Klopp, kaupvæntingar og næsta árið

Jæja, jæja. Sumarið er tíminn, ekki satt? Brakandi ferskt slúður á hverjum degi, Twitter aðgangar keppast um að vera fyrstir með slúðrið (jafnvel búa það til), vefsíður reyna að lokka okkur til að klikka á vefsíður þeirra og allir fara í overdrive þegar þeir velta fyrir sér hinum og þessum kaupum eða sölum. Já, sumarið er tíminn.

Verst bara hvað Ísland á EM þarf að þvælast eitthvað fyrir manni á þessum tíma! 🙂

Boltinn er nú eitthvað aðeins farinn að rúlla hjá okkar mönnum og nú þegar bætast við þrír nýjir leikmenn við hópinn í sumar þegar þeir Loris Karius, Joel Matip og Marko Grujic verða opinberlega leikmenn Liverpool – þeir eru að kosta samanlagðar tíu milljónir punda by the way, það er afar ódýrt.

Það er ekki bara hreyfingar á þeim sem eru á innleið heldur virðist vera heill hellingur leikmanna sem er að fara. Jose Enrique (man einhver eftir honum?) er farinn ásamt Jerome Sinclair en reikna má fastlega við að Kolo Toure, Martin Skrtel, Joao Teixeira og Tiago Ilori muni fylgja þeim út um dyrnar á næstunni og þá er afar óljós staðan hjá mönnum eins og Joe Allen, Christian Benteke, Jordon Ibe og jafnvel Philippe Coutinho. Það má því væntanlega búast við slatta af fregnum frá félaginu yfir sumarið – já og svo er auðvitað staðan afar óljós hjá lánsmönnum frá félaginu sem snúa aftur í sumar eins og þeim Balotelli, Lazar Markovic, Luis Alberto og Andre Wisdom.

Ef menn hafa eitthvað verið að reyna að fylgja slúðrinu eftir hjá okkar mönnum þá eru nokkur nöfn sem telja einna líklegust samkvæmt þessum allra áreiðanlegustu blaðamönnum tengdum málefnum Liverpool. Ben Chilwell, 19 ára vinstri bakvörður hjá Leicester, Mahmoud Dahoud, 20 ára miðjumaður hjá Gladbach, Piotr Zielinski, 21 árs gamall miðjumaður frá Udinese, Saido Mane, 24 ára gamall kantmaður hjá Southampton. Þetta virðast vera þessi allra líklegustu nöfn samkvæmt Barrett, Joyce, King, Echo pennunum og þar eftir götunum.

Fyrir utan Mario Götze sem var og er sterklega orðaður við Liverpool en virðist hafa hafnað tilboði Liverpool um gull og græna skóga þá má alveg sjá að þessi nöfn eiga það sameiginlegt að vera ekki “stór nöfn” í bransanum. Mane er líklega stærsta nafnið þarna fyrir utan Götze og þó hann sé mjög svo góður í fótbolta þá er þetta ekki eitthvað risa, risa nafn. Það eru Karius, Matip og Grujic ekki heldur. Þetta er svo mikið eftir bókinni að Mane fellur í flokk með Clyne, Lovren og Lallana sem allir voru keyptir sem “stálpaðir” leikmenn frá Southampton!

Ég hef sagt það áður, þá sérstaklega á Twitter, að ég hef ekki mikla trú á því að kaupstefna Liverpool fari að breytast eitthvað svakalega þó að Klopp hafi tekið við. Hún gæti í einhverjum tilfellum heppnast betur en hugmyndafræðin fer líklega ekki að breytast. Liverpool mun halda áfram að freista þess að finna “næstu” Can, Coutinho og vonast til að Firminio-ar sem þeir kaupa verða Suarez-ar. Fyrir hvern Can eða Coutinho koma fleiri Markovic-ar, Alberto-ar og þar fram eftir götunum. Chilwell, Grujic, Karius, Dahoud og Zielinski bera þess merki að Liverpool vonist eftir því að þeir verði næstu Can-kaup þeirra og að Matip og Mane verða Suarez-ar.

Maður lætur sig dreyma í nokkrar mínútur þegar það heyrist slúður um að Higuain hvetji Liverpool til að kaupa sig og nokkru seinna sést mynd af Klopp á leik með argentíska landsliðinu í fylgd manns sem líkist bróður og umboðsmanns Higuain. Hann meira að segja fór af leikvanginum tveimur mínútum eftir að Higuain var tekinn út af. It was fun while it lasted.

