klassa leikmanninn á fætur öðrum orðaðann við manu.

  10. Hérna er dæmi um money talks and bullshit walks
    Bild released the details of Dortmund’s deal with Man U yesterday, summarised below:

    – 42m euros (GBP 28m) fee
    – 8m euro (GBP 6.7m) sign-on fee
    – 240k euros (GBP 200k) a week wages, adding up to 12.5m euros a year

    Þetta gera 100 mills fyrir þennan leikmann.

  11. @helginn Ef satt reynist með 200k á viku er það rosalega mikið, en ég er skíthræddur um að þetta verði góð kaup þrátt fyrir mikinn pening (28m). Sá nokkra leiki með Dortmund í fyrra og þessi leikmaður er bara frábær – en hann var ekkert sérstakur fyrstu leiktímabilin hjá þeim svo það er vonandi að hann detti í þá lægð og haldi sér þar. En ég væri alveg til að sjá Liverpool taka svona skref á markaðinum.

    En það er óþolandi að þessi united nái að kaupa toppleikmenn þrátt fyrir að vera utan CL á meðan við dettum ENDURTEKIÐ í að pikka upp ágæta Southampton leikmenn.. afsakið rausið en Lallana, Lambert, Lovren, Clyne og Mane.. samtals £91.5m?! Það er meira en Real Madrid borgaði svo glæpsamlega mikið fyrir Bale.. eða Ronaldo etc. (eða Barca fékk Suarez á..)

    Ég vil sjá klúbbin vera berjast um leikmenn á borð við Xhaka, Gündo­gan, Götze, Mk­hit­ary­an fjandinn hafi það. Þetta er stórklúbbur og má alveg fara haga sér sem slíkur á leikmannamarkaðinum. Ég er ekki að tala um að gerast Galacticos en alllavega setja markið kannski aðeins hærra.

  12. #12 Fyndið að þú skulir nefna þessa leikmenn en Klopp á algjörlega heiðurinn af því að búa til bæði Gündo­gan og Götze og átti sinn þátt í að gera Mkhitaryan að þeim leikmanni sem hann er í dag. Ef það er einhver sem ég treysti í að kaupa “no names” og gera þá að stjörnum þá er það Klopp….!

  13. Æðislegt..nu eru frèttir um allt að man utd se buið að na samkomulagi um pogba…a meðan við faum grujic…a meðan við eltumst bara við miðlungsleikmenn þa verðum við bara miðlungslið

  14. Já svona er þetta og einhverjir reyna að fagna svona kaupum hérna
    svo verða allir voðalega hissa á næsta tímabili að liðið sé ekki að gera neitt
    og halda því framm að eitthvað annað en hvaða menn spila fyrir liðinn skiptir máli
    þess í 99% tilfella eru þau lið efst í sinni deild sem fjáfesta í stjörnum, allt annað er óvænt
    og gerist sjaldan.

    Þetta er ár númer 20 og hvað sem menn eru að ganga í eitthverri blindri um að Liverpool sé að kaupa bestu ungukallana og nú sé allt að fara í gang?
    Það er ekkert sem segir mér að það sé að fara gerast frekar en áður
    Klopp er flottur stjóri en hann getur ekki keppt við aðra frábæra stjóra með svo miklu minna á milli handana höfum það á hreinu að enska deildinn er ekki sú þýska þar sem ef eitt risafélag klikkar er séns fyrir önnur!

    farið að vakna! Liverpool þarf að fara taka sig svo verulega á til að fara vera stöðugur toppfjórirklúbbur og vinna titla nær á hverju ári! Já það á að vera krafan hjá Liverpool.
    Liverpool á ekki að vera uppbyggingarklúbbir fyrir risana ef einn leikmaður slær rækilega í gegn er hann farinn! liverpool á að vera risinn!

    ég er alveg á því ef Liverpool verður 5 sæti eða neðar í ár , þá getur FSG losað sig við þennan klúbb þeir reyndu en eru ljósárum frá því að geta tekið þátt í fótboltaheiminum eins og hann er í dag….

  15. kúturinn yrði alltaf dýr en áttum okkur a því að hann er sjaldan að vinna leiki a eigin spytur. ef einhver vill borga 40-60 kúlur. fyrir kútinn er þá ekki bara að segja takk og fara skellihlægjandi i bankann?

  16. hvað varðar kaup liverpool síðustu ár þá eru þau öll álíka spennandi og sjónvarpsefnið á rúv.

    hlítur eitthvað alvöru að fara að ské.. eitthvað alvöru að fara að detta inn.. ég meina.. hvernig ætlar FSG að fylla sætin á anfield í vetur ef skemmtiefnið sem þeir bjóða upp á er sama og síðast?

    kannski koma allir bara til að sjá klopp.. ekki bíst ég við að þessi leikmannahópur sem við höfum núna skili betri árángri en síðast.. við keyptum benteke á morðfjár í fyrra.. samt 8 sæti.. núna kaupum við mane á morðfjár. 7 sæti?

  17. Er ekki kominn tími til að eyða öllum peningnum í einn heimsklassa leikmann í staðinn fyrir 6 miðlungsleikmenn? Ég held það. Þetta endalausa Moneyball system eru allir búnir að lesa í gegnum og virkaði aldrei almennilega nema í amerískum afþreyjingum.

    Griezman, vertu velkominn.

    (btw. Götze bólan er sprungin)

  18. Vá hvað mér finnst menn neikvæðir, ég hef verið einn háværasti mótmælandi undanfarin ár þessum kaupum okkar frá Southampton, enda finnst mér Lovren, Lallana og Lambert ekki nægilega góðir fyrir topplið, en Sadio Mane er allt önnur saga, ef þú ert að segja við séum að ofborga fyrir hann ertu einfaldlega kjáni. Menn að vera afbrýðissamir útí Zlatan og svekktir yfir Mane, við vorum að fá miklu öflugari og ferskari leikmann sem er að detta inná sitt besta skeið i einu stöðuna sem okkur virkilega vantaði leikmann united er að fá 34 ára Zlatan í stöðuna hjá martial og rashford sem eru búnir að vera spila vel. Við erum með nokkuð góðan hóp sem stóð ekki alveg undir væntingum á síðasta tímabili en alls ekki vonlausan. Mane er með flottari statta en bæði Couthinho og Firmino fólk yrði ekki sátt að selja annanhvorn á 30m. Nú skulum við bara fara hoppa aftur á Klopp lestina, hún fer að fara af stað og ég spái það verði erfitt að stoppa hana með Mané sem púslið sem vantar í sóknina.

Opinn þráður – ÁFRAM ÍSLAND

£15m tilboði í Jordon Ibe tekið