Eru dagar stórkaupa Liverpool taldir? Erum við einhvern tíman aftur að fara að sjá Liverpool kaupa “stjörnuleikmann” sem er í prime eða hafa betur við lið eins og Manchester félögin, Chelsea, Dortmund, Bayern og hvað þá Real Madrid eða Barcelona um leikmannakaup? Ég held það sé afar langt í að það muni gerast. Maður myndi nú alls ekki slá hendinni á móti kaupum á leikmanni sem “elítan” er líka á höttunum eftir.

Það er ekki á döfinni og virðist ekki ætla að breytast í bráð. Það þarf því ekki að hafa miklar áhyggjur af því að Liverpool fari að berjast við þessi lið um leikmenn eins og Higuain, Pogba eða þess háttar. Það þarf afar mikið að ganga upp hjá Liverpool og ekki mikið sem má út af bregða ef félagið ætlar að halda í við keppinautana án þess að reyna að kaupa stjörnur. Fuck it, Götze er huge nafn og frábær leikmaður en ef út í það er farið þá er stjarna hans ekki að skína sitt skærasta þessa stundina.

Liverpool kaupir ekki stjörnur heldur býr þær til – sem er nákvæmlega það sama og Klopp gerir, ekki satt? Svo segja þeir allavega. Getur þetta gengið upp?

Við fáum að vita það á næstu leiktíð því það liggur finnst mér augum uppi að liðið á næstu leiktíð muni byggjast upp á því að byrja Klopp kaflann í sögu félagsins. Hann mun móta liðið í sinni mynd, byggja upp á þeim leikmönnum sem hann sér fyrir sér að verði hér í langan tíma og þar eftir götunum. Ég held að planið sé að koma mikið af ungum leikmönnum inn í hópinn og freista þess að þeir muni mjög fljótlega ýta “eldri” leikmönnum liðsins út úr byrjunarliðinu.

Persónulega held ég að til að byrja með verði kannski ekki gífurlegar breytingar á hefðbundnu byrjunarliði síðustu leiktíðar en þegar líður á leiktíðina þá verða líklega yngri leikmennirnir – framtíðarstjörnurnar – eins og Origi, Can, Dahoud (ef hann kæmi), Karius og Grujic komnir í stærri hlutverk. Ég hef á tilfinningunni að næsta leiktíð verði með nokkuð svipuðum brag og fyrstu ár Klopp með Dortmund þar sem hann tók inn ungan kjarna sem hann vann með og mótaði eftir sinni hugsjón með afar góðum langtíma árangri. Tekst það hjá Liverpool? Það kemur í ljós en ég held það muni pottþétt láta reyna á það.

Lið Liverpool á næstu leiktíð mun eiga að vera að stórum hluta til Liverpool lið framtíðarinnar – er hægt að halda í lykilmenn þessa hóps ef góður árangur næst ekki og Liverpool fylgir ekki eftir með því að bæta þessu extra something inn í hópinn. Dortmund lendir í þessum vandræðum, Atletico Madrid lenda í þessu og svo framvegis. Það er erfitt að halda í sína bestu leikmenn þegar stórlaxarnir koma á eftir þeim og jafnvel þó lið séu hársbreidd frá sigrum í deildum og evrópukeppnum þá eiga þau í erfiðleikum með að halda þessum mönnum. Af hverju ætti Coutinho ekki að vilja fara frá Liverpool í Barcelona eða Atletico Madrid, af hverju ætti Can ekki að vilja fara aftur til Bayern seinna. Það þarf að gera eitthvað til að verða líklegri til árangurs og að geta haldið sínum bestu mönnum.

Það mun reyna mikið á Liverpool í sumar og á næstu árum að halda í sína bestu leikmenn á meðan uppbygging stendur sem hæst en því miður þá stefnir ekki í að félagið hyggist ætla að fjárfesta í einhverjum “stórum nöfnum” til að senda þessi sterku skilaboð sem manni finnst líklegt að ákveðinn hópur leikmanna liða eins og Liverpool vill sjá.

Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér í þessu en ég stórlega efast um það. Við höfum þurft að sýna mikla þolinmæði á síðustu árum og við munum þurfa að halda því áfram. Klopp hefur aldrei farið leynt með það að þetta verkefni er til langs tíma hjá honum og að þetta muni taka sinn tíma. Við þurfum að sýna þolinmæði, þetta gæti heppnast fullkomlega og við rúllum þessu upp en miðað við hve hörð samkeppnin er og hvernig hin félögin ætla að versla þá má bara lítið sem ekki neitt fara úrskeiðis og mikið þarf að ganga upp til hjá Klopp og lærisveinum hans.

17 Comments

 1. Ég er sammála þér, í öllum meginatriðum. Við verðum að vera þolinmóð. Það gæti tekið fimm til tíu ár að vinna stóra titilinn. Klopp verður að fá tíma til að byggja upp og móta sitt lið. Vissulega erum við í eyðimerkurgöngu, á Sprengisandi, um hávetur. En það er skammgóður vermir að pissa í skóna sína. Ég er hrædd um að Götze yrði fljótlega að frosnu hlandi sem yrði okkur fjötur um fót.

 2. Það væri gaman að sjá lista yfir leikmenn á EM sem eru orðaðir við Liverpool. Er Zielinski ekki til dæmis í hóp hjá Póllandi?

 3. Ég er sammála þér Arna mð að Klopp verði að fá tíma til að byggja upp sitt lið – ekki spurning og fimm ára plan myndi make-a mjög mikið sense en því miður þá er þetta bara orðið þannig að fimm ára plön virðist bara vera alltof langur tími. Þá sérstaklega hjá klúbbi á svipuðum slóðum og Liverpool.

  Fyrir fimm árum töluðum við um fimm ára plan og í dag tölum við enn um fimm ára plan. Það er nefnilega málið að þessi tími er bara ekki til. Fyrir þremur leiktíðum síðan vorum við hársbreidd frá titlinum með nokkuð ungt og helvíti gott lið, við létum ekki kné fylgja kviði og síðan þá höfum við misst tvo lykilmenn á góðum aldri frá þeirri leiktíð (og Gerrard) og hugsanlega missum við þann þriðja í sumar eða næsta sumar.

  Hópurinn í dag er mjög flottur. Fullur af ungum leikmönnum sem geta og eiga örugglega eftir að ná mjög langt og ber þar hæst að nefna Firmino, Coutinho, Can og Origi. Þeir gætu orðið frábærir á næstu leiktíð – og verða það líklega – og ef út í það er farið þá gætum við alveg unnið titla á næstu 1-3 árum ef allt gengur upp.

  Við þurfum svolítið að reyna að flýta þessu fimm ára plani og reyna að koma því niður í tveggja til þriggja ára plan finnst mér. Þú getur farið inn í þessa leiktíð með mjög ungt og efnilegt lið en þú átt meiri líkur á að halda þessu liði saman og ná árangri fyrr ef þér tekst að næla í einhvern stóran bita sem getur gert gæfumuninn og bara keyrt upp spennuna hjá leikmönnum.

  Okkur hefur mistekist að fylgja eftir tveimur frábærum liðum sem voru hársbreidd frá titli og let’s face it það mun alveg örugglega gerast aftur. Ég er alveg á því að Klopp eigi að fá tíma og jafnvel að næsta tímabil gæti verið nokkurs konar ‘stikkfrí’ en við vorum hársbreidd frá tveimur titlum í vetur, liðið er ungt og gott og við höfum einn færasta stjórann í bransanum. Þetta er erfiður og ósanngjarn leikvöllur í ensku deildinni en við verðum að reyna að láta kné fylgja kviði og halda í við hin liðin – þau eru ekki að fara að bíða!

  Þolinmæði er dyggð – en hún er alveg ógeðslega fucking erfið!

 4. Egill #2

  Off the top of my mind þá dettur mér í hug Ante Coric (Króatía), Zielinski (Póland), Hector, Götze (Þýskaland), Rafa Silva, Joao Mario (Portúgal). Svo sem mjög mis-áreiðanlegir linkar en þetta eru nöfnin sem ég fæ í hugann 😉

 5. Má bæta við Raphaël Guerreiro hjá Portúgal en hann er líklegast búinn að ákveða að ganga til liðs við Dortmund frekar en okkur.

 6. Jú, og svo Thomas Vermaelen og Michy Batshuayi frá Belgíu en allt er þetta náttúrulega misáreiðanlegir miðlar sem eru að reporta þetta. Afsakið double postið.

 7. Sannarlega orð að sönnu, Ólafur Haukur: „Þolinmæði er dyggð – en hún er alveg ógeðslega fucking erfið!“ Þetta er einmitt mergurinn málsins.

 8. Flottur pistill…

  Ég mun koma til með að fylgjast með þessu liði áfram þó við vinnum ekki titil strax á morgun. Hversu pirraður sem ég verð á þessu liði þá er þetta bara orðið of mikill hluti af mér. Vandamálið er meira endurnýjun stuðningsmanna og veraldlegur áhugi fyrir liðinu. Við erum bara óviðeigandi lið. Eftir 10-30 ár verða stuðningsmenn okkar svipað margir og stuðningsmenn West Ham… ef ekkert verður gert.

  FSG er bara ekki rétta liðið til að koma Liverpool úr þessu. Við erum það langt sokknir að það verður ekki gert öðruvísi en með rugl peningum. Plís ekki tala um Leicester dæmið, það er álíka heimskulegt og að fara á sama stað og vinur manns fann 5000 krónur til að reyna að finna annan seðil.

  Klopp tókst með fáranlega litlum pening að vinna þýsku deildina tvisvar. Virkilega vel gert. Hvað gerði Bayern? Það fór og keypti allt sem það gat. Eftir það vann Dortmund ekkert. Við höfum þegar 3 lið sem gera þetta nú þegar í EPL. Fótbolti er ekki bara stanslaus rómantík í dag og því fyrr sem fólk sættir sig við það, því betra (og ég veit hver vann deildina).

  Af þeim sem hafa komið eða eru orðaðir við okkur finnst mér Matip og Karius nokkuð spennandi. Afgangin langar mig ekkert að fá. Ég treysti samt alveg Klopp og mun gefa honum tímabilið og meira til. Það breytir því ekki að einhver 22 Pólverji með 19 leiki fyrir Udenese og 19 ára Englendingur hljóma bara fáranlega illa. Tala nú ekki um enn einn Southampton leikmann. Jafnframt hefði ég nú alltaf viljað miðjumanninn sem Arsenal keypti frekar en þennan Dahoud sem lítur út fyrir að vera 40kg.

  Þegar ég var svona 16-17 ára skipti engu hvern liðið keypti (Josemi), maður varð alltaf spenntur og bjóst við að sá hinn sami yrði brjálað góður. Að auki fannst manni öll kaup hjá hinum liðunum vera afleidd. Samt vann manu alltaf og Liverpool drullaði á sig. Einhvern lærdóm hef ég dregið af þessu öllu. Kannski er það ungdómurinn en mér finnst rosalega margir hér (ekki endilega að tala um þennan þráð) vera á sömu skoðunum og ég fyrir rúmum áratug.

  Plís ekki tala um “að við gætum mögulega unnið deildina því þetta og þetta lið var að skipta um stjóra” o.s.frv. Endalaust týnt saman. Sennilega er þrenna Coutinho gegn einhverju B-liði orðin nýjasta ástæða þess að við getum unnið deildina. Við vinnum ekki deildina, það ætti að vera öllum ljóst. Með góðum kaupum gætum við náð topp 4 en við erum aldrei fyrirfram líklegir til þess.

  Þráðurinn á undan þessum snérist um hversu lítið við þyrftum að kaupa. Ég vona nú að það sé ekki ríkjandi skoðun. Ég væri rosalega til í að eignast almennilega kantmenn einu sinni. Við eigum 2 í dag (Ibe og Markovic) sem eru báðir gjörsamlega ömurlegir leikmenn og ekki einu sinni nógu góðir til að vera varamenn. Einnig væri flott að fá miðjumann og vinstri bakvörð. Ég ætla samt ekkert að vonast eftir hinum og þessum, það endar vanalega bara í sömu vonbrigðum og síðustu gluggar hafa verið.

  Tímabilið 2002/03 var Chelsea í 4. sæti og í samhengi styrktar deildarinnar þá og nú, með talsvert betra lið en Liverpool í dag. Þeir hefðu alveg getað orðið það lið sem þeir eru í dag (óháð nýafstöðnu tímabili) með því að kaupa alltaf rétt. Unga leikmenn sem kostuðu lítið og blómstruðu hjá þeim. Málið er að ef það hefði verið stefnan hjá þeim hefði Manu bara keypt þá um leið og þeir gætu eitthvað. Þeir kusu bara að fara þá leið sem virkar og settu liðið í hendurnar á Rússa og the rest is history. Við ættum að gera það líka.

 9. Mjög góður pistill með góðu “reality checks”.

  Fyrir það fyrsta er alveg nógu erfitt fyrir ensku liðin að fá til sín heimsklassa leikmenn (sérstaklega þau lið sem eru ekki í London) út af þessu skítaveðri í Englandi! Til að vega það upp þarf að borga þeim himinhá laun og vera í meistaradeildinni.

  Það gerir þetta allt saman frekar erfitt fyrir okkur. EN við höfum Klopp og bara nafnið og CV-ið hans hjálpar okkur heldur betur. Klopp á eftir að ná í flotta leikmenn en varla þekktar og rándýrar súperstjörnur. Það mun vonandi breytast eftir næsta tímabil en við verðum að komast í þessa blessaða meistaradeild sem allra fyrst, það er morgunljóst.

 10. Ágætur pistill, og afar flott komment hjá Jóni Stein #9.

  Ef við byrjum á smá “reality check” þá endaði liðið í 8. sæti í deildinni á þessari leiktíð. Jú, liðið var óheppið með meiðsli leikmanna og allt það. En allt tal um að hópurinn sé bara góður og lítið þurfi að bæta hann, getur ekki verið rétt. Taflan lýgur ekki. Liðið tapaði líka tveimur úrslitaleikjum. Segir það ekki eitthvað um ástand hópsins í dag?

  Sumir tala um möguleika á einhverju góðu á næsta tímabili þar sem ManUtd, ManCity og Chelsea eru að fá nýja stjóra – þeir þurfi tíma og allt það. Það eru, held ég, draumórar og menn að reyna að tala niður einhverjar væntingar til annarra liða. Höfum það á hreinu að þetta eru engir aukvisar sem eru að taka við þessum stórliðum.

  – ManUtd er að fá sinn sigursælasta stjóra Evrópu síðasta áratuginn, hann hefur unnið titla á hverju ári og með öllum liðum sem hann hefur stýrt.
  – ManCity er að fá stjóra sem bjó til besta félagslið allra tíma, að mínu hógværa mati. Mann sem hefur unnið allt sem hægt er að vinna, líklega besti þjálfari heims.
  – Chelsea er að fá gífurlega reyndan mann í brúnna. Hann var frábær leikmaður, hann var jafnvel enn betri sem þjálfari og bjó til ógnarsterkt lið Juventus, og stýrir nú ítalska landsliðinu.

  Þegar FSG tók við, þá var litið á Arsenal sem fyrirmynd. Wenger væri svo frábær í að búa til alvöru leikmenn úr kjúklingum fyrir litla peninga. En Arsenal hefur ekki orðið meistari síðan árið 2004, hver stórstjarnan sem Wenger hefur búið til hefur verið seld, og það er ekki fyrr en nú á síðustu tveimur árum sem sá klúbbur – og Wenger – hefur loksins séð að eina leiðin til þess að ná árangri er að fá alvöru leikmenn til félagsins. Özil, Sanchez og nú Granit – og líklega kaupir hann sóknarmann (e.t.v. Moratta) og varnarmann líka.

  Nú virðast allir líta til Leicester sem einhvers konar fyrirmyndar að því hvernig á að gera hlutina. Halda þeir hinir sömu að Leicester eigi eftir að rúlla upp deildinni á næstu leiktíð? Nei, auðvitað ekki. Gömul saga og ný er að það er erfitt að vinna fyrsta titilinn, en enn erfiðara að verja hann. Leicester verður líklega bara í stökustu vandræðum á næsta tímabili, þótt maður voni að þeir eigi eftir að gera gott mót.

  Það er ekki um margar leiðir að velja í þessu, ef menn ætla að komast á toppinn. Þú getur tekið Leicester til fyrirmyndar, en þá þarf nákvæmlega ALLT að ganga upp. Engin meiðsli, engin vandræði, öll lykilkaup heppnast 110% og öll hin liðin þurfa að gera rækilega í brækurnar.

  Eða, þú getur farið af alvöru á leikmannamarkaðinn og keypt stóra bita, og styrkt stöðu þína umfram hin liðin. Eins og Arsenal er að gera.

  Allt tal um 5 ára uppbyggingu meikar ekki mikið sens í mínum huga, því eftir fimm ár þá verða líklega fáir eftir af núverandi hópi. Þú ert alltaf í uppbyggingu, þú ert alltaf að byggja upp liðið, bæta það sem á þarf og skipta út þeim leikmönnum sem ekki standa sig. Coutinho, Firmino, Sturridge, Moreno, Mignolet, þetta eru allt leikmenn sem verða ekki hjá félaginu eftir 5 ár, mark my words.

  Ég hef áður sagt að planið hjá FSG hefur misheppnast hressilega og þeir þurfa að koma sér frá klúbbnum sem fyrst. En ég ætla svo sem ekki að agitera fyrir því sérstaklega.

  Ég vil hins vegar halda því fram að LFC er nú búið að festa sig svo rækilega í sessi sem miðlungslið, einmitt vegna þessa hugsunarháttar að það þurfi að taka nokkur tímabil í að byggja upp lið og svo framvegis, að það er virkilega mikil nauðsyn að brjóta þetta lið upp í sumar.

  Auðvitað treysti ég Klopp til þess, ég hef ekkert annað val. Ég vil sjá hann taka stórar ákvarðanir, t.d. ef hann telur að það sé best að selja Sturridge, Henderson eða Coutinho, þá ætla ég að virða það. En ég vil líka sjá hann eyða alvöru peningum í alvöru leikmenn.

  Þess má svo til gamans geta að Chelsea, Arsenal, ManCity og ManUtd – liðin sem við viljum vera að berjast við – eru að eyða stórum fjárhæðum í fyrsta flokks leikmenn í sumar. Bara svona smá til íhugunar fyrir þá sem halda að liðið þurfi kannski bara ekki á neinum stórum breytingum að halda í sumar 🙂

  Homer

 11. # Spot fucking ON

  Eigendur liðsins eru ástæða þess að ENGIN velgengni er á leiðinni. Punktur.
  Það þarf nýja eigendur.

  Leikmenn eins og Zlatan, Pogba, Mithitarian eiga að vera orðaðir við Liverpool í sömu andrá og hin stóru liðin. Frábær punktur hjá þér að það verður engin endurnýjun aðdáenda. Eg á í miklu basli að halda mínum 8 ára við efnið, hef samt tekið hann með 2x á Anfield. Í vetur þá tók hann heila eilífað að velja nafn aftan á treyjuna sína. Why, því Liverpool á enga stórstjörnu, ENGA. Coutinhio er það næsta sem kemst en hann er það ekki ennþá og þess vegna væri glapræði að selja hann – sama þótt við fáum 40m punda. Já og hvað – kaupa þá tvo frá Southamton fyrir þann aur.

  Þurfum nýja eigendur sem vilja spila leikinn.

  Við höfum ekki efni á endalausum uppbyggingum.

  United hrynja 2014 eru svo slakir 2015 en ná samt CL sæti, eru daprir í ár en vinna FA cup en hvað…. þeir ná í Mourinho, kaupa Zlatan og eru orðaðir við hverja einustu stjörnu… kaupa sig aftur á toppinn, eru fleiri en ég að gubba

 12. held að eigendur og aðrir skilji það bara svo ílla að liðið þarf að kaupa nöfn.. nöfn selja treyjur.. no name leikmenn gera það ekki nema þá kannski svona 100 treyjur á meðann stórt nafn gæti selt upp allar teyjur liverpool á viku.

  en ef þeir fara ekki að lappa upp á hópinn með alvöru leikmönnum í sumar og enda aftur fyrir utan top4 þá sé ég fyrir mér að einu stuðningsmenn liverpool í framtíðinni verði þeir sem búa í liverpool borg.

 13. Ég er strax farinn að sakna Kolo Touré. Hver á að gera laxatæklinguna núna?

 14. Fokk hvað það er þreytt að horfa uppá Liverpool eitt sigursælasta lið evropskrar knattspyrnu stimpla sig betur og betur inní meðalmennskuna.

  Eg vil nýja eigendur, eigendur sem hafa metnað til að koma Liverpool a þann stall sem þeir eiga að vera á PUNKTUR

Koma mikið fleiri í sumar?

Farvel Kolo Toure